Morgunblaðið - 05.07.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.07.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLl 1975 11 Dr. Jakob Jónsson: Því ekki ráðstefnu um dulsálarfræði og trú „Aðalatriðið er það, að við sam- þykkjum ekki neina bölvaða vit- leysu", þrumaði gamall sveita- prestur einu sinni yfir hausamótun- um á prestum, sem þð voru á synodus. Síðan eru mörg ár liðin, en mér verður stundum hugsað til þessa hreinskilna manndóms- manns sem kannaðist við, að það gæti jafnvel komið fyrir vel menntaða menn að samþykkja vitleysu. Og því miður virðist mér að synoda íslenzku kirkjunnar hafi komizt harla nærri því á þessu sumri. Prestastefnan varar við „dultrúarfyrirbrigðum" af ýmsu tagi. Svo kemur áskorun til allra að bifast ekki á þeim grundvelli, sem kirkjan byggir boðun slna og lif á, — þ.e. Jesú Kristi einum, eins og honum er borið vitni I Nýja testa- mentinu. Slíka áskorun geta auð- vitað allir prestar tekið undir, — en það er erfitt að finna skýrt og ákveðið samhengi milli fyrra og sfðara liðs ályktunarinnar. — Og svo kemur þriðji liðurinn, tillaga sfra Bolla f Laufási, tilmælin til biskups um að afstaða kirkjunnar til „þessara mála" verði „formlega tekin til ýtarlegrar umræðu" á prestastefnu sem fyrst. Þessi liður var samþykktur. Þá hlýtur hver maður að spyrja: Er synodan að játa það fyrir alþjóð að hún haf i látið hina liði tillögunnar frá sér fara án þess að hún hafi verið formlega tekin til ýtarlegrar umræðu? Ég veit, að sfra Bolli getur verið gamansamur maður, en er þetta ekki fullgrátt gaman að ætlast til þess að presta- stefna islands setji sjálfa sig svo herfilega í gapastokkinn. Og furðu- legast er, að hann skyldi komast upp með það. Og hvað er átt við með orðunum „þessarra mála"? Er það afstaðan til Krists, sem á að taka formlega til ýtarlegrar umræðu eða er það viðvörunin við dultrúarfyrir- brigðum? Hvortveggja gæti staðizt eftir orðanna hljóðan. II. Nú ætla ég að vera eins góðgjarn og mínu synduga hjarta er mögulegt og reyna að lesa f málið, virða ályktunina á betri veg fyrir mlnum fyrrverandi embættisbræðrum, og gizka á hvað þeim raunverulega er innan brjósts. Nú verður ekki séð af orðalagi tillögunnar, hvað átt er við með dultrúarfyrirbrigðum. Er það „mystik"? Er það spiritismi? Er það iðkun andlegra æfinga að hætti sumra austrænna dulspekinga? Er það öll athugun á dulrænum fyrir- bærum? Er það vfsindaleg dulsálar- fræði? Eða er það yfirleitt trú á að dulræn fyrirbæri hafi átt sér stað eða eigi sér nokkurn tíma stað? Mér fór ekki að lítast á blikuna þegar ég las lexiu og guðspjall sfðasta sunnudags. Fyrst er sagan um það, þegar Páll frá Tarsus sá Ijós leika um sig og samferðamenn sfna, og hann heyrði Krist tala til sfn. Og guðspjallið segir frá þvf, þegar Jesús vfsaði Sfmoni á fiskinn f vatninu. — Gat það verið eitthvað Ifkt þessu, sem synodan í Skálholti var að vara við? Vafalaust ekki. Og f Biblfunni úir og grúir af „dultrúarfyrirbrigðum" spjaldanna á milli. Sannleikurinn er sá að gegnum allar aldir hafa „dul- trúarfyrirbrigði" af ýmsu tagi verið þáttur f trúarreynslu bæði kristinna manna og annarra. Það, sem ég held, að prestarnir hafi þvf viljað segja, er þetta, að menn skyldu við- hafa gagnrýni gagnvart dultrúarfyrir- brigðum af hvaða tagi sem er, forðast hjátrú og byggja viðhorf sfn á trúnni á Krist. Ég þekkti á sfnum tfma persónu- lega forvfgismenn spfritismans hér á landi og veit vel, að t.d. próf. Haraldi Nfelssyni var ekki eins illa við neitt eins og alls konar hjátrú, gagnrýnis- lausa oftrú, eða fljótfærni auðtrúa