Morgunblaðið - 08.07.1975, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JULl 1975
3
Fjórðungsmót hestamanna:
Misjöfn kyn-
bótahross, en
spenna í hlaup
FJÓRÐUNGSMÓT hestamanna á
Vesturlandi var haldið um helg-
ina að Faxaborg. Talið er að um
4000 manns hafi sótt mótið en
fjölmennir hópar hestamanna
komu rfðandi til móts þessa m.a.
úr Reykjavík Grfmsnesi, Dölum
og Skagafirði. Veður var gott
mótsdagana, sól en nokkur gjóla.
Töluvert bar á ölvun meðal móts-
gesta, en hópur unglinga sótti
mótið og gætti ölvunar mest hjá
þeim. A mótinu og f nágrenni
Faxaborgar voru alls 14 teknir
ölvaðir við akstur. t greinum
kappreiðanna náðist góður
árangur, þó að ekki tækist að
hnekkja gildandi Islandsmetum.
Kynbótahrossin, sem sýnd voru á
mótinu, voru nokkuð misjöfn að
gæðum.
Samtals voru sýndir 17
stóðhestar og þar af einn með
afkvæmum og var það Kvistur
640 frá Hesti. Hann var sýndur
með 6 afkvæmum og hlaut hann
fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi.
Þau eru fríð og svipmikil hross
með trausta skapgerð. I byggingu
Hér er það Ólöf Guðbrandsdóttir,
sem situr stóðhestinn Nóa, sem
varð efstur f flokki 4 vetra stóð-
hesta. Ólöf hlaut sérstök knapa-
verðlaun á mótinu.
þeirra er það helst stærð þeirra,
sem er ábótavant því að
meðalstærð þeirra er 139,5
cm, en auk þess hafa
þau fremur stutta lend og
djúpan bol. Þau eru gædd nokkuð
góðum reiðhesthæfileikum en af-
kvæmin hlutu 7,82 stig, í meðal-
einkunn fyrir byggingu og reið-
hestskosti. Eigandi Kvists er
Hrossaræktarsamband Vestur-
lands.
I flokki stóðhesta 6 vetra og
eldri varð efstur Fróði frá Hesti,
eign Hrossaræktarsambands
Vesturlands. Hann hlaut meðal-
einkunnina 7,90. Fróði er
undan Þokka 664 frá Bóndhóli
og Snældu 2281 frá
Hólum, en hún er undan
Nökkva 260. Hann er hreyfinga-
góður hestur með öllum gangi en
ekki stór og hefur fremur grunna
lend. Af 5 vetra stóðhestum varð
efstur Fáfnir frá Svignaskarði,
eign Hrossaræktarsambands Vest
urlands. í einkunn hlaut hann
8.03 en þetta er mjög álitlegur
stóðhestur, sonur Blesa 598 frá
Skáney og Ljónslappar 2958 frá
Krossi, en hún er undan Randver
355. Annar í þessum flokki varð
einnig álitlegur foli, Svalur frá
Skáney en hann hlaut 7,96 í
einkunn. Efstur í flokki 4 vetra
stóðhesta varð Nói 843 frá Nýja-
bæ, mjög snotur hestur með
fremur góðri fótlyftingu. Hann
hlaut einkunina 7,83, en hann er
sonur Blesa 598 frá Skáney og
Nætur frá Nýjabæ.
5 hryssur með afkvæmum voru
sýndar og hlutu þær allar fyrstu
einkunn fyrir afkvæmi. Efst varð
Skvetta 2859 frá Gufunesi
en með henni voru sýndar
þrjár hryssur sem hlotið
hafa fyrstu verðlaun á
landsmótum. Skvetta hlaut 8,15
stig, en faðir hennar er Bleikur
360 frá Gufunesi og móðir Grá-
skjóna út af Flugu frá Varmadal.
Eigandi Skvettu er Marinó
Jakobsson á Skáney.
Hópurinn sem sýndur var af
hryssum 6 vetra og eldri var
nokkuð misjafn. I honum voru
nokkrar hryssur, sem voru veru-
lega góðar þó að innan um væru
Barzel kemur 21. ágúst
RAINER BARZEL, fyrrum
kanslaraefni Kristilegra
demókrata í Vestur-Þýzkalandi,
hefur eins og Mbl. skýrði frá á
sunnudag sýnt áhuga á að koma
til fslands. Samkvæmt upplýsing-
um Arna Tryggvasonar sendi-
herra f Bonn hefur Barzel komið
að máli við hann og er gert ráð
fyrir þvf að hann komi til Islands
21. ágúst og dveljist hérlendis f
nokkra daga. Einar Agústsson
utanrfkisráðherra mun taka á
móti Barzel og er utanrfkisráðu-
neytið að vinna að þvf að skipu-
leggja ferð Barzels.
