Morgunblaðið - 05.07.1975, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JULl 1975
— Skyndiverkfall
t Framhald af bls. 24
í launum miðað við aðra iðnaðar-
menn á landinu og því til sönnun-
ar höfum við fréttabréf kjara-
rannsóknarnefndar. Frá 12. maí
hafa Flugleiðir greitt þessa 11%
hækkun, en við túlkum samning-
ana þannig að við eigum að auki
að fá 8,6% hækkun og 8400 kr.
láglaunabætur eins og kemur
skýrt fram í samningum ASI og
vinnuveitenda og 4,3% hækkun 1.
okt. n.k. Við lítum beinlínis á okk-
ar samninga um 11% kauphækk-
j un sem lagfæringu ofan á
samninga ASI, en okkur hefur
ekki verið greidd nein launa-
hækkun miðað við þá samninga.
Við létum Flugleiðir vita með
f eins og hálfs sólarhrings fyrir-
vara að aðgerða væri að vænta af
okkar hálfu ef þessi mál yrðu
ekki ieiðrétt. Við viljum ekki
leggja þetta mál í Kjaradóm því
þetta hefur verið bein túlkun okk-
ar í samningagerðinni."
Morgunblaðinu barst i gær-
kvöldi eftirfarandi fréttatil-
kynning frá Flugleiðum:
Flugvirkjar á Reykjavikur- og
Keflavíkurflugvelli lögðu niður
vinnu fyrirvaralaust kl. 16.00 i
dag og hurfu af vinnustað sínum.
Með þessari fyrirvaralausu ólög-
mætu vinnustöðvun er ljóst, að
allt eðlilegt innanlands- og utan-
landsflug stöðvast eða truflast
stóriega, þar eð flugvirkjar hafa á
hendi daglegt tæknilegt eftirlit
með flugvélakosti félaganna.
Séð er fram á mikla röskun á
flugsamgöngum þegar í kvöld og
munu mörg hundruð farþegar
lokast inni á Keflavíkurflugvelli
og óvíst um hvort og hvenær unnt
f verði að koma farþegum þeim,
i sem hér stranda, fyrir i gistihús-
um.
Fimm millilandaflugvélar áttu
t að lenda á Keflavíkurflugvelli síð-
degis og i kvöld og fjórar þeirra
að halda áfram til útlanda eftir
skamma viðdvöl hér, þéttsetnar
, farþegum, þar af tvær DC-8 til
N-Y., Boeing vél, sem var að koma
frá Grænlandi, — til Kaupmanna-
hafnar og önnur til Palma
i Majorka með 123 Islendinga. Sýnt
er, að allt utan- og innanlandsflug
stöðvast í kvöld og á morgun.
Vinnustöðvun þessi er afleiðing
vinnudeilu milli flugvirkja og
| Flugleiða, sem staðið hefur s.l. 2
vikur. Deilt er um túlkun á
samningi fiugvirkja í Ijósi
rammasamnings A.S.Í. frá 13.
júní s.I. Gengið var frá kjara-
samningi flugvirkja 12. mai s.l. og
hann undirritaður og samþykkt-
ur. Samkvæmt þeim samningi
hækka laun flugvirkja um 21.2%
á timabilinu janúar-júní 1975.
Auk þess skyldu þeir verða að-
njótandi verðandi ramma-
samnings A.S.I. skv. sérstakri
reikningsreglu. Eins og að fram-
an greinir náðist ekki samkomu-
lag um túlkun þessa ákvæðis, og
óskuðu fulltrúar flugfélaganna
því eftir, að málinu yrði vísað
samkvæmt gerðardómsákvæði i
gildandi samningum til gerðar-
dóms, en flugvirkjar höfnuðu
þeim tilmælum.
Flugvirkjar höfnuðu ennfrem-
ur ósk um að málinu yrði vísað
sameiginlega til Félagsdóms.
I gær barst flugfélögunum bréf
frá Flugvirkjafélagi Islands, þar
sem krafizt er kr. 8.400.00 grunn-
kaupshækkunar á mánuði fyrir
hvern einstakling, sem flugfélög-
in telja að falizt hafi i 11% hækk-
un, sem veitt var frá 1. jan. s.l.
