Morgunblaðið - 15.06.1975, Síða 43

Morgunblaðið - 15.06.1975, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚNI 1975 43 .Verium gggróöurJ verndum'i jandp^l kferndum Jíf Kerndum. yotlendiy ■WTTi tí j TT^^^^W LAIMDVERIMD Bílamerki Landverndar minna á góða umgengni FRA ÞVl að Landvernd hóf starfsemi sína hefur áróður um bætta umgengni í byggð og óbyggð verið mikið á dagskrá. Sérstök áherzla hefur verið lögð á að áminna ferðafólk um snyrtilega umgengni og nær- gætni við náttúru landsins. Nú er okkur ljóst að þetta starf hefur á margan hátt borið góð'an árangur, það er t.d. minna áberandi nú að flöskum og rusli sé hent úr ökutækjum eða tjaldstæði yfirgefin án þess að hreinsa til. Hinsvegar er enn mikið ólært til að umgengni geti talizt góð, enda tæplega á öðru von, segir Haukur Hafstað, framkvæmdastjóri Landverndar. í mjög mörgum tilfellum eru umhverfisspjöll gerð í hugsunarleysi en ekki af ráðnum hug og þess vegna vill Landvernd nú í ár snúa sér sérstaklega að þeirri hlið vandamálsins. Bilmerki Landverndar sem hér er verið að kynna eiga að fylgja ferðamenni hvert sem hann fer í bflum sínum og minna á nauðsyn góðrar umgengni. Merkin eru af fjórum gerðum sem hvert um sig höfðar til sérstaks vandamáls. Þau eru prentuð á gegnsæja glæru i mismunandi litum. Gísli B. Björnsson teiknaði merkin. Það er von okkar I Land- vernd að sem flestir kaupi bíl- merkin og styðji á þann hátt þessa baráttu okkar fyrir bættri umgengni. Merkin eru til sölu á bensinstöðvum og einnig á skrifstofu Land- verndar. Islenzki Suðuriandssfldarstofninn er nú f örum vexti, eftir 3 ára friðun og hefir Hafrannsóknastofn- unin lagt til að leyft verði að veiða 10 þús. smálestir (100 þús. uppmæidar tunnur) á komandi haustvertfð. Sfldarútvegsnefnd hefir þegar hafið undirbúning vegna sfldarsöitunar á vertfðinni og birtist hér mynd, sem Ijósmyndari Mbl., Brynjólfur tók í fyrradag af stærsta tunnufarmi, sem fluttur hefur verið með bfl á vegum nefndarinnar frá Tunnuverksmiðju rfkisins á Siglufirði. Með bflnum voru samtals 610 tunnur. - Norðfjarðarhöfn Framhald af bls. 17 verið skipt í þrjú athafnasvæði. a. Fremri höfn, þar sem eingöngu fer fram löndun og útskipun. Stærðin er 2,3 ha. b. Viðlegu- og þjónustukví fyrir bátaflotann. c. Trillukví inn af viðlegukví, sem eingöngu verður notuð fyrir trillur. Niðurstöður likantilraunanna sýna, að talsverð ölduhreyfing og straumar verða I viðlegukvi miðað við fyrsta áfanga. Þegar höfnin verður fullgerð verður litil hreyfing f viðlegukvi. I sumar er stefnt að þvi, að fremri höfnin, þ.e. hluti ,af við- legukví, ásamt trillikví, verði grafin upp. Eru það um 150 þús. rúmmetrar. Auk þess, ef fjár- magn fæst, verður gerður viðlegu- kantur í bátakví. Um þessar mundir er búið að búa til garð frá enda hafnarbakka út f brim- varnargarða, þannig að megnið af höfninni verður grafið út áþurru. Á fundinum kom fram, að hægt er að grafa alla höfnina út á þurru og efnið sem þar fæst er mjög gott til gatnagerðar og í hús- byggingar. Því er ekki ósennilegt að haldið verði áfram að grafa höfnina út, þar sem þá fæst ókeypis efnisnáma. Verðlaun fyrir ritgerðir VIÐ skólaslit um sfðustu mánaða- mót fór að venju fram afhending bókaverðlauna úr sjóði Hallgrfms Jónssonar fyrrum skólastjóra fyrir fslenska ritgerð á fullnaðar- prófi (nú unglingaprófi) f skól- um borgarinnar. Verðlaunin hlutu að þessu sinni: Elísabet Waage, Álftamýrarskóla, Selma Ösk Kristiansen, Austur- bæjarskóla, Sigríður Sigurjóns- dóttir, Hvassaleitisskóla, Svan- hvít Axelsdóttir, Hagaskóla, Þor- steinn Gauti Sigurðsson, Fella- skóla og Þorvarður Carr, Lang- holtsskóla. Við skólaslitin voru einnig af- hent verðlaun þjóðhátiðarnefnd- ar 1974 fyrir ritgerð um sögusýn- inguna að Kjarvalsstöðum sl. haust. I þessari ritgerðarkeppni tóku þátt nemendur fimm aldurs- flokka, þ.e. 10—14 ára börn. Veitt voru ein verðlaun hverjum aldursflokki en þau voru röð af veggskjölum Þjóðhátíðarnefndar, er frú Sigrún Guðjónsdóttir teiknaði. Verðlaunin hlutu: Þórunn Egilsdóttir, 4. bekk Hvassaleitsskóla, Bjarni Hinriks- son, 5. bekk Breiðagerðisskóla, Auður Einarsdóttir, 6. bekk Mela- skóla, Skúli Þ. Ingimundarson, 7. bekk Alftamýrarskóla og Elín Rut Ölafsdóttir, 8. bekk Alftamýrar- skóla. Myndir Myndin sýnir börn úr skólum borgarinnar á Sögusýn- ingunni, en eftir heimsóknina þangað skrifuðu þau ritgerðir um hana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.