Morgunblaðið - 28.06.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.06.1975, Blaðsíða 24
Fékkst þú þér TROPICANA ■ í morgun ? HLAÐNAR 4fELLE8ENSlORKU VRAFHLÖniJR • LAUGARDAGUR 28. JUNÍ 1975 Togararnir úr höfn um og upp úr helgi: Samningamir kosta um 7 milliónir króna á skip Raunveruleg kauphœkkun sjó- manna um 20% KJARASAMNINGAR þeir sem undirritaðir voru í gærmorgun milli undir- og yfirmanna á stóru togurunum annarsvegar og útgerðarmanna hinsvegar, munu kosta hvert skip um það bil 7 millj. kr. á ári eða samtals um 154 millj. kr. fyrir stóru togarana sem eru 22 talsins. Um og eftir helgina má búast við að fyrstu togararnir leggi úr höfn, eftir að hafa verið bundnir við bryggju í meir en tvo og hálfan mánuð. Þeir fá ís eftir þeirri röð, sem þeir komu til hafnar, en annars er gert ráð fyrir þvi að fyrstu togararnir, sem leggja úr höfn, muni aðeins taka fs til nokkurra daga og jafnvel koma inn á ný um næstu helgi til þess að frystihúsin og fiskverkunarstöðvarnar geti tekið til starfa sem fyrst. Yfirmenn ^ skuttogurunum samþykktu nýju kjarasamn- ingana með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða í gær, en alls- herjaratkvæðagreiðslu undir- manna lýkur um hádegi í dag, og atkvæði verða talin síðdegis.Þá Kom til blóðugra átaka milli feðga FEÐGAR liggja nú mikið slasaðir f sjúkrahúsi eftir að til hat- rammra slagsmála kom á milli þeirra aðfaranótt fimmtudagsins. Mennirnir tveir höfðu setið að sumbli á heimili föðurins og sam- býliskonu hans í Hafnarfirði. Þegar kom fram á morgun skarst í odda milli feðganna og fór svo að til blóðugra slagsmála kom milli þeirra. Annar þeirra mun hafa vopnazt hnífi en hinn barðist á móti með hnúum og hnefum og lyktaði þessum átökum með því að báðir lágu í valnum. Feðgafnir voru báðir fluttir í sjúkrahús og reyndist annar mannanna vera með höfuðkúpu- brot en hinn með innvortis blæðingac Hvorugur er þó talinn vera í lífshættu lengur. „ÞÁ ER ÞESSU LOKIÐ.“ Jón Sigurðsson formaður Sjómannasam- bands íslands og Valdi- mar Indriðason for- maður Félags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda takast í hendur eftir undirritun nýju togara- samninganna í gær- morgun Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm. mun stjórn F.Í.B. halda fund um kjarasamningana fyrir hádegi í dag. Raunveruleg kauphækkun togarasjómanna mun vera tæp- lega 20%, — 50—60% ef ein- göngu er miðað við fastakaup þeirra — en fastar launagreiðslur útgerðarinnar eru nú um 30% af heildarlaunagreiðslum og afla- hlutur um 20%. í nýgerðum samningi eru engar stórvægilegar breytingar frá fyrri samningnum árið 1973. Krafa útgerðarmanna um fækkun í áhöfn náði ekki Framhald á bls. 13. Kópavogsþjófnaðurinn: Aðeins eftir að finna 77þús. kr. j NU eiga aðeins um 77 þúsund krónur eftir að koma f leitirn- ar af peningafjárhæðinni sem stolið var af bæjarskrif- stofunni f Kópavogi á dögun- um. Samkvæmt útreikningum bæjarskrifstofunnar nam fjár- hæðin samtals 1.356.500 krón- um en að sögn Ásmundar Guð- mundssonar rannsóknalög- reglumanns hafa 1.279.500 krónur fundizt f fórum piltanna þriggja sem lög- reglan handtók vegna þessa þjófnaðarmáls. Svo sem kom frá í frétt Morgunblaðsins í gær voru tveir piltanna úr Reykjavík og einn úr Kópavogi, og eru þeir á aldrinum 18—19 ára. Hafa þeir lítið komið^ við sögu af- brotamála fram til þessa nema hvað lögreglan hefur þurft að hafa lítilsháttar afskipti af ein- um þeirra. Piltarnir hafa nú verið úrskurðaðir í allt að 14 daga gæzluvarðhald meðan á fullnaðar rannsókn máls þessa stendur, en m.a eiga piltarnir eftir að gera betri grein fyrir því, hvað orðið hefur af peningunum sem enn eru ófundnir. Piltarnir þrír hafa allir játað hlutdeild sína í þjófnaðinum og hefur komið fram við yfirheyrslur að tveir piltanna stóðu vörð utan við' húsið meðan hinn þriðji brauzt inn í húsið og komst í skjala- skápinn, þar sem peningarnir voru geymdir. Valdimar Indriðason: Mikilvægt að koma skipunum út nú þegar Fgrstu samningar gfirmanna frá 1969 segir Ingólfur Ingólfsson STRAX og samningar undir- manna og yfirmanna á togurum höfðu verið undirritaðir, ræddi Morgunblaðið við -Valdimar H. Indriðason formann Félags fs- lenzkra botnvörpuskipaeigenda og þá Ingólf Ingólfsson formann Vélstjórafélags Islands og Ingólf Blaðafulltrúi btskups: Prestastefnan