Morgunblaðið - 15.06.1975, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚNl 1975
Elín Eggertsdóttir frá
Oddsstöðum - Minning
Elín Eggertsdóttir fæddist að
Oddsstöðum i Lundareykjadal 2.
nóvember 1911, dóttir hjónanna
Unnar Jónsdóttur og Eggerts
Guðnasonar bónda þar.
Hún þurfti ung að halda að
heiman að hætti þeirra tima. Hún
settist að í Reykjavik og bjó þar æ
siðan. Þar kynntist hún manni
sínum, Atla Eirikssyni húsasmið,
sem lézt fyrir tveimur árum eftir
langvarandi veikindi. Þau áttu
þrjú börn, Atla Ársæl, er dó fyrir
tveimur árum eftir erfiða sjúk-
dómslegu, Unni Erlu og Eggert,
sem þurfa nú aó sjá að baki móð-
ur sinnar.
Ævin hennar frænku minnar
var ekki ævinlega dans á rósum.
Erfiðust var byrðin samt, þegar
hún þurfti að sjá að baki eigin-
manni sínum og elzta syni eftir
langa baráttu veikinda og þján-
inga. En hún lét aldrei bugast.
Við, sem eftir lifum, minnumst
þreks hennar og hetjulundar.
Hún var dæmigerður arftaki
þeirra islenzkra kvenna, er alltaf
hafa fyrirfundist á Islandi á öll-
um tímum. Þær hafa axlaðsína
byrði möglunarlaust og borið
harm sinn í hljóði, en samt ætíð
reynzt skjól öllum þeim, sem aö-
stoðar þurftu og áttu bágt.
Mannlífið birtist okkur i svo
mörgum myndum. Menn koma og
fara, minningarnar dofna smám
saman, en samt verður manni það
fólk, sem stóð vörð um uppvöxt
manns og þroska, ætið i fersku
minni. Þetta fólk varðaði braut-
ina fram til fullorðinsára, hjá
þeim áttum við allt okkar skjól. I
ómótuðum barnshuga var þetta
fólk Imynd hins eilifa. Það hefur
aiitaf verið til og verður alltaf til,
þótt alit annað sé forgengilegt. En
dauðann fær enginn umflúið.
Líka þetta fólk verðum við að
kveðja, og kannski þá fyrst kynn-
umst við einmanaleikanum í allri
sinni dýpt og veldi.
Ég kveð frænku mína og þakka
henni allar liðnar samverustund-
ir, og allt það, sem hún var mér og
verður ætíð. Ég bið börnum henn-
ar, tengdabörnum og barnabörn-
um öllum allrar blessunar og veit,
að þau munu finna styrk í
minningunni um hana.
„Hvað er Hel?
öllum Ifkn, sem lifa vel.
EnMÍII, sem lil ijóssins leiðir.
Ljósmóðir, er hv flu breiðir.
Sólarhros, er sortna él.
Heitir Hel.“
Unnur Steingrimsdóttir.
Þar sem góðir menn fara
|>ar eru Guðs vegir.
Hún Elín er horfin, dáin. Ég
stend eftir hljóð og hugsandi. Það
leitar margt á hugann, þegar
engill dauðans hrífur burtu vini
manns svo óvænt og fyrirvara-
laust. Okkur datt víst hvorugri í
hug að þetta væri siðasta kveðjan,
þegar við töluðum saman í sima
fyrir nokkrum dögum. Við vitum
aldrei, hvað morgundagurinn ber
i skauti sér. Það er öllum hulið.
En minningar um það liðna
geymast og þær leita fram í hug-
ann, hljóðar, ljúfar og kyrrlátar
eins og Elín var sjálf. Minningar
æskuáranna koma ein af annarri.
Þegar við vöktum yfir túninu á
björtum, fögrum vornóttum, þá
var veröldin falleg. Þegar
morgunsólin vakti hvert strá og
hvert blóm með sindrandi geisla-
flóði og döggin glóði eins og þús-
und demantar á mjúku grænu
flosi, þá gátum við tekið undir
með skáldinu, sem sagði: „Þá var
gott að vaka, vera til og eiga þrá“.