fólks, sem olli þvf að sumstaðar var horfið frá hinni vfsindalegu afstöðu. En hann taldi þetta ekki nægilega ástæðu til að leggja niður athugun dulrænna fyrirbæra. Ég og aðrir, sem á sfnum tfma tileinkuðum okkur þessa afstöðu próf. Haraldar, gætum vafalaust skrifað heitshugar undir ályktun um að viðhafa heilbrigða gagnrýni gagnvart dultrúarfyrirbrigð- um og miða dóma okkar um þessi efni sem önnur, við trú okkar á Krist. En þá hvílir einnig á okkur sú kristi- lega skylda að forboða ekki að órannsökuðu máli dultrúarfyrirbrigði sem sannanlega kunna að gerast og hafa þýðingu fyrir trú og Iffsskoðun. III. Auðvitað verður þvf ekki mótmælt að hverskonar hjátrú og misskiln- ingur á sér stað f sambandi við dul- ræn fyrirbrigði. Það er þvf fullkomin þörf á að vera gagnrýninn. En þetta er ekkert nýtt f veraldarsögunni. Það „dultrúarfyrirbrigði" sem kristin kirkja telur helgast sinna athafna er kvöldmáltfðarsakramentið, sem við allir játum að feli f sér „leyndar- dóm". Við þurfum ekki annað en að lesa fslenzkar þjóðsögur til að sjá hvflfk firn af allskonar hjátrú höfðu hlaðizt utan á þessa „mystisku" athöfn. Þrátt fyrir það hefir kirkjan ekki hætt að hafa sakramentið um hönd, heldur reynt að veita hverri kyiíslóð skilning á gildi þess fyrir trúarlff safnaðarins. Það er sem sagt ekkert til, sem er svo heilagt, að hjá- trúin komist ekki að, og þvf dýpri sem leyndardómurinn er því meiri er hættan. IV. En það er ekki aðeins hætta á hjátrú f sambandi við fljótfærnis- legar ályktanir Iftt fróðra manna á skyndifundi hjá miðli, — heldur einnig þegar sjálfir háskólamennirnir fara að gera sfnar athuganir. Nýlega gerðu fslenzkir sálfræðingar könnun á nokkrum atriðum, sem snertu dul- arreynslu Islendinga. Og viti menn rannsóknin verður kveikja að þvf, að snjöll dansmær semur „ballet" um drauga. Auðvitað getur listafólki dottið allt mögulegt f hug út frá hverju sem er, — en fái almenningur þá hugmynd, að vfsindaleg drög að rannsókn dulrænnar reynslu eigi nokkuð skylt við draugatrúna gömlu, sem einna helzt nærðist af hinni fomu hugmynd um upprisu holds- legs Ifkama úr gröfinni, — þá veitir sannarlega ekki af að fræðast betur. V. „Hvað skal gera?" var sungið á dansleikjum f mfnu ungdæmi. Og „hvað skal gera?" er nú spurning. sem hugsandi fólk veltir fyrir sér á flestum sviðum mannlegs Iffs. Og ég tel, að einmitt f sambandi við þessi mál sé nauðsyn á samvinnu allra góðviljaðra manna. Mér er persónu- lega kunnugt. um. að meðal sér- fræðinga f Biblfuskýringum eru menn, sem hafa áhuga á þvf, að meira tillit sé tekið til rannsókna dulsálarf ræðinnar við ritskýringar heldur en verið hefir. Hvað kemur út úr slfkum umræðum veit auðvitað enginn enn. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar. að hér á landi mætti t.d. halda rækilega undirbúna ráðstefnu (ekki námskeið), þar sem lærðir menn bæru saman bækur sfnar Þá væri meðal annars athugað, hvaða munur er á starfsaðferðum sálar- rannsóknamanna á fyrri hluta aldar- innar og dulsálarfræðinga nútfmaná. Þá kæmi einnig í Ijós, hvernig „ þessi mál" snerta Biblíurannsóknir, trú- fræði, trúarsálfræði, eðlisfræði og Ifffræði. Ef til vill yrði niðurstaðan fremur spurningar en svör. nema að þvf leyti sem menn ættu að skilja hver hannan betur við að ræðast við f vinsemd og virðingu hver fyrir annars sjónarmiðum. Hér væri verk- efni fyrir háskólann, kirkjuráð eða Prestafélag islands. Jakob Jónsson. — Fínt að framleiða Framhald af bls.7 semi og framleiðslan, og að önnur atvinnugreinin væri út af fyrir sig ekki ffnni en hin, heldur væru þær háðar hvor annarri