Morgunblaðið - 19.07.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.07.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JULl 1975. 3 Sláttur víð- ast að hefjast Spretta almennt léleg „ÞAÐ er lftið sem ekkert um kal á landinu og víða er farið að slá á Norðurlandi,“ sagði Agnar Guðnason hjá Búnaðarfélaginu i samtali við Mbl. í gær, „spretta er sæmilega góð á votlendari túnum og út til stranda, en mun verri á harðlendum og þurrum túnum inn til landsins. Almennt má þó segja að spretta sé léleg þótt slátt- ur sé almennt að hefjast í þessari viku. I Þistilfirði og Eyjafirði er farið að slá. Verst er ástandið í Vestur-Húnavatnssýslu og tiltölu- lega lítið er farið að slá í Austur- sýslunni. I Tálknafirði var byrjað að slá fyrir helgi, ekkert er farið að slá á Barðaströnd og Rauða- sandi, en í vikunni ætla þeir á Örlygshöfn að hefja slátt á frið- uðu landi. Þar vantar ekki væt- una, heldur hita. Þá eru þeir einn- ig búnir að slá hjá fóðuriðjunni í Saurbæ i Dölum. Borgfirðingar eru að hefja slátt og þannig er þetta almennt. Fé var víða lengi í túnum og kuldi ríkti lengi vors og þetta hvort tveggja hefur valdið lítilli sprettu. Alls var um 2% minna magni áburðar keyrt út í vor en s.l. vor á hina 120 þús. ha ræktaðs lands, sem reyndar hefur aukizt um liðlega 2% eða 3000 ha síðan í fyrra. Gott dæmi um ár- ferðið nyrðra eru hálfvisin kart- öflugrös i Eyjafirði og Þingeyjar- sýslu og víðar um Norðurland þar sem venjan er að kartöflugrös séu hin blómlegustu. Rafmagn til skipa mun hærra en til heimila Útgerðarmönnum hefur þótt rangt að farið gagnvart útgerð- inni að selja rafmagn úr landi til skipa I höfnum á helmingi hærra verði en til ljósa og hitunar í húsum í landi. Morgunblaðið ræddi þetta mái við Pál Guð- mundsson útgerðarmann í Reykjavík í gær og fórust honum svo orð: „Það er hreinasta hneyksli að það skuli vera meira en helgmingi hærra verð sem út gerðin verður að greiða fyrir raf- magn til ljósa og hitunar í skipum sem liggja 1 höfnum ef tekið er rafmagn um borð frá landi, h^ld- ur en rafmagnsnotendur í landi fyrir sömu þjónustu. Allt raf- magn til skipanna kostar 19,77 kr. kw stundin, en kw stundin til heimila er 9,81 kr. Skipin eru þó okkar stóriðja, en ekki eitt álver og þessi ráðstöfun kemur á marg- an hátt niður á útgerðinni. Til dæmis er orkukostnaður fiskiðju- vera svo mikill af þessum sökum að við getum ekki veitt spærling og annað sem nágrannaþjóðir okkar geta gert með góðu móti og allir hafa hagnað af. Orkan til fiskvinnslustöðvanna er seld svo dýr að þau geta ekki greitt nóg verð fyrir þennan fremur verð- litla fisk ef þau vinna hann. Raf- magn úr landi til skipa í ná- grannalöndunum er miklu ódýr- ara en hér og fyrir sæmilega stór skip hér er það hagkvæmara að hafa vélstjóra á launum um borð og keyra dieselvélar með rándýrri olíu, heldur en taka rafmagn úr tenglum í landi. Við höfum meira að segja leigt dieselvél á bryggj- una og keyrt hana þar í stað þess að auðvitað ætti rafmagnsverðið úr landi að vera það hagkvæmt fyrir útgerðina að það borgaði sig heldur en að tuðast með olíuna og eyða í hana gjaldeyri." KARLMANNAFÖT — Þeir Björn Guðmundsson og Guðgeir Þórarinsson sjást hér innan um hluta karlmannafatasettanna, sem Danir og fleiri Norðurlandabúar munu ganga í á næstunni. 1000 sett af karlmanna- fötumsend út flugldðis FYRIRTÆKIÐ Sportver h.f. er nú að senda til Danmerkur eitt þúsund sett af karlmannaföt- um og er þetta f fyrsta sinn, sem karlmannaföt eru flutt út frá tslandi. Fötin eru fram- leidd fyrir danska fyrirtækið G. Falbe Hansen í Randers 1 Dan- mörku, en þau eru að mestu úr ullarefnum og eru í frekar há- um verðflokki á dönskum markaði. Fötin eru flutt út með flugvélum Iscargo og fer ein af vélum félagsins með 500 sett í dag og um miðja næstu viku fer félagið aftur með 500 sett. Fötunum er komið fyrir á herðatrjám í piastpokum og siðar hengd upp inni í vélinni á þar til gerðar slár. Að sögn for- ráðamanna Sportvers, þeirra Björn Guðmundssonar fram- kvæmdastjóra og Guðgeirs Þórarinssonar sölustjóra, hefur þessi flutningsmáti í för með sér margvíslegt hagræði. Mikill kostnaður sparast I umbúðum og nokkrar vikur sparast í flutningum, auk þess sem kaup- andi þarf ekki að pressa fðtin við móttöku. Þeir Björn og Guðgeir sögðu, að fötin yrðu að mestu seld í verzlunum á Norðurlöndum, en samvinna Sportvers og hins danska fyrirtækis hefði hafist árið 1968. Litið væri á þennan útflutning sem tilraun, en margt benti til að um framhald yrði að ræða og þá í enn stærra sniði. Útflutningur á fötum gæti aðeins staðist, ef