Morgunblaðið - 05.07.1975, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.07.1975, Blaðsíða 8
River Band á sviðinu í Festi MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 5. JULl 1975 vélinni á sviðið í Festi. Enginn tími var til að leysa út hljóð- færin og léku þeir félagar því á þau hljóðfæri sem tiltæk voru í Grindavfk. Saxófón- leikarinn Tom Brown varð þó að láta sér nægja að leika á röddböndin með Long John Baldry og verður ekki annað sagt en að hann hafi leyst það verk vei af hendi. Stuttsíðunni þykir ekki ástæða til að leggja dóm á leik hljómsveitarinnar þetta kvöld enda lék hún ekki á eigin hljóðfæri auk þess sem Preston Ross kbm óæfður inn slangraði vinurinn f burtu, tautandi vafasamar fullyrðing- ar um sálarástand meðbræðra sinna á staðnum. • En það var ekki aðeins vegna Stuðmanna að Stuttsfð- an lagði Icið sfna f Festi þetta föstudagskvöld. RIVER BAND. — enska hljómsveitin hans Jakohs Magnússonar ásamt hinum heimskunna söngvara Long John Baldry, kom þar einnig fram í fyrsta skipti á Islandi. Atakalaust gekk það þó ekki fyrir þá félaga að komast hingað. Vegna misskilnings misstu þeir af fimmtudagsvélinni eftir að hafa hætt við að koma fram f London það kvöldið. Vélin á föstudag var fullhókuð og varð Ámundi stórumboðs- maður Amundson að senda leiguvél eftir þeim á föstudag- inn. Á leiðinni út á völl lenti River Band í umferðaróhappi sem varð til þess að trommuieikarinn Harry Hughcs harðneitaði að halda áfram tii Islands. Jakob dó þó ekki ráðalaus heldur hringdi f Preston Ross Heyman, sem spilar með honum f hljóm- sveitinni The Whitebachman Trio. Tfminn sem Preston Ross hafði til að ákveða sig og pakka niður tannburstanum var nákvæmlega 8 mfnútur, — og það dugði. Vélin sem flutti þá féiaga lenti í Kefiavík um ki. 11.30 á föstudagskvöldið og kom River Band þvf beint úr á svtðið f Festi. Þá var og greinilegt að þreyta eftir flug- ferðina háði þeim féiögum nokkuð, þótt Long John reyndi að yfirvinna hana með þvf að súpa fjögurra stjörnu konfak ómælt af stút. Stuttsfð- an getur þó fullyrt að hér er um frábæra hljómlistarmenn að ræða og er gftarleikarinn Alan Morphyvafalaust einhver sá albesti sem hér hefur spilað fyrr og sfðar. Eftir dansleikinn urðu þeir Long John og Preston Ross samferða Stutt- síðunni til Reykjavíkur. Fór Long John mjög lofsamlegum orðum um Jakob Magnússon, en vildi lítið ræða um sinn eigin feril sem þó verður að teljast merkilegur fyrir margra hluta sakir. Langi-Jón lofaði Stuttsfðunni þvf að River Band yrði enn betra eftir að Preston Ross væri kominn inn í lögin, — að svo mæltu lagði hann höfuð sitt á öxl Stuttsíðunnar, — þreytan hafði náð yfirhöndinni og hann sagði ekki meira þann daginn. Þess má að lokum geta, að hljómsveitin EIK kom einnig fram f Festi þetta kvöld og stóð sig með ágætum og cnn sem fyrr vöktu frumsömdu lögin sérstaka athygli Stuttsfð- unnar. I garðinum fór Gfsli Sveinn Loftsson á kostum f diskótekinu, — hress maður Gfsli Sveinn. Lýkur hér með frásögn af Jóni langa og félög- um hans í Festi, en meðfylgj- andi myndir segja það sem orð fengu ekki tjáð. sv.g. sttttsðeitL Langi-Jón fær sér hressingu á milli iaga. Stuðmenn f stuði Mikið fjör í umboðsmannahrajisannni MIKIO fjör er nú í umboðsmannabransanum. Hafa þeir aðilar, sem hvað mest hefur borið á undanfarna mánuði, Demant h/f. nú endur- skipulagt starfsemina og jafnframt hefur Jón Olafsson sá hinn sami og stóð I slagnum við Ámunda um Nazareth forðum, sagt skilið við fyrirtækið, og lét hafa eftir sér, að umboðsmennska væri „mann- skemmandi" starf. Ekki mun þó starfinn vera bráðdrepandi því að rétt fyrir helgina hafði Stuttsíðan eftir áreiðanlegum heimildum, að Jón vinni fyrir hljómsveitina Dögg, sem áður var á samningi við Demant. I fréttatilkynningu. sem Demant sendi frá sér I vikunni. sagði m.a., að það sé ósk fyrirtækisins, að „allar samningsbundnar