Morgunblaðið - 08.07.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.07.1975, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JULI 1975 Conore-eyjar vilja viður- kenningu SÞ I)ar Es Salaani. Moruni 7. júlí AP-Reuter. MOLINACO, frelsishreyfing Conore-eyjaklasans á Indlands- hafi, sem lotið hefur Frökkum, en lýst óvænt einhliða yfir sjálfstæði sínu um helgina, hvatti í dag til þess að sjálfsforræði þeirra yrði viðurkennt af Sameinuðu þjóðun- um og Einingarsamtökum Afríku- ríkja. I yfirlýsingu frá aðalstöðv- um Molinaeo i Dar Es Salaam segir að Einingarsamtök- in ættu að beita sér fyrir því að Frakkar viðurkenni sjálfstæði eyjanna, sem eru undan strönd Tanzaniu. Þing eyjanna átti að koma saman i dag til að setja Ahmed Abdallah inn i embætti þjóðhöfðingja. Fulltrúi frönsku stjórnarinnar svaraði sjálfstæðis- yfirlýsingunni með því að láta herlög ganga i gildi, en aftur- kallaði þau cftir aðeins þrjár klukkustundir. Frönsk stjórnvöld munu nú velta fyrir scr hvernig bregðast skuli við ákvörðun eyjar- skeggja. Keith Rich- ard tekinn Ford.vcc, Arkansas 7. júlí — Rculcr KEITH Richard, einn af liðs- mönnum rokkhljómsveitarinnar heimsfrægu The Rolling Stones, var i fyrradag stöðvaður í bifreið sinni af lögreglunni i bænum For- dyce í Kansas og sakaður um ógætilegan akstur og fyrir að hafa vopn í fórum sinum. þ.e. veiði- hnif. Richards, sem var á ferð með starfsbróður sínum, Ron Wood, og tveimur öðrum mönnum þurftu að bíða í sjö klukkustundir i ráðhúsi bæjarins unz umboðsmaður hans kom á vettvang og greiddi 162 dollara og 75 sent í sckt. Var þá haldið af stað áieiðis til Dallas í Texas þar sem Rolling Stones áttu að halda hljómleika. Skorzeny er látinn Madrid 7. júlt—AP OTTO Skorzeny, ofursti í SS—sveitum þýzku nasista- stjórnarinnar, sem frægur varð fyrir að bjarga Benito Mussolini, einræðisherra á Italíu, úr höndum bandamana eftir fall Italíu i síðari heims- styrjöldinni, lézt á laugardag á Spáni að því er segir í blaðinu Hoja del Lunes i dag. Skorzeny sem var 67 ára að aldri, lézt úr krabbameini. Hann var um tíma kallaður „hættulegasti maður Evrópu", en hafði búið í kyrrþey á Spáni sem verk- fræðingur frá því árið 1952, eftir að hafa verið sýknaður af ákærum um stríðsglæpi. AP-mynd. Óþekkt herskip — Óþekkt herskip, sem talið er vera sovézkt var ljósmyndað af danska flughernum nálægt Borgundarhólmi. Engir einkennisstafir voru á skipinu, né heldur fánar. NATO- sérfræðingar telja hins vegar að á skipinu sé 500 manna innrásarlið. Indira Hótaði IRA að sprengja neðanjarðarlestir Lundúna? London 7. iúll — AP London 7. júll — AP ÍRSKI lýðveldisherinn. IRA, hótaði að sprengja i loft upp neðanjarðarlestir í Lundúnum á mesta anna- tíma til þess að fá leynilegt loforð frá brezku ríkis- stjórninni um að hún kallaði hersveitir sínar frá Norður-Irlandi, að því er brezka blaðið The Sun seg- Fulltrúar Verkamanna- flokksins á Evrópuþing Ijuidon. Slrashourg. 7. júlí AP—Rculcr I FYRSTA skipti síðan Bretland gerðist aðili að Efnahagsbandalagi Evrópu fyrir tveimur og hálfu ári taka nú þátt í starfi Evrópuþingsins full- trúar frá brezka Verka- mannaflokknum. 