Morgunblaðið - 10.08.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.08.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGUST 1975 TIKAL Eflirminn iley siödegissíun (i ri0 rústir háborgar menningar Maya-Indíána i Guátemala AVIATECA tilkynnir: Brottfðr tii Tikal seinkar um eina kiukkustund, þar er ólendandi vegna veðurs. Það Ætlaði ekki af mér að ganga, hugsaði ég sárgrðm. Ætlaði þessi þriðja tilraun mtn tii að komast á þennan sögu- fræga stað virkilega að mistak- ast? Yrði ég að fara heim til tslands, án þess að sjá menjar háborgar hinna fornu menn- ingar Maya-Indfánanna. „Þú mátt ekki fara frá Guate- mala, án þess að sjá Tikai," hðfðu kunnugir sagt, hver af ððrum, „sá staður á ekki sinn Ifka". Og eftir því, sem ég heyrði og las meira um Maya- borgirnar miklu, varð ég stað- ráðnari f að komast þangað. Eg hafði ferðazt dálftið um Guatemala og orðið æ hrifnari af landinu með hverjum degi. Náttúrufegurð þess var heiii- andi. Háar fjallastrftur gnæfðu yfir þröngum dölum og skorn- ingum, þar sem skógar, kaffi- plöntur og annar gróður teygði sig upp á toppa. Þar gat að lfta ámóta fjölbreytt iitbrigði af grænu og við eigum af bláu og gráu. Stöðuvötnin Amatitlan og Atitlan lágu eins og krystallar f iægðum milli eldfjaliakeilanna. sem hvenær sem var gátu heiit logandi hraunieðju yfir landið, rétt eins og á íslandi. Eidsum- brot og jarðskjálftar eru jafn snar þáttur I sðgu Guatemala og tsiands- og sýnu mannskæðarí tii þessa. A það reyndar við um öll rfki Mið-Amerfku, hðfuð- borgir þeirra allra, nema Hondúras.hafa eyðiiagzt f jarð- skjálftum. Eidfjöll eru þar vfða og jarðhiti mikiii — og er nú unnið af fuiium krafti að virkj- un hans eða áætlunum þar að iútandi. Sem kunnugt er hafa fslenzkir vfsinda- og tækni- menn átt hlutdeild f að ieggja grundvöil að þvf starfi. Fyrsta hðfuðborg Guatemala undir spænskri stjórn, Antigua, eyddist tvfvegis f jarðskjálft- um, en hefur nú verið byggð upp á ný f sínum upprunalega spænska stfl. Þar gat að lfta rústir mikilúðlegra kirkna og klausturs, sem hrunið höfðu f jarðskjálftum. Þær eru nú hluti friðaðs þjóðgarðs og þar gekk ég fram á nokkur ungmenni við próflestur, tvö og tvö saman. Sá grunur læddist að oftar en einu sinni, að þar væri ekki ein- göngu talað um námsefnið. Ég hafði farið um lítil Indíánaþorp, þar sem konur og börn gengu um f Iitríkum heimaofnum búningum, breyti- legum frá einu þorpi til annars. Vfða sátu konurnar við vefnað, ófu marglita dúka og veggteppi, ýmist með gömlum Maya- mynstrum eða þjóðarfugiinum Quetzal, sem mynt landsins er kennd við. Þennan varning senda þær á markaðina stóru, sem ferðamenn flykkjast á. I bænum Chichicastenango hafði sölustarfseminni verið vaiinn staður beint framundan kirkju heilags Tómasar og trúarat- hafnir alþýðunnar þar einnig verið gerðar að ferðamanna- beitu. Þangað kom fólk úr sveitunum, fátækt og fákunn- andi til þess að leita aðstoðar guðs sfns við lausn daglegra vandamála, það kveikti á kert- um sfnum, kom þeim fyrir á pðilum, sem raðað hafði verið inn með kirkjugólfinu milli sætanna — og talaði sfðan há- stðfum við himnaföðurinn. Uti á kirkjutröppunum stóðu