Morgunblaðið - 19.07.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.07.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JULI1975. 11 Frú Perón vill fá frí Buenos Aires, 18. júlí. AP. MARIA Estela Perón, for- seti Argentínu, hugleiðir nú að biðja þingið um 60 daga leyfi frá störfum vegna veikinda, að sögn áreiðanlegra heimilda. Inn- anríkisráðherra landsins, Antonio Benitez, hefur þó neitað þessu og segir að hún muni nú senn mæta til starfa eftir að hafa legið í innflúensu. Frú Perón, sem nú er 44 ára, hefur verið rúmföst síðustu 3 daga. Læknar segja að henni fari batnandi, en heimildir herma að þeir hafi ráðlagt henni að fara í leyfi, helzt erlendis. Segja heimildirn- ar að fyrrverandi félags- Karpov sigr- aði Spassky Moskvu, 17. júlí. Reuter. ANTOLY Karpov heimsmeistari f skák sigraði Boris Spassky fyrr- um heimsmeistara á skákmóti f Riga f dag. Spassky sem hafði svart lék drottningar-indverska vörn og gafst upp í 44. leik. Karpov teflir fyrir Leningrad en Spassky fyrir Rússland á mótinu en á þvf keppa sveitir frá 15 sam- bandslýðveldum Sovétrfkjanna auk sveita frá Moskvu og Lenin- grad. málaráðherra og aðalráð- gjafi forsetans, José Lopez Rega, sem nýlega varð að segja af sér, hafi ráðlagt henni að fara fram á leyfi frá störfum um óákveðinn tíma. Samkvæmt heimildunum vill þingið að hún annað hvort taki sér frí i ákveð- inn dagafjölda eða segi af sér. Ráðherrar hennar ráð- lögðu henni þá að biðja um 60 daga frí. Frú Perón mun nú eiga við mikla þreytu og streitu að stríða, en síðustu vikur hafa verið viðburða- ríkar í argentínskum stjórnmálum. Önnur merk tiðindi frá Argentínu eru þau að hinn umdeildi efnahagsmálaráð- herra, Celestino Rodrico, hefur lagt fram lausnar- beiðni. Ekki er vitað hvort frú Perón fellst á hana. Guillaume fór með bréfaskriftir Brandts Dusseldorf, 18. júlf. Reuter. GUNTER Guillaume, sem er fyrir ' rétti fyrir að hafa njósnað I þágu kommúnista, átti fund með hátt- settum Austur-Þjóðverja, stuttu eftir að hafa fylgt Willy Brandt, þáverandi kanslara, til Noregs. Kom þetta fram 1 réttarhöldunum yfir honum í dag. Yfirmaður úr lögreglunni, sem yfirheyrt hafði þennan fyrrverandi aðstoðar- mann Brandt, sagði að Guillaume hefði sagt sér stuttu eftir að hann var handtekinn, að fundur sinn með Austur-Þjóðverjanum, sem hann titlaði hershöfðingja, „gæti hafa snúist um öryggismál.“ Áður var rannsóknarnefnd þingsins tjáð að sumarið 1973 hefði Guiilaume farið með leyni- legar bréfaskriftir Brandts frá sumarbústað hans í Noregi til Nixons, fyrrverandi Bandaríkja- forseta. Féllu bréfin undir ströng- ustu öryggisákvæði. Brandt sagði af sér sem kanslari í fyrra eftir að Guillaume hafði verið tekinn fast- ur fyrir njósnir. Kona Guillaumes, Christel, er einnig ákærð fyrir landráð og fyrir að hafa skýrt frá opinberum leynd- armálum. I morgun skýrði annar lögreglu- maður, sem yfirheyrði frú Guillaume, frá þvi að hún hefði lýst því fyrir sér hvernig hún hefði komið ljósritum af leyni- skjölum, sem maður hennar hafði gert, til austur-þýzka öryggis- málaráðuneytisins i gegnum sendiboða, sem hún hitti á kaffi- og veitingahúsum. Sagði vitnið að frúin hefðisagtséraðþau hjón hefðu hitt austur-þýzka sendiboða u.