Það var ekki langt á milli bæj-
anna okkar, enda taldi Elín ekki
eftir sér sporin, ef hún hafði sögu-
bók eða Ijóð til að lána mér og lofa
mér að njóta með sér.
Svo liðu árin við leik og störf.
Elín hvarf burt úr sveitinni
okkar, en hún gleymdi ekki göml-
um vinum. Hún kom með mann-
inn sinn og litlu fallegu börnin
sín, ailtaf var hún söm og jöfn,
broshýr og blið. Enn liðu árin og
börnin urðu fullorðin, fyrir-
t
Maðurinn minn,
JÓELFR. INGVARSSON,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju, miðvikudaginn 1 8. júní kl.
14. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað
ValgerSur Erlendsdóttir.
Útför móður okkar + ELÍNAR EGGERTSDÓTTUR
Hjálmholti 10, Reykjavlk
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. júní kl. 3. Fyrir hönd
vandamanna. Unnur Atfadóttir Kendall Eggert Atlason.
myndarfólk. Tvö eldri börnin gift,
en yngri sonurinn heima, við-
skiptafræðingur að mennt. Svo
dró ský fyrir sólu. Eldri sonurinn,
37 ára, veiktist og dó. Hálfum
mánuði seinna hneig eiginmaður-
inn örendur niður við fætur
Elínar. Það var mikil lifsreynsla,
en Elín var hetja I sorg sinni og
stillingin brást henni aldrei.
Ég ætla ekki að rekja æviferil
Elinar eða segja lífssögu hennar.
Ég ætla aðeins að þakka henni
hugljúfar samverustundir, þakka
henni vináttu og tryggð, þakka
brosin björtu, þakka orð, sem eru
geymd en ekki gleymd, þakka
heimsóknir og hlýleik allan,
þegar hún vissi, að ég þurfti þess
með.
Ég veit að það verður tekið vel á
móti Elinu handan við fortjaldið
mikla. Eiginmaður og sonur rétta
henni hjálpandi hendur.
Guðs eilifi kærleikur blessi,
leiði og styrki Elínu á hennar
nýju vegferð. Ég kveð hana með
hjartans þökk fyrir allt og allt.
Vak þú minn Jesús vaktu f mér
Vaka láttu mig eins f þér
Sálin vakir þó sofni Iff
sé hún ætfó f þinni hlff.
Guð blessi Diddu og Eggert og
styrki í sorg þeirra eftir góða og
elskulega móður. Guð blessi
tengdabörnin og barnabörnin. I
Guðs friði.
I. Bjarnadóttir
Hinn 8. júni s.l. lézt á heimili
sínu hér að Hjálmholti 10 frú Elin
Eggertsdóttir frá Oddsstöðum í
Lundareykjadal. Hún var fædd 2.
nóvember 1911. Hún átti að
mörgu leyti erfið uppvaxtarár og
fór ung að vinna fyrir sér. Ung að
árum kynntist hún Atla Eiríks-
syni, síðar trésmiðameistara, og
giftist honum. Eignuðust þau
þrjú börn: Atla, er einnig varð
trésmíðameistari. Hann kvæntist
Sigurdísí Sveinsdóttur og eignuð-
ust þau þrjú börn. Atli lézt fyrir
tveimur árum, 38 ára gamall, frá
hinni yndislegu konu sinni og
börnum. Annað barn þeirra er
Unnur, gift Harry Kendal. Þau
eru búsett I Njarðvíkum og eiga
tvo drengi. Yngstur er Eggert við-
skiptafræðingur, sem tók við
fyrirtæki föður síns að honum
látnum, en Atli Eiríksson lézt
hálfum mánuði síðar en sonur
hans, Atli. Eggert hefur búið með
móður sinni og haft forustu um
hag þeirra.
