Morgunblaðið - 08.07.1975, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JULl 1975
27
Guðni Thorlacius
skipstjóri—Kveðja
Hinrik B. Jónsson
frá Fáskrúðsfirði
Fæddur 25. október 1908.
Dáinn 22. maí 1975.
Fyrstu kynni mín af Guðna
voru niðri á Kveldúlfsbryggju
hinni gömlu. Vorum við þar báðir
að veiða smáufsa ásamt fleirum,
því að þar var mikið að hafa
stundum. Var mikið sótt þangað
af minni borgurum. Átti Guðni þá
heima á Vatnsstíg 10, að þvf er
mig minnir, en ég aftur á móti á
Klapparstíg 17, sem nú er. Var þá
Ölafur G. Eyjólfsson nýbúinn að
t'aka mig í fóstur. Var þetta árið
1916. Var Guðni þá ekki nema 8
ára gamall, en ég 6 ára, svo að við
vorum ekki háir í loftinu þá, sízt
ég. En þó komumst við leiðar
okkar þrátt fyrir allt. Þessi
fundur okkar Guðna á Kveldúlfs-
bryggju leiddi til ævarandi
kynna, allt til æviloka Guðna, þótt
leiðir okkar hafi legið sín í hvora
áttina.
Á þeim dögum var nokkuð
öðruvisi um að litast á Hverfis-
götu en nú er. Ekki voru þá
bifreiðarnar til þess að ónáða
mann, og sást varla maður á farar-
tæki, nema helzt á hjólhesti, ef
svo mætti kalla, því að bændur
kornu ekki til bæjarins nema á
haustin með rollur sinar á lifandi
fæti til slátrunar. Var því Hverfis-
gatan notuð óspart til allra mögu-
legra leikja, svo sem slagbolta,
fótbolta og ýmissa annarra leikja.
Voru þar að verki bæði kynin,
bæði strákar og stelpur. Og gegn-
um þetta kynntist ég mörgu fólki
á þessum slóðum, enda var ég
orðinn alþekktur á Hverfisgöt-
unni af því fólki, er þar bjó þá,
enda var faðir minn frægur
maður á sínum tíma sem ljós-
myndari. Fórum við Guðni oft
saman, ef ekki á hverjum degi, i
gömlu sundlaugarnar hjá Páli
gamla, er kenndi okkur að synda.
Var þá ekki verið að spara fæt-
urna. Var farið í hvaða veðri sem
var, þó að rigndi eldi og brenni-
steini. Oft fékk maður aukavinnu
á leiðinni inn eftir., því að Guðni
var vel að manni. Keyrðum við
hjólbörur fyrir gamla fólkið, sem
sótti mikið i gömlu þvotta-
laugarnar, ogýmislegt fleira.
Man ég eftir Guðna, er hann fór
sem hjálparmatsveinn á togarann
Þórólf með Guðmundi i Nesi, er
Kveldúlfur átti. Hafði ég fyrr
kynnzt Sigþóri matsveini. En það
var um borð i togaranum Snorra
Sturlusyni, er Sigurður
Guðbrandsson færði. Heimsótti
ég þá oft Guðna um borð í Þórólf,
en aðallega til að sníkja af honum
kandíssykur, sveskjur og fleira.
Man ég eftir Guðna i broddi fylk-
ingar, er mótor og seglskipið Svöl-
una rak á land í Rauðarárvíkinni
ásamt seglskipinu Hugin síðar
meir og mótor- og seglskipi
sænsku, er var hlaðið eingöngu
með Svea-eldspýtum frá Sviþjóð.
Það rak á land i krikanum fyrir
framan sænska frystihúsið. Var
þá ekki neitt atvinnuleysi, er
aðstoðað var við að bjarga eld-
spýtunum. Var þá unnið nótt og
dag. En ég held, að menn hafi
ekki einu sinni fengið kaffisopa
fyrir, hvað þá meira, enda voru
erfiðir tímar þá, eftir fyrri heims-
styrjöldina 1914 2. ágúst til 1. des.
