Morgunblaðið - 08.07.1975, Síða 34
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JULl 1975
Þúfnabanar á ferðinni
ÍÞRÖTTAFRÉTTAMENN háðu með sér sína árlegu golfkeppni
sfðastliðinn föstudag og var til gððra verðiauna að vinna, en þau
voru gcfin af Sveini Björnssyni. Ekki var um harða keppni að
ræða þar sem Sigmundur Steinarsson Tfmanum hafði nokkra
yfirburði, enda hafði hann þjófstartað og farið nokkra hringi á
Nesvellinum áður en sjálf keppnin hófst. Heiðursgestirnir Jón
Birgir Pétursson á Vfsi og Jón Hermannsson á Sjónvarpinu
hrepptu sfðan annað og þriðja sætið.
Friðþjófur Helgason, Morgunblaðinu, veitti Jóni Hermanns-
syni þó harða keppni og fengust ekki úrslit hjá þeim fyrr en eftir
bráðabana og sigraði Jón með þvf að fara holu f höggi á fimmtu
braut — en það skal tekið fram að bráðabaninn var leikinn á
„púttvellinum". f næstu sætum komu svo Ágúst I. Jónsson,
Þórleifur Olafsson, Hallur Helgason, Björn Blöndal og Gylfi
Kristinsson. Þátttaka var góð í keppninni að þessu sinni, alls
mættu 13 til leiks og fór kcppnin allvel fram undir röggsamri
stjórn Kjartans L. Pálssonar.
ARAR í SVEITAGLÍMU 1975
Aðeins FH og Haukar
eiga eftir að ráða þjálfara
Verður Reynir ölafsson með FH-ingana?
Hafnarfjarðarliðin Haukar og
FH eru einu 1. deildarliðin í
handknattleik, sem ekki hafa
gengið frá þjálfaramálum sínum
fyrir næsta vetur. Er liklegt að
Elias Jónasson hafi yfirumsjón
með þjálfun Haukanna, að
minnsta kosti til að byrja með, en
leikmennirnir sjái sjálfir að
mestu leyti um þjálfunina. Af
FH-ingum er það að segja að þeir
eru orðnir nær vonlausir um að fá
erlendan þjálfara fyrir næsta vet-
ur og hafa því snúið sér að því að
ráða íslenzkan þjálfara. Ekki hef-
ur það fengizt gefið upp hver
hann er, en Morgunblaðið hefur
ástæðu til að trúa að FH-ingar
hafi gert Reyni Ölafssyni tilboð
um að taka að sér þjálfun félags-
Rcynir Ölafsson
ins, en það hefur þö ekki fengizt
staðfest.
Karl Benediktsson mun þjálfa
KR-ingar urðu sigurvegarar I
sveitaglímu Islands I fimmta
skiptið í röð, er þeir sigruðu
Héraðssamband Suður-
Þingeyinga í úrslitakeppni sem
fram fór nýlega að Laugum (
Þingeyjarsýslu. Hlutu KR-ingar
13'A vinning í úrslitakeppninni,
en Þingeyingar ll'A vinning.
KR-ingar hafa þvi unnið sveita-
glímu Islands frá því að keppni
hófst, ef undan er skilið fyrsta
árið sem keppnin fór fram, en þá
var teflt fram í keppni þessa
sameiginlegri sveit frá Reykjavík,
og voru í henni fjórir KR-ingar.
Að þessu sinni kepptu KR-ingar
fyrst við Ungmennafélagið Vik-
verja og var sú keppni gífurlega
jöfn og spennandi, en leikar fóru
svo að KR-ingar unnu með 13
vinningum gegn 12. Armenningar
og Þingeyingar kepptu og lauk
þeirri viðureign með sigri Þingey-
inganna sem hlutu 14!4 vinning
gegn lO'/í.
Mikill áhugi var á úrslitakeppn-
inni og húsfylli áhorfenda i
Iþróttahúsinu að Laugum. Þeir
voru heldur ekki sviknir, þar sem
keppnin var lengst af mjög jöfn
og skemmtileg. Þingeyingar náðu
forystu 3'A—1 'A, en KR-ingum
tókst að jafna á 8'A—8'A, og voru
svo sterkari i síðustu glimunum.
