Morgunblaðið - 08.07.1975, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLI1975
23
LlKUR á þvf að efnt verði til
þingkosninga á Italíu áður en
langt um lfður hafa aukizt við
öngþveiti sem hefur skapazt í
stjórnmálum landsins eftir mik-
inn sigur kommúnista f kosning-
um til bæjar- og sveitarstjórna f
sfðasta mánuði þótt strangt tekið
eigi nýjar kosningar ekki að fara
fram fyrr en vorið 1977.
Þessar Ifkur hafa aukizt við það
að flokkur sósfalista hefur hafnað
boði kristilegra demókrata um að
ganga til stjórnarsamvinnu með
þeim. Jafnframt vill flokkurinn
ekki útiloka þann möguleika að
ganga í bandalag með komm-
únistum f því augnamiði að reyna
myndun meirihlutastjórnar.
Flokkar sósfalista er í lykilað-
stöðu þar sem hvorki kristilegir
demókratar né kommúnistar geta
myndað meirihlutastjórn án
stuðnings þeirra. Hingað til hafa
sósíalistar fremur kosið að styðja
kristilega demókrata en að eiga
samleið með kommúnistum. Ef
þeir hætta stuðningi sínum við
stjórnina verður trúlega efnt til
kosninga og þá gera margir ráð
t'yrir þvi að kommúnistar vinni
álíka mikinn sigur og i bæjar- og
sveitarstjórnarkosningunum.
Átta af 13 ríkisstjórnum sem
hafa verið við völd á Italíu á
undanförnum tólf árum hafa ver-
ið svokallaðar mið-vinstristjórnir
sem hafa grundvallazt á sam-
vinnu kristilegra demókrata og
sósíalista. Ágreiningur milli
flokkanna um stefnuna í efna-
hagsmálum og afstöðuna til
kommúnista leiddi til þess að
Aldo Moro myndaði til bráða-
birgða minnihlutastjórn kristi-
lega demókrataflokksins með
stuðningi eins annars flokks i
nóvember i fyrra.
Stefna sósíalistaflokksins eftir
bæjar- og sveitarstjórnar-
kosningarnar var mörkuð á nýaf-
stöðnum fundi í stjórn flokksins.
Það var ákveðið (auk þess sem
áður greinir) að sósíalistar skyldu
aðeins styðja kristilega
demókrata ef það samrýmdist
þeim kröfum kjósenda sem kosn-
ingaúrslitin lýstu eins og ritari
Við komum ekki beint inn á
íslenzku i sænskukennslunni í
Finnlandi, en í námsbókunum
eru kaflar úr íslenzkum "bók-
menntum. Nemendurnir lesa
því miður ekki Islendinga-
sögur, en þeir eru látnir lesa
Sillen eftir Halldór Laxness,
Island av í dag og kafla um
Surtsey og svo var eldgosið á
Heimaey eitt ritgerðarefnið á
stúdentsprófinu. Og svo reyni
ég að auka áhuga á Islandi á
ýmsan annan hátt.
Sjálf lærði ég fornislenzku í
háskóla, en ég hefði nú samt
viljað hafa betri undirstöðu i
henni."
Sören P. Mortensen kennir
við lýðháskóla í Brönderslev i
Danmörku. ,,I lýðháskólanum
er lesið ýmislegt úr íslenzkum
bókmenntum en það er allt
saman i dönskum þýðingum“,
sagði Sören.
„Áhugi lýðháskólanna á
norrænu hefur aukizt mikið og
nú er þar kennd norska og
sænska auk , dönskunnar.
Islenzka er hins vegar ekki
kennd fyrr en eftir stúdents-
próf, og þá aðeins þeim nem-
endum í dönsku eða málsögu,
sem vilja.“
Sören sagðist því ekki hafa
bein not af kunnáttu sinni I
íslenzku í Danmörku að
minnsta kosti.
,,En á Islandi á ég marga
kunningja eins og Eyvind
Eiriksson, kennara á Akureyri,
Gunnar Finnbogason, skóla-
stjóra í Reykjavík, og Viktor
Guðlaugsson, skólastjóra
Barnaskólans við Stóru-Tjörn,
og það er gott að geta talað við
þá á íslenzku. Þessir menn hafa
allir heimsótt mig i Danmörku.
