Morgunblaðið - 08.07.1975, Side 30

Morgunblaðið - 08.07.1975, Side 30
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JULl 1975 Brotalamir í knattspyrnuþjálfuninni Karl Guðmundsson fþróttakennari gerði síðastliðinn vetur ftarlega könnun á málefn- um unglingaþjálfunar. Eru niðurstöður Karls uggvænlegar fyrir knattspyrnufþróttina, þar sem hann dregur fram í dagsljósið margar brotlamir f uppeldi knattspyrnumanna og á menntun leiðbeinenda. Karl varð góðfúslega við beiðni Morgunbiaðsins um leyfi til að birta niðurstöður könnunar hans og fara þær hér á eftir. Einnig hefði verið æskilegt að geta birt spurningalista þann sem Karl lagði fyrir þjálfarana og sömuleiðis tillögur hans til úrbóta, en það er þvf miður ekki hægt vegna rúmleysis. Knattspyrnusambandið hefur nú ákveðið að setja f haust á stofn knattspyrnuskóla þar sem um 15—20 manna hópi verður gefinn kostur á að fræðast um öll atriði knattspyrn- un'nar og munu færustu innlendir leiðbeinendur annast þá fræðslu ásamt erlendum starfskröftum. Verður skóli KSt sennilega til húsa f Kennaraháskólanum og fer kennslan fram á daginn frá klukkan 16—19 frá því í scptember og fram að jólum. Alls verða tfmarnir f skólanum um 200. Þeim sem áhuga hafa á þessu námskeiði er bent á að Esnúa sér hið fyrsta til KSt. Þá hefur KSÍ ákveðið að árlega verði haldin 1. stigs námskeið fyrir þjálfara, 2. stigs námskcið verði sömuleiðis haldin reglulega og 3. stigs námskeið eftir þörfum. Ætti þvf, ef vel tekst til með þessa fræðslustarfsemi, mikil breyting að geta orðið á þjálfunarmál- um fslcn/.kra knattspyrnumanna, ungra sem aldinna á næstu árum. Samkvæmt ósk stjórnar KSI ;erði undirritaður könnun á nkjandi ástandi í málefnum ;'nglingaþjálfara og unglinga- bjálfunar. Könnunin var framkvæmd með þeim hætti, að 'erður var spurnmgalisti og hann sendur út til allra félaga i..nan Knattspyrnusambandsins. f-á var haldinn fundur með unglingaþjálfurum á Stór- Seykjavíkursvæðinu og mættu þar 30 þjálfarar, sem gengu frá purningalistum sfnum á þeim ffundi. Utan af landi hafa aðeins torist 4—5 listar óg eru þó um tveir mánuðir sfðan þeir voru sendir út. Samkvæmt öðrum upplýsingum O i fenginni reynslu á ég ekki von á að skýrslur utan af landi breyti mðurstöðum þessarar könnunar t ’1 batnaðar. Niðurstöður könnunarinnar e, u í stuttu máli þessar: 1. Flestir þjálfaranna hafa álit- lega leikreynslu og virðast margir s'vðjast alfarið við hana i þiálfarastörfunum. 2. Menntun íslenskra unglinga- þiálfara er f algjöru lágmarki. SVálægt 60% þeirra þjálfara, sem •'ið höfum upplýsingar um, hafa ekkí sótt neitt námskeið. Fjórir ‘tu iþróttakennarar, en hinir bafa sótt eitt stutt námskeið að ur.danteknum tveimur, sem hafa ótt tvö eða fleiri. ÞETTA ER STÆRSTA ROTALÖMIN 1 ÞJALFARA- liLUM KSI. 3. Mikill meirihluti starfandi nglingaþjálfara hefur litla arfsreynslu eða enga. Hitt er t óst, áð þeir sem mesta starfs- seynslu hafa, hafa jafnframt afíað sér nokkurrar menntunar. Þotta ber vott um áhuga og vekur vonir um að þessir menn ílengist i þjálfarastarfi. 4. Flestir þjálfaranna telja sig skorta almenna þekkingu á unglingaþjálfun og eðli hennar. Nokkrir telja sig mjög vankunn- andi um leikaðferðir og leikskipu- lag. Atriði, sem gefa bendingu um hvað leggja þarf áherslu á á nám- skeiðum. 5. Könnunin leiðir í ljós, að all- ur fjöldinn fylgist lítið með unglingaþjálfun, með lestri bóka eða tímarita. Ræður málakunn- átta eflaust miklu þar um. Þó telja margir skort á upplýsingum um bækur og tfmarit bagalegan og óska úrbóta af hendi KSl. 6. Fram kemur að rétt (heppi- leg) tímasetning námskeiða er af- gerandi um þátttöku. 