Morgunblaðið - 10.08.1975, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.08.1975, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1975 37 Victor Strange — Minning Fæddur 2. september 1896 Dáinn 4. ágúst 1975 Victor Strange fyrrverandi verkstjóri í vélaverkstæði Ham- ars hér f borg andaðist 4. ágúst s.l. í Landsspitalanum. Strange, en undir því nafni gekk hann meðal okkar kunningja og samstarfs- manna hans, verð'ur okkur ógleymanlegur vegna mannkosta hans sem birtust I þvi að vilja leysa vanda hvers manns sem til hans leitaði, en þeir voru æði margir. Victor Strange var fæddur í Friðriksberg í Kaupmannahöfn. Foreldrar hans voru Jensína Frið- rikka Strange kennari og Vilhelm Martin Andersen kaupmaður. Einn bróður átti hann sem hét Paul, og var hann skólastjóri. Bræðurnir notuðu eftirnöfn for- eldra sinna beggja, Strange Andersen, en hér heima féll Andersens nafnið út hjá Victor, og gekk hann undir eftirnafninu Strange, og öll hans fjölskylda. Strange settist að hér i Reykja-- vík árið 1918 þá 22 ára gamall. Hafði hann nokkur kynni af iandi og þjóð, því hann var á varðskip- inu Islands-Falk, en það var við landhelgisgæzlu hér við land, og einnig i siglingum milli Dan- merkur og Islands f fyrra strfði, en að stríðinu loknu kom hann hingað, og hafði þá ráðið sig hjá vélaverkstæðinu Hamar, sem hann síðan vann hjá alla tið síðan. Strange hafði numið almenn vél- smiðjustörf í heimalandi sínu. Var það strax mál manna að hér væri enginn meðalmaður a ferð, því skjótt hlóðust á hann hin vandasömustu verkefni og munu flest þeirra hafa fengið ákjósan- lega afgreiðslu. Húsbændur Strange kunnu fljótt að meta störf hans, og hafa sýnt það i verki allt til þessa dags. — Bílar Framhald af bls. 33 skoðunarkerfi það sem hér ríkir. Það gerist kannski þegar nýja númera- kerfið kemst í gagnið? A.m.k. er vonandi að það dragi eitthvað úr þeim vonlausa stirðleika, er það kerfi hrjáir. T.d. eru furðulegustu aðferðir notaðar við sektarbeitingu vegna „vanraekslu á að færa bifreið til skoðunar". Maður, sem lögreglan velur úr umferðinni með óskoðaðan btl, sem ekkert er að, en er kominn fram yfir „auglýstan” skoðunartíma, svo stopult auglýstan, að heppni má teljast, ef maður rekur í hann augun, fær kr. 3000 i sekt. Hvílíkt brot! Akreinarnar á malbikinu kann einn af„ hundrað ökumönnum að nota rétt Ástandið er slæmt hér I borginni og verst er þegar stórir bilar, vörubílar og flutningabílar, loka vinstri akrein langar leiðir og litlir bilar fara fram úr hægra megin, ef rými leyfir. Hættulegast er þetta þó á stöðum eins og leiðinni austur yfir fjall til Hveragerðis, þar sem vegurinn er viða með þrem akrein- um og menn halda að akreinin lengst til hægri sé eingöngu fyrir trukka. Miðakreinin á aðeins að vera til framúraksturs og það fyrir umferð úr báðum áttum Endurskipulagning ökukennslu, einnig til meiraprófs, og umferðar- laganna er nauðsynleg frá grunni. Þá þarf sektarfyrirkomulagið endur- skipulagningar við ef eitthvert rétt- læti á að fást. Til endurskipulagn- ingar ökukennslunnar er nauðsyn- legt að fá aðstoð erlendra sérfræð- inga, sem mjög yrði að vanda val á. Einnig virðist sem full þörf sé á aukinni sálarfræðimenntun lög- regluþjóna, sem hugsanlegt væri að hafa I lögregluskólanum. Málið er e.t.v. viðkvæmt en við verðum að horfast í augu við nútim- ann í stað þess að rýna sifellt á forneskjulegar hefðir og lög, sem sniðin eru fyrir helmingi ófullkomn- ari ökutæki tæknilega séð en fram- leidd eru nú á timum rafreikna og diskahemla. Strange var ákaflega fljótur að aðlagast íslenzkum aðstæðum. Hann tók snemma þátt í íþrótta- lífi bæjarins, var talinn góður knattspyrnumaður, einnig tók hann þátt í frjálsum iþróttum, mun hafa verið með þeim fyrstu, sem reyndi stangarstökk i keppni. Eins og áður