Morgunblaðið - 19.07.1975, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.07.1975, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLI 1975. • „lcelandic Airlines" / „What'ya Gonna Do" Jóhann G. Jóhannsson Sun Records 45 sn. stereo 0 Á rokkhátið getur ýmislegt skemmtilegt skeð, enda varð sú raunin á nýafstaðinni Húnaversgleðí '75 Heppnaðist hátiðin með mikl- um ágætum enda voru veðurguðirn- ir með afbrigðum hliðhollir og gengu menn hálfnaktir um svæðið, i skapi sem var i samræmi við sól- skinið „Svona eiga útisamkomur að vera", hugsaði Stuttsíðan með sér um leið og hún fékk sér bað i ánni. 0 Eftir hádegi á laugardag voru öll hljóðfærin drifin út undir bert loft og hljómleikarnir (eða Rock-festivalið eins og þeir kalla það i útlandinu) hófust við mikinn fögnuð við- staddra. Ámundi umboðsmaður Ámundason bauð gesti velkomna á þessa „bindindishátið,, eins og hann komst að orði, og fór lauslega yfir sögu staðarins. Siðan kynnti hann fyrsta atriðið, Árna Sigurðsson, sem söng við undirleik Júdasar Er skemmst frá þvi að segja að Árni stóð sig með prýði enda án efa í hópi okkar beztu blues-söngvara, fyrir utan það að maðurinn hefur sérkennilega og skemmtilega fram- komu. Þá gekk á sviðið ádeiluskáld- ið og háðfuglinn MEGAS og söng hann þrjú lög við eigin undirleik og eitt með undirleik Júdasar. Megas er með frumlegri og sérkennilegri listamönnum sem hér hafa komið fram é seinni árum, enda fékk hann misjafnar undirtektir. Það þarf líka nokkurn þroska til að skilja hvert Megas er að fara i kveðskap sínum og því ekki von til að allir geti áttað sig á honum svona við fyrstu áheyrn, — og skelþunnir í þokka- bót. Stuttsiðan tók þó eftir þvi sér til mikillar ánægju að athygli manna á Megasi fór vaxandi eftir því sem á leið og ber það greindarvisitölu sam- komugesta gott vitni. 9 Á eftir Megasi lék hljómsveitin JÚDAS tvö frumsamin lög og siðan tóku HAUKAR_ tvö lög og sönnuðu báðar hljómsveitirnar enn sem fyrr ágæti sitt. Þvi næst var kölluð fram á sviðið söngkonan Linda Gisladóttir og söng hún fjögur lög við undirleik Hauka. Linda er vaxandi söngkona og vonandi eigum við eftir að heyra meira frá henni í framtíðinni. Heiðursgestur hátiðarinnar, Engil- bert Jensen, hafði að sögn kynnis brugðið sér í samkvæmi vestur i Búðardal og þar sem hann var ókominn gat hann ekki komið fram á hljómleikunum eins og gert hafði verið ráð fyrir Hann bætti það þó upp á laugardagskvöldið með góðri dagskrá sem hann tók með Haukum og minnist Stuttsiðan þess ekki að hafa í annan tima séð Jensen i betra stuði. 0 Ekki verðu/ hér farið nánar út i Iýsingar á þessari ágætu samkomu, enda væri það út af fyrir sig efni í doktorsritgerð i þjóðfélagsvisindum eða sálarfræði, — nema hvort tveggja væri. Þó má að lokum geta þess, að Hjörtur Blöndal var á staðn- um með upptökubilinn sinn og hefur Stuttsíðan það fyrir satt, að í ráði sé að gefa hátiðina út á kasettu nú innan skamms og ætti það að vera nokkur sárabót hinum fjöl- mörgu sem fjarri voru góðu gamni á Húnaversgleðinni '75. sv.g. Bjarki áleið suðnr Bjarki Tryggvason, prúðmenni og hetjusöngvari á Akureyri, hefur nýlega lokið við að syngja inn á tveggja laga plötu fyrir Demant h/f og fór hljóðritunin fram í nýja Hafnarfjarðarstúdíóinu. Lögin eru bæði erlend. — Mig langaði bara að gera þetta, sagði Bjarki, þegar Stuttsíðan hafði tal af honum nýlega á Akureyri, — og þegar"þeir í Demant vildu gefa plötuna út, þá sá ég því ekkert til fyrirstöðu. Tveggja laga plata er ekki mikið mál. Eins og landslýð mun kunnugt, þá hefur Bjarki hætt störfum með hljómsveit Ingimars Eydals á Akureyri eftir fimm ár í eldlin- unni. Nú hefur hann í hyggju að koma suður til ReyKjavikur og reyna sig „á mölinni". — Það sem ég er að hugsa um, sagði Bjarki Stuttsíðunni, — er að koma til Reykjavíkur um aðra hvora helgi, eða þar um bil, og troða einhversstaðar upp í klukkutíma á kvöldi eða svo. Enn veit ég ekkert hvar það yrði, en svo mikið er