Morgunblaðið - 08.07.1975, Page 33

Morgunblaðið - 08.07.1975, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JULl 1975 19 igi, Árni Sveinsson, skoraði íum f gærkvöldi. Á myndinni Lrni spyrnt knettinum með öannessen markverði norska rfullur á Árna. Á myndinni f 5rik og lengst til hægri sést aðti Guðgeiri Leifssyni, sem markinu, ásamt Matthiasi ráttu. Jóhannes sagði, eins og svo margir kki séð neitt brot er dómarinn dæmdi Bezta sókn íslenzka liðsins gafmarkið SEGJA má að leikurinn við Norð- menn í gærkvöldi væri fyrsti stór- leikur hins unga Árna Sveinsson- ar frá Akranesi. Hann lék reynd- ar sinn fyrsta landsleik gegn Fær- eyingum á dögunum, en það var fremur léttur leikur og umtals- verðir yfirburðir Islendinga allt frá upphafi til enda. Það hlýtur því að hafa verið meira en lítið gaman fyrir Arna Sveinsson að sjá knöttinn hafna í norska markinu í gærkvöldi eftir hælspyrnu, en skot þetta færði íslendingum forustu í leiknum. Markið kom á 16. mínútu. Islendingar hófu sókn á vallar miðjunni, og þaðan barst knöttur- inn til Guðgeirs Leifssonar sem var i strangri vörzlu eins Norð- mannsins. Eigi að síður náði Guð- geir að koma knettinum til Matt- hlasar Hallgrímssonar sem átti í baráttu við tvo Norðmenn. Barst leikurinn alveg upp að enda- mörkum hægra megin, en með miklu harðfylgi tókst Matthíasi að snúa þannig á andstæðinga sína, að hann náði að senda knöttinn fyrir mark Norðmannanna. Erik Johannessen markvörður ^eirra freistaði þess að ná fyrirgjöfinni, en missti af henni, og Arni kom aðvífandi og náði að senda knött- inn í netið við ósegjanlegan fögn- uð áhorfenda. Var mjög vel að marki þessu unnið hjá íslenzka Texti og myndir: Steinar J. Lúðvfksson Ágúst I. Jónsson Sigtryggur Sigtryggsson Friðþjófur Helgason (myndir) Emilfa Björnsdóttir (myndir) Þeir léku upp á jafntefli GUÐGEIR Leifsson lék að þessu sinni sinn 25. landsleik og stóð sig mjög veI.,,Ég átti ekki von áNorð- mönnunum svona leiknum og hörðum, en þeir léku bara upp á jafnteflið og ekkert annað. Enda kjössuðu þeir hver annan í lokin eins og þeir hefðu orðið heims- meistarar“, sagði Guðgeir. „Annars er óþarfi að vera óánægður. það er ekki alltaf sem íslenzkt landslið hefur náð jafn- tefli við Noreg“ Islenzku leikmennirnir voru sammála um það að þeir hefðu átt mun fleiri tækifæri í leiknum en erfitt hefði verið að skora þar sem Norðmennirnir röðuðu sér inn í vítateiginn og gættu þess eins að verja jafnteflið. Allir voru leik- menn íslenzka liðsins ákveðnir í að selja sig dýrt I seinni leik þjóðanna í Bergen eftir 10 daga. Matthías Hallgrímsson sagði að íslenzka liðið tapaði örugglega ekki. Gaman að fá tækifæri aftur SKAGAMAÐURINN Björn Lárusson kom inn á um miðjan fyrri hálfleikinn í stað Gxsla Torfasonar. Síðast lék Björn í landsliði árið 1969 og þá gegn Bermudamönnum. Lék Björn þá I stöðu miðframherja og skoraði tvö mörk, en annað var að vfsu dæmt af. Nú er Björn orðinn þrítugur, hefur fært sig aftar á völlinn og leikur sem bakvörður. „Jú, það hefur auðvitað mikið breytzt síðan ég var sfðast í landsliðinu, en það var gaman að fá á ný tækifæri til að spreyta sig með liðinu“, sagði Björn eftir leikinn. anleg dómgæzla hefði verió kominn inn í vftateig- inn og að komast f gott marktæki- færi, er bakvörður íslenzka liðs- ins hefði brugðið sér gróflega. Um sjálfa vítaspyrnuna sagði Gabriel Hoyland, að það hefði ekki verið erfitt að skora, þar sem markvörður fslenzka liðsins hefði reiknað með knettinum hinum megin. Sænski dómarinn Ulf Eriksson vildi sem minnst ræða um þennan dóm, en sagði að þarna hefði verið um grófl hrot að ræða. 1 fyrstu sagðist hann hafa haldið, að það hefði átt sér stað utan vítateigs, en er hann kom á brot- staðinn, sá hann að það var ekki rétt og brotið hafði orðið fyrir innan vftateigslfnuna. Islcnzku leikmennirnir voru mjög sárir yfir dómgæzlu Svians. Jóhannes Eðvaldsson sagði er við spurðum hann hvar brotið hefði átt sér stað, að hann hefði ekki séð neitt andsk... bragð „þeir hlupu saman f