Árni Tryggvason sagði að fyrir
rúmum mánuði hafi Barzel haft
samband við sig og látið i ljós
þessa ósk. Ástæðurnar kvað Árni
vera þær, að Island væri eina
Evrópulandið, sem Barzel hafi
ekki komið til, en að auki hafði
Barzel orð á þvi að Islendingar
ættu við ýmis athyglisverð vanda-
mál að etja, sem hann sagðist
sjálfur vilja kynnast af eigin
raun. Með Barzel kemur einkarit-
ari hans.
Barzel hefur látið í ljós ákveðn-
ar óskir um að hitta hérlendis
ýmsa forustumenn. Kvað Arni
utnarikisráðuneytið vera að
skipuleggja ferðir hans ji Islandi.
Rainer Barzel.
Barzel sem var kanslaraefni fyrir
nokkru, er nu aftur á mikilli upp-
leið innan flokks síns og eftir
fylkiskosningarnar hefur hann
komizt enn meir I sviðsljósið.
Núverandi kanslaraefni flokks-
ins, Kohl, hefur m.a. lýst því yfir
að nái flokkurinn völdum, verði
Barzel ráðherra í ríkisstjórn V-
Þýzkalands.
Urslitin i 250 m unghrossahlaupi komu mönnum nokkuð á óvart. Hér er Biesa að koma f mark en á
eftir henni koma Sleipnir og Bliki.
aðrar sem sýndu ekki mikil gæði.
Alls voru 38 hryssur sýndar I
þessum flokki og varð efst af
þeim Folda 4200 frá Múlakoti,
eign Ásgeirs Karlssonar í Borgar-
nesi, en hún er undan Frey 579 og
Ljósblesu frá Múlakoti. I einkunn
hlaut hún 8,19.
Af fimm vetra hryssum varð
Reynir Aðalsteinsson situr hér
gæðinginn Trausta.
efst Þokkadís frá Nýjabæ, eign
Ólafar Guðbrandsdóttur. Þokka-
dís er undan Þokka frá Bóndhóli
og Nótt frá Nýjabæ, en hún er
dóttir Svaða frá Svaðastöðum. Af
4 vetra hryssum varð efst Buska
frá Hvítárvöllum, eign Davíðs
Ólafssonar. Hún hlaut 7,63 í
einkunn en hún er undan Faxa
838 frá Hvftárvöllum og Blesa frá
Hvítárvöllum, en hún er dóttir
Glaðs 404 frá Flatartungu.
Efstur í flokki alhliða gæðinga
varð Trausti,jarpur, eign Reynis
Aðalsteinssonar, Sigmundar-
stöðum, og hlaut hann einkunn-
ina 8,52 Hann hlaut Vesturlands-
bikarinn. Annar hestur var með
sömu einkunn en dregið var á
milli þeirra um fyrsta sætið. Það
var Snæfaxi leirljós, eign Leifs
Kr. Jóhannessonar, Stykkishólmi.
Þriðji varð Sikill, brúnstjörn-
óttur, eign Sigurbjargar Jóns-
dóttur á Hvanneyri. — Hann
hlaut einkunnina 8,46.
Urslit í flokki klárhesta með
tölti urðu þau, að fyrstur varð
Tígull, brúnsokkóttur, eign Leo-
polds Jóhannessonar, Hreða-
vatnsskála og hlaut hann 8,74 i
einkunn og Vesturlandsbikarinn.
Annar varð Sörli brúnn eign
Reynis Aðalsteinssonar, Sig-
mundarstöðum, með einkunnina
8,66 og þriðji Krummi, brúnn,
eign Sigrúnar Kristjánsdóttur.
Hann hlaut einkunnina 8,62. Þátt
í gæðingakeppninni tóku hestar
frá 6 hestamannafélögum, en þeir
voru dæmdir með spjaldadómum.
Meðal mótsgesta mátti þó heyra
gagnrýnisraddir á þetta fyrir-
komulag. Það skal tekið fram að
allt frá því að spjaldadómakerfið
var tekið upp hafa menn skipzt í
andstæða hópa, hvað snertir mat
á gæðum þess. Unnið hefur verið
að endurbótum á þessu kerfi en á
mótinu um helgina þótti koma
áberandi í ljós hversu hestarnir
komu jafnir út úr dómunum og
kann þar að einhverju leyti að
hafa ráðið tæknileg framkvæmd
dómanna.