víst, að mig langar ekkert sérstaklega að fara í hljómsveit fjögur eða fimm kvöld i viku. Eftir að Bjarki hætti að syngja með Ingimar Eydal stofnaði hann „soft-roek“ hljómsveit nyrðra, ásamt þeim Gunnari Ringsteð, Á dögunum hélt Change blaða- mannafund til að skýra frá stöðu sinni á hinni grýttu braut í átt til heimsfrægðar. Pelican lét sitt ekki eftir liggja og boðaði nokkrum dögum síðar einnig til blaðamanna- fundar til að skýra frá nýútkominni stórri plötu og til að segja fréttir af sínum högum Pelican á tveggja ára afmæli nú á næstunni og einmitt þessa dagana eru þeir að dreifa á markað annarri stóru plötunni sinni, sem nefnist „Lltil fluga ". Á henni eru tólf lög, ellefu eftír liðsmenn hljómsveit- arinnar, en eitt —- lagið sem heiti plötunnar er dregið af — er eftir kempuna Sigfús Halldórsson Björg- vin Glslason og Ómar Óskarsson eiga sln fimm lögin hvor og Jón Ólafsson eitt. Platan var tekin upp ó Shaggy Dog Studios I Massachusetts snemma á þessu ári. Richard nokkur Tívin leikur á fiðlu I þremur lögum og einnig heyrist rödd stúlkunnar Jane Sims á plötunni. Fyrir utan „Litlu fluguna" hans Jigfúsar hafa nokkur lög plötunnar heyrzt hér á landi áður! „Silly Picca- dilly" kom á lltilli plötu fyrir nokkrum vikum og nokkur lög önnur voru kynnt á hljólnleikum Pelican I Austurbæjarblói I fyrra- haust. Söngvari Pelican á plötunni er Pétur Kristjánsson, en skömmu eftir að hljómsveitin kom heim frá upp- tökunni var Pétri vikið úr hljómsveit- inni og Herbert Guðmundsson kom I hans stað „Það hefur verið neikvætt kjaftæði i kringum okkur út af þessu," sögðu þeir I Pelican „en þó hefur ekki gengið nærri eins illa hjá okkur að undanförnu og fólk vill halda fram. Bandið gerir almennt miklu meiri lukku nú en þá, sérstaklega úti á landi." „Það verður yfirleitt alltaf allt brjálað á böllum hjá okkur," sagði Björgvin Gislason. Ýmsar skýringar hafa kofnið fram á brottvikningu Péturs, og hann hefur m.a. nefnt þá ástæðu I blaða- viðtölum, að ágreiningur hafi verið um lagaval og sitthvað annað, en þeir fyrrverandi félagar hans I Peli- can eru ekki á sama máli. „Þetta var ekki svo mikið þras um lög," segja þeir og benda á ástæðu, sem hafi vegið einna þyngst á metunum: Þeir erlendu aðilar, sem hafa sótzt eftir samningum við hljómsveitina, hafi flestallir talið sönginn veikasta hlekkinn I hljómsveitinni og lagt áherzlu á að það atriði yrði að bæta, annars kynni það að draga hljóm- sveitina niður „Pétur er góður rokksöngvari," segja þeir, „en þetta er ekki bara rokk, sem við erum að flytja á plöt- unni " Þá er spurt, hvers konar efni þetta sé. Þeim vefst tunga um tönn, enda* skilgreiningar popptónlistarinnar yfir höfuð harla óljósar. Þó er þarna ekki um hreina danstónlist að ræða, þvl að Ómar Óskarsson segir: „Við verðum að spila dansmúslk á böllum — fólkið vill ekki annað — og þá freistast maður til að gera aðra hluti á plötum . . . Þegar á heildina er litið er tónlístin á þessari plötu frekar svlfandi . . " Skal þá vikið að stöðunni I samningamálum Pelican við banda- ríska aðila, en eins og menn rekur vafalaust minni til, voru þeir Pelican- félagar mjög bjartsýnir á það eftir heimkomuna sl. vor, að innan fárra vikna yrði búið að gera samninga við bandarlska aðila um alhliða um- boðsmennsku og plötuútgáfu En þau mál hafa öll dregizt á langinn, „af ýmiss konar lagalegum ástæðum og skepnuskap," segir Ómar Valdi- marsson framkvæmdarstjóri hljóm- sveitarinnar. Fjölmargir aðilar hafa sýnt mikinn áhuga á að tryggja sér góðan skerf af gróðanum, sem þeir telja sig sjá I vændum hjá Pelican á næstunni. Má t.d. nefna að fulltrúi Shaggy Dog stúdlósins kom hingað til lands I vor til að reyna að tryggja fyrirtækinu útgáfuréttinn á Pelican- efninu, en strax daginn eftir var kominn hingað maður frá Breezy Hill-fyrirtækinu, sem hefur mest staðið I samningaumleitunum við Pelican, og vildi sá síðarnefndi gæta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.