hljómsveitir fyrirtækisins segi upp samningum sinum og meðlimir þeirra geri síðan samninga við fyrirtækið sem einstaklingar." Segir og í tilkynningunni, að Demant muni i framtiðinni „starfa aðeins fyrir einstaklinga"; Helgi Steingrimsson, sem situr eftir I Demant ásamt Ingibergi Þorkelssyni, sagði i spjalli við Stuttsiðuna á fimmtudaginn, að þeim væri orðið Ijóst. að á þann hátt einan væri hægt að halda starfseminni áfram. — Fyrir þessum breytingum eru einkum þrjár ástæður, sagði Helgi. — I fyrsta lagi sú mikla mótstaða, sem við höfum mætt, og er bein afleiðing þess starfs, sem aðrir menn hafa áður unnið; i tiu eða tólf ár hefur þessi „bissniss" verið rekinn á afskaplega misjafnan hátt, svo ekki sé meira sagt og því er varla furða þótt hljómlistar- menn og hljóðfæraleikarar liti á aila umboðsmenn sem stórhættulegt fólk. Í öðru lagi höfum við ekki unnið rétt, það skal viðurkennt, þvi satt að seaja gerði ég mér hugmyndir um að til væri meiri fagmennska (prófessjónalismi) meðal hljómsveita hér en raun ber vitni. í þriðja lagi ber að geta þess, sagði Helgi Steingrimsson, — að svo virðist vera sem hljómlistarmenn skorti skilning á hlutverki sínu og jafnframt þörfinni fyrir okkar vinnu. Hér er rikjandi hugsunarhátt- ur sem nær frá laugardagskvöldi til laugardagskvölds, en við viijum færa hann yfir á breiðari grundvöll. m.a. útgáfustarfsemi og þess háttar. Helgi fór nýlega til Los Angeles í Bandarikjunum. þar sem hann hitti málsmetandi menn i bandariska skemmtanaiðnaðinum og taldi hann sig hafa haft mjög gott af ferðinni. Að sögn Ingibergs Þorkelssonar veður framtiðarstarfsemi Demants h/f háttað þannig, að Ingibergur verður sjálfur með hljómsveitina Eik og „ef til vill einhverja aðra, og eins verður Helgi með eina eða tvær hljómsveitir eingöngu. Þar fyrir utan munum við ráða hvaða hljómsveit sem er, en þá ekki sem einkaumboðsmenn," sagði Ingibergur. Eins og mönnum mun kunnugt. þá hafði Eik ráðið Gunnar Jökul Hákonarson, fyrrum Trúbrotstrommara, sem framkvæmdastjóra sinn en fljótlega eftir að Herbert Guðmundsson gekk yfir i Pelican slitnaði upp úr samstarfinu. Gunnar Jökull telur sig þó enn samningsbundinn Eik og er liklega ekki séð fyrir endann á viðskiptum Gunnars,Demants og Eikar. Þá hefur Demant og misst helzta tromp sitt, Júdas, sem ætlar að starfa upp á eigin spýtur. Einnig hefur Borgís sagt skilið við fyrirtækið. En þeir Helgi og Ingibergur eru bjartsýnir og fullir áhuga. Þegar Stuttsiðan spurði Ingiberg hvort hann hefði trú á framtlð Demants, brosti hann út í annað munnvikið og sagði; — Ætli maður væri ekki farinn ef svo væri ekki. Joní lanfia og íélögnm hans í Festí 0 Eitt merkilcgasta fyrir- brigði í fslenskri dægurlaga- tónlist á einni árum er án efa hljómsvcitin STUÐMENN. Hvað eftir annað hafa þeir féiagar komið landsmönnum á óvart með tiltektum sínum, — nú síðast með þvf að senda frá sér brciðplötu sem um margt hcfur sérstöðu f íslenskri plötuútgáfu. Það var þvf eðli- legt að Stuttsfðunni þætti ástæða til að festa þann merka atburð á filmu er Stuðmenn komu f fyrsta skipti opinber- lega fram f Festi við opnun Svartengishátfðarinnar um sl. helgi. Mikil leynd hefur hvllt yfir þvf hverjir Stuðmenn séu og þar sem þeir félagar komu fram f dulargervi umrætt kvöld fékkst ekki svar 'við þeirri spurningu. Þvert á móti upphófust miklar umræður manna á meðal hverjir skipuðu hljómsveitina og sýndist sitt hverjum. Kóf- drukkinn ungsveinn vék sér að Stuttsíðunni og hreytti út úr sér með afmynduðum andlits- dráttum að „það væri sko eng- inn vafi á því að þessi með hrossahausinn væri Maggi Kjartans". Þegar Stuttsfðan maldaði í móinn brást sá drukkni hinn versti við og hótaði alvarlegum líkams- meiðingum, þar til Stuttsíðan hafði fallizt á að hér væri aug- Ijóslega um Júdas og Magga Kjartans að ræða. Að svo búnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.