Morgunblaðið - 19.07.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.07.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARÐAGUR 19. JULl 1975. hf. Árvakur. Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40.00 kr. eintakið Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri fj’allar I ný- legum Fjármálatíðindum um ný viðhorf í verðtrygg- ingar- og vaxtamálum, eftir aó verðbólguvöxtur komst upp í 40—50%, eins og verið hefur frá því snemma árs 1974. Aðstæð- ur eru aðrar nú en með 13% meðalverðbólgu á ára- tugnum frá 1960 til 1970. Telur hann verðtryggingu skynsamari en vaxtahækk- bólgu er þetta vafalaust einfaldasta og hagfelldasta leiðin, og vonandi tekst að skapa þau skilyrði að nýju, áður en mjög langt líður. „Á meðan verðbólgan er á svipuðu stigi og verið hefur síðustu tvö árin, er hinsvegar nærri þvi óhugs- andi að tryggja viðunandi ávöxtun með breytilegum vöxtum einum saman. Við þær aðstæður er verð- trygging eina raunhæfa siðan, hvern veg verð- bólgan hafi leikið fjárhag fjárfestingarsjóða, sem í vaxandi mæli hafi þurft að afla sér erlendra lána eða verðtrýggðra innlendra lána til að anna eftirspurn. Erlent lánsfé í ráðstöf- unarfé sjóðanna nú nemur um 30%, en verðtryggt innlent fé um 20%. Þessi þróun kallar á róttæka endurskoðun á lánakjörum sjóðanna til samræmis við kostnað þess fjármagns, sem þeir þurfa sjálfir að afla. Siðan ræðir seðlabanka- stjóri ný lög um árlega endurskoðun á lánskjörum fjárfestingarsjóða og nauð- syn þess, að fram fari al- menn endurskoðun láns- kjara. Sú endurskoðun eigi að stefna að því marki að tryggja í senn eðlilega ávöxtun sparifjár og sam- eiginlegra sjóða á verð- þennslutímum. í því efni bendir hann á tvö atriði: Ný viðhorf í verðtryggingar- og vaxtamálum anir í því ástandi, sem hér hefur ríkt undanfarin ár. í grein seðlabankastjóra segir m.a.: „Verðgildi fjármagns má tryggja með tvennum hætti. í fyrsta lagi með vöxtum, sem á hverjum tima eru nógu háir til þess að vega á móti verðrýrnun höfuðstólsins og skila um leið nokkurri raunveru- legri ávöxtun. Við skilyrði tiltölulegra hægrar verð- leiðin, enda hefur hún verið tekin upp í vaxandi mæli síðustu árin.“ 1 því efni bendir seðlabanka- stjóri áþrjú dæmi: 1) verð- tryggð spariskýrteini og happdrættisbréf ríkissjóðs, 2) verðtryggð lán lífeyris- sjóöa og fjárfestingarsjóða og 3) skyldusparnað. Á þessu ári má búast við að verðtryggður sparnaður verði i heild um 3000 m.kr. Jóhannes Nordal ræðir „I fyrsta lagi endur- skoðun á lánskjörum líf- eyrissjóða, en verð- trygging á fé þeirra er brýn nauðsyn, ef þeir eiga að geta tryggt félögum sínum viðunandi lifeyri í framtiðinni. Er ekki óeðli- legt, að lánskjörum þessum verði breytt með hliðsjón af hinum nýju lánskjörum fjárfestingarlánasjóða. I öðru lagi er tímabært að athuga, hvort ekki sé rétt að koma á flokki verð- tryggðs sparifjár í innláns- stofnunum. Með því móti mætti bæði bæta hag spari- fjáreigenda, sem svo mjög hefur hallað á að undan- förnu, og um leið efla sparifjármyndun og getu bankakerfisins til að mæta brýnum rekstrarfjárþörf- um atvinnulífsins.“ Verði ábendingum þess- um framfylgt, mætti halda vöxtum mjög í skefjum, enda þá litið á þá sem eðli- lega arðgjöf en ekki vernd gegn verðbólgu. Jafnhliða yrði stefnt að því að létta á lánsfjárskömmtun, sem lengi hefur verið við líði, þar eð verðbólgugróði af skuldasöfnun væri ekki lengur fyrir hendi. Þessar ráðstafanir mundu stuðla að eðlilegri sparifjár- myndun í landinu og þöka fjármagninu til þeirra framkvæmda, sem arðbær- astar væru og þjónuðu bezt hagsmunum okkar, bæði sem einstaklinga og heildar. Mótmælí á misskilningi byggð Mótmæli miðstjórnar Alþýðusambands Is- lands gegn tímabundnu og afmörkuðu vörugjaldi til að mæta fyrirsjáanlegum