Morgunblaðið - 08.07.1975, Side 18

Morgunblaðið - 08.07.1975, Side 18
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÍJLl 1975 (* > Minning: María Samúels- dóttir Ammendrup F. 14. sept. 1903 D. 30. júní 1975 Hún Maja er dáin, andaðist rétt fyrir hádegi. Þannig var mér til- kynnt um lát minnar ástkæru máfikonu, en hún hvarf héðan á hinn sama hægláta hátt og hún hafði lifað, að morgni hins 30. júní síðastiiðins. María var fædd 14. september 1903 á Sauðárkróki, dóttir hjón- anna Ingibjargar Danívalsdóttur og Samúels Guðmundsson múr- ara, en tæplega tveggja ára að aldri fluttist hún með foreldrum sfnum til Reykjavíkur. Þar bjó hún til dauðadags, að undanskild- um stuttum tíma er hún dvaldi með manni sínum í Kaupmanna- höfn og síðar f Borgarnesi. Maja, en svo var hún ávallt köll- uð í hópi vina sinna, giftist eftir- lifandi manni sínum, Povl Ammendrup, þann 22. júlí 1922, þá tæplega 19 ára að aldri, og lifðu þau í einstaklega ástsælu hjónabandi alla tíð. Þau eignuð- usl son í febrúar 1927, Tage, sem nú starfar við sjónvarpið. Hefur hann ávalit dvalið á heimili foreldra sinna, einnig eftir að hann kvæntist. Kona hans er María Magnúsdóttir og eiga þau þrjú börn, Pál sem nýlega er orð- inn læknir, kvæntur Þórdísi Hallgrímsdóttur, Axel sem stundar nám við Háskóla íslands, og Maríu, hina yngstu, 12 ára að aldri. Sorgin kvaddi dyra hjá þeim Maju og Povl í byrjun árs 1936, en þá misstu þau dóttur sína, Jane, tæplega tveggja ára að aldri. í annað sinn bar sorgina að garði er systir Maju, Jóhanna andaðist í byrjun árs 1937, 22 ára að aldri, eflir aðeins sölarhrings legu. Ég kynntist Jóhönnu og var hún einstaklega geðfelld stúlka, hæglát, blíð og góð. Mátti hún ekkert aumt sjá og var skapferli hennar ekki ósvipað og Maju, enda voru þær systur ákaflega samrýndar. Var þetta þungur missir fyrir hana. Athafnaþrá dugnaður Maju var mikill og varð til þess, að hún hóf verzlun árið 1936, fyrst á Grettisgötu, og fékk hún nafnið Drangey, því að henni fannst sjálfsagt að taka nafn úr átthög- um sínum, enda var hugur henn- ar oft þar, þótt hún festi heimili sitt í Reykjavík. I fyrstu verzlaði Maja með mat- vörur og var verzlunin ekki stór í sniðum, þar sem hún byrjaði með tvær hendur tómar. En alla sína tíð sem kaupkona var hénni illa við að stofna til skulda, jafnvel um stuttan tíma, og urðu því um- svif í byrjun ekki mikil. Síðar flutti hún verzlunina að Laugaveg 58, þar sem hún verzlaði til dauða- dags, en þá breytti hún um verzlunarháttu og hafði á boðstól- um Ieðurvörur og annan skyldan varning. Þeir voru margir, sem komu til Maju í verzlunina. Voru það jafnt viðskiptamenn sem aðrir er komu til þess að spjalla við hana. Þótti fölki einstaklega gott að ræða við hana, því að hún gat verið hvort- tveggja bæði glöð og kát í viðmóti, en jafnframt tekið þátt í þeim vandamálum, sem mörgum þótti gott að leita til hennar með. Fjölskylda Maju var henni fyrir öllu. Förnfýsi hennar átti sér eng- in takmörk þegar um hennar nánustu var að ræða. Ahyggjur þeirra voru hennar áhyggjur og gleði þeirra hcnnar gleði. Hún var alltaf vakandi yfir velferð + Móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir og amma, MARGRET GUÐMUNDSDÓTTIR Ingjaldshóli, Seltjarnarnesi, andaðist i Landakotsspitala sunnudaginn 6. júli s I Kristln Guðjónsdóttir, Óskar G. Guðjónsson Steinunn S. Sveinbjarnardóttir, Ásbjörn Sveinbjarnarson, Tryggvi Sveinbjörnsson, Styrkár Sveinbjarnarson, Eysteinn Sveinbjörnsson, Guðrtður Sveinbjarnardóttir, Þórólfur Beck Sveinbjarnarson, Hrafn Sveinbjarnarson, og barnabörn. Sigurberg Bogason, Guðbjörg Vallý Magnúsdóttir, Völundur Björnsson, Jóna Hansen, Birna Jónsdóttir, Herdis Helgadóttir, Ólöf Ágústsdóttir, Óskar Níelsson, Friða S. Árnadóttir, Þórarinn Stefánsson. t Eiginmaður minn SVEINBJÖRN JÓNASSON vélstjóri, Strandgötu 1 7, Patreksfirði, andaðist I sjúkrahúsi Patreksfjarðar laugardaginn 5 júlí. Fyrir hönd . barna, tengdabarna og barnabarna. Grfma Guðmundsdóttir. Móðir okkar + ViLBORG ÞÓRARINSDÓTTIR, Litlu-Reykjum, er látin Börnin. + Eiginkona