Morgunblaðið - 19.07.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.07.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JULI 1975. Sjálfstæðishúsið: Oskaðeftirsnörp- um sjálfboðaliðum I DAG eftir hádegi er ætlunin að gera iokaátakið í frágangi á timbri, naglhreinsun og ýmsu smávægilegu við nýja Sjálfstæðis- hiisið og því óskar byggingar- nefnd hússins eftir sjálfboðalið- um í dag. Smíði hússins hefur gengið mjög vel og með sameigin- legu átaki sjálfstæðismanna hef- ur verkið verið unnið eins hratt og raun ber vitni. Byggingar- nefndin bað um að það væri vakin athygli á því hve áriðandi er að snarpur hópur sjálfboðaliða af- greiði áfangann sem áætlað er að Ijúka i dag. Góður gest- ur í Dóm- kirkjunni ERLINGUR Vigfússon óperu- söngvari við Kölnaróperuna er hér staddur í stuttu sumarleyfi. Hann syngur ekki opinberlega hér f Reykjavfk að þessu sinni, nema við messu f Dómkirkjunni á morgun kl. 11 árd. Mun hann þá syngja eitt lag. — En heimabæ sinn, Sand á Snæfellsnesi, heim- sækir hann nú, sem er gamalt loforð og heldur tónleika þar á föstudaginn kemur, en ágóðinn af þeim tónleikum rennur I minningarsjóð um foreldra hans Kristfnu Jensdóttur Og Vigfús Jónsson. En sjóður þessi gaf orgelið ( Ingjaldshólskirkju. Myndin hér að ofan var tekin f gær við orgel Dómkirkjunnar á æfingu þeirra Erlings og Ragnars Björnssonar dómorganista. (Ljósm. Mbl. Emilfa Björg). r Verzlunarráð Islands: SALTFISKVERKUN — Eins og greint er frá í frétt hér á síðunni hafa togarar Bæjarútgerðar Reykjavíkur komið inn með góðan afla frá lokum verkfallsins og því verið mikið að gera í fiskverkunarstöðvunum. Þessi mynd var tekin í gær í saltfiskverkunarstöð BÚR. — Ljósm. Mbl. Br. H. SKALHOLTSHÁTlÐIN — Þær Elín Guðmundsdóttir og Helga Ingólfsdóttir flytja sembaltónlist á Skálholtshátfðinni. Myndin var tekin á æfingu f kirkjunni. Evrópumótið í bridge: Tap á tap ofan Brighton, frá Jakohi R. Möllor ISLENZKA bridgelandsliðinu gengur ekki sem bezt á Evrópu- mótinu og töpuðu þeir fyrir Hol- landi 6—14 í nfundu umferð í fyrrakvöld. I gærdag var spilað við Portúgala, sem voru f 20. sæti og töpuðu íslendingar enn og nú stórt 1—19. Símon og Stefán, Hallur og Þór- ir spiluðu allan leikinn og áttu afleitan dag — sögðu of hátt og spiluðu niður spilum, en þegar þannig er spilað er ekki að búast við árangri á Evrópumóti. 1 gærkvöldi var frí en í dag spilum við við vini vora Breta og um kvöldið við Norðmenn. Símon og Stefán, Hallur og Þórir munu hef ja leikinn í dag gegn Bretum. Norræna þjóð- dansamótið hefst í dag NORRÆNA þjóðdansamótið IS- LEIK ’75 hefst i Reykjavík f dag og stendur fram til sunnudags- kvölds 27. júlf, þ.e. f átta daga. Mótið sækja hundruð þátttakenda frá öllum Norðurlöndunum og verður dagskráin mjög fjölbreytt: skoðunarferðir, skrúðganga, danssýningar, fræðslufundir, danskennsla, dansleikir og sýn- ingarferðir út um landið. Mótið verður sett í Menntaskólanum við Hamrahlið í kvöld af Albert Guð- mundssyni, varaforseta borgar- stjórnar. Staóa efstu þjóða eftir 10 umferðir: Italfa 152, Pólland 138, fsrael 136, Grikk- land og Noregur 129, Bretland 125, Frakk- land 122, Danmörk 115, Holland 109, Sviss 105, Júgóslavfa 98, Ungverjaland 93, Belgfa 92, fsland 91, Svfþjóð 90. 