fram- leiðslutækni og kunnáttusemi starfsfólks væri á mjög háu stigi, því samkeppni væri hörð frá öðrum löndum, þar sem fólk hefði mun lægri vinnulaun og betri starfsaðstöðu en hér tíðkaðist. Grænlenzka útvarpið vill aukna samvinnu Getum mikið lœrt af íslandi, varðandi sjálfstœðan reksjur, segir Finn Lynge FINN Lynge, útvarpsstjóri Grænlands, hefur verið í heim- sókn hér á Islandi til þess að kynna sér rekstur og rekstrar- grundvöil íslenzka útvarpsins og kanna möguleikana á auknu samstarfi íslenzka útvarpsins og þess grænlenzka. Niðurstaða þeirrar könnunar er sú að út- varpsstöðvarnar ætla sér nánara reglulegt sambandj en hingað til hefur það verið þann- ig að fslenzka útvarpið hefur meira og minna fengið fréttir frá Grænlandi f gegn um Dan- mörku og hafa þær verið af skornum skammti. Nú verður reynt að hafa beint samband vió nágranna okkar í vestri, sem eru landfræðilega næstu grannar okkar. „Það stendur þannig málið hjá okkur í ‘Grænlandi," sagði Finn Lynge í samtali við Morgunblaðið, „að við verðum nú að skipuleggja samvinnu við danska útvarpið og um leið mun markast nokkuð starfs- grundvöllur okkar. Við ákváð- um því að setja okkur inn í rekstur útvarpsstöðva hjá grannþjóðum okkar, Islandi og Færeyjum sem hafa á ýmsan hátt sams konar grunn fyrir þennan rekstur og svo hjá Norðmönnum. Þannig viljum við reyna að komast að raun um hvernig reksturinn í þessum löndum er upp byggður og skipulagður á allan hátt. Við höfum líka rætt við islenzka útvarpsmenn um samvinnu stöðvanna, því við viijum koma á sambandi án milliliða og viljum vekja at- hygli á því að það er ekki bara til vestur og austur, heldur einnig norður og suður. Á norðurhlutanum ætti að vera mun meira samband milli Færeyja, íslands, Grænlands og Kanada. Kveikjan að hugmyndum okkar um viðræður nú við íslenzka útvarpsmenn var góð og spennandi gjöf sem íslenzka útvarpið sendi okkur, stór pakki með fjöldamörgum hljómplötum með íslenzkri tón- list. Ég kom nú með nokkrar grænlenzkar plötur til islenzka Finn Lynge útvarpsstjóri Grænlands. útvarpsins, en við getum ekki keppt við ísland á þessu sviði, því hér er svo mikil gróska i þessum málum. Ég er mjög hrifinn af islenzkum kúltúr og þvi sem Islendingar hafa lagt af mörkum til menningar. Islenzk tónlist er m.a. það sem við hugsum okkur að kynna meira í Grænlandi, þvi tónlist er alþjóðleg auk þess sem Grænlendingar lita sér- stökum augum til íslendinga. Þá viljum við hefja samstarf við íslenzka útvarpið á sviði frétta, en um langt árabil hefur fréttaritari okkar á íslandi, Sverrir Þörðarson blaðamaður, sent okkur reglulega fréttir af ýmsum sérstökum atburðum, en í sambandi við útvarpið höf- um við rætt um að fá vikulega afrit af helztu fréttum þess varðandi ísland." Vegna hinna miklu fjarlægða milli staða á Grænlandi á Græn- landsútvarpið í nokkrum erfið- leikum með að senda út til fjar- lægustu staða frá Godtháb, en þar hefur stöðin aðsetur, sér- staklega er þetta erfitt varð- andi Thule og Austur- Grænland, en Austur- Grænlendingar hlusta mikiö á islenzka útvarpið. Um 50 manns vinna alls við græn- lenzka útvarpið, sem sendir út 10 tima á dag, en þó meira um veturinn og um helgar. Græn- lenzkt sjónvarp er nú til um- ræðu, en i hinum ýmsu bæjum eru nú rekin sjálfstæð sjónvörp af einkaaðilum fyrir hvern bæ og einnig senda þessar stöðvar efni sín á milli. Finn Lynge hélt héðan til Færeyja til að kynna sér málin þar, en hann sagði að lokum um ferð sína hingað: „Eg held að við Grænlendingar getum mik- ið lært af islenzka útvarpinu varðandi það hvernig við eigum að standa sjálístætt i rekstri og öðru.“ Háfa lundann í Drangey fyrsta sinni Bæ, Höfðaströnd, 18. júli. I SKAGAFIRÐI hefur að undan- förnu verið ágætis tíðarfar. Hey- skapur er mjög viða byrjaður og margir búnir að hirða hey, en ekki er mikil spretta ennþá. Þó sprettur sem óöast núna, vegna þess að það hefur verið væta i gær og í dag. í fyrsta skipti sem menn vita til hefur verið reynd háfveiði á lunda í Drangey, eins og i Vest- mannaeyjum. Eyjan er að verða sundurgrafin af holum og er gizk- að á, að þar séu mörg hundruð þúsund lundar. Það sýnir ferða- lag fuglanna, að einn lundi veidd- ist, sem var merktur i Vestmanna- eyjum. Trillubátar á Hofsósi fiska mjög lítið á handfæri, en togararnir sæmilega. _... — Bjorn. Bókagjöf í tilefni sigurafmælis SENDIRÁÐ Sövétrikjanna hefur afhent menntamálaráðherra bókagjöf til íslenzku Unesco- nefndarinnar frá sovézku Unesco- nefndinni i tilefni 30 ára afmælis sigursins yfir herjum Hitlers.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.