1918. Hafði Guðni og ég unnió við
þetta nær allan tímann, enda lið-
ugri að klifra í stórgrýtinu en
gömlu mennirnir í þá daga. Var
þá nýstofnað fyrirtæki, er Lands-
verzlun hét. Var fyrsti forstjóri
þess Pétur Þ. Gunnarsson. Hafði
Guðni orð á þvi, hvort við fengj-
um ekki einhver laun fyrir vinn-
una okkar. Lofaði Pétur Þ.
Gunnarsson því, en sveik svo allt
saman. Hugsaði hann meir um
sjálfan sig en aðra í þvi sambandi.
Man ég eftir, hvað Guðni var
reiður yfir þessu. Væri nú
hægðarleikur að segja margt
fleira. En ég læt nú þetta nægja í
þetta sinn.
Liðu nú árin. Veturinn 1920 fór
ég í Landakotsskólann. Ég byrjaði
í fjórða bekk ásamt fleirum. Gerð-
ist ég nú kaþólskur, og varð ég að
stunda kirkjuna eftir mætti, enda
var ég kórdrengur þar tæp fjögur
ár, eða þar til ég var fermdur.
Eftir skólann fór ég á Es. Goða-
foss og var þar í mörg ár. Höfðum
við Guðni nú samband okkar á
milli eftir þetta, þegar ástæður
leyfðu, bæði þegar hann var á vs.
Ægi og ms. Artic, es. Columbus og
fleiri skipum.
Guðni kvæntist 18. apríl 1936
Margréti dóttur Ölafs Guðmunds-
sonar bónda i Hjörsey á Mýrum
og konu hans Þórdísar Boga-
dóttur. Bjuggu þau öll sarnan að
Ránargötu 33, og að Olafi látnum
bjó Þórdís hjá þeim Guðna og
Margréti til dauðadags. Þeim
Guðna og Margréti fæddust þrjú
börn: Ölafur Þór, sjókorta-
teiknari og teiknikennari,
kvæntur Jóhönnu Zoéga
Jóhannesdóttur, hjúkrunarkonu.
Guðfinna, gift Aðalgeiri Pálssyni
verkfræðingi á Akureyri. Margrét
kennari, gift Jóhannesi
Sæmundssyni iþróttakennara.
Barnabörn þeirra Guðna og
Margrétar eru 8 að tölu.
Ekkju hans, börnum hans og
barnabörnum votta ég innileg-
ustu samúð mina. — Hvili sál
hans í friði.
Pétur Pétursson stýrimaður.
(sömand).
Hann lézt í Landspítalanum 7.
júni og var jarðsettur frá Foss-
vogskapellu 18 s.m. Bjarni
fæddist að Laugarbóli við Arnar-
fjörð 10. október 1886. Foreldrar
hans voru hjónin Jónína Jónsdótt-
ir frá Kirkjubóli og Bjarni
Bjarnason skipstjóri, en hann
fórst í aftakaveðri vorið 1897, og
varð Bjarni því föðurlaus frá 11
ára aldri. Hann varð þvi snemma
að fara að vinna fyrir sér og hóf
vinnu við sjómennsku svo fljótt
sem kraftar leyfðu. Systkinin
voru mörg, þeim hjónum varð 14
barna auðið, 7 þeirra náðu
fullorðins aldri, en trygging
ekkna sem misst höfðu fyrirvinnu
sína var engin. Bjarni stundaði
sjósókn vestanlands og sunnan
reyndist hann dugandi og traust-
ur sjómaður og þótti jafnan það
rúm vel skipað þar sem hann var.