synd- ugir og sveifluðu reykelsiskerj- um fram og aftur til að reka frá sér þá óhreinu anda og djöfla. sem vðrnuðu þeim inngöngu f guðshúsið. Ættingjar og vin- ir voru beðnir að taka við kert- um þeirra og biðja fyrir þeim innan dyra, svo að þeir fengju sáluhjálp. Fararstjórinn f þessari ferð sagði, að kaþólskum prestum Tómasarkirkjunnar væri svo sem ekkert um þetta háttalag, en þeir reyndu að sýna fornum siðum umburðarlyndi. Svör hans við spurningum sfnum um það, hvernig kaþólska kirkjan stæði að fræðsiumálum í sveit- inni umhverfis Chichicasten- ango og nærliggjandi þorpum bentu til þess, að kaþólskir sýndu menntunarskorti al- mennings engu minna um- Jaguarhofið mikla. Elaa at fjölmtfrgum munura, sem fundizt hafa f Tikal, grfma ir jaðesteinum. burðarlyndi en trúarsiðunum. I fljótu bragði virtust búning- ar kvenna og barna hið eina, sem greindi að þorpin og sveit- irnar, þvf að vefnaðarmynstrin eru breytiieg eftir héruðum og ættum. AIls staðar f strjálbýl- inu voru húsakynnin hin sömu, annaðhvort leirkofar með strá- þaki og moldargólfum eða báru- járnsskúrar, sem ekki væru hænsnum boðnir á tslandi. Heilu fjöiskyldurnar sváfu f kös annaðhvort á strámottum eða f hengirúmum, þegar bezt lét. Matseld fór fram utan dyra og á kvöldin mátti grilla f dauf- an bjarma af kertaljósum út um rúðulausa glugga. t stærri þorpum og bæjum bar meira á húsum , í spænskum stfi, byggðum utan um ferhyrndan garð, sem sást ekki frá götunni. Þar virtist hreinlætisaðstaða heldur betri, þótt víðast væri hún á lágu stigi. Lífskjör þessa fólks gat ég því miður ekki kynnt mér svo náið, að ég fengi af þeim skýra heildarmynd. Til þess hefði þurft meiri tíma. En það, sem ég sá og heyrði, benti til þess að þau væru svipuð og í öðrum Mið-Ameríkurfkjum. Þar býr þorri fólks við sárustu fátækt, frumstæð lífsskilyrði og mennt- unarskort, um og yfir helm- ingur þjóðanna er ólæs og óskrifandi. Auður og eignir er á höndum fámennra stétta, sem reyna eftir mætti að sannfæra sjálfar sig og aðra um að alþýða manna sé hæstánægð með sitt hlutskipti og kæri sig i raun og veru hvorki um betri kjör né aukna uppfræðslu. Vopnaðir verðir á öllum sýslumörkum, sem stöðvuðu bifreiðar og könnuðu ferðir þeirra og skilríki farþega, sýndu þó að ekki væri alveg jafn friðsamlegt í landinu og virtist á yfirborðinu. Guate- mala er bezt allra Mið- Amerfkuríkja til skæruhern- aðar fallið og hefur þar því oft verið róstusamt. Enda slakar herinn, sem hefur töglin og hagldirnar, aldrei á öryggisráð- stöfunum né leit að skæru- liðum — og enginn veit tölu þeirra, sem skotnir hafa verið vegna þess eins að grunur lék á um samvinnu við skæruliða eða samúð með þeim. „Hér f Guatemala er heppi- legast að ræða sem minnzt um stjórnmál," sagði mér heima- maður einn, sem ég innti eftir upplýsingum þar að iútandi. Menn eiga það til að hverfa sporlaust ef þeir viðra óánægju sína of áberandi, bætti hann við. Fleiri virtust þeirrar skoð- unar, því að svör við spurn- ingum um stjórnmálalff lands- ins og lffskjör almennings Iágu ekki á lausu. Og þeir fáu, sem fengust til að tala opinskátt, báðu mig þess lengstra orða að geta þeirra