Ég var búin að þekkja Elínu
lengi, en kynning .okkar var þó
sérstaklega náin, eftir að hún
missti mann sinn og son. Ég hef
aldrei þekkt betri konu og
vandaðri. Hún vildi í hvivetna
láta gott af sér leiða, sýndi hverj-
um manni vinsemd, var sigefandi,
enda var hús hennar opið fyrir
hinum mörgu vinum og vanda-
mönnum. Og þannig hafði hjóna-
band þeirra Atla jafnan verið.
Þar ríkti vinátta og kærleikur og
tryggð. Ég reyndi þessa mann-
kosti Elinar i ríkum mæli og er
þessvegna með hrærðum huga, er
ég minnist hennar nú við brottför
hennar. Dóttir mín og Unnur
voru skólasystur og samvera
þeirra tengdi heimilin vináttu-
böndum.
Elin var vel gefin, Ias mikið,
sérstaklega var hún ljóðelsk. Hún
var einnig skáldmælt. Var
ánægjulegt að ræða við hana um
ýmis hugðarefni. Mér finnst sem
ég hafi vaxið af kynningunni við
hana og er af alhug þakklát fyrir
allar samverustundirnar. Þessi
vinátta í minn garð hefur einnig
komið fram i sambandi við Unni,
dóttur Elinar. Hún hefur erft
kosti móður sinnar og veitt af
þeim i ríkum mæli.
Siðastliðinn fimmtudag kom ég
til Elínar I síðasta sinn. Við rædd-
um saman um ýmis hugðarefni.
Hún hafði fyrir nokkru átt við
sjúkdóm að stríða, hafði verið
skorin upp á spitala. 1 þetta sinn
lét hún þau orð falla, að hún væri
tilbúin til brottfarar, hvenær sem
að því kæmi. Hún hafði þá í huga
sinn ástríka mann og son sinn, er
hvarf í broddi lífsins. Og þess var
ekki langt að bíða að hún hyrfi.
Og nú er hún kvödd af ást og
virðingu. Henni fylgir þakklæti
og hjartanlegar óskir um að henni
verði að þvi, sem hún þráði, að fá
samband við ástvini sína.
Við hjónin og fjölskyldan öll
sendum aðstandendum Elinar
einlægar samúðarkveðju.
Helga.,
Guðmundur Péturs-
son kaupmaður frá
Hafnardal - Minning
Fæddur 18. maí 1892.
Dáinn 7. júnl 1975.
Haustið 1913 kom til náms i
Verslunarskóla Islands ungur
maður úr Norður-ísafjarðarsýslu
og settist i miðdeild skólans, sem
þá var kölluð, en skólinn taldist
starfa I þrem deiidum, undir-
búnings-, mið- og eldri deild. A
þeim árum hófu menn gjarnan
nám I skólanum um tvítugsald-
ur eða eldri, einkum þeir er átt
höfðu heima utan höfuðstaðarins
og urðu sjálfir að standa straum
af námskostnaði og dvöl
hér. Þá voru enn fáir skól-
ar í landinu sem efnalitlir, tekju-
lágir ungir menn og litt
undirbúnir gátu hafið nám i og
notið svo að sá árangur næð-
ist er þeir kepptu að. Þrátt fyrir
þetta lögðu margir á brattann,
sem áhuga voru gæddir, til að afla
sér aukinnar þekkingar á þeim
almennu viðfangsefnum sem lik-
ur voru til að samtíð og framtíð
mundu af þeim krefjast, er fram
liðu stundir, og vildu þá til þess
reyna að klífa þrítugan hamarinn.
Einn þessara ungu manna þá
t
Innilegar þakklr til allra er sýndu okkur samúð og hjálp við andlát og
útför
SIGUROAR H. JÓNSSONAR
Sérstakar þakkir til yfirlæknis Hrafnkels Helgasonar og Trvqgva
Ásmundssonar og alls starfsfólks Vlfilsstaðaspítala fyrir frábæra alúð
og hjálp
Guð blessi ykkur öll, Laufey Þorgrlmsdóttir, Smári SigurSsson,
Kásnesbraut 18, Kópavogi.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför,
GÍSLA VILHJÁLMSSONAR.
Akranesi.
