Morgunblaðið - 28.06.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.06.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNl 1975 21 VELVAKAIMDI Velvakandi svarar I síma 10-100 kl. 2—3, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Nýjasta tegund trúarbragða? Hér er bréf um náttúrulækn- ingafræði: „I Vísi 23. júní sl. er smáklausa á bls. 3, sem nefnist Kjötlaust buff á boðstólum. Sagt er frá heimsókn Vísismanna til að kanna fæðið á Matstofu Nátturu- lækningafélags Islands að Lauga- vegi 20 b. Lofsamlegum orðum er farið um matinn, sagt að hann hafi verið „hið mesta lostæti" og að verðinu sé „mjög stillt i hóf“. Vegna þess að ég kem þarna oft, veit ég að þetta er rétt. En I þessari stuttu grein eru 2 eða 3 atriði, sem ég vii fara um nokkrum orðum. Vísismenn segj- ast vera að kanna fæðið, „sem náttúrulækningamenn trúa á“. Ég held að fáir trúi á þetta fæði fyrr en þeir hafa reynslu af því. Og þessa reynslu hafa margir. Eftir lengri eða skemmri tíma hafa þeir beinlínis læknazt af ýmsum kvillum, sem sumir hafa ekki látið undan við venjulega læknismeðferð. Þeim líður betur en áður. Ég er einn af þeim, sem hef þessa reynslu. Auk þess sem þetta fæði er hollt, er það minna fitandi en venjulegt fæði. Ennfremur segir í greininni: „Að vísu er það af mjög misjöfn- um hvötum sem menn hætta að neyta kjöts og fisks. Sumir gera það samkvæmt læknisráði, aðrir hafa viðbjóð á dýradrápi, þá eru það þó nokkrir; sem fylgja því, sem bragðlaukarnir segja þeim“. Þetta er að vísu rétt svo langt, sem það nær. Matstofan hefur ekki á boðstólum kjöt eða fisk, en auk þess útilokar hún önnuð mið- ur Uoll matvæli s.s. hvítt hveiti, hvítan sykur og kaffi, en i staðinn koma aðrar heilnæmari matarteg- undir. Og ég held, að margir, sem borða svo kallað náttúrulækn- ingafæði, geri það hvorki eftir læknisráði, vegna viðbjóðs á dýra- drápi ellegar smekks, heldur hafi þeir sannfærzt um hollustu þess við það að lesa bækur og greinar um málið og vegna eigin reynslu og annarra. I Vísisgreininni er sagt að mest sæki matstofuna dvalargestir frá dvalarþeimili (þ.e. heilsuhæli) N.L.F.Í. í Hveragerði. Þetta má skilja svo að fáir aðrir komi þang- að, en þvi fer fjarri. Þarna borðar daglega margt ungt fólk og mið- aldra, sem aldrei hefur dvalið á Hælinu, auk þess útlendingar. Forstöðukona matstofunnar hef- ur staðfest þetta. M atstof ugestur." uppöldúm manni sænidi. Oðru hverju þerraði hann sér um munninn með serviettu. Vegfarendur fyrir utan gutu augunum f áttina að hótelinu með þá von í brjósti að eitthvað færi aó gerast. Varðmaður stóð I grennd við þann stað þar sem flækingurinn hafði horfið. — Bæjarstjórinn vill tala við Maigret lögregluforingja! Leroy stökk upp og sagði við Emmu. — Farið upp og kallið á hann. En Emma kom niður aftur og sagði: / — Ilann er ekki f herberginu sfnu! Leroy þaut upp stigan, kom náfölur niður aftur og greip sfmann. — Ilalló... Já, herra bæjar- stjóri. Ég veit það ekki. Ég... er er mjög kvfðinn. Lögregluforinginn er horfinn. Halló.. Nci, ég gct ekki sagt yður meira.. Hann snæddi hádegisverð uppi á her- berginu sfnu... Eg hef ekki séð hann koma niður aftur. Ég... skal hringja til yðai eftir stutta stund... Og Lero.v sem hélt enn á servíettunni f hendínni notaði % Þjófur í Paradís Ágústa Jónsdóttir frá Hamri skrifar: „Hr, Velvakandi. Það vakti ekki litla athygli