var- aði við áhrifum spíritismans 1 FRÉTTATILKVNNINGU, sem Mbl. barst I gær frá blaðafulltrúa biskups, segir, að ályktun Presta- stefnunnar um dultrúarhreyf- ingar beri að skilja á þann veg, að þar sé varað við áhrifum spfritismans innan fslenzku kirkjunnar. I upphafi fréttatilkynningar- innar er getið ál.vktana Presta- stefnunnar um þetta efni, en sfðan segir: „Um greinargerð sr. Úlfars Guðmundssonar með fyrri tillög- unni segir svo í fundargerðabók Prestastefnu: „Fram kom tillaga frá sr. Úlfari Guðmundssyni, Ólafsfirði, þar sem hann varar við dultrúar- hreyfingum ýmsum. Framsögu- maður lýsti áhyggjum sfnum' vegna vaxandi áróðurs ýmissa dultrúarhreyfinga, ekki sízt spíritisma, og benti á nauðsyn þess, að kirkjan haldi vöku sinni í þessum málum. Flutningsmaður taldi eðlilegt, að prestar geri grein fyrir afstöðu sinni til þessara mála heima hjá sfnum söfnuði og gefi fólki rétta leið- sögn. Að lokum beindi flutnings- maður þeim tilmælum til Presta- stefnu, að tillagan yrði rædd á málefnalegan hátt og af víðsýni ogfullum skilningi." Vegna misskilnings, sem fram hefur komið í dagblöðum, er óhjá- kvæmilegt að benda á, að f ofan- greindri greinargerð sr. Úlfars er spfritisminn sérstaklega gerður að umtalsefni. Með tilliti til íslenzkra aðstæðna og þess hlut- verks, sem spíritisminn hefur gegnt innan íslenzku kirkjunnar, er þvi rétt að undirstrika, að hér er sérstaklega varað við áhrifum þeirrar stefnu. „Vísa ber einnig til þess, að athafnasemi sálarrannsókna- manna hefur aukizt og umræður um spíritisma verið ofarlega á baugi hin síðari misseri. í því sambandi er skylt að geta þess, að flutningsmaður aðaltillögunnar, sr. Úlfar Guðmundsson, gat þess og í greinargerð sinni, að fjöl- margir einstaklingar í söfnuði hans beinlinis óskuðu eftir þvf, að fslenzkir prestar létu í ljósi Frarnhald á bls. 2. Stefánsson framkvæmdastjóra Farmanna- og fiskimannasam- bands Islands, en þeir voru f for- sæti samninganefndar yfir- manna, og fara samtölin við þá hér á eftir. Valdimar H. Indirðason sagði,: „Á þessu stigi get ég lítið sagt um samningana, ég verð þó að viður- kenna að við erum orðnir þreyttir eftir þessa 64 tíma törn, en um leið hressir yfir þvf að samningar hafa tekizt. Samningana á eftir að bera upp á félagsfundi f félagi okkar og við eigum eftir að fara nákvæmlega í ge^num þá. Þá á eftir að koma skipunum af stað, en við vonum fastlega að þau komist strax út, enda mikilvægt, þar sem þau eru mjög mikilvægur þáttur í atvinnulífi íslendinga.“ Ingólfur Stefánsson sagði: „Breytingar sem orðið hafa við þennan samning eru aðallega fólgnar í fastakaupi. Fastakaupið hækkar sem svarar láglauna- bótunum eins og hjá öðrum stétt- um. Þar að auki um 10%, sem kemur fyrir þá kauprýrnun sem sjómenn urðu fyrir í fyrra, þegar aðrar stéttir fengu kauphækkanir en þeir ekki. Þá verður smábreyt- ing á fríi í höfn. Engin önnur nýmæli eru i samningnum og aflaverðlaun eru óbreytt. Samningarnir hafa ekki tekið langan tíma, eftir að farið var að ræða við okkur. Það leið langur tfmi, áður en útgerðarmenn fóru að ræða við sjómenn. Við héldum marga fundi með útgerðarmönn- um á s.l. ári, án þess að nokkuð kæmi út úr þvi. Ingólfur Ingólfsson sagði: (,Það sem ég yil helzt segja, er að þessi langa deila hefur fyrst og fremst staðið um kröfu útgerðar- manna um fækkun í áhöfn, en ekki kröfu sjómanna um launa- bætur, en þær snerust fyrst og fremst um það, sem fengizt hefur í hinum almennu kjarasamning- um. Það má segja, að það hafi ekki verið fyrr en nú sfðustu dagana, sem skriður komst á mál- in, og andrúmsloftið lagaðist fljótt eftir að viðræður hófust fyrir alvöru. Það er ekki úr vegi að skýra frá því, að þetta er f fyrsta skipti sem við náum að semja við F.I.B. síðan 1969. Arið 1971 var samþykkt Framhald á bls. 13. Stórlaxar úr Laxá í Aðaldal STÓRI laxinn er nú farinn að gera vart við sig í Laxá f Aðaldal og fékk Kolbeinn Jóhannsson endurskoðandi 28 punda lax á Breiðunni i fyrra- dag og Jóhannes Arnason sýslumaður 27 punda lax í Háfholu. Þess má geta að í fyrrasumar veiddi Kolbeinn 30 punda las á Breiðunni. Góð veiði hefur verið i neðri hluta Laxár undanfarið en tregari í uppánni. Eru nú 180 laxar komnir af svæði Laxamýra- félagsins og nokkrir tugir laxa af öðrum svæðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.