Morgunblaðið - 28.06.1975, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNl 1975
Laxveiði
Veiðileyfi í Laxá og Bæjará Reykhólasveit til
sölu. Upplýsingar í síma 35260 og 8301 8.
Sundnámskeið
Sundnámskeið fyrir börn 6 ára og eldri, verða
haldin í sundlaugum Breiðagerðis- og Árbæjar-
skóla 1. — 25. júlí n.k. Innritun í anddyri
Breiðagerðisskóla og Sundlaugar Árbæjarskóla
28. júní kl. 10—12 og 14—16.
Námskeiðsgjald kr. 1 000,00 greiðist við innrit-
un. Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur.
Bátur til sölu
Vélbáturinn Muggur ÍS 22, 12 tonn, planka-
byggður frá Bátalóni, með 125 ha Caterpillar-
vél er til sölu og afhendingar strax.
Viðskiptaþjónusta G uðmundar Ásgeirssonar,
sími 97 — 71 77 IMeskaupsstað.
Tilkynning
frá Bifreiðaeftirliti ríkisins í Reykjavík, Keflavik og
Hafnarfirði.
Vegna sumarleyfa starfsfólks verður að draga
jnjög úr starfsemi stofnunarinnar á tímabilinu
frá 7. júlí til 1. ágúst, að báðum dögum
meðtöldum.
Engin aðalskoðun verður auglýst á nefndu
tímabili, en tekið verður á móti nauðsynlegum
umskráningum, eigendaskiptum og
nýskráninqum. .........
J Bifreiðaeftirlit rikisms
GEÐVERND
— happdr. '75
Ósóttur vinningur:
Nr. 38674,
DAF — SL-66, „Variomatic".
1. vínningur (nr. 41456) hefur verið afhentur rétthafa vinningsmiða.
Geðverndarfélag íslands
Hafnarstræti 5
Minningarsjóður
Vigdísar Ketilsdóttur
og
Æ *
Olafs Asbjarnasonar
Ákveðið hefur verið að sjóðurinn veiti
styrk tveimur læknum til framhalds-
náms næsta skólaár. Umsóknir,
ásamt upplýsingum um hvaða sér-
grein væri að ræða og aðrar, sem að
umsókninni lúta, sendist formanni
sjóðsins Ásbirni Ólafssyni, Borgar-
túni 33, fyrir lok júlímánaðar 1 975.
Vörubíll óskast.
8 — 9 tonna Man eða Scania Vabis, helzt með
krana. óskast keyptur. Uppl. í síma 96-41 250.
Innilegustu þakkir færum við öllum þeim nær og fjær sem sýndu okkur
sóma og vinsemd með heimsóknum, kveðjum og gjöfum í tilefni 40
ára starfs reglu okkar i Stykkishólmi að líknar og mannúðarmálum.
Þá þökkum við vinsemd og alúð Stykkishólmsbúa á liðnum árum
Óskum landi og þjóð farsældar og blessunar guðs í komandi framtíð.
Stykkishó/mi 25. júní / 9 75.
St. fransiskussystur.
Ö/lum vinum og frændfó/ki sem sýndu mér
vinarhug á 80 ára afmæ/i mínu þann 1 7. júní
s.l., sendi ég minar bestu þakkir.
E/ísa Gudjónsdóttir
Öldugötu 32.
Auglýsing
um námsstyrk frá Indlandi
Indversk stjórnvöld hafa boðið fram dvalarstyrki ætlaða ungum þjóð-
félagsfræðingum, háskólakennurum, blaðamönnum, lögfræðingum og
fl. sem vilja kynna sér stjórnarfar á Indlandi af eigin raun. Ferðakostnað
þarf styrkþegi að greiða sjálfur.
Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru fyrir hendi í mennta-
málaráðuneytinu.
Umsóknum óskast skilað til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6,
Reykjavík fyrir 7. júlí n.k.
Menntamálaráðuneytið
23. júní 1975.
Keflvíkingar — Suðurnesja-
menn
Höfum á lager hinar viðurkenndu Vitretex úti-
og innimálningu, ásamt Hempels þakmálningu.
Aðstoðum við litaval. Afgreiðsla af lager
Hæðargötu 9, Ytri-Njarðvík, föstudag og
laugardag kl. 2 — 6.
Ólafur og Þór h. f.
sími 2471.
Viðlagasjóður
auglýsir.
Samkvæmt 2. mgr. 8. gr. reglugerðar um
Norðfjarðardeild Viðlagasjóðs ber þeim, sem
telja sig hafa orðið fyrir bótaskyldu tjóni af
völdum snjóflóðanna í Neskaupstað í desember
sl., að tilkynna kröfu sína til skrifstofu Viðlaga-
sjóðs eigi síðar en 1. júlí 1975.
Reglur um hvernig bótum er hagað úr sjónum
fyrir tjón, sem orðið hefur á Neskaupstað vegna
snjóflóðanna, liggja frammi á skrifstofu sjóðsins
í Neskaupstað og Reykjavík.