Karen Vilhjálmsson,
Úlfljótur Glslason, Eyrún Glsladóttir,
Erla Glsladóttir, Anna Jóna Glsladóttir,
tengdabörn og barnabörn.
var Guðmundur Pétursson sem
við nú minnumst. Þegar hann hóf
nám var hann liðlega 21 árs að
aldri, heilsuhraustur, léttur i
hreyfingum, fullur fjörs og
ákveðinn um að láta ekki hlut
sinn þótt á reyndi og á móti blési.
Hann var þá þegar vel þroskaður
bæði til sálar og líkama enda al-
inn upp við þær aðstæður að
reyna á afl og þol og þaulvanur
allri vinnu. Eitt af þvi sem vakti
athygli okkar, sem með honum
stunduðu nám, var að hann kunni
utanbókar heila kafla úr Islend-
ingasögunum og var tilbúinn að
þylja þá i heyranda hljóði ef svo
bar undir. Hann var þá þegar
þaulkunnugur okkar fornu bók-
menntum, þeim sem almenningur
náði til á þeim tíma. Hann dáði
söguhetjurnar bæði vegna frækn-
leiks og vitsmuna.
Guðmundur reyndist ágætur
námsmaður i skólanum þá tvo vet-
ur sem hann var þar, þ.e. veturna
1913-14 og 1914-15 og að námi
loknu náði hann góðum einkunn-
um við burtfararpróf eins og
vænta mátti um svo skylduræk-
inn, kappgjarnan og námshæfan
mann.
Guðmundur var fæddur i
Hafnardal og ólst upp hjá foreldr-
um sínum en þau voru hjónin
íngibjörg Jónsdóttir og Pétur
Pétursson. Var Ingibjörg hálf-
systir, samfeðra, hins kunna
fræðimanns séra Þorleifs á
Skinnastað, en faðir þeirra var
Jón Oddsson hreppstjóri og bóndi
að Arnarbæli á Fellsströnd í Dala-
sýslu. — sjá Isl. æviskrár, P.E.Ö.
Pétur bóndi i Hafnardal var
ættaður úr nyrsta hluta Stranda-
sýslu, bróðir hins kunna bónda og
sjósóknara, Guðmundar I Ófeigs-
firði, er lengi var forvígismaður í
byggð sinni. Pétur hafði byrjað
búskap á Ströndum og búið á lé-
legu koti er Fell hét. Þar hafði
hann misst fyrri konu sína og
mörg börn þeirra. Þangað fékk
hann síðan til búsforráða seinni
konu sína, Ingibjörgu, sem þá var
aðeins 18 ára gömul. Ég sá hana
roskna að aldri og var hún þá enn
Útför
GUÐNA JÓNSSONAR,
Kirkjuteig 11, Reykjavik
verður gerð frá Laugarneskirkju mánudaginn 1 6. júní kl. 3 e.h.
Kristín Vigfúsdóttir,
Stella Guðmundsdóttir, Kjartan Ó. Þórólfsson,
Bragi Guðnason, Guðrún Sigurðardóttir,
Ágústa Vigfúsdóttir, Sigurður Þorsteinsson,
Glslina Vigdis Guðnadóttir, Bogi Helgason,
Óskar Guðnason, Sigurlaug Guðbjörnsdóttir,
Diðrik Jónsson.
t
Hugheilar þakkir flytjum við öllum þeim, er sýndu okkur ógleymanleg-
an hlýhug, einlæga vináttu og samúð við andlát og jarðarför hjartkærr-
ar dóttur okkar og systur
SIGRÚNAR AGNESAR
Kristln Þorsteinsdóttir Sigurjón Ingi Hilarlusson
Friða Guðrún Sigurjónsdóttir Ellsabet Sigurjónsdóttir
Erla Sigurjónsdóttir Hilmar Sigurjónsson
Kristinn Sigurjónsson Þorsteinn Sigurjónsson.
t
Faðir minn
HINRIK JÓNSSON
frá Fáskrúðsfirði
verður jarðsettur fimmtudaginn
19. júnl kl. 2 frá Hafnarfjarðar-
kirkju
Jón Hinriksson.