Morgunblaðið - 19.07.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.07.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLl 1975. 13 fclk í fréttum + Tran Quang Dung litli lenti hér I skemmtilegu ævintýri. Vfir 8000 flóttamönnum var bodiö aö sjá sýningu Ringling Bros. og Barnum & Bailey sirkusins I Camp Pendleton herstöðinni nýlega. Tran litli bað loftfimleikamanninn og ofurhugann, hinn franska Philippe Petit, að lofa sér með — og það var auðsótt mál. Ava Gardner + Ava Gardner gætir þess yfir- leitt mjög vel að almenningur viti lítið um einkalff hennar. Hún hengdi t.d. skilti á dyr hótelherbergis sfns f Leningrad þar sem á stóð „Ónáðið ekki“ — en þar er verið að taka kvik- mynd sem hún leikur f. Nýlega olli hún miklu uppnámi. Lög- reglunni var tilkynnt um hvarf hennar og það var ekki fyrr en morguninn eftir að hún fannst á næturklúbbi — þar dansaði hún af fullum krafti við bfl- stjórann sem hafði ekið henni þangað. „Mig langaði allt f einu svo mikið að dansa, en hafði engan annan til að fara með,“ sagði AvaGardner. + Brezki rit- höfundurinn og ævintýra- maðurinn Den- is Hills er nú kominn heim til Englands eftir fangelsis- vist og dauða- dóm f Uganda. Hér sjáum við Hills, við kom- una til Heath- rov-flugvallar f London. + Þau Liberace, Debbie Reynolds og læknirinn Benja- min Spock eru í hópi þeirra, sem skýra frá fyrstu kynnum sfnum af kynlffinu f nýrri bók. Bókin verður gefin út f Banda- rfkjunum og fyrirfram hafa verið pöntuð yfir 400.000 ein- tök. + Anthony Quinn þykir lfk- legastur I hlutverk Aristotle Onassis í samnefndri mynd. Quinn hefur grfskt yfirbragð og lék m.a. Zorba, en hann er hálfur Mexicani og hálfur Iri. + Donna Bird, ásamt asnanum, hundi sfnum og ketti, ætlar að ferðast fótgangandi yfir þvera Ameríku. Hún hefur ferðazt 450 mflur á einu ári, segist fara mjög hægt yfir til þess að njóta ferðalagsins til fullnustu. Gulur, rauéur, grænn&blár Brauðbær geréuraf meistarans li höndum VIÐ HLEMMTORG Hraðbátur til sölu. stærð 22,5x6,54, x 4 fet með 40 hesta Johnson motor geingur 20 mílur, verður til sýnis næstu daga. Fasteignamiðstöðin Hafnarstræti 11, sími 14120. Héraðsmót Sjálfstæðis flokksins um næstu helgi á Hnífsdal og Suðureyri. Um næstu helgi verða haldin héraðsmót Sjálfstæðisflokksins sem hér segir. Hnifsdal laugardaginn 1 9. júlí kl. 21. Ávörp flytja Matthias Bjarnason, sjávarút- vegsráðh., Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþm. og Jón Ól Þórðarson fulltr. Suðureyri sunnudaginn 20. julí kl. 21. Ávörp flytja Matthias Bjarnason, sjávarút- vegsráðh., Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþm. og Úlfar Ágústsson, kaupm. Skemmtiatriði á héraðsmótunum annast hljómsveit Ólafs Gauks ásamt Magnúsi Jónssyni, óperusöngvara Svanhildi, Jörundi og Hrafni Páls- syni. Hljómsveitina skipa Ólafur Gaukur, Svanhildur, Ágúst Atlason, Benedikt Pálsson og Carl Möller. Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur, þar sem hljómsveit Ólafs Gauks leikur fyrir dansi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.