Þetta er i 3. sinn, sem ég kem
hingað til Islands siðah 1970, en
þá kom ég hingað sem gestur
Norræna félagsins og mennta-
málaráðuneytisins. Nú kem ég
hingað sem ferðamaður og vil
gjarnan geta skilið Islendinga
og það hef ég lært á þessu nám-
skeiði".
Fá kommúnistar
völdin á Ítalíu ?
Moro
flokksins, Francesco de Martino,
komst að orði. Hann sagði að
flokkurinn mundi taka þátt í
stjórnarmyndunum með
kommúnistum í fylkjum, sveitum,
bæjum og borgum, þar sem það
reyndist framkvæmanlegt en
taldi einnig að reyna ætti að koma
til leiðar samvinnu milli kristi-
legra demókrata, sósialista og
kommúnista.
Gamlir foringjar
De Martino taldi það hafa haft
mikil áhrif á þá afstöðu sem
flokkur hans hefurtekið að kristi-
legir demókratar hefðu ekki
reynzt fúsir til að gera veigamikl-
ar stefnubreytingar sem sósíalist-
ar settu sem skilyrði fyrir því að
taka aftur upp stjórnarsamvinnu
við þá. Síðan kosningarnar hafa
farið fram hefur þvi almennt ver-
ið haldið fram að róttæk endur-
skoðun sé nauðsynleg á stefnu
kristilegra demókrata þar sem
ítalskir kjósendur hafi færzt til -
vinstri og vaxandi fjöldi italskra
kjósenda telji breytingar nauð-
synlegar i itölskum þjóðmálum.
Þó er talið vafasamt að um
verulegar breytingar verði að
ræða á stefnu flokksins ef hann
verður áfram undir forystu
Amintore Fanfani, núverandi
flokksleiðtoga, sem hefur haft
töglin og hagldirnar í flokknum i
tvo áratugi. Völd hans i flokknum
hafa verið sterk en yngri menn i
flokknum og vinstri armur hans
berjast fyrir þvi að honum verði
bolað frá völdum og hafa fengið
miðjumenn i flokknum til liðs við
sig. Tveir menn koma til greina
sem eftirmenn hans: Giulio
Andreotti fjárlagaráðherra og
Arnaldo Forlani landvarnaráð-
herra sem höfðar til yngri
kjósenda. Nú hefur stjórn flokks-
ins verið kölluð saman til fundar
og þá segir Fanfani líklega af sér.
Yngri kjósendur áttu hvað
mestan þátt i hinum mikla sigri
kommúnista í kosningunum. 2.3
milljónir Itala undir tuttugu og
eins árs aldri kusu í fyrsta skipti
og af tveimur milljónum atkvæða
sem kommúnistar bættu við sig er
gizkað á að um það bil ein milljón
hafi verið atkvæði ungra
kjósenda. Eftir kosningarnar
standa kommúnistar og kristileg-
ir demókratar næstum því jafnir
að vígi: kommúnistar fengu rúm-
lega tíu milljón atkvæði eða
33.4% miðað við 28.3% í þing-
Fanfani
kosningunum 1972 en kristílegir
demókratar fengu 35.3% miðað
við 38.4% fyrir þremur árum eða
aðeins 2% meira fylgi en
kommúnistar.
Millistéttafylgi
Kommúnistar juku einnig fylgi
sitt meðal millistéttamanna og
meðal þeirra verkamanna sem
hafa verið þeim fráhverfir en
kusu þá nú i fyrsta skipti vegna
versnandi ástands efnahagsmál-
anna. Efnahagserfiðleikarnir áttu
ugglaust mestan þátt i kosninga-
sigri kommúnista en almennt
lýstu úrslitin víðtækri óánægju
kjósenda með kristilega
demókrata sem lúta stjórn
Berlinguer, foringi ftalskra
kommúnista
gamalla manna sem kjósendur
virðast orðnir þreyttir á.
Þessi óánægja kom ótvírætt
fram í fyrra þegar kjósendur sam-
þykktu hjónaskilnaðarlög í
þjóðaratkvæðagreiðslu gegn and-
stöðu kristilegra demókrata undir
forystu Fanfani. Siðan hefur
þessi óánægja færzt í aukana og
allt sem aflaga fer virðist vera
skrifað á reikning kristilegra
demókrata — jafnvel mikil alda
rána^málverkaþjófnaða^sprengju-
tilræða og mannrána sem hefur
gengið yfir Italíu. En starfsmenn
flokksins hafa verið viðriðnir
fjölda hneykslismálaeinsog mút
ur.-símahleranir og samvinnu við
mafíuna. Kristilegir demókratar
halda því fram að þeir hafi ef til
vill afstýrt gjaldþroti með ströng-
um efnahagsráðstöfunum, en þær
hafa leitt til þess að atvinnuleysi
er komið upp i 5.7%.