mín, ELÍN EINARSÐÓTTIR, Hafnarstræti 83, Akureyri, sem andaðist 2. júlí s.l. verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðviku- daginn 9. júlí kl. 1.30 e.h. Jónas Thordarson. sinna og reyndi eftir megni að verja þá gegn óþægindum þessa heims. Kunnu hennar nánustu vel að meta þessa umhyggju hennar, enda hef ég sjaldan eða aldrei kynnst jafn samrýndri fjöl- skyldu. Maja hafði líka þá kosti til að bera, að geta sameinað ástvini sína um sameiginleg áhugamál og ánægjustundir. Það er algengt hjá okkur Is- lendingum, að þegar sonur eða dóttir eignast maka, flytja þau úr foreldrahúsum og stofna eigið heimili. Þykir það farsælast svo að eigi verði árekstrar. Maja af- sannaði þessa aðalreglu, þvi að sonur hennar og tengdadóttir bjuggu alltaf með henni og manni hennar og hljóp aldrei snurða á þráðinn. Var einkar ánægjulegt að koma á heimili þeirra og vera vitni að þeirri samstöðu og kær- leika sem þar ríkti. Þar er enginn undanskilinn, hvorki ástríkur eiginmaður, einlægur sonur og tengdadóttir né barnabörnin, sem öll voru samtaka um að gera heimilislífið sem alúðlegast og best. Má óhætt fullyrða, að Maja hafi verið kjölfesta heimilislífsins og að við fráfall hennar ríki tvö- föld sorg fyrir hina sem eftir lifa. Maja var mjög söngelsk kona, enda átti hún það ekki langt að sækja, þar sem faðir hennar var góður söngmaður og oft tekið lag- ið þegar hún var I föðurhúsum. Mörg kvöldin sameinaði hún allt fólk sitt i söng og var þá oft glatt á hjalla. Gieymdist þá staður og stund. En þótt Maja hefði fallega altrödd, var það þó hinn dillandi einlægi hlátur hennar, sem heill- aði mann mest og stafaði svo frá sér, að allir komust í gott skap. Þótt Maja ynni fjölskyldu sinni mest af öllu, var hún ákaflega gestrisin og átti marga vini. Nutu þeir margra góðra stunda á heimili þeirra hjóna hér i borg- inni en ekki síður i sumarbústað þeirra í Mosfellsdal, Dalakofan- um. Maja unni blómum og ræktun lands og voru þau hjónin ákaflega samhent um þetta áhugamál og reyndar fjölskyldan öll. Sinn fyrsta sumarbústað áttu þau hjón- in í Fossvogi og byrjuðu snemma að gróðursetja þar trjáplöntur. Hygg ég, að enn standi þar falleg tré frá þessum árum þeirra. I landi Dalakofans í Mosfellsdal er fallegur lundur, sem er árangur- inn af starfi þeirra og er óvíða í einkaeign jafn myndarlegur trjá- garður. I þessum lundi hygg ég, að Maja hafi unað sér best með fjölskyldu sinni. Þarna átti hún mörg handtökin og þar, eins og á öðrum sviðum, sameinaði hún alla í að byggja upp og rækta landið öllum til óblandinnar ánægju og gleði. Maja var ákaflega frændrækin og reyndi hún að leita uppi venslafólk sitt og fylgdist með högum þess eftir megni. Skrifaði hún oft niður hjá sér upplýsingar og fréttir af frændfólki sínu. Einnig tók hún úrklippur úr blöð- um af þvf sem henni þótti frétt- næmast og límdi þær í bækur og er það mikið safn. Þó lagði hún enn meiri rækt við að skrifa dag- bók um það helsta sem gerðist á hverjum degi og eru þessar bæk- ur hennar nú orðnar æði margar enda skrifaði hún þær um fimmtíu ára skeið. Er furðulegt hvernig henni vannst tími til að framkvæma allt þetta. Það er mörgum harmur að frá- falli Maju. Fyrir utan fjölskyldu hennar, sem ég hef nefnt hér að ofan, á engin um jafn sárt að binda og systir hennar Emilía enda var samband þeirra ávallt mjög náið þótt aldursmunur væri nokkur. Ég fylgdist með sam- skiptum þeirra systranna og fannst mér mikið til um hvernig þær reyndu að gleðja hvor aðra og styrkja þegar vanda bar að hönd- um. Reyndist úrlausnin þá jafnan léttbær. Kveðjustundir eru ávallt erfið- ar þegar góður vinur á í hlut og ekki síst þegar um er að ræða konu búna slíka mannkostum sem Maja hafði til að bera. En góðar minningar lifa lengi, og það verð- ur þeim sem eftir lifa nokkur huggun, að engan skugga ber á líf Maju og þegar þeim á ókomnum árum verður hugsað til hennar kemur ekkert fram í hugann nema hugljúfar og ánægjulegar endurminningar. Ég flyt ástvinum hennar hug- heilar samúðarkveðjur. Veit ég að það verður þeim styrkur í sorg