baráttu um knött- inn. Þegar dómarinn flautaði spurði ég hann hvort aukaspyrn- an væri bein eða óbein, en hann svaraði mér ekki en hljóp beint á vftapunktinn." -Matthfas Hallgrfmsson sagði að vftaspyrn- an hefði verið alveg ferlegur dómur og dómarinn hefði f einu orði sagt verið afleitur. Jón Pétursson sagði að dómgæzla Svfans hefði verið alveg f sam- ræmi við það sem búast mætti við af Svfum, forkastanleg. VIO spurðum nokkra af 1. deildar dómurunum um álit þeirra á vita- spyrnudómnum umdeilda. Millirikja- dómararnir Magnús Pétursson og Eysteinn Gumundsson sögðust báðir hafa verið í slæmri aðstöðu en þeir hefðu ekki getað séð neitt athuga- vert. Baldur Þórðarson sagði að ekkert alvarlegt hefði verið að liðinu.og var vörn Norðmannanna það sundurtætt, að þótt Árni hefði ekki náð til knattarins, má mikið vera ef Teitur, sem einnig kom aðvffandi, hefði ekki rekið smiðshöggið áverkið. Annars voru tækifæri Islend- inganna ekki mörg í þessum leik og afar sjaldan mátti sjá hrein og falleg skot að markinu. Helst var það á 10. mínútu seinni hálfleiks- ins er Jóhannes Eðvaldsson átti mjög fast skot sem fór rétt yfir norska markið. Þá var markvörð- ur þeirra úr jafnvægi, þannig að ekki hefði þurft að sökum að spyrja, hefði knötturinn verið aðeins neðar. Þeir Arni Sveinsson og Jón Alfreðsson áttu nokkuð góð tækifæri á lokaminútum leiksins, en auðnaðist ekki að skora. „Leikskipulag íslenzka landsliðs- ins er mun fastmótaðra nú en fyrir sex árum og fyrst eftir að ég kom inn á gekk mér illa að finna mig með félögum mínum í íslenzka liðinu. Ég vona þó að ég hafi staðið mig sæmilega og fái fleiri tækifæri með liðinu.“ VIÐ VINNUMIBERGEN FYRIRLIÐI norska liðsins, Svein Kvia, leikmaður no. 7, sagði að hann væri ánægður með úrslitin, en leikurinn hefði verið lélegri en hann hefði vonað. tslenzka liðið væri mun betur skipulagt nú en I þau 7 skipti sem hann hefði leikið gegn fslenzkum liðum. „Ég vona bara og trúi þvf fastlega að við vinnum f Bergen eftir 10 daga en það er augljóst að við þurfum að hafa fyrir þeim sigri". Einar Jörum, formaður norska knattspyrnusambandsins þakkaði leikmönnum beggja liðanna f stuttu ávarpi f hófi eftir leikinn. Sagði hann leikinn hafa verið krefjandi og erfiðan en úrslitin sanngjörn. Við sænsku dómarana sagði hann: „Það eru alltaf skiptar skoðanir um frammistöðu dómara en við Norðmenn höfum ekki yfir neinu að kvarta að þessu sinni“. EKKERT ATHUGAVERT gerast, leikmennirnir hefðu verið að berjast um boltann og hann hefði ekkert dæmt ef hann hefði verið dómari. Guðjón Finnbogason milli- rikjadómari fná Akranesi sagði að alls ekki hefði verið um vítaspyrnu að ræða. Hannes Þ. Sigurðsson var svo á öndverðum meiði við kollega sína, og sagði að greinilega hefði verið um vítaspyrnu að ræða. Alltaf eitthvað að gerast ÞETTA var harður leikur og spennandi, þar sem alltaf var eitthvað að gerast“, sagði Ellert B. Schram formaður KSl að leik loknum. „Islenzku leikmennirnir börðust mjög vel og það var ekki þeim að kenna að leikurinn vannst ekki. Við vorum mun nær sigri að þessu sinni. Það segir sína sögu að nú skulum við vera óánægðir með að ná „bara“ jafntefli gegn Norðmönnum. Það hefði einhverntíma þótt gott. Landsliðsþjálfarinn Tony Knapp sagði að sér hefði fund- izt leikurinn harður en úrslitin réttlát. Vítið hefði verið tóm vitleysa og i stað þess að hafa yfir 1:0 hefði staðan verið orð- in jöfn, en Norðmennirnir hefðu greinilega lagt áherzlu á að ná jafntefli. Landsliðsnefndarmennirnir Árni Þorgrímsson og Jens Sumarliðason voru báðir mjög óánægðir með að sigra ekki i leiknum. Sagði Árni að víta- spyrnudómurinn hefði hleypt hörku í leikinn og auk þess hefði það komið fram á leik íslenzka liðsins fyrst á eftir, en þá hefði islenzka liðið einmitt verið að ná ser mjög vel á strik. Jens hafði enn stærri orð um leikinn og sagði að islenzka liðið hefði haft alla möguleika til að vinna þennan leik, en óheppnin hefði verið yfir strákunum að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.