og umtal hér um slóðr, þegar for- svarsmenn ríkisútvarpsins tóku þá ákvörðun að láta Indriða G. Þorsteinsson, rithöfund, lesa upp I útvarpið sögu sína Þjófur i Para- dis. Ég held„ að öllum Skagfirð- ingum, sem þekktu harmsögu Tómasar heitins bróður mins í Elivogum ogfjölskyldu hans hafi þött nóg um og nóg að gert, þegar bók þessi kom út i fyrsta sinni. Svo virtist sem höfundur nefndr- ar bókar hafi ekki kunnað eða munað hin snjöllu spekiorð Einars skálds Benediktssonar að „aðgát skal höfð i nærveru sálar,“ eða þá, sennilega öllu fremur, ekki hirt um að taka sér til góða lærdöm þessara kunnu orða Ein- ars. Og sjálfsagt eru orð Krists um þann, „sem hneykslar einn af þessum smælingjum", I.G.Þ. næsta léttvægt efni til viðvörunn- ar. Svo sem alkunna er, varð ekkert úr þessum áformaða upp- lestri a.m.k. að sinni, þvi hann var stöðvaður með lögbanni að beiðni bróðurbarna minna. Lögbannið olli miklum úlfaþyt og óspart var vitnað til frelsisástar, ritfrelsis og mannréttinda, en minna rætt um mannlegar tilfinningar og hjarta- sár. Tveir voru þó þeir menn, sem létu til sin taka þetta lögbanns- mál, sem höfðu hjartað á réttum stað og skildu, að óhæfa var að ýfa upp sár, sem farið var að hema yfir. Þessir menn eru þjóðkunnir, þeir Helgi Hálfdanarson og Jón úr Vör og birtust greinar eftir þá báða í Morgunbl. 22. maí sl. Báðum þessum góðu drengjum þakka ég innilega skrif þeirra og þá drengilegu og ákveðnu af- stöðu, sem þeir tóku í þessu lög- bannsmáli. Það varð mér mikil gleði og huggun að lesa snjallar og skilningsrikar greinar þeirra, og svo veit ég, að orðið hefur frændfólki mínu. Þökk og heiður sé ykkur, Helgi Hálfdanarson og Jón úr Vör. Með þökk fyrir birtinguna. Ágústa Jónsdóttir frá Hamri.“ # Lögberg Reykvíkingur skrifar: „I bréfi i dálkum þínum sl. fimmtudag er talað um sundur- skotið eyðibýli, skurði og gadda- virsflækjur „við Lögberg.“ Þetta fær ekki staðizt. Við Lögberg er ekkert slikt eyðibýli, skurðir eða gaddavírsflækjur og engar kind- ur á beit. Trúlega á bréfritari við Lækjar- botna, þar sem eitt sinn stóð hús, sem skirt var Lögberg. Það er fráleitt að láta Lögbergsnafnið festast við þennan stað. Lögberg er aðeins á Þingvelli og ástæðu- laust að flytja það nafn yfir á Lækjarbotna. I sambandi við þetta sakar ekki að geta þess, að mér finnst það vottur um andlega fátækt háskólamanna að skira hús laga- deildar Háskólans Lögberg. Ekki trúi ég að nafnasmiðir Háskólans hefðu ekki getað verið frumlegri. I hugum Islendinga er Lögberg ekkert venjulegur staður — helg- asti staður landsins að dómi okkar flestra. Hvers vegna fær nafn hans ekki að vera í friði? Reykvíkingur." HÖGNI HREKKVÍSI Það væri gaman ef Ilögni myndi koma og heimsækja Tátu í kofann sinn. Breiðfirðingar Farin verður skemmtiferð í Þórsmörk laugar- daginn 5. júlí kl. 9 f.h. til baka sunnudag. Verð farmiða ca. 1.600,00 fyrir fullorðna 1.000,00 fyrir börn innan 1 2 ára aldurs. Farmiðar verða seldir í Listmunaverslun Flelga Einarssonar, Skólavörðustíg 4, miðar sækist í síðasta lagi á miðvikudag 2. júlí. Upplýsingar í símum 81326,41531 og 33088. Ferðanefndin. DAVID ESSEX — ADAM FAITH íslenzkur texti. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. 20th CENTURY-FOX Presaits A PALOMAR PICTURE PAULWINFIELD is Gordon in • • Sýnd kl. 5, 7 og 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.