18 þing- menn flokksins flugu í dag til Strasbourg til að sitja þingfundi Evrópuþingsins ásamt 17 öðrum fulltrúum brezku sendinefndarinnar, — 16 íhaldsþingmönnum og einum úr Frjálslynda flokknum. Þessi stefnu- breyting Verkamanna- flokksins fylgir í kjölfar úrslita þjóóaratkvæða greiðslunnar um áfram- haldandi aðild Breta aó EBE. Sameinuð brezk sendinefnd þykir nú hafa fært þingið skrefi nær því marki að verða löggjafar- þing sameinaðrar Evrópu. Fulltrúi skozka þjóðernissinna Gos á Hawaii Washinglon 7. júlf — Rculcr. MAUNA Loa-eldfjallið á Hawaii hóf að spúa eldi og eimyrju um helgina éftir 25 ára hvíldartíma. Eldgosið, sem er á 5 km langri sprungu, er ekki talið ógna mannslífum. flokksins fór ekki með sendi- nefndinni, þar eð hann hafði ekki verið látinn formlega vita um ferðina. Með þátttöku fulltrúa Verkamannaflokksins eru sósílistar nú orðnir fjölmennasti pólitíski hópurinn á Evrópuþing- inu. Á þessum þingfundi verða ræddar tillögur um aukið vald þingsins, en hingað til hefur það aðeins verið ráðgefandi aðili. Jafngilda þessar tillögur nýrri stofnskrá, sem gerir ráð fyrir að þingið láti ekki aðeins til sín taka takmörkuð viðfangsefni á efna- hagssviðinu, heldur einnig utan- ríkismál og jafnvel varnarmál. ir i dag. Vitnar blaðið til heimildarmanna I nánum tengslum við æðsta ráð IRA (,,provisional“- armsins) og segir að Merlyn Rees Irlandsmála- ráðherra hafi gefið fyrr- nefnt loforð í febrúar. Sun segir að Rees hafi v^rið tregur til að gefa leynilegt loforð af þessu tagi, en gert sér grein fyrir þvi að ógerlegt væri að koma I veg fyrir að hermdarverkamenn kæmust í gegnum öryggisnet í neðanjarðarbrautunum sem flytja milljónir farþega dag hvern. Rees hefur hvað eftir annað neitað því að hafa gefið IRA lof- orð um að kalla heim brezku her- sveitirnar. Hann neitaði einnig í dag að staðfesta fréttina í Sun. Norður-Irlandsmálaráðuneytið sagði í yfirlýsingu: „Margar hótanir hafa komið frá mörgum aðilum á Norður-Irlandi undan- farin ár“, en skýrði málið ekki frekar. brýnir atvinnu- rekendur Nýju-Delhi 7. júlf—AP INDIRA Gandhi forsætisráðherra Indlands varaði I dag stjórnendur indverskra stórfyrirtækja við þvl að veita viðnám viðleitni hennar til að rétta við efnahag landsins, ella sæti þeir þungum refsingum. Hún kvaddi helztu forustumenn stórfyrirtækjanna á fund þar sem hún tilkynnti þeim að hún Iegði áherziu á að hleypt yrði nýju lífi í atvinnuvegina og framleiðslan aukin og krafðist þess að þeir legðu þar sitt af mörkum. Fyrir tveimur dögum hélt hún sams konar fund með helztu verkalýðs- leiðtogum landsins, og kveðst hún hafa fengið stuðning þeirra. Hún sagði stjórnina taka tillit til erfiðleika atvinnuveganna, en mundi hins vegar refsa harðlega þeim sem uppvísir verða að til- raunum til að draga úr fram- leiðslu. Hún tilgreindi ekki nánar hvers eðlis slík refsing yrði. IndiraGandhi lagði einnig áherzlu á aukinn aga og hreinlæti meðal Indverja og að sögn talsmanns hennar tóku forustumennirnir vel í það. Wallenberg segir af sér DR. MARCUS Wallenberg, einn helzti bankafrömuður og fjármálamaður Svfþjóðar, mun segja af sér formennsku I Skandinavisk Enskilda Banken, einum af stærstu bönkum landsins, á ársfundi bankans á næsta ári, að þvf er segir I fréttum frá Stokkhólmi. Dr. Wallenberg, sem