Morgunblaðið - 19.07.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.07.1975, Blaðsíða 1
20 SÍÐUR 161. tbl. 62. árg. LAUGARDAGUR 19. JULl 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. „Nýtt tímabil í sögu mannkyns” Geimstöðin Houston, 18. júlí. AP LEIÐANGURSSTJÓRI Apollo, Thomas P. Stafford, sagði á föstudag að tenging sovézka og bandariská geimfarsins „markaði nýtt timabii i sögu mannkynsins“. Rússneski leið- angursstjórinn, Alexei Leonov, sagði að „andrúmsloft detente" hefði gert þessa sameiginlegu geimferð mögu- lega, og sagði hann hana vera „fyrsta skrefið á hinum enda- lausa vegi geimkönnunar“. Geimfararnir sögðu þetta á fundi með fréttamönnum f gegnum sjónvarp, þar sem þeir og hinir 3 geimfararnir svöruðu spurningum blaða- manna f Houston og Moskvu. Blaðamannafundurinn var hápunktur dagsins, en báðar áhafnirnar höfðu farið fjölda ferða á milli geimskipanna. Meðan á fundinum stóð voru leiðangursstjórarnir saman f Soyuz en í Apolio voru Banda- ríkjamennirnir Slayton og Brand og Sovétmaðurinn Kubasov. Stafford hóf blaðamanna- fundinn með því að segja: „Þegar við opnuðum iokuna á milli geimskipanna, hófst á jörðu niðri nýtt tímabil í sögu mannkynsins. Hvernig það tímabil endar veltur á þjóðum Framhald á bls. 19 Sprengdu gísl- ana og sjálfa sig í loft upp 12 biðu bana ALLS biðu 12 manns bana og rúmlega 100 slösuðust þegar járn- brautarlest fór út af sporinu i einni útborga Rio de Janeiro og lenti á húsi sem hýsir dansskóla. í lestinni voru um 1200 manns á leið heim frá vinnu sinni. AP símamynd. SAMEIGINLEG GEIMFERÐ — Sovézkir og bandariskir geimfarar hittast i geimnum. Myndin er tekin af sjónvarpsskermi i gær og sjást á henni Bandarikjamenn f heimsókn hjá Sovétmönnum i Soyuz 19. Líkur á Concorde-banni Washington, 18. júlí. Heuter. NEFND öldungadeildar Banda- rfkjaþings féllst f dag á breyting- artillögu, sem felur f sér bann á iendingum brezk-frönsku hljóð- fráu farþegaþotunnar Concorde, á bandarfskum flugvöllum. Til- lagan er um breytingu á flutn- ingalögum, sem taka eiga gildi 1976, og er þess efnis að stöðvaðar verði fjárveitingar til flug- umferðarstjórnar á flugvöllum þar sem Concorde fær að lenda. Bera þingmcnn aðallega fyrir sig hávaða frá þotunni. British Air- ways og Air France hafa bæði sótt um leyfi til takmarkaðs áætlunar- flugs með Concorde til New York og Washington. Flugmálastjórn Bandarfkjanna hefur veitt bráða- birgðaleyfi, en almenn andstaða er gegn þessu flugi. Lissabon, 18. júlf. AP. Reuter. PORTUGALSKA hernum var í kvöld skipað að hafa uppi allan viðbúnað f hinum þéttbýla norð- urhluta landsins, þar sem jafn- aðarmenn ætluðu að halda úti- fund f vfnborginni Oporto, næst stærstu borg landsins. Bæði jafn- aðarmenn og kommúnistar flykktust til borgarinnar á föstu- dag. Múgur réðst inn á skrifstofur Kommúnistaflokksins f tveim bæjum fyrir utan Lissabon og brenndu skjöl og bækur, sem þar fundust. Áreiðanlegar heimildir herma að herstjórnin hafi kallað til sín leiðtoga stríðandi flokka í Portúgal og reynt að draga úr þeirri spennu, sem myndast hefur eftir að bráðabirgðasamsteypu- stjórnin féll. Leiðtogi jafnaðar- manna, dr. Mario Soares, hvatti forseta landsins, Francisco da Tel Aviv, Damaseus, 18. júlf. — Reuter. SAMTÖK palestínskra skæruliða sögðu í kvöld að nokkrir félagar þeirra hefðu sprengt sjálfa sig í loft upp ásamt nokkrum fjölda ísraelskra gísla, eftir harðan bardaga við landa- mæri ísraels og Libanons. Samtökin sögðu að skæru- liðarnir hefðu