Morgunblaðið - 28.06.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNl 1975
23
Sœmundur Tómasson
trésmiður — Minning
Fæddur 25. júní 1888.
Dáinn 20. júnl 1975.
I dag verður til moldar borinn
Sæmundur Tómasson trésmiður.
Hann verður jarðsettur frá
Grindavikurkirkju, en að Járn-
gerðarstöðum i Grindavík fæddist
hann 25. júni 1888. Hann var son-
ur hjónanna er þar bjuggu, Mar-
grétar Sæmundsdóttur og Tómas-
ar Guðmundssonar. Margrét var
Grindvíkingur í marga ættliði,
dóttir Sæmundar Jónssonar frá
Husatóftum, en Tómas var sonur
Guðmundar á Hópi, en þeir feðg-
ar fluttust austan úr Rangárvalla-
sýslu. Báðar þessar ættir voru
fjölmennar og eru nú dreifðar
víða um landið.
Þegar Sæmundur Tómasson
leggur nú á hið óræða haf, siglir
þöndum seglum frá jarðvistar ver
stöð eftir langa og oft annasama
og stranga vertið síðastur móður-
systkina minna, er sem myndseg-
ulband renni fyrir sjónum mér
með hugljúfum myndum, flestum
fögrum, úr endurminningasafni
liðinna áratuga.
Bregður þá fyrst fyrir mynd af
söguþyrstum hnokka við kné
ömmu, þar sem hún prjónaði,
kembdi eða spann. Hún var fróð
og minnug og kunni frá mörgu að
segja, frá æsku og uppeldi i föður-
garði, síðan búskap með ágætum
maka og sfðar búskap með sonum
þeirra að honum látnum, en hann
dó á bezta aldri frá stórum barna-
hópi. Börn þeirra urðu tíu alis, en
fullorðins árum náðu aðeins sex.
Auk þess var bróðursonur Tómas-
ar að nokkru leyti alinn upp hjá
þeim, í systkinahópnum. Af þeim
er upp komust var Sæmundur
næstelstur. Brátt kom í ljós að
hann var mörgum góðum kostum
búinn og athafnasamur og féll
það vel að skapi afa hans og nafna
Sæmundar Jónssonar, sem einnig
bjó á Járngerðarstöðum ásamt (
dóttur sinni og tengdasyni. Sæ-
mundur gamli var framfarasinn-
aður og framsýnn og ástríki hans
á sveininum hefur átt sinn þátt í
því, að nú á seinni árum sagði
Sæmundur eitt sinn, að hann
gerði sér varla grein fyrir því
hvort ætti meir í uppeldi sínu,
móðir hans eða afinn. Ekki var
það þó sagt til að kasta rýrð á
móður sína, sem var afburða
vinnusöm og stýrði stóru heimili
af frábærum dugnaði. Sæmundur
vandist allri algengri vinnu til
sjós og lands, svo sem vera bar á
heimili útvegsbóndans á Járn-
gerðarstöðum. Sjómennskan var
næstum sjálfsagður hlutur í sjáv-
arþorpum í þá daga, við hlið land-
búnaðarstarfa hjá þeim er jarð-
næðis nutu. Snemma gætti hag-
leiks hjá honum og mun smíða-
náttúra og sjómennska hafa átt
ámóta mikið aðdráttarafl þegar
ákveða skyldi ævistarf. Við starfs-
valið hefur Sæmundur vafalaust
notið góðrar leiðsagnar þeirra
ágætu manna dr. Bjarna
Sæmundssonar náttúrufræðings,
móðurbróður hans, og Bjarna
Þorlákssonar byggingameistara,
náfrænda hans, og þar laut Sjó-
mannaskólinn i lægra haldi. Þeg-
ar eftir fermingu hóf hann sjó-
sókn I Grindavfk og þegar hann
var 17 ára hélt til Reykjavíkur í
smiðanám, hafði efnaður frændi
hans boðið að Iáta smíða skip und-
ir hann, ef hann vildi gerast for-
maður hjá honum.
Erlendur Einarsson bygginga-
+
Móðir okkar,
UNNUR INGIBERGSDÓTTIR,
lézt að Hrafnistu 27. þ.m. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Óskar J. Magnússon,
Marteinn M. Skaftfells
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður
okkar, tengdamóður og ömmu
INGIBJARGAR EINARSDÓTTUR,
Stokkseyri.
Börn, tengdabörn
og barnabörn.
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför
GARÐARS EYJÓLFSSONAR
frá Seyðisfirði.
