Morgunblaðið - 08.07.1975, Síða 1
36 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐJ
151. tbl. 62. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 8. JULÍ 1975
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Lammi\Z féllu
1 árásunum
S&" ?§?'€&£&_______________ -................... ■_. ■ ■
AP-símamynd.
Árás tsraelsmanna. Aldraður palestfnskur flóttamaður veifar hendi framan við rústir heimilis
sfns. tsraeiskir hermenn sprengdu það f loft upp f hefndarskyni fyrir árás skæruliða f miðri
Jerúsalem, sem kostaði 14 manns lffið.
Tel Aviv, Beiruí 7. júlí — AP
ÍSRAELSKAR flugvélar
og landgönguliðar réðust á
búðir palestínskra flótta-
manna á mánudag með
sprengjum. Sjónarvottar
segja að minnsta kosti 13
manns hafi fallið í árásinni
og að hús margra flótta-
mannanna hafi verið eyði-
lögð. Árás Israelsmanna
varð tæpum þrem sólar-
hringum eftir að sprengja
palestínskra skæruliða
hafði sprungið í miðborg
Jerúsalem og orðið 14 að
bana.
Forsætisráðherra Libanon
sagði á mánudag að stjórn sin
Soares boðar andóf — en
kommúnistar eru viðbúnir
Lissabon 7. júlí — Reuter, AP
LEIÐTOGI portúgalskra
jafnaðarmanna, dr. Mario
Soares, gaf á mánudag þá
aðvörun, að flokkur hans
væri tilbúinn til að lama
allt athafnalíf landsins, ef
þeim þætti nauðsynlegt til
að mótmæla skerðingu á
prentfrelsi. Soares, sem á
Austur-Þjóð-
verjar styðja
200 mílur ef...
Austur-Berlfn 7. júlí — Reuter.
Aðstoðarutanríkisráðherra
Austur-Þýzkalands sagði á
mánudag að austur-þýzka
stjórnin styddi útfærslu fisk-
veiðilögsögu skandinavískra
ríkja í 200 mílur. Það væri hins
vegar álit stjórnarinnar að
ríki, sem veitt hafa innan þess
svæðis, sem íalla mundi undir
200 mílurnar, ættu að fá að
gera það áfram. Hann lýsti
einnig yfir stuðningi við tillög-
ur Kekkonens Finnlandsfor-
seta um að Eystrasalt og
Norður-Atlantshaf yrðu friðuð
gegn kjarnorkuvopnum.
sæti i ríkisstjórninni, sagði
á fundi með blaðamönnum
úr Jafnaðarmannaflokkn-
um að eins og á stæði væri
ekkert mikilvægara en bar-
áttan fyrir frjálsri blaðaút-
gáfu.
Ræða Soares kemur í
kjölfar ákvörðunar hersins
að taka útvarpsstöð róm-
verzk-kaþólskra undir sína
stjórn, og þess að prent-
arar, sem styðja
kommúnista hafa lagt und-
ir sig ritstjórnarskrifstofur
dagblaðs Jafnaðarmanna,
Republica.
Dr. Soares, sem kom heim úr
útlegð í París eftir byltinguna í
fyrra, var ákaft fagnað þegar
hann sagði við blaðamenn:
„Við erum tilbúnir til, ef nauð-
synlegt er, að efna til mótmæla-
aðgerða um allt land og lama allt
landið til að mótmæla því, sem við
köllum árás á þjóð vora með
einokun minnihlutahópa á frétta-
miðlun".
Soares var fyrst utanríkis-
ráðherra i bráðabirgðastjórninni,
en er nú ráðherra án ráðuneytis. I
þingkosningunum i april sl.
vann flokkur hans, Jafnaðar-
mannaflokkurinn, 38% atkvæða,
en kommúnistar fengu 13%.
Kommúnistar brugðu skjótt við
efiir ræðu Soares, og sögðu þeir á
mánudag að þeir hefðu beðið
fylgismenn sína að vera reiðu-
búna vegna tilrauna, sem gera
ætti, til að velta Vasco Goncalves
forsætisráðherra úr sessi. Segir
annar ritari Kommúnistaflokks-
ins að hann hafi þegar á föstu-
dag beðið félaga sina að vera á
verði og að hann hefði haft fulla
ástæðu til þess, „þar sem
byltingin er i hættu“. Hafa
kommúnistar mikinn viðbúnað i
verksmiðjum og á vinnustöðum.
hefði von um að endurheimta
bandaríska ofurstann, Ernest
Morgan, sem skæruliðar rændu i
síðustu viku. Hafa skæruliðarnir
krafizt þess að Bandaríkjastjórn
sendi matvæli og byggingarefni
til fólks í þeim hluta Beiruts, þar
sem mikið tjón varð í bardögum
síðustu viku.
I ávarpi í þinginu sagði Yitzhak
Rabin forsætisráðherra Israel að
stjórn sín ætlaði að halda þeirri
stefnu sinni að semja ekki við
samtök hryðjuverkamanna, og
sagði að eina málið sem þeir
skildu væri „sverðið" og „á því
máli ætlum við að tala við þá“.
Herstjón Israels sagði að
Palestínuskæruliðar hafi á mánu-
dag eftir árásina skotið eldflaug-
um að ísraelskum þorpum rétt við
landamæri Líbanon.
