Morgunblaðið - 08.07.1975, Síða 24
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JULI 1975
Piltur og stúlka
Eftir Jón Thoroddsen
Það er eins um smjörmeðferðina þessar-
ar nýju konu eins og hann meistari Jón
segir um ólán barnanna, að það er stærra
en það taki nokkrum tárum.
Það sá Indriði, að Bárður karl glúpnaði
mjög, þá er hann minntist á smjörið, og
þagnaði við. Varð þá hvíld á samtalinu
um stund, þar til Indriði ávarpar Bárð og
segir:
Ég ætla þetta lagist, Bárður minn; þér
hafið hönd í bagga með þeim; það orð
hefur farið af fóstursyni yðar Guðmundi,
að hann kunni að fara með efni sín eins
og þér, og held ég, að þetta jafnist smátt
og smátt.
Aldrei, aldrei, Indriði minn, sagði
Bárður og hristi höfuðið. Það er komin
hingað að Búrfelli sú kaupstaðarrotta,
sem aldrei seðst og öllu eyðir, og ég hef
sleppt fram af því beizlinu öllu saman. Ég
held það þó, að hann Guðmundur yrði
samhaldssamur ekki síður en ég, en hann
er satt að segja orðinn rétt forblindaður
maður, auminginn, og sér það ekki; hann
trúir á þetta goð og þorir ekki að draga
andann öðruvísi en hún vill; enda er hon-
/—COSPER------------------------
Hva& e'ruð þér ati flétta núna, Bártiur minn t
um ekki annað fært, því annars rífur hún
hann og tætir, svo honum er ekki við
vært. Já, svona er það. Flestir kjósa
firðar líf, og friðurinn er fyrir öllu, segir
gamalt máltæki. Ég vildi helzt vera frá
Pési hrekkjalómur
Einu sinni voru hjón, þau áttu son og
dóttur, tvíbura, og þau systkinin
voru svo lík, að þau þekktust ekki
sundur á öðru en fötunum.
Drengurinn var kallaður Pési.
Hann var til lítils gagns meðan for-
eldrar hans lifðu, því hann nennti
engu öðru en að hæðast að fólki og
hrekkja það, og enginn gat verið í friði
fyrir honum. En þegar foreldrar hans
voru dánir, versnaði þó enn. Pési vildi
ekki gera ærlegt handtak, hann bara
eyddi því litla, sem þau systkinin fengu í
arf, og lenti í illdeilum við alla ná-
grannana. Systir hans vann eins og hún
gat, en það var ekki nóg, og svo sagði hún
Pésa til syndanna, skammaði hann fyrir
letina og iðjuleysið og spurði:
,,Á hverju eigum við að lifa, þegar þú
ert búinn að sóa öllu, sem foreldrar okk-
ar áttu?“
,,Þá fer ég bara og leik á einhvern“,
sagði Pési.
Halló — halló, er dýralæknirinn við?
Maðurinn minn?
Augnablik — ég skal at-
huga hvort hann er
heima.
Ég er frjáls! Ég er frjáls!
— konan mín heimtar
skilnað.
Maigret og guli hundurinn
Eftir Georges Simenon
ÞýSandi Jóhanna
Kristjónsdóttir
30
— Já... Viö snæðum oft
saman. Ég reyndi að róa frú
Michoux eftir föngum... og hún
var með ailan hugann víð heim-
sóknina til sonarins I fangelsið...
hún hefur átt við mikla erfiðleika
að glíma í sambandi við uppeldi
sonarins og hann hefur aidrei
verið heilsusterkur...
— Var ekki talað um Le
Pommeret og Jean Servieres?
— Hún hefur aldrei getað feilt
sig við Le Pommeret... Hún
kennir honum um að sonur
hennar fór að smakka vín.
Sannleikurinn er sá að...
— Og Servieres?
— Hún þekkti hann ekki
mikið... hann umgengst hana
ekki. Hann er bara óbreyttur
biaðamaður og kaffihúsakunn-
ingi, ef svo má til orða taka... og
að mörgu ieyti viðfeiidin
náungi... En þér getið rétt
fmyndað yður að við hin hér, sem
teljum okkur sómakært fólk, get-
um ekki umgengizt konu hans —
fortíð hennar verður ekki sögð
flekklaus. Ja, það er nú svona i
litlum bæjum, lögregluforingi..