ekki sem heimildar- manna, ekki einu sinni á ís- landi. Að sjálfsögðu hefði verið hægt að afla vitneskju um þessi mál smám saman, méð þvf að tala við nógu marga og bera saman frásagnir þeirra og opin- berar tölur, en þar sem fjár- hagurinn skammtaði mér nauman tfma, notaði ég hann fyrst og fremst til að sjá eitt- hvað af landinu og skoða sögu- staði þjóðarinnar. Tikal var há- punktur þeirrar ferðaáætlunar. XXX Sem fyrr segir var þetta þriðja tilraun mfn tii að komast þangað. Fyrstu atrennuna hafði fellibylur stöðvað. Flóðgáttir himinsins höfðu opnast svo rækilega, að ekki var hundi út sigandi I nokkra daga. Þegar ferðafært var orðið höfðum við nokkrir útlendingar og heima- menn sem kynnzt höfðum f hótelinu regndagana ákveðið að fara saman akandi gegnum regnskógana og skoða fleiri sögustaði og fornmenjar I leið- inni — en sú ferð hafði farið út um þúfur. Og nú sátum við þessi sami hópur og biðum fars með flugvél af gerðinni DC—3. Við notuðum tfmann f fiug- höfninni til að dásama vefn- aðinn og skartgripina, sem þar voru á boðstólum — og ósk- uðum þess hátt og f hijóði að vera svolftið fjáðari. En biðin varð iöng, önnur tilkynning, aftur klukkustundar seinkun. Mexikanskur náungí úr hópn- um, sem hafðí staðið við glugga og horft út sagði allt f einu, að hann hefði enga trú á að þetta væri veðrinu að kenna. „Þeir hafa sennilega enga flugvél," sagði hann og benti út á völl- inn. Og þar var vissulega engan „Þrist" að sjá. Var nú gengið f skrokk á fararstjóranum, og mikið rétt, hann neyddist til að viðurkenna að DC—3 vélarnar Texti: Margrét R. Bjarnason hefðu verið uppteknar í öðrum ferðum, en þær væru allar rétt ókomnar, sagði hann. Nokkrir úr hópnum urðu ævareiðir og létu heldur betur hvína ... i öllum tóntegundum. Við hin gátum ekki annað en brosað, — þ.e. þau sem voru farin að þekkja „ladinóana". Timinn er I þeirra augum fugl, sem flýgur hægt og þeir hafa engar áhyggjur af þvi, að hann kunni að fljúga úr augsýn þeim í kvöld, eins og Omar Khayam forðum. Til hvers að vera að flýta sér, segja þeir, hví að gera það i dag, sem hægt er að gera á morgun, hvers vegna að láta klukkuna stjórna lifi sínu? Loksins komu vélarnar, þrjár, hver af annarri. Okkur var vísað út í eina þeirra, en höfðum ekki fyrr komið okkur fyrir í sætunum en við vorum beðin vinsamlegast að skipta um vél, þessi væri biluð. Nokkrum mínútum seinna vorum við komin i loftið, 2'A klst á eftir áætlun. Við höfðum flogið um hálfa klukkustund, þegar við urðum þess vör, að flugmaðurinn sneri við. „Annar mótorinn bilaður," sagði hann, „snúum aftur til Guatemalaborgar." Mér varð hreint ekki um sel. Þetta var ekki einleikið. En auðvitað var ekkert að gera nema slá öllu upp í grín og það gerðu allir, — og eins og venju- lega, þegar eitthvað bregður út af, urðu samræður sýnu fjör- ugri og almennari en áður. I augum flestra mátti þó lesa kviða, við vorum öll dauð- hrædd. Fyrr en varði var vélin sem betur fer lent og nú ,var okkur visað i aðra vél, sem sýnilega var komin talsvert til ára sinna. „Ein sú elzta og bezta í flug- flota okkar," sagði flug-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.