gripið til þessa ráðs eftir að hafa verið búnir með allar vél- byssukúlur, handsprengj- ur og eldflugar. Ekkert var sagt um fjölda skæru- liðanna eða gíslanna. Fréttir frá Tel Aviv herma að tveir menn hafi verið handteknir á Ben Gurion flugvelli á föstudag, grunaðir um að ætla að vinna skemmdarverk, og þrir arabiskir skæruliðar voru eltir uppi og drepnir nærri landamærum Costa Gomes, og Otelo Saraiva, yfirmann Copcon öryggissveit- anna, til að koma á reglu i land- inu. Flokkur Soares sagði skilið við bráðabirgðastjórnina í síðustu viku vegna ágreinings við herinn. Dr. Soares flaug til Oporto á föstudag til að vera viðstaddur fundinn, sem haldinn er til stuðn- ings þeirri ákvörðun jafnaðar- manna að segja sig úr stjórhinni. Áfelldist hann kommúnista harð- lega fyrir að reyna að koma á upplausn f landinu. Kommúnistar hótuðu að um- kringja Lissabon og Oporto og koma á vegatálmunum um allt land i baráttu gegn jafnaðar- mönnum, sem urðu sigurvegarar kosninganna í aprfl. Copcon gaf þá viðvörun f kvöld að sveitirnar myndu beita afli gegn hugsanleg- um aðgerðum „erlendra gagn- byltingar- og afturhaldsafla". Kommúnistar notuðu svipað orð- bragð þegar þeir kölluðu stuðningsmenn sína út á götur til bardaga gegn „andbyltingar- og afturhaldssinnum". Framhald á bls. 19 Libanons, að sögn öryggissveita. Uppgötvun öryggissveitanna á gati í öryggisgirðingu við landa- mærin leiddi til 9 klukkustunda langrar leitar, sem endaði með hörðum skotbardaga á eplaökrum I nyrsta hluta ísraels, nálægt bænum Metullah. Sjónarvottar Libanons megin landamæranna sögðu fréttamanni Reuter, að bardagarnir hefðu ver- ið hinir hörðustu og að Israelar hefðu notað eldsprengjur, skrið- dreka og flugvélar. Stóð bardag- inn í 8 klukkustundir. Eplaakr- arnir stóðu í ljósum logum um hádegi og mikill reykur var yfir svæðinu. i--------------------------------- MÓTMÆLAFUNDUR JAFNAÐARMANNA — Hluti hms mikla mötmælafundar, sem jafnaðarmenn héldu i Lissabon á þriðjudag. Er talið að um 10.000 manns hafi verið á fundinum. Var hann haldinn í mótmælaskyni við Hreyfingu hersins, eftir að jafnaðarmenn höfðu algerlega snúið baki við henni. Jafnaðarmenn flykkt- ust til Oportofundarins Nýr ágreiningur í Genf Genf, 18. júlí. Reuter. FULLTRUAR á 35 ríkja Öryggis- ráðstefnu Evrópu, sem þegar voru farnir að undirbúa kampa- vfnsveizlur til að halda upp á lok viðræðnanna f Genf, sem staðið hafa í 22 mánuði, urðu enn að fresta ákvörðun um upphafsdag toppfundarins, þegar allt sat fast í nefnd út af deilum Tyrkja og Kýpurmanna um heræfingar. Sex klukkustunda viðræður dugðu ekki til að sætta sendi- nefndirnar tvær, en þær greinir á um stærð og legu þess landsvæðis, sem bannað er að halda heræfing- ar á, án þess að tilkynna þær fyrirfram. önnur lönd hafa náð samkomulagi um þetta. Þrátt fyr- ir áberandi spennu á göngum ráð- stefnuhallarinnar, voru sendi- nefndir ekki svartsýnar á að loka- þáttur ráðstefnunnar gæti hafist 30. júlí i Helsingfors. Formenn sendinefnda, sem mynda sam- ræmingarnefnd ráðstefnunnar, hittast liklega í kvöld, og stað- festa 30. júlí, sem upphafsdag toppfundarins. Fréttamenn benda þó á að jafnvel þó að ágreiningurinn um heræfingar verði leystur í kvöld, geti svo farið að samræmingar- nefndin fresti ákvörðun sinni. Sendiherra Finna á ráðstefnunni sagði fréttamanni Reuters að stjórn sín myndi ekki mótmæla af neinni hörku, þó að enn drægist að staðfesta hvenær toppfundur- inn gæti hafist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.