Hinn 7. nóvember 1917 gekk
Bjarni að eiga Sigríði Mariu Jóns-
dóttur frá ísafirði, myndarlega,
trausta og góða konu, sem hefur i
hvívetna reynzt honum traustur
förunautur. Þau eignuðust eina
Hinrik fæddist í Fögruhlið á
Eskifirði 14. júní 1885. Foreldrar
hans voru Jón Guðmundsson
tómthúsmaður og Þórdís
Þórarinsdóttir. Hinrik sleit
bernskuskónum á Eskifirði en
hugiir hans leitaði snemma til
sjós enda var hann mikill dugn-
aðar-sjómaður. Sjómennsku
stundaði hann mestan hluta
ævinnar bæði á Austfjörðum og
Suðurnesjum. Hann fluttist ung-
ur frá Eskifirði til 'Fáskrúðs-
fjarðar. Þar kynntist hann eigin-
konu sinni Snjófríði Guðnadóttur.
Þau bjuggu iengst af á Melstað í
Búðum á Fáskrúðsfirði. Þau eign-
uðust tvo syni, Jón og Elis. EIís
drukknaði 23. febrúar 1953 aðeins
34 ára gamall. Hann lét eftir sig
eiginkonu, Jóhönnu Gunnarstein,
og dóttur, Mariu, sem búsett er i
Sviþjóð. María lét sér mjög annt
um afa sinn og dvaldist hann oft
hjá henni þegar hún bjó á íslandi.
Hinrik varð fyrir þungu áfalli 27.
dóttur, Unni, sem gift er Sigurði
Sigurjónssyni bifreiðarstjóra i
Reykjavík.
Þau Bjarni og Sigríður bjuggu á
Isafirði til ársins 1948, en þá flutt-
ust þau til Reykjavíkur. Þau
keyptu sér íbúð í Efstasundi 2 og
Framhald á bls. 35
janúar 1961, þegar eiginkona
hans lést eftir langa og ástrika
sambúð. Urðu þá þáttaskil í lífi
Hinriks. Þá um vorið fluttist hann
til Vestmannaeyja til Jóns sonar
sins ogtengdadóttur sinnar Sigur-
linar Olafsdóttur.Gamli maðurinn
undi hag sínum vel í Vestmanna-
eyjum, enda hugsuðu tengda-
dóttir hans og sonur um hann af
mikilli alúð. 1 Vestmannaeyjum
vann hann í fiskvinnu til 85 ára
aldurs. Sýnir það vel hve vinnu-
samur og hraustur hann var.
Hinrik var mjög músikalskur
maður. Það var ósjaldan að hann
tók fram harmonikkuna til að
skemmta sér og öðrum, og siðast
er hann skemmti þeim er dvöld-
ust með honum á elliheimilinu á
Sólvangi. Enn urðu þáttaskil i lifi
Hinriks. 23. janúar 1973 er Vest-
mannaeyjagosið varð, og hann
varð að flýja eyjarnar ásamt öðr-
um Vestmannaeyingum þá 87 ára
gamall. Þetta var þungt áfall fyrir
gamla manninn. Fyrst eftir gosið
dvaldist hann á heimili mínu.
Hann var þá sem endranær ávallt
jafn léttur í lund, þótt háaldraður
væri. Síðan fluttist hann á elli-
heimilið Sólvang í Hafnarfirði.
Þar naut hann hinnar bestu
aðhlynningar. Það var í júní 1974
að Hinrik veiktist af þeim sjúk-
dómi sem dró hann til dauða.
Hann hafði legið rúmfastur í eitt
ár þegar hann lést. Þá vantaði
aðeins 3 daga að hann næði ní-
ræðisaldri. Þegar við horfum á
bak afa eftir langan og dug-
mikinn lífsveg þá eigum við
margs góðs að minnast. Megi Guð
geyma minningu hans.
Baldur Jónsson
Minning:
Bjarni Bjarnason
frá Laugarbóli
LJÓSRITUN
é venjulegan pappir
NASHUA DELTAI
DELTA I — Brautryðjandi á íslandi, — yfir
eins árs reynsla.
DELTA I — Notar rúllu eða arkir — yðar
eigin bréfsefni ef þér óskið.
DELTA I — Sýningarvél.
SUÐURLANDSBRAUT 10 — REYKJAVÍK — SÍMI 84900 —