þ.b. einu sinni í mánuði. Sagði hún að skjöldunum hefði verið pakkað inn í skrautlegan gjafa- pappir. Réttarhöldin halda áfram næsta föstudag. Kiwanismenn afhenda 3,2 milljónir króna til geðsjúkra Fundur alheimsstjórnar Kiwanis haldinn hér á landi Meðlimir alheimsstjórnar Kiwanis. Á myndinni er Roy W. Davis að heilsa Einari A. Jónssyni, stofnanda hreyfingarinnar hér á landi. Aðrir eru taldir frá vinstri, Reg Merridew, Roger Toje, Emile Blaimont, William Eagles, Lorin J. Badskey og Bjarni B. Ásgeirsson, en hann er fyrsti varaforseti Kiwanishreyfingarinnar f Evrópu. KIWANISHREYFINGIN á Is- landi afhenti f gær fé sem hreyf- ingin aflaði á svonefndum K-degi f fyrrahaust og varið er til geð- heilbrigðismála. Seldur var K- lykill, og varð hagnaður að sölu hans 3,2 milljónir króna. Kiwanismenn ákváðu að verja fénu á þann hátt, að 2,6 milljónir króna færu til kaupa á tækjum fyrir verndaða vinnustofu við Kleppsspftalann í Reykjavfk og 600 þúsund krónur til kaupa á tækjum til geðdeildar Sjúkra- hússins á Akureyri. Fyrir hönd Kleppsspítalans tók Tómas Helgason. yfirlæknir við fénu úr hendi Eyjólfs Srgurðsson- ár núverandi umdæmisstjóra Kiwanis á ísland.i. Eyjólfur mælti nokkur orð og skýrði m.a. tilgang söfnunarinnar en að henni Störf- uðu alls 1200 manns. Tómas Helgason mælti ennfremur nokk- ur orð og þakkaði Kiwanismönn- um framlag þeirra og landsmönn- um öllum sem létu fé af hendi rakna. Gat hann þess að fénu yrði varið til tækjakaupa fyrir verndaðan vinnustað við Klepps- spitala en áformað er að þar geti fengið störf sjúklingar sem eru í endurhæfingu og öryrkjar sem ekki geta fengið vinnu annars staðar við sítt hæfi. Gjöfin var afhent í hádegis- verðarboði Kiwanismanna í Þing- holti í gær og við sama tækifæri var skýrt frá fundi Heimsstjórnar alþjóða Kiwanishreyfingarinnar sem haldinn er á Islandi þessa dagana. Er þetta árlegur fundur og er hann nú í fyrsta skipti hald- inn utan Bandárikjanna, og vildi Kiwanishreyfingin þannig meta störf islenzku hreyfingarinnar sem mun vera sú öflugasta i heiminum miðað við höfðatölu, með tæplega 1000 félagsmenn. I tilefni fundarins eru staddir hér allir æðstu menn hreyfingarinnar í heiminum, þar á meðal forseti alþjóða Kiwanishreyfingarinnar Roy W. Davis, bankastjóri frá Chicago. Fundurinn verður hald- inn i húsakynnum Háskóla Is- lands en auk fastra dagskrárliða munu fundarmenn kynna sér ís- lenzk menningarmál og hitta að máli islenzka Kiwanismenn. Roy W. Davis mælti nokkur orð í boð- inu í gær og sömuleiðis Emile Blaimont frá Belgiu, forseti Kiwanishreyfingarinnar í Evrópu. I hófinu kom fram, að 6500 Kiwanisklúbbar eru nú starfandi í 47 löndum og félags- menn eru samtals um 280 þúsund. Loks var frá því skýrt í hófinu, að Kiwanismenn, þar á meóal Framhald á bls. 19 Eyjólfur Sigurðsson umdæmisstjóri Kiwanis afhendir prófessor Tómasi Helgasyni gjafaféð. Hjá standa Emile Blaimont (t.v.) og Roy W. Davis. Ljósm. Mbl. Emilía. ) * « LANDSLEIKURINN — Frá landsleiknum f Bergen f fyrrakvöld. Islendingar sækja að norska markinu. Norsk blöð um landsleikinn: 99 lslendingar voru eins og villimenn...” Bergen, 18. júlí, írá Ágústi I. Jónssyni, blaóamanni Mnrgunblaósins: ÞAÐ ERU ógeðfelld skrif sem getur að líta f ýmsum norsku blaðanna í dag og sárt er að lesa lýsingar frá leiknum sem engan veginn hafa við rök að styðjast. Islenzku leikmönnunum er meðal annars lýst sem villimönnum og leikvanginum sem vfgvelli og knattspyrna sú sem fslenzka liðið sýndi virðist ekki hafa vakið hrifningu. Eitt blaðið segir að sigur Norðmanna hafi verið sigur fyrir kanttspyrnuíþróttina og þjálfari norska liðsins segir f blaða- grein, að ef þetta (þ.e. knattspyrnan sem tslendingar leiki) sé það sem koma skal sé það dauðadómur fyrir fþróttina. Blöðin í Bergen ganga lengst norsku leikmannanna þurft á í skrifum sínum og úr þeim er flest af því sem að ofan er frá greint. I einu