Enn fremur er krafizt 8.6%
grunnkaupshækkunar einnig frá
13. júní og það grunnkaup hækki
um 4.3% frá 1. okt. 1975. I niður-
lagi bréfs flugvirkja segir:
„Ef þessi hækkun verður ekki
greidd næstkomandi föstudag eða
loforð fengið um að hún verði
greidd tveim vikum sfðar, mun
félagið gera viðeigandi ráðstafan-
ir.“ Á fundi aðila i dag lögðu
flugfélögin fram sáttaboð, sem
flugvirkjar höfnuðu og tilkynntu
þeir forstjórum flugfélagsins í lok
fundarins, að vinnustöðvun
hæfist kl. 16.00 í dag — það er
fyrirvaralaust.
I framhaldi af því var Flug-
virkjafélaginu sent eftirfarandi
skeyti:
„Vegna bréfs yðar dags. 3. 7.
1975 svo og munnlegrar til-
kynningar til forstjóra Flugleiða
að loknum fundi i dag þess efnis,
að þér munið að öllu óbreyttu
hefja aðgerðir gegn flugfélögun-
um kl. 16:00 í dag lýsa félögin hér
með fullri ábyrgð á hendur við-
komandi flugvirkjum og Flug-
virkjafélagi Islands ef til truflana
eða ólögmætrar vinnustöðvunar
kemur af yðar hálfu og áskilja sér
allan rétt til þess að leita úrskurð-
ar þar til bærra dómstóla i þessu
efni. Jafnframt tilkynnist yður að
vér höfum ákveðið að vísa
ágreiningi þeim sem risið hefir
um túlkun samnings dags. 12. 5.
1975 til Félagsdóms."
Tekið skal fram, að þetta er í
annað skiptið, sem flugvirkjar
efna til ólögmætrar vinnustöðv-
unar á Reykjavíkur- og Kefla-
víkurflugvelli að undanförnu.
Fyrra skiptið var s.l. laugardag er
millilandaflugvélar Flugleiða
töfðust i allt að tvær klst. vegna
„fundahalda" flugvirkja í einu
flugskýla Keflavikurflugvallar.
— Starfið
Framhald af bls. 2
Um framtíðarstarf sam-
takanna sagði hann m.a.:
„Samtökin hafa hingað til
einbeitt Ser að umræðum um
sameiginleg áhugaefni vísinda-
mannanna með frjálsri og
óskuldbindandi samvinnu. Nú
teljum við, að þau verði að
ganga lengra og taka að auki
upp skuldbindandi samvinnu
við framkvæmd rannsókna,
þannig að ákveðinn hópur
fengi fjárveitingu og yrði að
framkvæma verkið.“
Að lokum sagði Ottar Jamt
um Samtök norrænna
búvísandamanna:
„Þetta eru mjög stór samtök
og mikil vinna sem unnin er
innan þeirra, en þó fá þau ekki
stórar fyrirsagnir í blöðunum.
Hér er unnið gagnlegt og upp-
byggjandi starf við rannsóknir
á hagnýtingu hráefna land-
búnaðarins til að búa til mat,
meiri mat og betri mat. Okkar
starf beinist að rásinni frá
jörðu á borðið."
Þess má geta, að Sveinn
Hallgrímsson ráðunautur hefur
verið formaður samtakanna
undanfarin fjögur ár.
— Glistrup
Framhald af bls. 1
króna hlutafé. Það var í vörzlu
hjá Glistrup. Tilgangurinn var
sá, að hlutafélagið veitti skjól-
stæðingnum skattafrádrátt
með tilvísun til vaxta af skuld-
um hans við félagið. Það féllst
hins vegar danska skattstofan
ekki á og skjólstæðingurinn
óskaði eftir að draga sig út úr
samvinnunni. Málið hófst þeg-
ar Glistrup krafðist þess að
hlutafjárupphæðin, — 300.000
d. kr. — væri greidd sér að
fullu. Bæði Iandsréttur og
hæstiréttur hafa nú tekið af-
stöðu gegn þeirri kröfu. Vin-
sældir Glistrups að undan-
förnu hafa farið vaxandi á
sama tíma og hann hefur stað-
ið í málaferlum.