halla ríkissjóðs á yfirstand- andi ári, eru út af fyrir sig ekki óeðlileg. Hinsvegar eru þær forsendur, sem í mótmælunum greinir, byggðar á nokkrum mis- skilningi. í fyrsta lagi koma tekju- skattsívilnanir, sem metnar eru á 2000 m.kr., sem og niðurgreiðslur landbúnaðarafurða, sem ríkisstjórnin gaf verkalýðs- samtökunum fyrirheit um, áfram hinum lægst laun- uðu í þjóðfélaginu til góða. í öðru lagi sneiðir hið nýja vörugjald hjá helztu nauðsynjum atvinnuveg- anna og ýmsum mikilvæg- ustu neyzluvörum almenn- ings, svo reynt er skerða sem minnst atvinnu- og af- komuöryggi almennings. f þriðja lagi er gildistími vörugjaldsins aðeins rúmir fimm mánuðir, en það fellur niður um nk. áramót, svo rangt er að reikna áhrif þess á ársgrundvelli eins og gert er í samþykkt miðstjórnarinnar. Morgunblaðið er sam- mála því, að æskilegast hefði verið, ef sú leið hefði reynzt fær, að mæta fyrir- sjáanlegum greiðsluhalla ríkissjóðs með frekari lækkun ríkisútgjalda. Sú leið gaf þó ekki nema 2000 milljónir upp . í 3850 milljóna halla. Eftirstöðv- arnar þurfti því áð taka með umræddum tekju- auka, m.a. til að mæta þeirri tekjuskerðingu og þeim útgjaldaauka, sem leiddi af samkomulaginu við verkalýðssamtökin i landinu og staðið verður við i einu og öllu. Af þessum sökum hlaut um- rædd samþykkt ekki ein- róma stuðning í miðstjórn Alþýðusambandsins. Blðm © vlkunnar Hreökur (Raphanus sativus) Þegar svalt og sólarlítið sumar fylgir í kjölfarið á sér- lega köldu vori eins og nú hefur verið a.m.k. hér sunnanlands, er tæplega mikils árangurs að vænta af matjurtaræktun. Þó getur úr rætzt ef ögn hlýnar og haustið verður gott — alltaf lifum við í voninni! Sem við komum að máli við matjurtasérfræðing okkar og bárum okkur upp undan lítilli framför á matjurtum tjáði hann okkur að enn væri tími til að sá hreðkum. Tókum við hann á orðinu og fengum hann til þess að segja lítilsháttar um ræktun þeirra: Hreðkur eru öðru nafni nefndar radísur, og eru meðal þeirra matjurta sem hvað fljótvaxnastar eru hér á landi og auðvaldar í ræktun. Þess- vegna ættu foreldrar að leyfa börnum sínum að hafa svo sem eins og fermetra blett f garð- inum til þess að rækta í hreðkur. Sá má til hreðkna frá maíbyrjun til júlíloka. Hreðkur vaxa bezt í myldnum og gljúpum jarðvegi sem ekki verður of þurr. Þar sem hreðkur eru fljótvaxnar og ræturnar grunnstæðar er nauð- synlegt að rakinn í kringum þær sé jafn. Verði miklar raka- sveiflur má búast við vaxtar- truflunum og verður þá hreðkan safalftil og seig og með remmubragði. Hreðkur þurfa lítinn áburð en auðleystan, má það vera hvort heldur er bú- fjáráburður eða tilbúinn áburður. Sé notaður búfjár- áburður skal hann stunginn saman við moldina, en til- búnum áburði dreift yfir eftir að sáðreiturinn hefur verið stunginn upp. Hreðkufræinu skal sá i raðir eins sm djúpar og hæfilegt er að hafa 10—12 sm milli raða, en milli fræja 1—2 sm. Fræið er stórt og auð- velt að sá þvi úr lófa eða af undirskál. Eftir sáningu má þekja rásirnar með sandi eðá sandblendinni mold. Að lokum er vökvað. Hreðkur verða fullþroska á 7—8 vikum eftir sáningu, þó 1—2 vikum fyrr um hásumarið á meðan hlýjast er. Þær eru teknar upp þegar þær eru orðnar l‘A—2 sm í þvermál, þá eru þær bragðbeztar og ljúf- fengastar. Þær þola ekki að standa lengi í moldinni eftir að þær hafa náð eðlilegum þroska. Þær verða fljótt svampkenndar og holar að innan, siðan tréna þær og hlaupa í njóla. Hreðkur má geyma í kæli rúma viku eftir upptekt án þess að tapa bragðgæðum. Hreðkur geta verið margbreytilegar í lögun; hnöttóttar, egglaga, sívalar og keilulaga. Liturinn getur verið hvitur eða rauður. Oft eru þær tvílitar, rauður kollur og hvítur hali, og er til fjöldi afbrigða. Fáir sjúkdómar ásækja Framhald á bls. 19 Sami