Sigurborg Garðarsdóttir, Hrefna Eyjólfsdóttir,
Sigríður Garðarsdóttir, Hulda Heiðrún Eyjólfsdóttir,
Axel Eyjólfsson.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
VALSPÉTURSSONAR
Bauganesi 6, Reykjavfk
Ingibjörg Malmquist
börn og tengdabörn.
meistari tók Sæmund i iðnnám og
trésmiðanámi lauk hann á tilsett-
um tíma og stundaði trésmíðar
mestan hluta ævinnar.
Hann giftist 30. október 1915
Guðnýju Sigurðardóttur, ágætri
konu frá Þorvaldsstöðum í Hvít-
ársiðu. Þau bjuggu fyrstu árin í
Reykjavik, en fluttust fljótlegatil
Grindavíkur. Þá hafði vinur hans
og frændi Dagbjartur Einarsson
forfallazt frá formennsku vegna
veikinda og tók Sæmundur við
formennsku af honum. Siðan
mun hann hafa stjórnað skipi
móður sinnar, sem þá var orðin
ekkja fyrir mörgum árum, og loks
var hann formaður á eigin skipi
og fórst honum formennskan vel.
Á sumrin stundaði hann svo iðn
sína, trésmíðina. Ibúðarhúsið Þor-
valdsstaði byggði hann rétt ofan
við skiptavöllinn og út frá því
veiðarfæra-geymslu og fiskhús,
en verkstæði innréttaði hann á
rishæð. Allt var þetta snyrtilegt,
skipulegt og vel unnið og verk-
stæðið hreinn undraheimur ung-
um augum. Þar var slfkur fjöldi
fjölbreyttra áhalda að ímyndun-
araflið átti enga leið til að ætla
þeim öllum verkefni. Guðný var
mikil myndarkona og góð hús-
móðir, heimilið var hlýlegt og
notalegt og gott að njóta gestrisni
húsráðenda. I stofu þeirra héngu
fleiri myndir en maður átti að
venjast í þá daga og margir sér-
kennilegir hlutir og börnin þeirra
voru eftirsóttir félagar, en þau
eru: Sigriður, húsfrú, Asgeir, iðn-
fræðingur, Asa, húsfrú og Harald-
ur, kaupmaður, öll búsett i
Reykjavík. En Guðjón hafði Sæ-
mundur eignast fyrir hjónaband,
hann er bifvélavirki og býr á
Seyðisfirði.
Eins og fyrr getur stóðu Þor-
valdsstaðir svo til á flæðarmálinu.
Framar stóðu nokkur sjávarhús
(athafnarhúsnæði sjávarútvegs-
ins) og veittu þeim oftast skjól
fyrir sjógangi og sjódrífu er brim
og útsynningur surfu að. Þó gerð-
ist það á aftakaveðri 19. janúar
1925 að sjór gekk langt á land
upp, gerði mikinn usla, braut
niður nokkur fiskhús og marga
báta er stóðu í nausti. Næsta
ibúðarhús við Þorvaldsstaði tók
af grunni og hafnaði langt inn á
túni. Sæmundur öslaði með fólk
sitt gegnum sjóganginn og komst
til húsa er hærra stóðu, en sums-
staðar varð að bjarga fólki á bát-
um. Gifurlegt eignatjón varð á
j fasteignum, bátumtækjum ýmiss
konar og fé fórst í tugatali, en
fólki var bjargað. Náttúruhamfar-
ir þessar skildu eftir sig djúp sár
og margháttaða erfiðleika í
Grindavik. Sæmundur varð til
dæmis að byggja nýja Þorvalds-
staði, því ekki þótti forsvaranlegt
að búa lengur niður við flæðar-
málið með mörg ungbörn og
heilsuveila konu. Mestar líkur
eru til að þetta áfall hafi gereyði-
1 lagt heilsu Guðnýjar, sem dvaldi
lengst af á sjúkrahúsum eða
heilsuhælum eftir þetta, en hún
Iézt í september 1973. Meðal ann-
ars vegna heilsufars konu sinnar
fluttist Sæmundur búferlum að
nýju til Reykjavíkur árið 1928.
Fljótlega keypti hann húsið að
Spitalastig 3 og bjó þar æ síðan. I
Reykjavík stundaði hann iðn sína,
vann lengst af hjá Flosa Sigurðs-
syni í Rúllugerðinni. Sæmundur
var vel lesinn, fróður og minnug-
ur fram til siðustu ára. Heilsa
hans var lengst af góð, þrátt fyrir
; háan feldur. Honum var jafn létt
að ræða um dægurmál og að segja
frá þjóðháttum við siðustu alda-
mót. Svið minninga hans var vítt.