Sardiníumaður
Urslitin eru auðvitað mikill per-
sónulegur sigur fyrir aðalritara
kommúnistaflokksins, Enrico
Berlinguer. Undir forystu hans
hefur flokkurinn fengið
svokallaðan virðulegan blæ í aug-
um millistétta. Velgengni flokks-
ins byggist á hófsamri afstöðu
Berlinguers í ýmsum málum.
Flokkurinn styður jafnvel meðal-
stór og lítil einkafyrirtæki sem
berjast í bökkum. Mikilvægast er
að Berlinguer hefur lýst því yfir
að flokkurinn sé fylgjandi aðild
Italíu að NATO þótt efasemdir
Italskir kommúnistar fagna sigri.
hafi vaknað um einingu banda-
lagsins eftir kosningaúrslitin ekki
sízt með tilliti til atburðanna f
Portúgal.
Berlinguer er af landeigenda-
ætt frá Sardiníu sem var upphaf-
lega spænsk. Hann er 53 ára að
aldri og faðir hans var lögfræð-
ingur og þingmaður sósialista áð-
ur en fasistar komust til valda.
Berlinguer var fimm mánuði í
fangelsi fasista fyrir að skipu-
leggja ólöglega starfsemi
kommúnista í Sassari á Sardiníu.
Hann var aðeins 23 ára þegar
•Togliatti skipaði hann í miðstjórn
flokksins og árið 1946 varð hann
foringi æskulýðssamtaka komm-
únista. Síðar var hann leiðtogi
alþjóðasambands æskulýðsfélaga
kommúnista um þriggja ára skeið.
Hann var alltaf álitinn skjól-
stæðingur Togliattis og aldrei
fulltrúi ákveðins flokksbrots.
Gætin stefna
Berlinguer kemur vel fyrir í
sjónvarpi þótt hann þyki þurr á
manninn og það á trúlega mikinn
þátt i velgengni hans. I kosning-
um sem fóru fram 1968 fékk hann
151.000 atkvæða meirihluta, meiri
en nokkur annar frambjóðandi
kommúnista. Fjórum árum síðar
var hann kjörinn aðalritari
flokksins. Á veggnum í skrifstofu
sinni hengdi hann upp mynd af
stofnanda italska kommúnista-
flokksins, Sardiniumanninum
Antonio Gramsci, en ekki mynd
af Marx eða Lenín. Flokkurinn
jók fylgi sitt um aðeins 0.3% í
þingkosningunum 1972 en gætin
stefna sem hann hefur fylgt hefur
greinilega borgað sig.
Jafnvel nú fer flokkurinn gæti-
lega í sakirnar þrátt fyrir unninn
kosningasigur. Berlingue/leggur
áherzlu á það sem hann vill kalla
hægfara aðlögun áð sósialisma og
atburðirnir -i Chile og það Sem
gæti gerzt i Portúgal eru víti til
varnaðar að hans dómi. Hann tel-
ur að smátt og smátt nái
kommúnistar völdunum á Italiu,
að timinn vinni með þeim og þess
vegna liggi þeim ekki alltof mikið
á. Það sem kommúnistar undir
forystu Berlinguers hafa lagt
megináherzlu á er svokallað sögu-
legt samkomulag við kristilega
demókrata, með öðrum orðum
myndun samsteypustjórnar
kristilégra demókrata og
kommúnista. Slík stjórn á að
leiða til valdatöku kommúnista
síðar meir en áður en hún er
mynduð vill Berlinguer að náið
samráð sé haft við þá í öllum
málum, það er að ríkjandi stjórn
ráðfæri sig við kommúnista og
þeir fái í raun og veru hlutdeild í
völdunum án þess að bera ábyrgð
á stjórn landsins og án þess að
taka þátt í stjórninni.
Þannig virðist kommúnistum
það ekkert höfuðatriði að kosn-
ingar verði haldnar á næstunni.
Framhald á bls. 25.