á jafn- réttisgrundvelli, hefði mátt ætla, að grundvöllur hefði verið lagður að réttum skilningi á SÖLUNNI. En hin neikvæða afstaða til kaup- mennskunnar hélt velli, og þessi starfsemi hélt áfram að vera skot- spónn alls konar gagnrýnenda. Þar sem ekki var lengur hægt að ásaka verzlunina fyrir að standa utan við verðmætasköpun- ina, héldu menn þvf fram, að milli- liðirnir væru MARGIR og þeir væru allsendis gagnslausir f sam- anburði við framleiðsluna. Og þetta almenningsálit fékk stuðning frá þeim þjóðfélagsfræð- ingum, sem enn þrjózkuðust við að viðurkenna gildi vörudreif- ingarinnar f þjóðarbúskapnum. Ekki minni maður en John Sturart Mill (enskur heimspekingur, 1806—1873, talsmaður frjáls- lyndisstefnunnar I stjórnmálum, hagfræði og menningarmálum) skrifaði um hinn óþarflega mikla fjölda, sem fengizt við vörudreif- ingu og leit á hana sem ómerki- lega aukagrein f sambandi við framleiðsluna. Enn f dag verður þessara sjónar- miða oft vart, og framleiðslan er lofuð fyrir aukin afköst og fram- farir með þróuninni yfir í stór- rekstur og fjöldaframleiðslu, um leið og það er staðhæft, að selj- endurnir séu enn að verulegu leyti á frumstæðu endursölu-stigi. En f rauninni hafa framfarirnar f vörudreifingu verið næstum eins miklar og hraðar og f framleiðsl- unni. En sú staðreynd, að hlut- deild vörudreifingarinnar f þjóð- arbúskapnum hafi aukizt meira en framleiðslunnar, byggist ekki á hlutfallslega lakari afköstum, heldur á hinu. AUKNA hlutverki vörudreifingarinnar. En það hefur farið vaxandi af þeirri ástæðu, að i velferðar þjóðfélögum nútimans verður æ erfiðara að selja fram- leiðsluaukninguna. Hún gerir stöðugt meiri kröfur til selj- endanna. Framtíðarhorfur f þjóðfélagi framtfðarinnar, sem Galbraith lýsir f bók sinni „Hið nýja iðnaðarrfki". hefur Iftill hópur 'serfræðinga í tækni, hagfræði og skipulagi tekið við stjórn fyrir- tækjanna. Aðaláhugamál þeirra er ekki sagt vera að ná sem mestum hagnaði, heldur að tryggja tilveru og vöxt fyrirtækjanna, en for- sendan fyrir þvf er, að framleiðslu vörur þeirra seljist á föstu verði. Fyrirtækin verða þvf I auknum mæli að reyna að hafa áhrif á neytendur með auglýsingum og öðrum aðferðum sölutækni. Það er athyglisvert, að þjóð- félagsf ræðingurinn Galbraith dregur upp framtfðarmynd, sem fyrst og fremst varðar stjórn fyrir tækja í iðnaðarframleiðslu. Burt- séð frá þvi, að það er margt að athuga við útlistun hans á þvf, hvernig stórfyrirtæki séu rekin, er það einkennandi, að hann sleppir hlutverki vörudreifingarinnar f skilgreiningu sinni á hinu tækni- stýrða þjóðfélagi framtfðarinnar. Sú stjórn á neyzlunni, sem Galbraith gerir ráð fyrir, krefst Þessa dagana stendur f Norræna húsinu sýning, sem ekki lætur mikið yfir sér, en er engu að sfður óvenju- leg og merkileg. Það er f bókasafni Norræna hússins, sem sýndar eru nokkrar svokallaðar „silhouettur". i slíkri myndgerð er oftast notað aðeins svart og hvftt, og eru myndir þessar gerðar þannig að klippt er með skærum, en ekki teiknað fyrst og sfðan klippt. Þarna er á ferð þróuð myndiist, sem hefur verið iðkuð um langan aldur f menningar- löndum Evrópu, en ég man ekki eftir að slik myndlist hafi áður sést hér á landi að nokkru ráði, og segja mætti mér að kynni íslendinga af þessari myndgerð hafi einskorðast við Tfvolf i Kaupmannahöfn. en þar hafa setið klipparar, sem gert hafa myndir af gestum. Nú aftur á móti gefst okkur tækifæri til að kynnast verkum lista- konu, sem hefur náð mjög góðum árangri f þessari listgrein og er það GUNNHILD SKOVMAND, dönsk kona f heimsókn hjá Norræna