Morgunblaðið - 08.07.1975, Side 32

Morgunblaðið - 08.07.1975, Side 32
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLI 1975 BARÍTTAN IIVALLARMIBJINA HOmEimn lmsmksins AKURNESINGURINN un mark tslendinganna f leiki lengst til vinstri hefur t hælnum framhjá Erik Jol liðsins, sem horfir angistai miðið stekkur Árni yfir I hann hlaupa fagnandi á n átti mestan heiðurinn af Hallgrfmssyni. ÞAÐ VAR mikill munur á leik Íslendinga við Austur-Þjððverja á dögunum og leiknum við Norðmenn sem fram fðr á Laugardals- vellinum f gærkvöldi. Ollum er leikurinn við Þjððverja f svo fersku minni að ðþarfi er að rifja upp frammistöðu íslenzka liðins í honum. Leikurinn f gærkvöldi bauð hins vegar upp á fátt sem kalla mátti knattspyrnu, og var Ifkari sæmilegum 1. deildar leik en leik þar sem úrvalslið tveggja þjðða áttust við. Greinilegt var, að Norðmenn vissu fyrirfram hvar styrkur íslenzka liðsins lá og lögðu mikla áherzlu á að stöðva þá leikmenn í tíma sem voru hættulegastir. Þeir voru ekki alltaf vandir að meðulum við það, en þessi kraftur þeirra og dugnaður virtist setja okkar menn nokkuð út af laginu, og þeir náðu sárasjaldan að láta knöttinn ganga vel. Sókn fslenzka liðsins fólst í skyndiupphlaupum sem alltof fáir tóku þátt í, sérstak- lega I fyrri hálfleiknum. Og norska liðið byggði sókn sína reyndar upp á því sama og hjá tslendingum, að sækja mjög snöggt fram, og komust. Norð- mennirnir nokkrum sinnum í all- góð færi á þann hátt, þótt jafnan brygðist þeim bogalistin þegar til skotsins kom. Annars má segja að vítaspyrnan sem dæmd var á íslenzka liðið og fjallað er um á öðrum stað hafi orðið þess valdandi að eftir hana var tæpast um knattspyrnu að ræða. Fram að henni hafði Is- lenzka tiðið ieikið betur saman, en lætin sem fylgdu þessum furðulega dómi virtust fara jafn- mikið eða meira í taugarnar á fslenzku leikmönnunum en þeim norsku, og gekk tslendingunum erfiðlega að halda ró sinni eftir þetta. Leikurinn einkenndist mest af baráttu um vallarmiðjuna og þar má segja að orðið hafi jafntefli. Norðmenn reyndu mikið að senda háar sendingar inn í vítateiginn hjá Islendingum en þar var Jóhannes Eðvaldsson fyrirliði oftast fyrir og sýndi að það er ekki út í bláinn að Danir eiga tæpast orð til að lýsa skallahæfni hans. Vörn norska liðsins var einnig mjög sterk á miðjunni, þótt nokkrum sinnum lenti hún í erfiðleikum og þá helzt með Matthías Hallgrímsson, sem átti góðan leik í gærkvöldi og var iðinn við að skapa sér færi sem hins vegar nýttust ekki. Það heyrði fremur til undantekningar ef knattinum var leikið út á kantana í þessum leik, og var það mikill skaði, þar sem Árni Sveins- son verðskuldaði að fá fleiri tæki- færi f leiknum en hann fékk. Um miðjan seinni hálfleikinn freistaði Tony Knapp að herða sóknina með því að taka Hörð Hilmarsson út af og setja Elmar Geirsson inn á. Var þarna tekin áhætta, þar sem fslenzku varnar- leikmennirnir, Jóhannes og Marteinn, fóru einnig að sækja HÖFBINGLEG GJÖF HERRA ERIKSSON! SÆNSKT dómaratríó færði Norð- mönnum kærkomna og höfðing- lega gjöf í landsleiknum við ís- lendinga, sem fram fór á Laugar- dalsvellinum í gærkvöldi. Vfta- spyrna sem dæmd var út f bláinn, svo ekki sé meira sagt, á 21. mínútu leiksins og Norðmenn skoruðu úr færði Norðmönnum jafntefli í leiknum og þar með hafa vonir tslendinga að komast áfram í Olympfukeppninni stór- um minnkað. Var engin furða þðtt 11 þúsund áhorfendur á Laugardalsvellinum í gærkvöldi létu óánægju sína óspart f ljósi með dóm- gæzlu Svfanna, en umrædd vftaspyrna var ekki það eina sem var aðfinnsluvert hjá þeim. Oft fannst manni Ulf Eriksson vera Ifkari trúði f fjölleikahúsi en manni sem falið er svo ábyrgðar- mikið hlutverk að dæma milli- rfkjaleik, enda hlýtur maðurinn áð hafa meira en lítið sjálfstraust ef hann leggur f annan slíkan lejk, — ef hann hefur ekki sjálfur fundið hversu afleit frammistaða hans var í leiknum. Sem fyrr greinir var hin um- deilda vítaspyrna dæmd á 21. mínútu. Norðmenn höfðu átt fremur meinlitla sókn sem gekk upp hægri kantinn, og þaðan var knötturinn sendur fyrir markið, þar sem Gísli Torfason og Gabriel Höyland voru fyrir. Gísli var á undan i harðri baráttu um knött- inn og var um það bil að spyrna frá, er flauta dómarans gall. í fyrstu átti maður von á þvi að hann væri að dæma á Höyland, sem var sá brotlegi, ef annarhvor var það, og var erfitt að trúa eigin augum þegar hann hljóp fyrst inn í vítateiginn sveiflaði þar um sig höndum og hljóp síðan rakleiðis að vítapunktinum blás- andi í flautu sína engu kraft- minna en básúnuleikarar