Morgunblaðið - 28.06.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.06.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNl 1975 5 Skýrast linurnar í knattspyrnunni lím helgina?: Barizt i öllum deildum — Stórleikur á Skaganum 0 TOPPLEIKUR helgarinnar um helgina verður á Akranesi i dag er Valsmenn koma í heimsókn og leika gegn ÍA. Bæði þessi lið eru líkleg til stórra afreka í sumar og sigur i leiknum getur haft mikið að segja um möguleika þeirra á meistaratitli. Hefst leikurinn á Akranesi klukkan 14.00 í dag og verður honum lýst af Jóni Ásgeirssyni fréttamanni. 9 í Vestmannaeyjum leika heimamenn gegn ÍBK og sömuleiðis þar er um mikilvægan feik að ræða. Hvorugt liðið hefur efni á að missa stig I keppninni um efsta sætið i deildinni og hvorugt liðanna hefur i rauninni tryggt stöðu sína það vel að liðin geti leyft sér að einblina á toppinn og gleyma baráttunni á toppnum. Leikurinn i Eyjum hefst klukkan 1 7.00. 0 Á morgun verður svo siðasti leikur 6. umferðarinnar háður. FH og KR leika á malarvellinum i Kaplakrika og er þar frekar um botnbaráttu að ræða heldur en að þar mætist tvö lið sem likleg séu til stórafreka. Leikur FH og KR hefst klukkan 20.00 annað kvöld. Ólafur H. Jónsson heldur senn til V- Þýzkalands þar sem hann segir að öll aðstaða sé ævintýralega góð, en lands- liðið fær þó væntanlega að njóta krafta hans áfram. 0 Spá Morgunblaðsins um leiki helgarinnar er sú að Akurnesingar nái báðum stigunum i fjörugum leik þar sem mörk beggja liða komast oft í hættu. Að Vestmanneyingarnir sigri í Eyjum og KR-ingar nái eina úti- sigrinum i umferðinni en það engan veginn átakalaust. 0 í 2. deild verður bæði um baráttu á toppi og botni að ræða, en þar eru línurnar mun skýrari en í 1. deild- inni. í dag leika botnliðin Reynir og Víkingur á Árskógsströnd og hefst leikurinn klukkan 16.00, en Haukar og Völsungar leika á Kaplakrika kl. 14.00. Á mánudaginn verður svo stóri siagurinn á milli Breiðabliks og Þróttar á velli þeirra siðarnefndu og sigri Blikarnir má svo gott sem bóka sigur þeirra i 2. deild ár. Hefst leikur- liðanna kl. 20.00 og á sama tima leika Selfoss og Ármann á Selfossi. 9 í 3. deild fara þessir leikir fram i dag og hefjast þeir allir klukkan 16.00. Melavöllur: Hrönn — Þór Bolungarvik: Bolvikingar — Skalla- grimur Þingeyri: HVÍ — Grundarfjörður [safjörður: ÍBÍ — Snæfell Akureyri: KA — KS Blönduós: USAH — Magni Fáskrúðsfj: Leiknir— KSH Neskaupst: Þróttur— Sindri Eskifjörður: Austri — Höttur Reyðarfj: Valur— Einherji SUNNUDAGUR: Ólafsfj: Leiftur — UMSS Isafjörður: ÍBÍ — Grundarfj. * Akureyri: Þór— UMSE Þingyeri: HVÍ — Skallagrímur Bolungarvik: Bolungarvík — Snæfell. Ólafur landsliðsfyrirliöi fer tilDankerseen 1. ágústnk. LANDSLIÐSFYRIRLIÐINN í handknattleik, Ólafur H. Jónsson úr Val, hefur nú ákveðið að flytjast búferlum til V-Þýzkalands og leika næstu þrjú árin með v-þýzka félaginu Grúnweis Dankerseen. Mun hann fara með islenzka landsliðinu til Júgóslaviu um miðjan júli og siðan til ítalíu ásamt landsliðs- mönnunum og eiginkonum þeirra. Frá italíu mun Ólafur svo halda til V-Þýzkalands þar sem hann mun hefja æfingar með sinu nýja félagi 1. ágúst. Ólafur hefur um árabil verið einn snjallasti handknattleiksmaður lands- ins og oft verið sú driffjöður sem vantað hefur þegar á móti hefur blásið. Þrátt fyrir það að Ólafur sé aðeins 25 ára gamall þá hefur hann þegar leikið flesta landsleiki Islendinga LIÐI Ungmennasambands Vestur-Skaftfellinga, sem leikið hefur í þriðju deild, hefur nú verið meinuð frekari þátttaka í mótinu. Hafa Skaftfellingarnir ekki mætt tvívegis til leikja sinna og þvl ákvað Knatt- spyrnusambandið að vísa þeim úr mótinu. Ekki vitum við til að slíkt hafi áður gerzt I íslenzkri knattspyrnusögu. Tildrög þessa máls eru þau að USVS hefur ekki mætt til tveggja leikja sinna I 3. deild- inni á útivelli, en hins vegar leikið alla heimaleiki sína. í reglugerð KSÍ um knattspyrnu- mót segir að liði, sem ekki mætir til keppni tvo leikdaga I móti, skuli vlsað úr mótinu. Samkvæmt þessari reglu var ákveðið að vísa liði USVS úr. mótinu. Fleiri félög hafa I sumar