húsinu. Ég verð að játa, að þekking min á „silhouettum" er af skornum skammti, og ekki hef ég séð mikiðaf slíkri myndgerð á flakki mfnu um veröldina, en Gunnhild Skovmand veit sannarlega hvað hún er að gera og hefur, að mér virðist, afburða tækni á þessu sviði. Hún kemur þvf er henni liggur á hjarta, fullkomlega til skila f myndum sfnum á leikandi og listrænan hátt, sem inniheldur eitthvað af hinu barnslega ævintýri. Heimur fyrir sig sem listakonan miðlar okkur af einstakri einlægni og upprunalegri gleði. Næm tilfinning og skilningur fyrir átaki hins hvfta og svarta einkennir þessi verk. Hér er slegið á einfalt hljóðfæri, sem skilar tónaflóði. sem grfpur mann á ein- kennilega sterkan hátt. Að minu áliti er hér um svo skemmtilega sýningu að ræða, að ég legg til, að hún verði framlengd, svo að fólki gefist góður tfmi til að átta sig á þessari myndlist. Þetta er f fyrsta skipti, sem við fáum að sjá slfkar myndir, og ég efast ekki um, að margur verður hissa yfir, hvað hægt er að gera f þessari myndgerð, þegar rétt er að farið. Þessi verk eru til sölu og verði er stillt mjög f hóf. einnig stjórnar á leiðum vöru- dreifingarinnar allar götur til neyt- andans. Þar af leiðandi verða framleiðendurnir að færa út starf- semi sfna þannig, að hún nái bæði yfir heildverzlunina og smásöluna. En svo algjör samruni er eigi að sfður engin trygging fyrir þvi, að framleiðandinn geti selt vöru sfna á föstu verði. En það, sem hann fengi áorkað f jákvæða átt, væri, að sú gagnrýni á vörudreifinguna, sem að verulegu leyti er byggð á misskilningi, myndi hætta. En þvi miður aðeins vegna þess, að skot- spónninn hefur verið fjarlægður, — en ekki vegna þess að skiln- ingurinn á hlutverki sölustarfsins hafi á nokkurn hátt aukist. Þvi að það, sem mönnum á öllum timum hefur sézt yfir i gagnrýninni á vörudreifinguna, er, að einnig á þessu stigi þarf skapandi framtak. Að sjálfsögðu er hægt að losna við hina úthúðuðu „milliliði". En það er aldrei hægt að losna við það starf, sem þessar hendur vinna. Það er ekki fyrr en menn gera sér þetta Ijóst og viðurkenna það, að milliliðirnir komist hjá þvi að vera vanmetnir, þegar rætt er um hin skapandi, vinnandi öfl innan þjóðfélagsins. Þá fyrst mun óvirðingartalið um „kaup- mennskuna" f þjóðfélaginu hjaðna. Það er hvorki ffnt né ófint að selja, en það er ! alla staði NAUÐSYNLEGT, ef við eigum að hafa nokkra ánægju af aukinni framleiðslutækni. (— svá — þýddi) Myndllst eftir VALTÝ PETURSSON Einnig eru þarna silkiþrykk, sem gerð eru eftir klipptum myndum og eru hin skemmtilegustu. Nýlega var Ijósmyndasýning þarna á sama stað og var það mjög eftir- tektarverð sýning, en ég get ekki að þvf gert, að mér finnst eins og þessar sýningar i bókasafni Norræna hússins séu svolítið hornreka f þessum fallegu húsakynnum. Er ekki hægt að bæta eitthvað aðstæður þarna svo að sýningarmunir skili sér betur. Þessu er slegið hér fram f þeirri von, að áframhald verði á sýningum f bókasafninu, þvf að sannast er það mála, að þessi starf- semi gæti orðið mjög svo ánægjuleg, og ég er viss um, að hægt er að gera þama ýmislegt ef aðstaðan yrði aðeins betri. Ég vil svo þakka fyrir þessa sýningu á „silhouettum" og vona, að margir hafi haft eins mikla ánægju af list Gunnhild Skovmand og sá er þetta ritar. Valtýr Pétursson. Ovenjuleg sýning Skíðasamþand íslands Flugfélag íslands og Loftleiðir gangast fyrir hópferð á vetrarolympíuleikana í Innsbruck 4.—15. febrúar 1976. Væntanlegir þátttakendur gefi sig fram á söluskrifstofu Flugleiða í Lækjargötu 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.