Lúðra- sveitarinnar gerðu fyrir leik og f leikhléi. Ætlaði allt vitlaust að verða á áhorfendapöllunum en Gabriel Höyland lét lætin ekkert á sig fá, heldur skaut þrumuskoti í vinstra markhornið algjörlega óverjandi skoti fyrir Sigurð Dags- son og þar með var staðan orðin jafntefli 1:1. Langan tíma tók að koma kyrrð á á vellinum eftir þetta atvik. Gísli Torfason reyndist hafa meiðzt við áreksturinn við Höyland og lá brátt óvígur. Fékk Tony Knapp landsliðs- þjálfari þá að koma inn á völlinn og gaf hann sér góðan tíma við að stumra yfir Gisla, og vissi dómarinn greinilega ekki hvernig hann átti að bregðast við. Gerði Knapp greinilega í þvf að niðurlægja Eriksson og naut við það góðrar aðstoðar áhorfenda. Eftir þetta má segja að Eriks- son hefði lítil tök á leiknum. Hann flautaði reyndar hátt og lengi og virtist á tíðum hafa full- an hug á því að bæta íslendingum upþ óréttlætið. Voru Norðmenn- irnir stundum ekki minna hissa á dómum hans en tslendingar og var komið svo að áhorfendur voru hættir að baula og farnir að hlæja að tilburðunum. En þess ber líka að geta að eftir að Ulf Eriksson missti tök á leikn- um var hann ekki öfundsverður af hlutskipti sínu. Leikmenn léku mjög fast og í nær öllum návígum var öllum tiltækum ráðum beitt til þess að klekkja á and- stæðingnum. Áttu þar báðir aðil- ar jafnan hlut að máli. Má mikið vera ef nokkur hefur verið eins feginn þegar leiktíminn rann út og dómarinn, enda kom í ljós að hann hafði látið klukkuna ganga meðan verið var að stumra yfir slösuðum leikmönnum úti á vellinum. meira fram. Varð um tíma mikill þungi f sókn íslenzka liðsins, en Norðmenn fengu einnig hættuleg færi, þegar þeir náðu skyndiupp- hlaupum og voru allt í einu orðnir fleiri í sókninni en Islendingar f vörninni. Mátti þannig t.d. litlu muna að Stein Thunberg tækist að skora undir lok leiksins en Sigurður Dagsson náði á síðustu stundu að koma hendi á knöttinn og hrökk hann í stöngina og þaðan út. Erfitt er að gera upp á milli leikmanna íslenzka liðsins í þessum leik. Enginn þeirra náði upp sama krafti og baráttu og náðist í leiknum við Austur- Þjóðverja, og Norðmenn gáfu sjaldan tækifæri til þess að spil næðist og „dekkuðu" sérstaklega vel upp hin löngu innköst Guð- geirs Leifssonar. Þannig var ætfð sendur maður fram að innkast- staðnum til þess að trufla Guðgeir og sleginn var hringur um þá Martein og sérstaklega Jóhannes Eðvaldsson í innköstum og horn- spyrnum. Þrátt fyrir allar þessar varúðarráðstafanir var oft mikil hætta við norska markið í seinni hálfleiknum, er Guðgeir kastaði inn, en hins vegar reyndist erfitt að finna leið fyrir knöttinn í netið, þegar tæplega tuttugu menn eru inni í markteignum, eins og gerðist við þessi tækifæri. Jóhannes Eðvaldsson komst einna bezt tslendinganna frá leiknum, en samt átti hann engan „toppleik“, virkaði meira að segja stundum þungur og átti I erfið- leikum með hina snöggu og ákveðnu sóknarleikmenn Noregs. Hið sama má segja um Jón Pétursson og Martein Geirsson. Þegar á heildina er litið sluppu þeir bærilega frá leiknum, en voru stundum skrefinu á eftir andstæðingum sínum. Björn Lárusson sem kom inn á fyrir Gfsla Torfason eftir vfta- spyrnuna margumtöluðu komst vel frá leiknum. Hann var ekki áberandi í leiknum en gætti stöðu sinnar vel og reyndi af mætti að byggja upp. Guðgeir Leifsson og Jón Alfreðsson komust báðir vel frá leiknum. Guðgeiri var greinilega ætlað stórt hlutverk og knöttur- inn gefinn til hans í tíma og ótíma. Var greinilegt að Norð- menn lögðu mikla áherzlu á að gæta hans og vönduðu honum stundum ekki kveðjurnar, þegar þeir voru að ná knettinum frá honum. Jón Alfreðsson virtist nokkuð hikandi í byrjun leiksins, en sótti sig svo þegar á leið og gerði ekki oft mistök, og áberandi var hversu mikið hann reyndi til þess að finna samherja og skila honum knettinum. —stjl. Jóhannes tandsliðsfyrirliði f harðri ba aðrir cftir leikinn, að hann hefði e vftaspyrnuna umdeildu. Forkast VÍTASPYRNUDÓMURINN, sem gaf Norðmönnum jöfnunar- markið f Ieiknum, var mjög umdeildur svo ekki sé meira sagt. Skiptist nokkuð í tvö horn álit manna á réttmæti hans en þeir voru þó bæði fleiri og háværari sem sögðu að dómur þessi hefði ekki haft við nein rök að styðjast. Gísli Torfason, sem átti að hafa brugðið norska leikmanninum Gabriel Hoyland, sagði að ekki hefði verið um brot að ræða. Þeir hefðu hlaupið saman og hefði áreksturinn orðið fyrir utan vfta- teigslfnu. Gabriel Hoyland sagði hins vegar að um greinilega vfta- spyrnu hefði vefið að ræða, hann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.