Hann þekkti af eigin raun
hvernig íslenzka þjóðin lauk upp
dyrum að nýrri tilveru, yfirgaf
kyrrstöðu liðinna alda og til-
einkaði sér menningu fremstu
þjóða i andlegum og veraldlegum
efnum, næstum eins og stíga yfir
þröskuld. Það var því gaman að
lita vi.ð hjá Sæmundi á Spítalastíg
+ Maðurinn minn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför NÍELS GUÐNASON,
GUNNARS E. KVARANS, Borgarnesi,
stórkaupmanns, lézt 27 júnl.
Smáragötu 6, Einar G. Kvaran Kristin H. Kvaran 0
Ragnar Kvaran Hrefna Kvaran Ragnhildur Kvaran Hrafn Haraldsson Gunnar Kvaran Inga Kvaran Soffta Hallgrlmsdóttir.
+
3 og hlusta á hann litla stund, ef
tími vannst til, en það var eins og
áður á Þorvaldsstöðum, allt i röð
og reglu, snyrtilegt og vel um
gengið. Þar átti drjúgan hlut að
máli Guðný Jóhannesdóttir,
náfrænka Guðnýjar konu
Sæmundar, en hún varð ráðskona
hjá honum fljótlega eftir að eigin-
konunnar naut ekki lengur við
heimilishaldið. Ég veit að
Sæmundur var mjög þakklátur
Guðnýju Jóhannesdóttur fyrir þá
miklu og óeigingjörnu aðstoð er
hún veitti honum við uppeldi
barnanna og stjórn heimilisins.
Við leiðarlok vil ég þakka marg-
ar ánægjustundir og margháttað-
an fróðleik er hann miðlaði mér
allt frá fyrstu bernsku til síðustu
samfunda. Ég trúi því, að löng og
margvísleg reynsla hans hér auð-
veldi honum starfsval á nýjum
heimkynnum og ég vænti þess að
starfsgleðin og athafnasemin
megi gera lif hans fyllra og
fegurra þar, svo sem það jók lífs-
fyllingu hans hér.
Far þú i friði, friður Guðs þig
blessi. Innilega samúð vottum við
hjónin, börnum og barnabörnum
og öðrum aðstandendum.
Jón Tómasson
Stirðnar fótur, styttist leid,
stiidvast tfmi oíkí.
örskjótl þrýtur æviskciö,
óöum liallar dej>i;
gott t*r þá a<> hvfla liold,
(„hór ska! cnda róöur“),
laMÖur niöur. lajit f mold
hjá liönum æskuhróöur.
Svo kvað frændi minn og vinur
Sæmundur Tómasson frá Járn-
gerðarstöðum í Grindavik, þá er
hann eitt sinn dvaldi á heimili
okkar hjóna, en hann var móður-
bróðir minn. Sæmundur var
fæddur að Járngerðarstöðum í
Grindavik 25. júni 1888 og ólst
þar upp i stórum sys’tkinahóp hjá
foreldrum sínum, Tómasi Guð-
mundssvni, ættuðum úr Landeyj-
um og konu hans, Margréti Sæ-
mundsdóttur.en húnvarættuð héð-
an úr Grindavik, nánar tiltekið
frá Húsatóftum, og bjuggu lang-
feðgar hennar þar nokkuð aftur í
ættir. Þribýli var á Járngerðar-
stöðum þá sem nú, og oft margt
um manninn, ungra sem gamalla,
og var vinnusemi í heiðri höfð, og
trúin á það góða sat í fyrirrúmi.
Þar sem víða annarsstaðar hér um
slóðir var sjór og landbúnaður
stundaður jöfnum höndum. Svo
snemma vandist hann öllum störf-
um til sjós og lands. Þau tengsl og
bönd sem í æsku bundu hann
Grindavik brustu aldrei. Hann
var ætið mikill og tryggur vinur
æskustöðvanna, enda átti hann
hér margt frænda og vina, sem of
langt yrðu upp að telja, þvi af
gömlum Grindvíkingum voru þeir
færri, sem ekki voru skyldir eða
tengdir honum á einhvern hátt.
Sæmundur fór til trésmiðanáms
í Reykjavik er hann var 16 ára.
Sveinsstykki hans er útidyrahurð
gömlu Landakotskirkjunnar i
Reykjavik. 30. október 1915 gift-
ist hann Guðnýju Sigurðardóttur
frá Þorvaldsstöðum i Hvítársíðu.