hestur vinnur 300 m og 800 m stökk hjá Sindra KAPPREIÐAR Hestamanna- félagsins Sindra fóru fram laugardaginn 28. júní s.l. á velli félagsins við Pétursey. Ekki brást sú venja að gott veður var á kapp- reiðum Sindra, en elztu menn muna ekki annað en gott veður á þeim degi, sem kappreiðarnar fara fram Fjöldi manns úr nágrannasveitunum kom til að fylgjast með kappreiðunum. Alls kepptu í gæðingakeppni 33 hross en í hlaupum kepptu um 30. Gæð- ingar voru dæmdir eftir tillögum nefndar, sem unnið hefur að endurskoðun spjaldadóma. Þá völdu áhorfendur fegursta gæð- inginn og varð þar fyrir valinu Drottning Antons Guðlaugssonar í Vík. Frá því að tekin var upp sú venja að gefa áhorfendum kost á að kjósa fegursta gæðinginn hef- ur stöðugt fjölgað þeim, sem taka þátt í þvi og nú skiluðu um 200 seðlum. Drottning varð einnig hlutskörpust i keppni um bezta töltarann og hlaut einkunina 9,5. Einstök úrslit urðu sem hér seg- ir: GÆÐINGAKEPPNI A-FLOKKUR: I. Hervar, 7v., eign Anfons (iuðlaugssonar, með meðaleinkunina 8,50 II. Muggur, 9 v., eign Bjarna Þorbergssonar, meðaleinkunn 8,33 III. Hrefna, 10 v. eign Antons Guðlaugssonar, Meðaleinkunn 8,10 GÆÐINGAKEPPNI B-FLOKKGR: I. Perla, 7 v., eign Bergs Pálssonar, meðal- einkunn 8,08. II. Slraumur, 9 v., eign Jðns Sigurðssonar, meðaleinkunn 8,03. III. Sokki, 7 v., eign Hallbergs Siggeirssonar, meðaleinkunn 7,48. 250 M SKEIÐ: 1. Selur, eign Sigurbergs MagnúsSonar á 20,0 sek. Aðrir hestar hlupu upp. 250 M GNGHROSSAHLAUP: 1. Moggi, 6 v., eig. Haraldur Sveinsson en knapi Kristján Guðmundsson. Tfmi: 20,2 sek. 2. Asi, 5 v., eig. og knapi Þórður Stefánsson. Tfmi: 20,4 sek. 3. Jötunn, 5 v., eig. og knapi Jónas Hermannsson. Tfmi: 20,6 sek. 300 M STÖKK: 1. Kolur, eign Gests Vigfússonar en knapi var Ævar Agnarsson. Tími:22,9 sek. 2. Skúmur, 7 v., eig. og knapi Hermann Árnason. Tfmi: 22,9 sek. 3. Brana, 9 v., eign Vigfúsar Magnússonar og Arna Sigurjónssonar en knapi var Hermann Árnason. Tfmi: 23,1 sek. Árlegt hestaþing Sleipnis og Smára verður haldið að Murn- eyrum á Skeiðum á morgun, sunnudag, og hefst með hópreið félagsmanna kl. 13.30. Síðan verður helgistund en þá taka við dómar gæðinga og verður dæmt í tveimur flokkum, A- flokki alhliðagæðinga og B- flokki klárhesta með tölti. í tengslum við gæðingadómana fer fram sérstök keppni ung- menna 17 ára og yngri úr Sleipni en þau ríða einn hring fyrir dómnefnd og hún velur bezta knapann. Á kappreiðum hestaþingsins verður keppt í 4 greinum. I 250 m skeiði verða m.a. eftirtaldir hestar: Snerrir, Einars Þor- steinssonar í Keflavík, Vafi, Er- lings Sigurðssonar í Reykjavík, 800 M STÖKK: 1. Kolur, eign Gests Vigfússonar en knapi var Ævar Agnarsson. Tfmi: 65,4 sek. 2. Mósi, 10 v., eig. Bjarni Þorbergsson en knapi Gunnar Oddssteinsson. Tfmi: 71,0. 3. Jarpur, 10 v., eig Gísli Vigfússon en knapi Gestur Vigfússon. Tfmi: 73,5 sek. Þá var keppt f 800 m brokki og sigraði þar Blesi Valdimars Guðmundssonar. Það vekur sérstaka athygli að sami hestur sigrar í 300 metra og 800 metra stökki, en slíkt er fremur fátftt. og Ljúfur, Haröar G. Alberts- sonar Hafnarfiröi. Sigurstrang- legasta hrossiö í 250 m ung- hrossahlaupi er Blesa frá Hlemmiskeiði, sem kom skemmtilega á óvart á fjórð- ungsmótinu og sigraði. í 300 m stökkinu er meðal keppenda Muggur, Sigurbjörns Bárðar- sonar. Á Murneyrum er búið að lengja brautina, þannig að hægt er að keppa í 800 metrum, og verður það gert. I hópi þeirra hrossa, sem þar keppa, eru m.a. Frúarjarpur, Unnar Einarsdóttur, Óðinn, Harðar G. Albertssonar, og Rosti, Baldurs Oddssonar. Alls taka rúmlega 120 hross þátt í keppni á hesta- þinginu, og eru þá meðtalin þau hross, sem þátt taka f gæðinga- keppninni. Hestaþing að Mum eyrum á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.