gerzt sek um það að mæta ekki til leikja sinna og missa þau þar með ýmis réttindi. Til dæmis geta þau ekki orðið sigur- vegarar I móti og heimilt er að í handknattleik, alls 82. Geir Hall- steinsson og Viðar Simonarson hafa leikið 80 landsleiki. í leikjum sinum hefur Ólafur skorað 210 mörk og er þriðji á töflunni yfir markaskorara i landsleikjum, fyrir ofan hann eru Geir Hallsteinsson og Axel Axelsson. taka heimaleiki þeirra af þeim. Þá hefur verið mikill misbrestur á að leikjaskýtslur bærust á réttum tíma, en heimilt er að beita dagsektum berist leikja- skýrslurekki á réttum tíma. Geir varð fyrstur islenzkra hand- knattleiksmanna til að fara til keppni með erlendu liði og lék með þýzka liðinu Göppingen veturinn 1 973—74 Axel Axelsson fór siðan til Dankerseen I fyrrahaust og er enn hjá félaginu. Gunnar Einarsson úr FH fór i sumartil Göppingen og Einar Magnús- son, Víkingi, fer innan tíðar til Hamburgar SV. Ólafur hefur stundað nám i við- skiptafræði við Háskóla Islands og á eitt ár eftir til að Ijúka lokaprófi Hyggst Ólafur undirbúa sig undir síðustu próf- in jafnframt því sem hann fær ein- hverja létta vinnu hjá félaginu og sinnir æfingum. [ samningi Ólafs við þýzka félagið segir svo að Ólafur geti sagt honum upp með tveggja mánaða fyrir- vara og honum sé frjálst að leika með íslenzka landsliðinu komi það ekki niður á leikjum hans með Dankerseen. Ólafur kom heim í fyrrakvöld frá Dankerseen og sagði að sér hefði litizt stórkostlega vel á allar aðstæður ytra. Félagið hefði yfir glæsilegri íþróttahöll að ráða og allt væri gert fyrir leikmenn félagsins. Af Axel Axelssyni hafði hann þær fréttir að hann á enn við meiðsli að striða, en var til meðferðar hjá einum kunnasta iþróttalækni Þýzka- lands og var vonazt til að hann yrði orðinn að fullu góður er æfingatíma- bilið hefst T. ágúst. Sjálft keppnistíma- bilið hefst 20. september, en fram að þeim tíma leikur liðið fjölmarga æfingaleiki Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar, sem skemmst hafaví um- ferðaróhöppum: Fíat 600 ......................árg. 1972 Ford Bronco ...................árg. 1966 Volvo 144 .....................árg. 1971 Dodge sendiferðabifr...........árg. 1969 Mersedes Benz ...................árg 1956 CitroénAmi8 .....................árg 1971 Citroén g.s..................... árg 1971 Morris Martína ..................árg 1974 Bifreiðarnar verða til sýnis að Smiðshöfða 17, Reykjavík, mánudaginn 30. júní n.k. frá kl. 12—18. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, Tjónadeild fyrir kl. 17 þriðjudaginn 1. júlí 1975. w I fyrsta skipti í íslenzkri knattspyrnusögu: Liði vísað úr íslandsmótinu hestamanna að Faxaborg 4.-6. júlí 1975 Dagskrá Fimmtudagur 3. júlí Öll sýningarhross verði komin til hestavarða um kvöldið. Föstudagur 4. julí Sýnendur kynbótahrossa mæti sem hér segir: Kl. 10.00 —13.00 Stóðhestar einstakir. Stóðhestar með afkvæmum. — 14.00—20.00 Hryssur einstakar. Hryssur með afkvæmum — 18.00 Umdanrásir kappreiða eftir röð í skrá. — 21.00 Dansleikur í Lyngbrekku. — Hljómsveit Þorsteins Guð- mundssonar, Selfossi leik Laugardagur 5. júlí Kl. 10.00 Spjaldadómar gæðinga, A-flokkur. — 11.00 Spjaldadómar gæðinga, B-flokkur. — 12.00 Matarhlé. — 14.00 Mótið sett: formaður L.H., Albert Jóhannsson. 14.15 Kynbótahestar sýndir. 15.30 Kynbótahryssur sýndar. 17.00 Undanúrslit í kappreiðum. 21.00 Dansleikur i Logalandi. Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar, Selfossi, leikur. 22.00 Kvöldvaka í Faxaborg. Sunnudagður 6. júlí Kl. 10.00 Kynbótahestar sýndir. Verðlaun afhent. — 11.00 — 12.00 — 14.00 — 14.15 — 14.30 — 15.30 — 16.30 Hryssur sýndar. Verðlaun afhent. Matarhlé Helgistund. Sr. Ólafur Jens Sigurðsson. Ávarp formanns Búnaðarfélag íslands, Ásgeir Bjarnasonar. Góðhestar sýndir. Verðlaun afhent. Heildarsýning á afkvæmum stóðhesta á Vesturlandi. Urslit kappreiða. Verðlaun afhent. Mótsslit. YFIR 90 HROSS í HLAUPUM. FLESTIR BEZTU HLAUPAHESTAR LANDSINS. SÝNING 90 KYNBÓTAHROSSA OG 35 GÆÐINGA. VERIÐ VELKOMIN í FAXABORG. FRAMKVÆMDANEFNDIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.