er 75 ára að aldri, hefur verið I forystu innan viðskipta- og fjármála- Iffsins I Svfþjóð I marga ára- tugi. Við formennskunni tekur Lars-Erik Thunholm, yfir- bankastjóri bankans. SAIGONBUUM STEFNT TIL ER NU SVEITA Saigon 7. júlí—NTB tBÍJAR f Saigon, þar sem offjölg- un hefur átt sér stað að undan- förnu, eiga nú í miklum mæli að snúa aftur til sveitahéraðanna til þess að koma f veg fyrir hung- ursneyð. Byltingarstjórnin hefur hafið umfangsmikla herferð f þeim tilgangi að hvetja fólk til að flytja til hrísgrjónaræktar- svæðanna til þess að auka fram- leiðsluna. Q Þá hafa yfirvöld byrjað að opna verzlanir í öllum hverfum höfuðborgarinnar, þar sem hrls- grjón eru seld, ásamt öðrum nauðsynjavörum, á lágu verði. Fyrrnefnd herferð fer meðal annars fram fyrir tilstilli bylt- ingarnefnda í einstöKum hverf- um, en er fylgt eftir í dagblöðum og útvarpi. Sérstakir bílar aka um göturnar og flytja þennan boð- skap um gjallarhorn. Talið er að í Saigon séu nægar birgðir hrísgrjóna til að fæða íbúana fram til hausts, en engu að síður hefur reynzt erfitt fyrir fátæklinga og atvinnuleysingja að fá hrísgrjón. Bágstaddar fjöl- skyldur fá ókeypis hrisgrjóna- skammta en yfirvöld líta svo á, að eina leiðin til að bægja frá hungursneyð og atvinnuleysi til lengri tíma sé að fækka borgarbú- um stórlega og auka framleiðsl- una. Kambódíumenn sagðir notaðir sem dráttardýr ILLA haldnir Kambódfubúar eru nú neyddir til að draga plóga frá morgni til kvölds af Rauðu Khmerunum, þar eð skortur er á uxum f landinu, að því er brezka blaðið The Times hefur eftir UPI- fréttastofunni. UPI byggir frétt- ina á upplýsingum ungs flótta- manns, Nordom Vorapong, fjar- skylds ættingja Norodom Sihanouks fursta, sem flúið hefur til thailenzka landamærabæjar- ins Aranyaprathet. Segir Vora- pong að Rauðu Khmerarnir hafi sent sig til að vinna á bóndabæ I heimasveit sinni og neytt sig til að vinna látlaust frá sólarupprás til sólseturs ásamt fleira fólki. Hafi Rauðu Khmerarnir beitt fólki fyrir plógana. Hver maður hefði aðeins fengið eina krús af hrísgrjónum á dag, sem þar að auki hefðu verið drýgð með því að gera úr þeim graut. Vorapong er nú á sjúkrahúsi í landamærabæn- um meiddur á fótum og ofkeyrð- ur. Hann kvaðst hafa heyrt marg- ar sögur um fjöldamorð, en gæti ekki staðfest þær, þar eð hann hefði engar sannanir séð. FHIACION PERSONAL DESCBÍFTION Códu'a do Identldad .1.3MAQl. ldBntíflC3tlon CBrd NaclonðHdðd GHjImmí I Nstlonallty N»cldo «« ..:/..Z.i Dðto of blrth um> civii ........S9.J-TMX.Q Möfitai slatu3 P.ofcsión J..A&.fjAÍ£Afi.................. rrofttðslon ............... Adórtss, Oh3*rvacione< ....................... O M: 73584 8 w* * F I L I A C I O N PERSONAL DESCRIPTION OKRTO PULGAR tnum8 m*r FIRMA DEL TITUIAR SIGNA7URE OF BEARER AP—mynd Sjakalinn — Myndin sýnir vegabréf, sem fannst f íbúð f London fyrir helgina og er talið tilheyra Carlos þeim eða „sjakalanum“, sem lögregluyfirvöld víða um lönd leita nú vegna morða á gagn- njósnurum I Parfs fyrir skemmstu. Maðurinn mun heita réttu nafni Ilich Ramirez Sanchez og vera frá Venezueia. Hann er talinn starfa I tengslum við ýmis hermdarverkasamtök.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.