Bergensblaðanna er viðtal við norskan leikmann, Frode Larsen, og eftir honum haft að Islendingar hafi ekki reynt að leika knattspyrnu. Er þetta nokkuð annað en sami maður sagði við blaðamann Mbl. að leik loknum er hann bar íslenzka liðinu vel söguna og sagði að dómarinn hefði ekki gert sér grein fyrir hinum lfk- amlegu yfirburðum íslénzku leikmannanna. Bergens Arbeiderblad hefur fyrrnefnd ummæli eftir norska þjálfaranum Nils Arne Eggen um knattspyrnuna sem lslend- ingar sýndu og i sama blaði segir hann einnig að dómarinn hefði átt að reka a.m.k. einn Islendinga af velli fyrir grófan leik. Sömu ummæli eru höfð eftir þjáifaranum i öðru blaði en þar er tekið fram að svo virðist sem þjálfarinn sjái að- eins norsku fánalitina í gegn- um gleraugun sin. I Dagbladet i Osló er leik- vanginum likt við vígvöll síð- ustu 15 minútur leiksins. Danski dómarinn hafi þá leyft leikmönnum of mikið og hafi islenzku ruddarnir sérstaklega gengið á lagið. Hafi helmingur meðhöndlun að halda þessar minútur og nokkrir að auki. Aftenposten segir að íslenzka liðið hafi valdið vonbrigðum með litlum hraða og frum- stæóri knattspyrnu. Annars eru norsku blöðin mjög ósammála um það hverjir hafi sýnt beztan leik í íslenzka liðinu. Jóhannes Edvaldsson fær sennilega flest hrósyrðin en margir eru nefndir. Einna sjaldnast eru þó nefndir þeir menn sem íslenzkir blaðamenn og íslenzkir áhorfendur voru hvaó ánægðastir með, Jónarnir Alfreðsson og Pétursson. í Verdens Gang fær Teitur Þóró- arson titilinn bezti leikmaður ísienzka liðsins. Blaðið segir, að gróft spil íslenzka liðsins hafi sést of oft en samt hafi dómar- inn gert of mikið af þvi að blása á brot hjá íslendingum og færa Norðmönnum aukaspyrnur. Er þetta haft eftir norskum 1. deildar dómurum. Af norsku leikmönnunum fær Sigbjörn Slinning bezta dóma og það að verðleikum. Segja blöðin að hann hafi verið drjúgur í sókn- inni og beztur allra i vörninni. Hafi hann alveg haldið í skefj- um þeim Ólafi Júlíussyni og Guðgeiri Leifssyni, sem hafi verið bezti maður islenzka liðs- ins í fyrri leiknum í Reykjavik. w Iþróttir helgarinnar HÉR fer á eftir yfirlit yfir helstu íþróttaviðburði helgar- innar. Sérstök athygli skal vak- in á mikium breytingum sem hafa orðið á dagskrá Islands- mótsins í knattspyrnu frá prentaðrileikskrá: Knattspyrna: LAUGARDAGUR: 1. deild. Kaplakrikavöllur kl. 14, FH — IBV. 2. doild. Þróttarvöllur kl. 14, Þróttur — Reynir A. Molavöllur kl. 16, irmann — Vfkingur Ó. Solfossvöllur kl. 16, Solfoss — Völsung- ur. SUNNUDAGUR: 1. doild. Laugardalsvöllur kl. 20, Vfking- ur — lA. MÁNUDAGUR: 1. doild. Laugardalsvöllur kl. 20, Valur — KR. 2. doild. Kópavogsvöllur kl. 19, Broiða- blik — Haukar. ÞRIÐJ UDAGUR: 1. doild. Laugardalsvöllur kl. 20, Fram — ÍBK. Handknattleikur: Alþjódlogt mót f Lubliano f Júgóslavfu moó þátttöku landslióa IslaníK Júgóslavfu, Póllands og Sovótrfkjanna. Frjálsar íþróttir: 6-landa tugþrautarkoppni f Barcolona á Spáni, rióill f Evrópukoppni. Þátttakond- ur af lslands hálfu Stofán Hallgrfmsson, Elfas Svoinsson, Hafstoinn Jóhannsson og Valbjörn Þorláksson. Bláskógaskokkió, hofst við Gjábakka kl. 14, sunnudag. Golf: Max Factor koppnin hjá GR, öpin koppni f öllum flokkum laugardag og sunnudag áGrafarholtsvolli. Dregið í riðla 1 GÆR var dregið í riðla Norður landamóts unglinga 1 knatt spyrnu, sem hefst f Finnlandi 29 júlí n.k. Eru lslendingar með Finnum og Svíum, í riðli, en hinum riðlunum eru Norðmenn Danir og Vestur-Þjóðverjar, sem leika með sem gestir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.