Við verðum að' viðurkenna að víð
förum i manngreinaálit... Það er
kannski orsökin til þess hversu
óvinveittur cg var yður. Þér vitið
ekki hvað það felur i sér að eiga
að stjórna i fiskveiðibæ og taka
samtfmis tillit til sérhagsmuna
þeírra sem telja sig hærra setta I
samfélaginu.
— Hvað var klukkan, þegar frú
Michoux fór héðan?
— Ég býst við það hafi verið um
tfuicytið... kona mfn ók henni
heim...
— Ljósið gefur til kynna að
frúin sé sem sagt ekki enn gengin
til hvflu.
— Hún er hálfgerður nátthrafn
eins og ég. Þegar maður hefur
náð vissum aldri þarf maður ekki
að sofa eins mikið og áður...
Ég sit oft hér á kvöldin og fer
yfir skýrslur og skjöl þangað til
langt fram á nótt...
— Hvernig standa fjármál
þeirra Michouxmæðgina?
A ný var eins og bæjarstjórinn
yrði ögn vandræðalegur.
— Nei, ekki eru þau upp á það
bezta. En það getur vel verið að
þetta fari nú að ganga hetur. Krú-
in hefur sambönd f Parfs og hún
hefur þegar selt nokkrar lóðir... f
vor verður byrjað að byggja..
hún gekk frá ýmsum málum f
París núna og fékk loforð um alls
konar fyrirgreiðslu.
— Enn ein spurning, bæjar-
stjóri. Hver átti þetta land sem
þau eru nú að selja?
Bæjarstjórinn hikaði hvergi.
— Ég átti það. Það var fjöi-
skyldueign.
— 1 sama andartaki var Ijósið f
húsi frúarinnar slökkt.
— Má bjóða yður annan viskf,
lögregluforingi... Ég bið auðvit-
að bflstjórann minn að aka yður
heim.
— Það er vel boðið. En ég hef
gott af þvf að hreyfa mig og
ganga, sérstaklca þegar ég er að eina spurningu enn
bræða ýmislegt með mér, sem ég
hef ekki glöggvað mig til fulls á.
— Hvaða skoöun hafið þér á
þessum gula hundi og því... Ég
viðurkenni að það er kannski ein-
mitt þessi hundur sem fékk míg
til að missa dómgreind mfna...
Það og lfka flaskan með eitrinu
f... Þvf að þegar allt kemur til
alls...
Maigret leit f kringum sig og
sýndi ótvírætt á sér fararsnið.
Bæjarstjórinn hringdi bjöll-
unni aftur.
— Vfirhöfn lögregluforingjans,
Delphin!
Kyrrðín var svo alger að hann
heyrði öldugjálfrið við klettana
langt f burtu.
— Og þér viljið alls ekki láta
aka yður heim?
— Nei þakka yður, alls ekki.
Þeir voru báðir dálftiö
vandræðalegir.
— Mér þætti fróðlegt að vita
hvernig andrúmsloftið í bænum
verður á morgun... Ef hafið er
kyrrt verða að minnsta kosti eng-
ir sjómenn á götunum, þvf að þeir
fara áreiðanlega út með netin.
Maigret tók við frakkanum og
rétti fram stóra höndina. Bæjar-
stjórinn langaði til að bcra fram
en virtist
vera á báðum áttum vegna návfst-
ar þjónsins.
— Hvað haldið þér að þaö líði
langur tími unz...
Klukkan var eitt eftir miðnætti,
— Annað kvöld vænti ég að
allar niðurstöður liggi fyrir...
— Svo fljótt... Þrátt fyrir það
sem þér sögðuð áðan... Þér gerið
þá ekki ráð fyrir að Servieres...
Ef ekki...
Hann var of seinn. Maigret var
lagður af stað niður tröppurnar.
Bæjarstjórinn leitaði f huga sér,
en gat ekki komið orðum að þvf
sem hann var að hugsa um.
— Mér þykir leitt að vita yður
ganga aleinan heim... eftir
þessari leið.
Dyrunum var lokað. Maigret
stóð úti á veginum. Vfir honum
hvelfdíst þungbúinn himinn, og
tunglinu tókst ekki að brjótast f
gegnum drungaleg skýin.
Loftíð var svalt. Vindurinn kom
hryssingslegur utan af hafinu og
færði með sér lykt af þangi sem
greina mátti niðri á ströndinni I
hvftum sandínum.
Lögregluforinginn gekk hægum
skrefum með hendur f vösum og