— Minning Páll
Framhald af bls. 23
um. Einnig tók hann oft þátt í
taflmótum, eftir að taflfélög tóku
að starfa í Arnessýslu. Hann náði
oft mjög góðum árangri á slíkum
mótum. Sama var að segja i
bridgekeppni. Þar náði hann oft
góðum árangri.
Vorið 1918 kvæntist Páll eftir-
lifandi konu sinni, Vilborgu
Þórarinsdóttur Örfjörð, og reistu
þau bú í Svarfhóli í Laugardæla-
hverfi. Þar bjuggu þau í eitt ár.
En þá auglýsti Stefán Eiríksson
bóndi á Litlu-Reykjum eftir sam-
býlismanni á hluta á jörð sinni.
Yfir tuttugu menn sóttu um jarð-
næðið. Stefáni var mikill vandi á
höndum að velja úr. Hann valdi
Pál og Vilborgu, ungu hjónin i
Svarfhóli. Val hans reyndist
honum hollt og farsælt. Sambúðin
á Litlu-Reykjum varð hin bezta og
traustur og hollur trúnaður tókst
á milli fjölskyldnanna, sem rofn-
aði aldrei.
Oft hefur mér dottið í hug að
varla hefði Páll getað fengið betri
jörð til búskapar eða eftir þeim
hugmyndum og ætlunum, er hann
hugði til búskapar miðaðar við
þær aðstæður er þá voru fyrir
hendi. Hann var afburða hey-
skaparmaður, svo fáir komust til
jafns við hann. En Litlu-Reykir
voru afburða heyskaparjörð, sér-
staklega eftir að áveitan kom.
Mér er í minni atvik frá fyrstu
sumrunum, er gras varð mest til
nytja á Sorta, eftir tilkomu
áveitunnar. Morgun einn fór Páll
árla út í Sortalægð og hóf þar slátt
af miklu kappi. Hann valdi sér
loðinn og kjörinn stað til teigs og
sló af kappi til kvölds. Margir er
sáu, undruðust afköst hans. En
þeir urðu samt enn þá meira
undrandi, þegar hey var hirt af
teignum, þvi það var hvorki meira
né minna en 36 hestar. Saga þessi
minnir á afrek Orms Stórólf-
sonar, er hann sló forðum á Hvols-
velli, en sá var munurinn, að Páll
bóndi sló ekki þúfurnar með, eins
og bóndasonurinn á Hvoli
forðum.
Páll Arnason var ágætur
smiður, jafnt á tré og járn. Hann
er mestur og beztur skeifna-
smiður, sem ég hef þekkt. Hann
var svo fljótur að smíða skeifur,
að varla festi auga á. Oft var það
er nágrannar hans komu með
hesta til þess að láta hann járna,
að hann byrjaði að smiða skeif-
urnar. Hann var líka mikill og
góður járningamaður, fljótur og
öruggur.
Páll var mikill og góður fjall-
maður, bæði til vor- og haust-
ferða. Hann var á stundum fjall-
kóngur í forföllum Magnúsar
bróður síns. Hann var mikill og
taustur ferðamaður, og var á
stundum fenginn til erfiðra ferða
um Iangan veg.
Þegar Flóa- og Skeiðamenn
seldu vatnsréttindi sín i afréttin-
um, notuðu þeir féð til þess að
girða á milli hans og heimalands
Gnúpverja. Var það mikið mann-
virki og vandasamt til fram-
kvæmda. Páll á Litlu-Reykjum
vár fenginn til að annast verkið,
hafa þar yerkstjórn og velja
girðingunni stæði á erfiðum stöð-
um, svo sem i giljum, undir ásum
og hæðum, þar sem hætta var af
snjóflóðum og svo fram-
vegis.Hann gekk til þessa verks af
miklu kappi, hyggindum og for-
sjá, og tókst að leysa það sérstak-
lega vel af hendi. Hann sá einnig
lengi um viðhald girðingarinnar
og eftirlit hennar vor hvert.
