Morgunblaðið - 08.07.1975, Page 28

Morgunblaðið - 08.07.1975, Page 28
NÚ EINNIG NÝ VERSLUN í HAFNARSTRÆTI 17 - mvndiðian^ ASTÞORhf IGNIS FRYSTIKISTUR RflfTORG SÍMI 26660 RAFIÐJAN SÍMI 19294 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLl 1975 Viðræður ÍSALs og rafvirkja hafnar VIDR/EÐUR forráAa manna ISALs og rafvirkjanna, sem felldu samkomulagið sem ISAL gerði við starfsfólk álversins f Straumsvík, hófust á sunnudag og var fram haldið í gær. Er Mbl. hafði spurnir af viðræðum í gær, höfðu samningar ekki tekizt og því engin lausn fengin á deilunni. Rafvirkjarnir höfðu ekki hoðað verkfall, en verkfalls- hoðun mun í bfgerð, þar sem óskað hefur verið eftir henni af hálfu rafvirkjanna hjá ISAL. Norska sjónvarpið í Reykjavík í gær NORSKA sjónvarpið sást nokkuð greinilega í Reykjavfk f gær- kveldi og heyrðist einnig það sem Veðurguðirnir við sama hey- garðshornið VEÐURGUÐIRNIR munu vfst hafa f hyggju að sýna lands- mönnum sunnan hciða sömu óhilgirnina og undanfarið meðan Norðlendingar verða eftir sem áður f náðinni. Ef marka má 2ja daga spá, sem Veðurstofu Islands barst frá brezkum veðurfræðingum í gær, og íhuganir fslenzkra starfsbræðra þeirra þann sama dag, stefnir allt í það að hæg suðvestlæg átt verði ríkjandi hér á landinu allt til miðviku- dagskvölds og þar af leiðandi óbreytt veður að mestu. Þess er jafnvel að vænta aö heldur kólni í veðri á vestanverðu landinu f bili. 1 gærdag var hið fegursta veður á Austurlandi og Norðurlandi. Um þrjú-leytið í gær var t.d. 18 stiga hiti á Eyvindará við Egilsstaði og 16 stig á Akureyri. Uti fyrir Húnaflóa er á hinn bóginn töluvert íshrafl, sem losnað hefur frá meginísnum, Framhald á bls. 35 fram fór. Samkvæmt upplýsing- um Siguröar Þorkelssonar, yfir- verkfra'ðings hjá Landssfmanum, kcmur þetta einstöku sinnum fyr- ir og truflar þá gjarnan móttöku íslenzka sjónvarpsins og þá eink- um norðanlands, þar sem notuð er rás 3, en fyrirbrigðið kemur fram á rás 2, 3 og 4. Framhald á bls. 35 Grunsamlega mörg læknis- vottorð vegna sólarferða - með heiðnum um lengri ferðir en almennt eru leyfðar „ÞAÐ er ekki laust við að okkur sé farið að þykja óeðlilcga mikið sótt um undanþágur til lengri sólarlandafcrða en tveggja vikna að læknisráði og með framvfsan læknisvottorðs," sagði Ingólfur Þorstcinsson, forstöðumaður gjaldeyrisdeildar bankanna, í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var spuröur um þessi mál. Taldi hann, að það færi f vöxt, að fólk framvísaði læknis- vottorðum til að fá framlengingu á sólarferðunum, en sem kunnugt er hafa gjaldeyrisyfirvöld tilkvnnt að ferðaskrifstofunum sé óheimilt að selja lengri sólar- landaferðir en tveggja vikna. Ingólfur taldi sig ekki geta nefnt ákveðna tölu um fjölda þeirra tilvika, sem að ofan eru nefnd, en þau væru þó án efa komin á annað hundraðið, og munaði þar mest um 70 manna hóp exemsjúklinga og ýmissa ann- arra sjúklinga, sem fóru í þriggja vikna ferð fyrir skömmu. Er hann var spurður um þá sjúkdóma, sem helzt væru tilgreindir á iæknis- vottorðunum, sagði Ingólfur, að oftast væri um húðsjúkdóma að Kristján Davfðsson talar við Ragnar Jónsson og fyrstnefnda sfðastliðinn sunnudag. Sjá frétt á bls. 2. konu hans Björgu á „lokaðri" sýningu hins ræða, en annars væri um alls konar sjúkdóma að ræða. Framhald á bls. 35 Ljósmji’riðþjófur. LANDSLEIKURINN — Sænskur Ifnuvörður skipar Tony Knapp landsliðsþjálfara Islands að yfirgefa völlinn f landsleiknum við Norðmenn f gærkvöldi. Þetta gerðist eftir að Norðmenn höfðu skorað úr mjög umdeildri vftaspyrnu. Var Knapp hinn reiðasti eins og flestir aðrir vallargestir yf- ir dómnum. Leiknum lauk 1:1 og skoraði Arni Sveinsson mark tslands. Nánar segir frá leiknum í opnu ílþróttablaðs Morgunblaðsins f dag. Sovézkt sendiráðsfólk slasaðist í bílveltu JEPPABIFREIÐ frá sovézka sendiráðinu valt út af Vestur- landsvegi við bæinn Kiðafell f Kjós laust eftir hádegi á sunnu- daginn og slösuðust 6 manns af þeim sjö sem f bifreiðinni voru, þar af einn mjög alvarlega. Jeppabifreiðin var blæjubifreið og er hún valt á hvolf, lagðist húsið saman með þeim afleið- ingum, sem að ofan greinir. Telja fróðir menn, að ef veltigrind eða sterkari yfirbygging hefði verið á bifreiðinni hefði vart nokkur sem í henni var hlotið meiðsli í velt- unni, þar sem bifreiðin mun hafa verið á lítilli ferð og langt út í vegarbrún. Samkvæmt upplýsingum Hjalta Sigurbjörnssonar bónda á Kiða- felli og fréttaritara Mbl. var fram- koma Rússanna á slysstað mjög sérkennilega og þeir ráðvilltir mjög. Þótt kallað hefði verið á sjúkrabil, auk lögreglu, gáfu þeir sér ekki tima til að bíða, heldur drifu hina slösuðu upp i annan bíl sendiráðsins, sem kom á staðinn rétt eftir að slysið varð. Var hin- um slösuðu siðan ekið til borgar- Bíl stolið Á föstudagskvöldið eða aðfara- nótt laugardags var gulbrúnum Opel Rekord statioij-bíl stolið frá Skaftahlíð 28 í Reykjavík. Einkennisstafir bílsins eru G- 4068 og er bíllinn af árgerð 1963. Þeir, sem kynnu að geta gefið upplýsingar um ferðir bílsins frá því á föstudagskvöld, eða hvar hann er nú að finna eru beðnir að láta rannsóknarlögregluna f Hafnarfirði vita. innar og þar á slysadeild. Aðrir Rússar, sem á staðnum voru, voru síðan fluttir á brott í þremur bil- um sem komu þar að skömmu seinna. Voru tveir Rússar i hverj- um þeirra en enginn þeirra bíla var merktur sendiráðinu. Hjalti bauð Rússunum að setj- ast inn í sinn bíl, á meðan beðið væri, en þeir þáðu það ekki, nema hvað þrjú börn settust í aftursæti bílsins. Er lögreglan kom á stað- inn vildu Rússarnir ekkert við hana segja, nema það, að fulltrúi sendiráðsins kæmi bráðum og •myndi svara spurningum lögregl- unnar. Sjúkrabíllinn varð að fara Framhald á bls. 35 Leirgos í Kverkfjöllum? SAMKVÆMT frásögn frétta- ritara Mbl. á Egilsstöðum, Steinþórs Eirfkssonar, var ný- lega farið inn I Kverkfjöll og vegurinn þangað allur heflað- ur. Er nú fært í Kverkfjöll fyrir 2ja drifa bíla. I Kverk- fjöllum er skáli, sem rúmar 50 til 60 manns. Steinþór sagði að ishellirinn, sem fallið hefði saman í fyrra, væri nú kominn í sitt fyrra horf. Þá virðist einnig hafa orðið eitthvert jarðrask í Hveradal vestan f Kverkafjöll- um, en þar er snjór allur leir- litaður — að sögn Völundar Jóhannessonar, sem þekkir mjög vel til á þessum slððum. Sagði Stcinþór að svo virtist sem þarna hefði orðið leirgos cða eitthvað slfkt f vetur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.