7. Draga má þá ályktun að vfða skorti kennslufræðilega undir- stöðu undir unglingaþjálfunina, sem niðurröðun kennsluefnis, Karl Guðmundsson. kennslutækni, kennsluskipulag, gerð kennsluáætlana fyrir lengri og styttri tímabil, tímaseðla o.s.frv. Þetta gefur bendingar um námskeiðsefni. 8. Þjálfararnir þurfa aðstoð í sambandi við fræðslu og skemmti- fundi fyrir drengina. Margir óska eftir aðstoð KSl í þessu efni með útvegun kvikmynda o.s.frv. Eftir- tektarvert er, að félagsstarf og samband við foreldra er einna best hjá þeim félögum, sem náð hafa hvað bestum íþróttalegum árangri hin síðari ár. 9. Samfara þessari könnun mun okkur takast að ná sambandi við velflesta unglingaþjálfara lands- ins. Þetta tel ég afar mikilvægt fyrir framgang unglingaknatt- spyrnunnar. Við eigum að efla þetta samband eftir megni. Láta þessa menn finna hve mikilvægt starf þeirra er fyrir íslenska knattspyrnufþrótt, að við kunnum að meta störf þeirra og viljum veita þeim alla þá aðstoð er við megnum. Því er eins farið með góða unglingaþjálfara og góð knattspyrnumannsefni — það verður að hlúa að þeim, örva þá og aðstoða á alla Iund. HVER EINSTAKLINGUR ER ÖMET- ANLEGUR FYRIR EFLINGU KNATTSPYRNUNNAR Á ISLANDI. 10. Það er því miður staðreynd, að margir þessara velviljuðu og áhugasömu þjálfara njóta ekki þess stuðnings knattspyrnunefnd- ar, sem hverjum þjálfara er nauð- synlegur. Þarna er vísbendingum nauðsyn námskeiða (fyrirlestra) fyrir stjórnendur knattspyrnu- félaga og starfsnefndir innan félaga. Enn eitt verkefni fyrir KSl. Að lokum þetta: irni, Jórunn og Magnús hlutu bikara Skíðasamhands íslands Akureyringar röðuðu sér I þrjú ,'stu sætin I bikarkcppni Sklða- mbauds tslands f Alpagreinum, : sem kunnugt er hljóta skíða- n mn punkta fyrir ýmis mót • efrarins og að þeim loknum i síðan útkoman fengin stighæsti keppandinn ;ýtur að launum fallegan >. kar frá Skíðasambandinu. Var », :ð Arni Óðinsson frá Akureyri m vann til hans að þessu sinni, Haukur Jóhannsson varð f -ru sæti og Tómas Leifsson í Arni Oðinsson þriðja sæti. I fjórða sæti varð Hafþór JúlíusSon, Isafirði, Arnór Magnússon, Isafirði, fimmti, Gunnar Jónsson, Isafirði, sjötti, Guðjón Ingi Sverrisson, Reykja- vík, varð í sjöunda sæti og Valur Jónatansson frá Isafirði varð í áttunda sæti. Bikarinn fyrir kvennakeppnina féll hins vegar til Jórunnar Viggósdóttur, Reykjavík, en Jór- unn stóð sig mjög vel á mótum Jórunn Viggósdóttir vetrarins og þó aldrei eins og á Islandsmeistaramótinu á Isafirði. I öðru sæti varð Margrét Vil- helmsdóttir frá Akureyri og Guð- rún Frímannsdóttir, Akureyri, varð í þriðja sæti. I vetur fór einnig fram bikar- keppni í skíðagöngu og þar röðuðu Fljótamenn sér i þrjú efstu sætin. Magnús Eiríksson hreppti bikarinn, en þeir Trausti og Reynir Sveinssynir deildu með sér öðru og þriðja sætinu. mm, ________ Magnús Eiríksson íslenzkir knattspyrnuunglingar búa oftast við þröngan kost hvað varSar þjálfun. Oft eru þjálfarar þeirra menn sem nánast gera þaS af þegnskap fyrir félag sitt að sinna þjálfun. En sagt er að lengi búi að fyrstu gerð, og mjög árfðandi er að bæta verulega þjálfun ungmennanna, eins og Karl Guðmunds- son bendir á f skýrslu sinni. A undanförnum árum hefur átt sé stað vítaverð vanræksla á málefnum unglingaknattspyrnu og unglingaþjálfunar innan KSI. Nú verður að snúa blaðinu við og hefja markvisst starf til úrbóta. Missum aldrei sjónar á þeirri staðreynd, að i yngri flokkum knattspyrnunnar er framtíð íþróttarinnar falin. Allt, sem við látum undir höfuð leggjast i stuðningi við unglingaknattspyrn- una kemur okkur siðar i koll. Hér nægir ekkert minna en sleitulaust starf. Lítum á fordæmi Svía og Dana — hversvegna eru þessar þjóðir