Páll á Reykjum var mjög
kunnugur um hin víðáttumiklu
afréttarlönd Flóamanna, en þau
eru elztu sameignarlöndin, sem
til eru í landinu, og eiga mikla og
merkilega sögu, fráskilda brögð-
um og yfirgangi kirkjunnar og
höfðingja landsins til að ná slík-
um löndum undir sig. Hann var
um langt skeið eftirleitarmaður á
Flóamannaafrétti og komst oft í
hann krappan. Hann sagði stund-
um frá svaðilförum sínum i eftir-
leitum á efri árum, og kunni vel
að færa í stílinn, enda ríkur af
hugmyndaflugi og orðgnótt.
Páll var mikill hestamaður og
átti oft góða og fallega hesta, bæði
til heimabrúkunar og til reiðar.
Reiðhestar hans voru sérstaklega
góðir, enda var hann mikill og
góður tamningamaður. Hann var
mikið fyrir veiðimennsku í ám og
vötnum, og stundaði mjög veiði,
meðal annars í Hvítá fyrir austan
Skotaberg við Austurkotseyju.
Hann kunni þá list, er ég dáðist
mjög að í æsku, en hún var, að
hann greip silung eftir vild í læk,
hyl eða straumi með berri
hendinni. Hann gerði þetta af
mikilli leikni og öryggi, svo eng-
inn festi sjónir á.
Frá því ég man fyst eftir mér,
er Páll á Reykjum mér minnis-
stæðastur af öllum vandalausum.
Ilann var daglegur gestur á
heimili foreldra minna. Hann var
alltaf jafnkátur, skemmtilegur og
glaðsinna, alltaf búinn og boðinn
til að gera hverjum að vilja, vera
öllum til ánægju og yndisauka.
Hann mótaði mig á líkan hátt og
foreldrar mínir og nánustu
vandamenn. Ég á honum mikla
skuld að gjalda.
En atvikin eiga sin hrif sín
föstu grip í huga og vitund. Fyrir
nokkrum árum var ég um langan
tima í fjarlægu Iandi. Eitt sinn
var ég staddur í borg, þar sem ég
hafði eiginlega fátt við að una, en
varð samt sem áður að dveljast
þar í nokkra daga.
Morgun einn var mér gengið
um stræti til að leita mér að
lestrarefni. Ég kom ekki auga á
neitt merkilegt fyrst í stað, nema
helzt það sem ég hafði ekki efni á
að kaupa. En allt í einu sá ég í
bókabúðarglugga kápumynd er
kom mér kunnuglega fyrir sjónir.
Hún var af manni öldnum, sól-
brenndum og haustlegum sitjandi
á þóftu í bát, hallandi sér aftur á
bak, eins og hann vildi sofa. Eg
kannaðist strax við manninn, en
kom honum ekki fyrir mig.
Ég fór inn i búðina og keypti
blaðið. Þegar ég hafði það í hönd-
unum og skoðaði það betur,
þekkti ég manninn. Þarna var
greinilega mynd af vini mínum
Páli á Reykjum. Ég fletti og sá,
hvað stóð um skýringu myndar-
innar. Þar var sagt, að hún væri
af portúgölskum sjómanni. Ég
varð auðvitað undrandi, en í und-
irvitund minni kom annað til
vitnis. Var ekki hér á ferðinni
hinn mikli og forni skyldleiki með
fólkinu á ströndum Atlantshafs-
ins, heillandi, góðlegur og taust-
vekjandi, jafnt á ströndum fjall-
skagans mikla milli Miðjarðar-
hafs og Atlantshafs.og bóndans,
sjómannsins og fjallmannsins i
Flóanum? En ef til vill var toginn
spunninn af fleiri þáttum?
En það er líkt, þegar litið er til
baka í bók minninga hugans, ber
þar í mistri skínandi perlur,
minningar um góðan samferða-
mann, Pál vin minn á Reykjum,
sem nú er ekki lengur i tölu lif-
enda. En í heimi minninganna
situr hann í öndvegi vina og
kunningja, sem horfnir eru. Per-
sónuleiki hans og mannkostir
gleymast mér aldrei. Ég veit, ef
ég á eftir að vakna á akri eilífðar-
innar, kysi ég engan fremur til
félaga en hann.
Jón Gfslason.