Beztúm árangri einstaklinga í
sveitarkeppninni náði Þingeying-
urinn Ingi Yngvason, sem tapaði
engri glímu og hlaut 5 vinninga.
Vinningar KR-inganna skiptust
þannig að Jón Unndórsson hlaut 4
vinninga, Sigtryggur Sigurðsson
og Rögnvaldur Ölafsson 3 vinn-
inga, Ólafur Sigurgeirsson 2'A og
Elías Arnason 1.
Sundmeistaramótið
Sundmeistaramót Islands 1975
fer fram i Sundlauginni í Laugar-
dal dagana 23., 26. og 27. júli n.k.
Alls er keppt í 25 greinum á
meistaramótinu og þurfa þátt-
tökutilkynningar að hafa borizt
stjórn SSI á tímavarðakortum fyr-
ir laugardaginn 19. júli. Á tíma-
várðakortunum þarf að geta síð-
asta löglega tíma á árinu, í 50
metra braut, en ef löglegur tími
er ekki til, skal taka fram brautar-
lengd og hvort um æfingatíma sé
að ræða. Með þátttökutilkynning-
um þarf svo að fylgja listi yfir
þátttakendur ásamt fæðingarári
þeirra og þátttökugjald sem er kr.
50,00 fyrir hverja skráningu þarf
og að fylgja tilkynningunum.
Niðurröðun i riðla, fer fram á
skrifstofu SSI i íþróttamiðstöð-
inni í Laugardal laugardaginn 19.
júlí kl. 17.00 og er óskað eftir því
að fulltrúar félaganna verði við-
staddir.
Keppnisgreinar á sundmeist-
aramótinu eru eftirtaldar:
Miðvikudagur 23. júlí kl. 20.00:
1500 m skriðsund karla
800 m skriðsund kvenna
400 m bringusund karla
Laugardagurinn 26. júlí kl. 16.00:
100 m flugsund kvenna
200 m baksund karla
400 m skriðsund kvenna
200 m bringusund karla
100 m bringusund kvenna
100 m skriðsund karla
100 m baksund kvenna
200 m flugsund karla
200 m fjórsund kvenna
4x100 m fjórsund karla
4x100 m skriðsund kvenna.
Sunnudagurinn 27. júlf kl. 15.00:
100 m flugsund karla
200 m baksund kvenna
100 m skriðsund karla
200 m bringusund kvenna
100 m skriðsund kvenna
100 m baksund karla
200 m flugsund kvenna
200 m fjórsund karla
4x100 m fjórsund kvenna
4x200 m skriðsund karla
KR-INGAR ÍSLANDSMEIST-
Islandsmeistara Víkings áfram,
en hjá Víkingum hefur hann ver-
ið undanfarin tvö ár. Pétur
Bjarnason verður með Ármenn-
inga, Gunnar Kjartansson með
Gróttu, Ingólfur Óskarsson þjálf-
ar Framara, Hilmar Björnsson
með Val og Bjarni Jónsson mun
áfram þjálfa og leika með nýlið-
um Þróttar i 1. deild. Flest lið-
anna í 1. deildinni eru þegar byrj-
uð æfingar utanhúss.
Félögin í 2. deild fara sér róleg-
ar í sakirnar og fæst þeirra hafa
gengið frá þjálfaramálum sínum.
Geir Hallsteinsson verður með
KR-inga og hafa þeir æft af krafti
upp á síðkastið. Hermann Gunn-
arsson verður að öllum líkindum
með nýliða Leiknis f deildinni og
Hilmar Björnsson næntanlega
með lið IBK.
örn Hallsteinsson, handknatt-
leiksmaðurinn góðkunni úr FH,
mun f vetur þjálfa lið Aftureld-
ingar úr Mosfellssveit f 3. deild og
ætlar Örn sér jafnframt að leika
með liðinu.
