Morgunblaðið - 28.06.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.06.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JUNl 1975 17 fclk í fréttum + Regina Hays var valin „bað- stúlka“ vikunnar í hcimabæ slnum, sem er Sydney í Astralíu, en við erum nú þeirr- ar skoðunar að hún ætti að geta náð í þann titil hvar sem er. + Evrópumeistarinn I yo-yo, Dan Robertson, hefur varið meistaratitil sinn síðan árið 1953. Hann er um þessar mund- ir á fcrðalagi um Danmörku þar sem hann sýnir listir sfnar eg „yo-yoar“ með 64 kílómetra hraða á klukkustund. + Sænska lcikkonan Ingrid Thulin er hér klædd búningi þcim sem hún ber í myndinni „Salon Kitty“, sem verið er að taka f Berlín. Handritið fjallar um raunverulegan atburð sem átti sér stað f seinni heims- styrjöldinni, þar sem þekktur veitingastaður var aðal njósna- setur Gestapo. + Donald Kizzee, segist ekki hafa efni á að auglýsa, vegna þess að hann hefur aðeins örorkubæturnar til að lifa af, hefur hér komið sér fyrir á götu einni f San Fransisco með skilti sem á stendur: „Ég er að leita að eiginkonu...“ Hann skýrir svo frá að konan sem hann elskaði og bjó með í rúm þrjú ár hafi dáið úr sykursýki fyrir rúmum mánuði og: „Ég hef verið afskaplega einmana sfðan.“ + Pierre Bonnet og eiginkona hans, Berthe, ásamt börnum þeirra tveim, Ingrid þriggja ára (til vinstri) og Hubert sem er sex ára, standa hér fyrir framan símaklefa, seni Hubert bcndir á, en f þeim símaklefa fann lcigubílstjóri einn, börn- in, eftir að mannræningjar höfðu látið þau laus. + Willy Brandt, fyrrum kanslari Vestur-Þýzkalands og núvcrandi formaður vest- ur-þýzka jafnaðarmanna- flokksins, var nýlega gerður að heiðursborgara Aþenu, höfuð- borgai Grikklands. 1 ræðu borgarstjórans, Joannis Papatheodorous, sagði að ástæðan fyriT því að Brandt væri gerður að heiðursborgara væri barátta hans gegn her- foringjastjórninni í Grikk- landi, barátta hans gegn fasisma og fyrir friði f heimin- um. hYK 'T vRá^^slóvakíu Fóbring ab ofan f Vatnsþétt Lebur- Asbjöm Olafsson hf. HEILDSÖLUBIRGDIR Borgartuni 33—Reykjavik—Simi S444Q tB Lfnur) VÉLSKÓLI ÍSLANDS Veturinn 1975—1976 verða starfræktar eftirtaldar deildir: í Reykjavík: 12., 3. og 4. stig. Á Akureyri: 1. og 2. stig. Á ísafirði: 1. og 2. stig. í Vestmannaeyjum: 1. stig. Á Siglufirði: 1 . stig. í ráði er að stofna deild á Akranesi er«veiti þá fræðslu sem þarf til að Ijúka 1. stigi vélstjóra- náms ef næg þátttaka fæst. INÍMTÖKUSKILYRÐI: 1. stig: a) Umsækjandi hafi náð 1 7 ára aldri. b) Umsækjandi sé ekki haldinn næmum sjúkdómi eða hafi likamsgalla sem geti orðið honum til tálmunar við starf hans. c) Umsækjandi kunni sund. 2. stig: a) Umsækjandi hafi náð 1 8 ára aldri. b) Umsækjandi hafi lokið miðskólaprófi eða hlotið hliðstæða menntun. c) Umsækjandi sé ekki haldinn næmum sjúkdómi eða hafi líkamsgalla sem geti orðið honum til tálmunar við starf hans. d) Umsækjandi kunni sund. e) Umsækjandi hafi eitt af þrennu: 1. Lokið vélstjóranámi 1. stigs með framhaldseinkunn, 2. Öðlast a.m.k. tveggja ára reynslu í meðferð véla eða vélaviðgerðum og staðist sérstakt inntökupróf við skólann, 3. Lokið eins vetrar námi í verknámsskóla iðnaðar í málmiðnaðargreinum og hlotið a.m.k. 6 mánaða reynslu að auki í meðferð véla eða vélavið- gerðum og staðist sérstakt inntökupróf. UMSÓKNIR: Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu skólans í Sjómannaskólanum, hjá húsverði Sjómanna- skólans, hjá Vélstjórafélagi íslands Bárugötu 11, í Sparisjóði vélstjóra Hátúni 4A og hjá forstöðumönnum deilda. Umsóknir um skólavist í Reykjavík sendist til Vélskóla íslands, pósthólf 51 34, Reykjavík. Umsóknir um skólavist á Akureyri sendist til Björns Kristinssonar, pósthólf 544, Akureyri. Umsóknir um skólavist á ísafirði sendist til Aage Steinssonar, Iðnskóla ísafjarðar. Umsóknir um skólavist í Vestmannaeyjum sendist til Kristjáns Jóhannessonar, pósthólf 224 Vestmannaeyjum. Umsóknir um skólavist á Siglufirði sendist til Markúsar Kristinssonar, Hlíðarvegi 4, Siglu- firði. Umsóknir um skólavist á Akranesi sendist til Sverris Sverrissonar, Iðnskóla Akraness. Umsóknir nýrra nemenda verða að hafa borist fyrir 1. ágúst. Skólinn verður settur mánudaginn 1 5. septem- ber kl. 14.00. Kennsla hefst miðvikudaginn 1 7. september kl. 1 0.00. Endurtökupróf fyrir þá sem ekki náðu tilskilinni einkunn eða náðu ekki framhaldseinkunn, fara fram í 1. viku september. Sækja þarf um þátttöku í þeim á sérstöku eyðublaði. SKÓLASTJÓRI,.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.