stöðugt meðal hinna allra bestu á knattspyrnusviðinu, þrátt fyrir að menn hverfi þaðan unnvörpum til atvinnumennsku í öðrum löndum? — ÞAÐ ER HIÐ STÖÐUGA, ÖFLUGA OG VEL- SKIPULAGÐA UNGLINGA- STARF, SEM GERIR GÆFU- MUNINN. öll góð knattspyrnulið verður að byggja upp neðanfrá. Unglingaþjálfarar, meistara- flokksþjálfarar og landsliðsþjálf- ari verða að leggja á ráðin um langtima uppbyggingu Iiða á öll- um stigum. Knattspyrnulið þarf reynslu og samhæfingu og ég tel að með- verkandi i árangri landsliðs okkar I dag sé ekki sist stofnun unglinga- landsliða 1961 og áframhaldandi þjálfun þess og keppni — en þetta er aðeins einn þáttur unglingastarfsins. Hvað eru margir í landsliði okkar nú, sem lokið hafa knatt- þrautum KSl? Hvað hefur verið gert til að halda þeim gangandi og hver er annars afstaðan til þeirra í dag? Virðingarfyllst, Karl Guðmundsson Atta keppa í Innsbruch Skíðasambandið velur œfingahóp Akveðíð hefur verið að átta skíðamenn taki þátt í vetrar- ólympiuleikunum sem fram fara í Innsbruch i Austurríki dagana 4.—15. febrúar n.k. Er ráðgert að fjórir keppi í Alpagreinum karia, tveir í Alpagreinum kvenna og tveir í göngu. Skíðasamband Is- lands hefur nú valið hóp til æf- inga, en endanlegt lið verður val- ið í haust. Þau sem valin hafa verið úl æfinga eru eftirtalin: Alpagreinar karla: Árni Öðinsson, Akureyri, Haukur Jóhannsson, Akureyri, Tómas Leifsson, Akureyri, Sigurður H. Jónsson, Isafirði Hafþór Júlíusson, Isafirði, Hafsteinn Sigurðsson, Isafirði. Alpagreinar kvenna: Jórunn Viggósdóttir, Reykjavik, Margrét Baldvinsdóttir, Akureyri, Katrin Frímannsdóttir, Akureyri, Steinunn Sæmundsdóttir, Reykjavik. Ganga: Halldór Matthiasson, Akureyri, Magnús Eiriksson, Fljótum, Trausti Sveinsson, Fljótum. Þjálfun i Alpagreinum annast Austurrikismaðurinn Kurt Jenni og Viðar Garðarsson frá Akur- eyri. Eru áætlaðar tvær sam- æfingar í sumar, sú fyrri i Siglu- fjarðarskarði 12.—23. júlí, en sú seinni í Kerlingarfjöllum í lok ágúst. I haust verður síðan farið i keppnisferðalag til Mið-Evrópu. I göngu mun Björn Þór Ölafs- son, Ólafsfirði, sjá um æfingar i sumar, en í haust er ætlunin að göngumennirnir fari til æfinga og keppni til Noregs. Geta islenzkra skiðamanna hef- ur vaxið mikið undanfarin ár og verður að teljast líklegt að Islendingar hafi nú betra liði á að skipa til keppni á Olympiuleikum en nokkru sinni fyrr. Bugner óhræddur Bretinn Joe Bugner lætur ekki deigan slga þótt illa færi hjá hon- um I keppninni um heims- meistaratitilinn við Muhammad Ali ð dögunum. Hann hefur lýst þvl yfir, að hann sé reiðubúinn að mæta Joe Frazier I keppni, fari svo að Frazier sigri Ali I keppni þeirra sem fram á að fara I Manila 1. október n.k. — Og ef Ali sigrar þá er ég reiðubúinn að mæta honum aftur I keppni, hvar og hvenær sem er, sagði Bugner. Bugner segir engan vafa á þvl að hann hefði sigrað Ali, hefði ekki hitasvækjan verið sllk I Kulala Lumpur meðan keppnin fór fram, að hann var nánast lémagna er hann fór I hringinn. — Ali var hins vegar vanur sllkum aðstæðum, sagði Bugner, — þar sem hann æfir jafnan I Miami, þar sem loftslag er mjög svipað og var er keppni þessi fór fram. Bugner bætti þvl svo við, að hann væri viss um að þeir Norton og Foreman hefðu ekki staðið jafnvel I Ali og hann gerði við sllkar aðstæður. Andy Smith, framkvæmdastjóri Joe Bugners, tók mjög I sama streng og sagði að Joe Frazier ætti að eiga góða möguleika á að sigra Ali I Manila, þar sem keppt yrði innanhúss. en hann ætti hins vegar ekki mögu- leika ef keppnin færi fram við sllk skilyrði og Bugner varð að gera sér að góðu i Kuala Lumpur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.