Sveit KR-sigurvegari I sveitarglfmu Islands 1975. Hfri röð frð vinstri: Jón
Unndórsson, Sigtryggur Sigurðsson, Garðar Erlendsson og Rögnvaldur Gunn-
laugsson, stjómarmaður i glfmudeild KR. Fremri röð: Rögnvaldur Ólafsson,
Elias Árnason, Ólafur Sigurgeirsson. Á myndina vantar Ómar Úlfarsson sem
keppti með KR-sveitinni á móti Vikverjum.
Pele hefur aðdráttarafl
New York Cosmos tapaði sfnum fyrsta leik sfðan Pele kom til félagsins
s.l. föstudagskvöld. er það keppti við Los Angeles Aztecs f Terrance f
Kalifornfu, og var það raunar meira en Iftill skellur sem félagið fékk, eða
1:5 tap. Pele skoraði fyrsta mark leiksins á 10. mfnútu, en þá tók Los
Angeles-liðið heldur betur við sér, og var leikurinn algjörlega í þeirra
höndum það sem eftir var, og bar mest á vestur-þýzka knattspyrnumann-
inum Uri Bannhoffer sem skoraði þrjú mörk f leiknum.
Svo virðist sem Pele hafi hleypt miklu Iffi F bandarfsku knattspyrnuna.
Dagblöðin skrifa nú miklu meira um knattspyrnu en áður, og áhorfendum
fer stöðugt fjölgandi einkum þó að leikjum New York Cosmos. Þannig
voru áhorfendur t.d. um 37 þúsund talsins, er liðið lék við nágrannalið sitt
f New York á dögunum, en þann leik vann Cosmos 9:1. Skoraði Pele 4
mörk f þeim leik.
Ölafur Einarsson skorar f landslcik. Hann er fimmti fslenzki landsliðsmaðurinn sem mun dvelja f
Þýzkalandi næsta vetur, og eru gárungarnir nú farnir að tala um að hægast verði að hafa landsliðs-
æfingarnar þarlendis næsta vetur.
Ólafur verður a.m.k.
eitt ár hjá Dohnsdorf
— Ég gerði samning við Þjóð-
verja um að vera hjá þeim í eitt
keppnistfmabif, en ef vel gengur
er ég tilbúinn til að vera hjá
Dohnsdorf lengur. Þetta sagði
Ölafur Einarsson handknattlciks-
maður úr FH, sem gert hefur
samning við þýzka 2. deildar-
félagið Dohnsdorf og byrjar
æfingar með þeim í byrjun ágúst.
Áður en sjálft keppnistímabilið
hefst nuin liðið leika nokkra
æfingaleiki og fara í áefingabúðir
i hálfan mánuð til Austurríkis.
Meðal liðanna sem Ólafur og hin-
ir félagar hans í Dohnsdorf leika
við áður en keppnistímabilið
hefst er Hamburger SV-liðið sem
Einar Magnússon úr Víkingi
hyggst leika með næsta vetur.
Ólafur lék einn æfingaleik með
Dohnsdorf er hann dvaldi í V-
Þýzkalandi fyrir skömmu og
skoraði þá fimm mörk, þó svo að
hann væri nýstigínn út úr flugvél-
inni frá íslandi og því eðlilega
lúinn eftir ferðalagið. Dohnsdorf
er frá útborg Göppingen og því
stutt á milli þeirra bræðranna
Gunnars og Ólafs aðeins 15 minút-
ur í bíl.
Með Dohnsdorf-Iiðinu leika
tveir fyrrverandi liðsmenn Göpp-
ingen og landsliðsins. Mark-
vörðurinn snjalli, Uwe Rathjan-
en, leikur með liðinu og sömu-
leiðis útispilarinn Eiseli. Sagði
Ólafur að meira hefði þó verið
talað um íslenzku leikmennina
meðan hann hefði dvalið í Þýzka-
landi og væri greinilegt að Þjóð-
verjar biðu spenntir eftir að sjá
til islenzku landsliðsmannanna
fimm sem leika með þýzkum lið-
um næsta vetur. — Geir Hall-
steinsson er enn stórt nafn hjá
þeim og ég var mikið spurður um
hann, sagði Ólafur að lokum.