Rashid Karami forsætisráð-
herra Líbanons minntist ekkert á
árásir Israelsmanna á mánudag
Hann skýrði fréttamönnum aftur
á móti frá því að yfirvöld væru í
sambandi við ræningja Morgans
ofursta, og að þau hefðu góða von
um að endurheimta hann innan
tiðar.
Þá handtóku menn úr leyni-
þjónustu hers Líbanons fólk úr
„undirróðurssamtökum", sem
gætu hafa staðið á bak við
ítrekaðar sprengjuárásir í Beirut.
Fólkið, sem er jórdanskt,
líbanonskt og palestinskt, var
handtekið i íbúð, þar sem fannst
mikið af sprengiefni og skotfær-
um. Mikil leynd hvílir yfir yfir-
heyrslum yfir fólkinu.
Wilson hvetur námumenn til
að koma lýðræðinu til hjálpar
Scarborough 7. júlí — Reuter.
HAROLD Wilson forsætisráð-
herra Bretlands lagði á mánudag
hart að námamönnum að liggja
ekki á liði sínu til að bjarga Iýð-
ræðinu i Bretlandi með því að
draga úr kaupkröfum sfnum „á
elleftu stundu f sögu landsins".
Kom Wilson til Scarborough f
Norður-Englandi til að ávarpa
ársþing samtaka námumanna, en
þingið mun taka afstöðu til kröf-
unnar um 60—94% launa-
hækkanir, sem sett hefur verið
fram af leiðtogum námumanna.
Rfkisstjórnin reynir nú að halda
öllum iaunahækkunum innan við
10%.
Ræða Wilson var þrungin til-
finningahita. Hárri röddu sagði
hann hljóðum hópi námumanna
að spurningin væri „hvort nokkur
ríkisstjórn, sem aðhylltist grund-
vallarreglur lýðræðis, gæti
stjórnað brezku þjóðinni". Það
voru námumenn, sem mestan þátt
áttu i falli Ihaldsstjórnar
Edwards Heaths, með kaupkröf-
um sínum. Reyndi Wilson að
benda áheyrendum sínum á það
sem margir stjórnmálamenn hafa
sagt, að lýðræði í Bretlandi sé
ógnað, ef öflugum hópum tekst að
gera að engu tilraunir rikis-
Framhald á bls. 35
Athafnalíf Argentínu
gjörsamlega lamað
Buenos Aires 7. júlí — Reuter.
MARlA Estela Peron forseti
Argentfnu, sem nú stendur
frammi fyrir mestu stjórnmála-
erfiðleikum sfnum sfðan hún tók
við völdum fyrir árl, átti fund
með rfkisstjórninni og leiðtogum
verkalýðssamtaka á mánudag,
þegar tveggja sólarhringa als-
herjarverkfall lamaði athafnalff
landsins. Þá átti hún fundi mað
stjórninni sjálfri, sem ncyddist
til að segja af sér á sunnudags-
kvöld, og einnig leiðtogum
Aiþýðusambandsins (CGT) og
leiðtogum peronistaarms verka-
lýðshreyfingarinnar til að reyna
að afstýra þvf kreppuástandi, sem
landið hefur komizt í.
Þó að stjórnin hafi sagt af sér
og að viðræður hafi staðið fram á
síðustu stundu, ákvað CGT að
hefja tveggja sólarhringa verkfall
‘til að mótmæla stefnu stjórnar-
innar í launamálum.
Lítið var um að vera á götum
Buenos Aires í dag. Allar verzlan-
ir, veitingahús, bankar og aðrar
stofnanir og fyrirtæki voru lokuð
Framhald á bls. 35
Sœnskir kommúnist-
ar fá fé erlendis frá
— segir dónjsmálaráðherra Svíþjóðar
stokkhóimí 7. jútt—ntb símhleranir hjá nokkrum leið-
SJÖ Svfar eru um þessar mund- togum sænska Kommúnista-
ir grunaðir um að hafa brotið
svo gróflega af sér gagnvart
öryggi ríkisins, að sænska
öryggislögreglan hefur fengið
leyfi til að hlera sfmtöl þeirra.
Þetta upplýsti dómsmálaráð-
herrann, Lennart Geijer, f dag.
Hann sagði ^nnfremur að
sænsk stjórnvöld hefðu nú
undir höndum upplýsingar,
sem bentu til þess að Kommún-
istaflokkur Svíþjóðar hafi þeg-
ið verulegar fjárupphæðir frá
erlendu ríki.
Dómsmálaráðherrann tók
fram að símhleranir væru
stundaðar i mjög litlum mæli i
Svíþjóð og ætíð í samræmi við
landslög.
Geijer skýrði m.a. frá því að
flokksins hefðu verið
stöðvaðar, skömmu áður en
sagt var frá þeim opinberlega
fyrir stuttu. „Sá grunur sem við
höfðum um að þessir félagar í
Kommúnistaflokknum tækju
við verulegum fjárhagslegum
stuðningi frá útlöndum fékk
frekari staðfestingu við hler-
anirnar, en við höfðum ekki
nægilega sterkar sannanir til
að gera eitthvað frekar í mál-
inu“, sagði dómsmálaráðherr-
ann.
Hann vísaði því á bug að ýmis
sænsk-erlend vináttufélög eða
menn tengdir slfkum félögum
hefðu orðið fyrir sfmhlerunum.
„Ég get ábyrgzt að þetta er
allur sannleikurinn".