að hafa eignast förunaut i lifinu sem skilur einungis eftir góðar og hug- ljúfar minningar. Baldvin Jónsson Hún María er dáin. Þessi frétt barst okkur að kveldi 30. júni og þótt við, sem höfðum umgengizt hana daglega, vissum að hún væri veik, kom kallið fyrr en okkur hafði grunað. Eg kann ekki að rekja ætt Marfu eða æviferil, til þess voru kynni okkar of stutt, og til þess verða aðrir mér færari, en mér er bæði ljúft og skylt að kveðja hana með nokkrum orðum og þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til að njóta kunningsskapar hennar um nokkurt árabil. Hún giftiát eftirlifandi eigin- manni sínum, Povl Ammendrup, þann 13. júní 1922 og höfðu þau því verið gift í 53 ár er hún lézt. Povl lá á sjúkrahúsi þegar María að loknum sínum venjulega vinnudegi kenndi lasleika þann 9. apríl s.l. og voru þau um tíma á sitt hvoru sjúkrahúsinu. Vildi María ekki að eiginmaður hennar frétti af lasleika hennar og sjúkrahúsvist, því svo kært var með þeim hjónum að það hefði verið honum ofraun í sínum veikindum að vita af henni einnig sjúkri. Þau hjónin eignuðust einn son Tage Ammendrup, hinn mætasta mann og mjög handgenginn foreldrum sínum, en hann er kvæntur Marfu Magnúsdóttur Ammendrup. Eiga þau þrjú börn, sem er Povl, Axel og Maria. Svo samstæð og samhent var þessi fjölskylda, að þar var sem einn maður byggi, þau áttu alltaf heima í sama húsi og áttu saman flestar frístundir og áhugamál. Við þekktum hana sem síglaða, létta á fæti og hvers manns hug- ljúfi, alltaf reiðubúin að rétta fram hjálparhönd, ef með þurfti. Mér er minnisstætt er ég fyrir mörgurrí árum fór að gefa gaum að fögru umhverfi og mikilli ræktun við sumarbústað við Laxnes í Mosfellssveit, og er viö hjónin komum svo þarna mörgum árum síðar í heimsókn í Dala- kofann, eins og fjölskyldan nefndi hann, og sáum þá fegurð sem þau höfðu skapað þarna á Iandi, sem áður var melur einn, skyldum við enn betur þá innri fegurð sem ávallt geislaði frá þeim hjónum. María rak um langt árabil verzlunina Drangey og vann hún sjálf þar hvern dag, og ávallt var eiginmaður hennar nálægur að aðstoða Mariu það sem hann gat. María átti miklu láni að fagna í lífinu að eiga góðan eiginmann og son, eignast síðan tengdadóttur, sem var henni sem hennar eigin dóttir, ávallt við hlið hennar, í gleði jafnt og sorg, það áttu þau ávallt í sameiningu, öll sem eitt, og siðan þrjú myndarleg barna- börn. Það er þvi mikill söknuður, er kvödd er góð og mikilhæf kona sem María var. Allri fjölskyldu Mariu vottum við innilegustu hluttekningu. Við sem þekktum hana, vitum hve missir þeirra er mikill, en minning um góða eigin- konu, móður og tengdamóður er dýrmæt. Blessuð sé minning hennar. Sigrún Ólafsdóttir Hilmar Guðmundsson. Ragnhildur Davíðs- dóttir — Kveðja GÖMUL kona er dáin. Hún var orðin 85 ára og farin að heilsu, en handan biða eiginmaður og einka- sonur. Hún sáði þannig í þessu lífi, að það verður bjart í kringum hana i æðri heimi, en vinir hennar minnast hennar með söknuði og þakklæti. Ragnhildur Davfðsdóttir fæddist 29. desember 1889. 49 ára gömul fluttist hún ásamt manni sínum, Eiríki Þorsteinssyni, að Elliheimilinu Grund vegna heilsubrests og átti þar heimili æ síðan. Þau hjón voru yndislegar manneskjur og ákaflega barngóð. Otaldar eru þær ánægjustundir, sem systur minar og ég áttum hjá þeim. Þá var bæði sungið og sagðar sögur, spilað á spil og lærðar þulur, — og löngu seinna þegar Eiríkur var látinn, fengu systrabörn mín sömu móttökur ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinú meö góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á f miðvikudagsblaði, að berast f sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili. útfaraskreytingar* blómouol Groðurhusið v/Sigtun simi 36779 hjá Ragnhildi. Hún var ekki rík á veraldlega vísu, en auðlegð hjartans átti hún slíka, að hún var veitandi aila ævi. Hún var góð og göfug kona. Guð veri með henni um eilifð. Sigrún Gfsladóttir S. Helgason hf. SfE/N/OJA ílnholtí 4 Slmar 14477 og 14254

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.