1500tonntil Reykjavíkur EFTIRFARANDI togarar hafa landað í Reykjavík eftir verkfall og þar til i gær: tonn 7.7. B.v. Ögri 94,2 7.7. B.v. Þormóður goði 164,1 8.7. B.v. Vigri 126,3 9.7. B.v. Ingólfur Arnarson 175,7 10.7. B.v. Engey 126,2 14.7. B.v. Bjarni Benediktss. 219,4 15.7. B.v. Narfi 117,5 16.7. B.v. Júpiter 190,7 17.7. B.v. Snorri Sturluson 225,0 Aflinn hefur að langmestu leyti verið karfi, nokkuð blandaður ufsa og stundum þorski. Skátamót 1 Viðey SKÁTAMÖT Landnema f Reykja- vík var sett í Viðey seint í gær- kvöldi og mun það standa yfir helgina. Þetta er 17. Landnema- mótið og hið 5. i röðinni sem hald- ið er f Viðey. Á dagskrá mótsins eru fræðsla og útiviðfangsefni (t.d. náttúruvernd, útieldun og Framhald á bls. 19 ERUÞEIR Víðidalsá sagði að þar væri frekar dræm veiði og ekki nema 230 laxar komnir á land, sem er 50 löxum minna en á sama tíma í fyrra. Ástæðan fyr- ir þessu er að bezti hylurinn í ánni mörg síðustu ár er nú steindauður, en hann hefur minnkað mjög mikið, þannig að laxinn stoppar þar ekki. Að sögn Þrastar er stærsti laxinn sem komið hefur á land 23 pund og fékkst hann fyrir 4 dögum, á Muddler Minow flugu nr. 4, í Galtanesi. Miðfjarðará I fyrrakvöld voru komnir á land 469 laxar úr Miðfjarðará, en sfðustu viku hefur veiðin verið frekar dræm. Mikill hiti hefur verið í Miðfirði og áin því mjög heit. I gær rigndi hins- vegar nokkuð og við það gerðu menn sér vonir um, að áin mundi kólna. Stærsti laxinn til þessa reyndist vera 21 pund. Víðidalsá Þröstur Lýðsson í veiði- heimilinu Tjarnarbreltku við Grímsá Mjög góð veiði hefur verið að undanförnu í Grfmsá í Borgar- firði. Þar eru nú komnir nokkuð á 6. hundrað laxar á land, en eingöngu útlendingar eru þar við veiði í þessum mánuði. Alls má nota 10 steng- ur i ánni í einu og fyrstu vik- una, sem útlendinggrnir voru þar, fengu þeir 150 laxa, en þeir veiða eingöngu með flugu. Leirvogsá Veiði í Leirvogsá hófst 1. júlí, sl. og síðan hefur veiðin verið mjög góð, og í gær voru komnir 120 laxar á land, en aðeins 2 stengur eru leyfðar í ánni. Eftir 1. ágúst má vera með 3 stengur í ánni. 12% vöiTigjald- ið rangt úrræði Atvinnuvegum mismunað áfram þeirri stefnu, að skera nið- ur ríkisútgjöld og þó ekki væri nema að hamla á móti stöðugt vaxandi þenslu rfkisrekstrar, tel- ur Verzlunarráð íslands að breyta verði um vinnubrögð við gerð fjárlaga. Ekki ætti að vera hægt að koma með tillögur um fjárveitingu til einstakra framkvæmda án þess um leið að sýna fram á hvaðan féð ætti að taka. Þegar þannig væri búið að tengja saman ríkisútgjöld- in og þær tekjur, sem Alþingi hefði til ráðstöfunar, væri rfkis- sjóður kominn í þá aðstöðu, sem öll fyrirtæki og einstaklingar hér á landi búa við, að ráða yfir tak- mörkuðu fé. Sú aðstaða, sem al- þingismenn eru nú í við samn- ingu fjárlaga, einkennist allt of mikið af því, að þeir eigi kost á Framhald á bls. 19 Skálholtshátíðin á morgun Blaðinu barst í gær eftirfarandi ályktun frá Verzlunarráði Is- lands, vegna ráðstafana ríkis- stjórnarinnar til tekjujöfnunar ríkissjóðs: Verzlunarráð Islands telur, að með ákvörðun sinni um niður- skurð ríkisútgjalda hafi ríkis- stjórn og Alþingi brugðist rétt við aðsteðjandi fjárhagsvanda rfkis- sjóðs. Verzlunarráðið telur að rík- isstjórnin hefði ekki átt að hvika frá þeirri stefnu að skera niður 3.500 milljónir króna af fyrirhug- uðum rfkisútgjöldum og að rangt hafi verið að setja 12% vörugjald. Ástæður þess, að Verzlunarráðið telur, að aukinn niðurskurður rík- isútgjalda hafi verið æskilegri og framkvæmaniegur, eru þær, að samkvæmt nýjustu upplýsingum, sem það veit beztar, bendir ekk- ert til, að magnsamdráttur verði í opinberri neyzlu og opinber fjár- festing eykst Ifklega yfir 14% á þessu ári. Á sama tíma er veruleg- ur samdráttur bæði í einkaneyzlu (yfir 12%), og í einkafjárfestingu (yfir 15%), og í byggingu fbúðar- húsnæðis yfir 5%. Því verður að álíta, að ekki hafi verið sýnt fram á, að niðurskurður rfkisútgjalda sé óframkvæmanlegur, heldur hafi sú vinnuaðferð, sem notuð var, ekki ná árangri. Ef halda á Sölu á silfur- sláttunni lokið SÖLU á hinu sérstöku silfursláttu Seðlabankans f tilefni þjóðhátíðar í fyrra lauk i gær. Að sögn Jóns Friðsteinssonar hjá Seðlabankan- um tók salan á peningi þessum töluverðan fjörkipp nú á loka- sprettinum og taldi Jón góðar lík- ur á því, að peningurinn hefði farið langleiðina í að seljast upp, en það mun þó ekki liggja fyrir fyrr en endanlegt uppgjör berst frá hinum ýmsu söluaðilum — heima og erlendis. Það sem reynist vera óselt af þessari siáttu verður siðan brætt og að þvf loknu mun Seðlabankinn til- kynna endanlegt upplag hennar. SKÁLHOLTSHÁTlÐIN 1975 verður á morgun, sunnudag. Hún hefst með sembaltónleikum um morguninn en síðdegis verður messa I Skálholtskirkju og að henni lokinni samkoma, einnig f kirkjunni. Sembaltónleikarnir hefjast klukkan 11. Þær Elín Guðmunds- dóttir og Helga Ingólfsdóttir leika verk fyrir tvo sembala. Leika þær sömu verk og verða á dagskrá hjá þeim i dag, laugardag, en þá halda þær sembaltónleika í Skál- holtskirkju klukkan 17. Messan hefst klukkan 14 en hálftíma áður hefst klukknahringing og organ- leikur klukkan 13.40. Klukkan 14 verða lúðrar blásnir (úr Þorláks- tiðum), og rfs söfnuðurinn þá úr sætum. Biskup Islands, herra Sig- urbjörn Einarsson og séra Guð- mundur Óli Ólafsson þjóna fyrir altari, séra Lárus Þ. Guðmunds- son prédikar, meðhjálpari Björn. Erlendsson. Skálholtskórinn syngur, forsöngvarar: Ingvar Þórðarson og Sigurður Erlends- son. Trompetleikarar: Jón Sig- urðsson og Lárus Sveinsson. Organleikari Ekkehard Richter. Söngstjóri: Haukur Guðlaugsson. Samkoman í Skálholtskirkju hefst klukkan 16.30. Á dagskrá er kórsöngur, organleikur og semballeikur. Helgi Skúli Kjartansson flytur ræðu og sr. Sigfinnur Þorleifsson les úr ritn- ingunni og fer með bæn. Loks verður almennur söngur. Flytj- endur tónlistar verða Elin Guðmundsdóttir semballeikari, Helga Ingólfsdofttir sembal- leikari, Angelika Henchen sópran og Júrgen Henschen organleikari. Þá kemur fram á hátíðinni 40 manna kór frá Luruper Kantorei í Hamborg í Vestur-Þýzkalandi. Stjórnandi er Ekkehard Richter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.