Kappreiðar Fjórðungsmótsins
voru eins og gert hafði verið ráð
fyrir mjög spennandi. Það sem
kom einna mest á óvart var glæsi-
leg frammistaða hryssunnar
Blesu frá Hvitárholti i Árnes-
sýslu. Hún sigraði í unghrossa-
hlaupinu á 18,6 sek., en hafði
áður hlaupið á 18,4 í milliriðli.
Islandsmetið í þessari grein er
18,3 sek. Baráttan í 800 m stökk-
inu var geysihörð og voru það
einkum Þjálfi, Sveins K. Sveins-
sonar og Frúarjarpur, Unnar
Einarsdóttur, sem börðust um
fyrsta sætið. Þjálfi hafði bezta
timann þegar að úrslitasprettin-
um kom og fyrstu 500 metrana
úrslitahlaupinu hafði hann for-
ustuna en þá tókst Frúarjarpi að
siga á hann og sigraði á 62,9 sek.
Fyrsti hestur i 800 m stökkinu,
Frúarjarpur, hlaut Blakksbikar-
inn en Hólmsteinn Arason í
Borgarnesi sem gaf hann átti
hlaupahestinn Blakk, sem um
nokkurra ára skeið var einn
fremsti hlaupahestur landsins.
Baráttan í skeiðinu var einnig
mjög spennandi.
Urslit í einstökum greinum
kappreiðanna urðu sem hér segir:
250 m skeið:
1. Fannar, bleikálóttúr, eign
Harðar G. Albertssonar, Hafnar-
firði og knapi Ragnar Hinriksson
á 23,5 sek.
2. Vafi, jarpur, eigandi og knapi
Erling Sigurðsson Reykjavík i
23,8 sek.
3. Öðinn, jarpur, eign Þorgeirs
Jónssonar, Gufunesi, og knapi
Aðalsteinn Aðalsteinsson á 23.4
sek.
250 m unghrossahlaup:
1. Blesa, rauðblesótt, eign Sig-
urðár Bjarnasonar, Klemmiskeiði
og knapi Halla Sigurðardóttir, i
18,6 sek.
2. Sleipnir leirljós, eign Gunnais
M. Árnasonar, Reykjavik, cg
knapi Gisli Björnsson á 19.0 sek.
Framhald ábls. 3 5
Það er oft hörð barátta við rásmarkið milli manna og hesta.
Héraðsmót Sjálfstæðisflokksins
um næstu helgi á Höfn í Homafírði,
Egilsstöðum og á Fáskrúðsfirði
UM NÆSTU helgi verða haldin 3
héraðsmót Sjálfstæðisflokksins:
Höfn I Hornafirði, föstudaginn
11. júlí kl. 21 stundvislega. Ávörp
flytja Matthías Bjarnason sjávar-
útvegsráðherra, Svérrir Hef-
mannsson alþingismaður og
Albert Eymundsson kennari.
Egilsstöðum, laugardaginn 12.
júli kl. 21 stundvíslega. Avörp
flytja Matthías Bjarnason sjávar-
útvegsráðherra, Sverrir Her-
mannsson alþm. og Theódór
Blöndal tæknifræðingur.
Fáskrúðsfirði, sunnudaginn 13.
júlí kl. 21 stundvíslega. Avörp
flytja Matthías Bjarnason sjávar-
útvegsráðherra og Sverrir Her-
mannsson alþm.
Skemmtiatriði á héraðsmótun-
um annast hljómsveit Ólafs
Gauks ásamt Magnúsi Jónssyni
óperusöngvara, Svanhildi, Jör-
undi og Hrafni Pálssyni. Hljóm-
sveitina skipa: Ólafur Gaukur,
Svanhildur, Agúst Atlason,
Benedikt Pálsson og Carl Möller.
Efnt verður til ókeypis happ-
drættis og eru vinningar tvær
sólarferðir til Kanarleyja með
Flugleiðum. Verður dregið I
happdrættinu að héraðsmótunum
loknum — eða 20. ágúst n.k.
Að loknu hverju héraðsmóti
verður haldinn dansleikur til kl. 2
e.m. þar sem hljómsveit Ólafs
Gauks leikur fyrir dansi og
söngvarar hljómsveitarinnar
koma fram.
Svurrir Thuodór