Þau bjuggu siðan hér í Grindavík
og eignuðust sex börn, tvö dóu
ung, en Asgeir raffræðingur, Har-
aldur fulltrúi, Sigríður húsfrú og
Ása húsfrú búa öll i Reykjavík, en
son átti Sæmundur áður en hann
giftist, Guðjón, er býr á Seyðis-
firði, allt velvirt dugnaðarfólk.
Þau ár, er Sæmundur og Guj)ný
bjuggu i Grindavík, stundaði
hann sjó, gerði lit skip og var
sjálfur formaður á vetrarvertið-
um, en á sumrin vann hann að
trésmiðum og þá oft með föður
sínum, er einnig var formaður og
trésmiður, eða svo var það, er ég
man fyrst eftir á þriðja tug þess-
arar aldar. Síðar fluttustþau til
Reykjavikur og bjuggu svo að
segja alla tið á Spítalastíg 3 þar i
bæ. Heilsufar Guðnýjar var alla
tið slæmt og áratugi var hún á
sjúkrahúsum, en gott fannst mér
sem barn og unglingur að koma
til þeirra á Spítalastíginn, er ég
fékk að fara til Reykjavíkur, þá
oftast í heimsókn til frænda eða
vina, en stutt var á milli þeirra
þarna um slóðir, þvi dr. Bjarni
Sæmundsson, fiskifræðingur,
móðurbróðir Sæmundar og
ömmubróðir minn, bjó í Þing-
holtsstræði 14. Mikill og náinn
kunningsskapur var á milli þeirra
frænda ognábýlisins munu þeir
báðir hafa notið og tiðar ferðir
millum húsa. Mun þá oft hafa
verið rætt um æskustöðvarnar á-
samt ýmsum fróðleik, ekki hvað
sizt sem að lífinu i sjónum laut.
Þar áttu þeir sömu áhugamál. Um
langt árabil vann Sæmundur i
Rúllugerðinni í Reykjavik og þá
oft um borð í togurum, er þeir
komu að landi, og mun þá hafa
kynnzt mörgum góðum mannin-
um á þeim starfsvettvangi.
Heyrði ég hann stundum tala um
það, en sá þáttur ævi hans var á
árabilinu 1930 — 1955.
Síðustu árin leitaði hugur hans
mjög til Grindavíkur og var hann
kærkominn gestur okkar hjóna
hér að Gnúpi í Grindavik. Nutum
við heimsókna hans og þá ekki
siður kona mín, Hulda. Ræddu
þau oft saman. Hún minnist þess
ætíð sem uppfræðandi ánægju-
stunda. Börnum okkar öllum var
hann einstaklega góður, og er
þeim Sæmundur frændi mjög
hugstæður. Ég var oft snemma á
fótum þá sem nú, en varla brást
það, að hann var vaknaður á und-
an mér og þá stundum kominn út
og niður að sjó. Varð honum tíð-
förult um gamlar slóðir. Þessi
vísa lá einu sinni heima á borðinu
hjá mér, er ég kom heim, en hún
er aðeins ein úr löngu kvæði og
lýsir ef til vill bezt hugsunum
hans:
Fcr c*K cnn uni fjörujirjót
fornar trcö þar slóóir,
þarscm áöur fimum fót.
fóru drciiKÍr rjóöir,
þarscm fyrrum bcrnskubrck
bundu oklvur saman
æsku lífs oj* unj;linKsþrck
alltaf nój> var j>aman.
Ekki býst ég við að Sæmundur
hafi ætlazt til að þessar visur yrðu
birtar, en ég veit hann fyrirgefur
mér það.
Það var auðsætt að hann naut
þess að dvelja hér á gömlum stöð-
um, hitta kunningja, frændur og
vini. En svo þraut heilsan alveg
og síðustu árin kom hann því ekki
við. En þá er maður sótti hann
heim var spurt og spjallað um
sjávarútveginn og það annað er
gefur islenzku þjóðinni líf, þrótt
og sjálfstæði. I dag er komið að
leiðarlokum svo sem Sæmundur
getur um i vísunni. I dag er hann
til moldar borinn i grafreit
Grindavíkur við hlið Eiriks bróð-
ur sins.
Við hjónin ásamt börnum okk-
ar, systkinum minum og venzla-
fólki öllu sendum honum hinztu
kveðjur, en b'örnum hans og
venzlafólki samúðarkveðjur.
Tómas Þorvaldsson
Gnúpi, Grindavfk
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í
síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera i sendibréfs-
formi eða bundnu máli. Þa-r
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu línubili.