Viðlagasjóður.
Höfum opnað bílasölu
að Nýbýlavegi 4, Kópavogi
Höfum til sýnis og sölu þennan glæsilega Mercedes
Benz Sport 280 SL
Okkur vantar bíla allar tegundir á skrá.
Höfum kaupanda að Rússa jeppa með diesel vél.
Bílasalinn Kópavogi,
Nýbýlavegi 4, sími 43600.
Áttræð:
Elínborg
á Skarði
Höfuðbólið Skarð á Skarðs-
strönd er elzta óðal á tslandi. Það
hefur samkvæmt sögulegum
heimildum verið í eigu sömu ætt-
ar frá því um 1100 og sennilega
allar götur frá landnámstíð. Sé
svo talið, er landnámsmaðurinn
Geirmundur heljarskinn forfaðir
Skarðverja, en sagt er, að hann
hafi göfugastur verið allra land-
námsmanna á Islandi. I lok 11.
aldar býr á Skarði Húnbogi Þor-
gilsson, sem sumir telja bróður
Ara fróða. Elínborg á Skarði, sem
í dag fyllir 8. tug ævi sinnar, er
23. ættliður frá Húnboga Þorgils-
syni.
Elínborg Ingibjörg Bogadóttir
Magnusen fæddist 28. júní 1895.
Foreldrar hennar voru Bogi
Magnússon á Skarði og kona hans,
Kristín Guðrún Borghildur Jónas-
dóttir prests á Staðarhrauni, síðar
á Skarði, Guðmundssonar. Elín-
borg giftist Kristni Indriðasyni 6.
september 1913. Bjuggu þau á
Skarði frá 1914 allan sinn búskap,
þar til Kristinn dó 21. nóvember
1971. Þau eignuðust 3 dætur:
Bogu Kristínu, húsfreyju að
Skarði II, gifta Eggert Ólafssyni,
Guðborgu sem er látin, en var gift
Þorsteini Karlssyni f Búðardal á
Skarðsströnd, og Ingibjörgu
Kristrúnu, húsfreyju á Skarði,
gifta Jóni Gunnari Jónssyni. A
Skarði býr nú einnig Kristinn
Borgar Indriði Jónsson, sonur
Ingibjargar og Jóns, ásamt sinni
fjölskyldu, svo að hin forna ætt er
enn allfjölmenn á þessu óðals-
setri.
I huga hinna fjölmörgu núlif-
andi Skarðs-vina rís hæst myndin
af hjónunum Elínborgu og
Kristni, sem réðu þar húsum
f meira en hálfa öld og gerðu garð
inn frægan. Svo sem verða vill
skiptust á skin og skúrir í ævi
þeirra. En samleið þeirra varð
löng og farsæl í hamingjusömu
hjónabandi. A heimili þeirra ríkti
hressandi blær, glaðværð og gest-
risni. Þar var löngum mann-
margt. Ungir og gamlir áttu þar
öruggt athvarf og skjól. Með
Kristni hvarf af sjónarsviðinu
breiðfirzkur höfðingi í sjón og
raun, glaður og reifur til hinztu
stundar. En Elínborg á Skarði
hefur aldrei látið sinn hlut eftir
liggja. Saga hennar er samofin
sögu Skarðs á tuttugustu öld. Vin-
ir hennar nær og fjær senda
henni hugheilar árnaðaróskir og
alúðarþakkir fyrir liðin ár og
biðja þess, að ævikvöld hennar
megi verða milt og fagurt, eins og
þegar bjartast er um Breiðafjörð.
Friðjón Þörðarson.
— Hvað varð
um . . .
Framhald af bls.7
nokkuð fjárfest i fasteignum.
Meginhluti þeirrar upphæðar
sem fór til Englands, var lagður á
bankareikninga, en lægri upp-
hæðir hafa einnig verið brúkaðar
til fasteignakaupa og fest í ríkis-
skuldabréfum.
Aðrar upphæðir, t.a.m. til ann-
arra Evrópuríkja og Japans, eru
að iangmestu leyti lán viðkom-
andi rikja.
Það er nú ljóst, að sem næst
60% af heildarhagnaði olíufram-
leiðslurfkjanna árið 1974 hefur
verið ráðstafað til banka og ann-
arra peningastofnana. Og í flest-
um tilfellum eru skilmálarnir 7
daga uppsagnarfrestur, en þó er
allstór hlut auðmagnsins lagður
inn með lengri uppsagnarfresti —
og hærri vöxtum.
Ekkert hefur enn verið birt um
það, hvernig einstök lönd innan
OPEC hafa varið olíuhagnaðin-
um. En vitað er, aó Kuwait er best
til þess búið að velja auðmagni
sinu stað, þar sem mikils hagnað-
ar er að vænta, því þetta land
hefur lengst allra haft úr miklu
að moða. Það er og ljóst, að Saudi
Arabía fer varlegast í sakirnar.
Venezuela hefur hingað til nær
eingöngu varið auðmagni sínu til
f járfestinga í Bandaríkjunum.