er getið, var Strange alveg frábær fagmaður og kom það og hið góða viðmót hans gagnvart ungu mönnunum, sem komu til náms i Hamar, að góðu haldi, og nú, við fráfall hans, munu margir sakna vinar og framúrskarandi kennara. Félags- maður var Strange góður, og hefi ég fyrir satt, að hann hafi tekið drjúgan þátt í störfum félagssam- taka Islendinga og Dana hér í borg. Af eigin reynd þekkti ég störf hans bæði í félagssamtökum verkstjóra, sem heiðruðu hann og gerðu að heiðursfélaga, og í próf- nefnd járniðnaðarmanna i ára- tugi. Þar var reynt að halda I hann meðan mögulegt var, eða þar til að hann treysti sér ekki til að vera með lengur vegna heilsu- brests. Ég má til að geta þess hér, að í sambandi við ýmsar úrlausnir við sveinsprófin kom iðulega fyrir, að Strange fannst heiti hinna smiðuðu hluta ekki nógu islenzk heldur hafa keim af erlenda heitinu, og reyndist hann þá oft alveg snillingur og orö- hagur svo undrum sætti. Strange hreifst snemma af islenzku landslagi, og var mjög duglegur ferðamaður. Ekki var farkosturinn alltaf merkilegur fyrstu árin, og þvi siður vegirnir, en það lét Strange ekki aftra sér. Munu þeir, sera áttu þess kost að hafa samfylgd hans, ekki þurft að hafa miklar áhyggjur þótt farar- skjótarnir, sem aðallega voru mótorhjól, sýndu einhverja duttl- unga. Hér hefur verið stiklað á stóru um Strange, ævi hans og störf. Ég vil ljúka þessum minningarorðum með þvi, að geta um stóra ævin- týrið hans sem eiginmanns og föðurs. Strange giftist Hansinu Þorvaldsdóttur, Árnasonar bónda og smiðs frá Skálanesi á Mýrum 24. ágúst 1920 og hefur hjóna- band þeirra verið með afbrigðum gott og hamingjusamt. Eignuðut þau átta börn, þrjá drengi og fimm stúlkur, barnabörnin eru 27, og barnabarnabörnin 11. Ég enda þessi fátæklegu orð með þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til að verða kunningi þessa dánumanns, og bið góðan Guð að styrkja eftirlifandi eigin- konu hans og niðja um ókomna tima. Þorvaldur Brynjólfsson. úrval heyvinnuvéla Claas heyhleðsluvagnar Við bjóðum nú sem fyrr hinn þekkta og traustbyggða Claas heyhleðslu- vagn Autonom LWG 24 m3 með sjö hnífum. Claas heyhleðsluvagninn er sterkbyggður og lipur. Hjólbarðar eru stórir, 11,5x15 (svonefndir flothjólbarðar). Söxunarbúnaður er fyrir þurrhey og vothey og stillanlegt dráttarbeisli. Þurrheys- yfirbygging er fellanleg. Hleðslutíminn er 5 mín. og losunartíminn allt niður [ 2 mín. Claas heyhleðsluvagninn nær upp allt að 1,60 m breiðum múga. Góð reynsla hefur fengist af notkun Claas heyhleðsluvagna hérlendis. LWG er 1200 kg að þyngd tómur, en 3800 kg hlaBlnn. Hann rúmar 24 m1 af þurrheyi, en 14 m3 af votheyi. PallstærB er 4,30x1,60 og heildarlengd 6,80 m. Sporvldd LWG er 1,50 m. Mentor SM 135 Mentor sláttuþyrlan er smíðuð á grundvelli margra ára reynslu og tilrauna. Framúrskarandi traustbyggð og afkasta- mikil. Vinnslubreidd sláttuþyrlunnar er 1,35 m. Mjög auðvelt er að skipta um hnífa í Mentor SM 135 sláttuþýrlunni. Claas hjólmúgavélar Claas AR 4 hjólmúgavélin er tengd á þritengi dráttarvélar og er hægt að lyfta henni með vökvalyftunni. Burðargrindin er tengd í tvo stífa gorma og tindar hjólanna hafa mikinn sveigjanleika, þar sem þeir ná 30 cm út fyrir hjólgjörðina. Þetta hvort tveggja stuðlar að því, að múgavélin geti fylgt ójöfnum landsins. Claas AR 4 rakar vel, skilur eftir litla dreif og er lipur í notkun, þar sem hún Claas BSM 6 er dragtengd hjólmúgavél og óháð tengidrifi dráttarvélar. Hún hefur sex rakstrarhjól og hvílir á þrem gúmmíhjólum. Vinnslubreidd er allt að 2,80 m. Afköst við venjuleg skilyrði eru allt að 3 ha á klst. Claas heybindivél Claas-Markant 40 heybindivélin tekur heyið upp, pressar það í bagga og bindur. 25 ha dráttarvél getur dregið hey- bindivélina. Claas-Markant heybindivélin er hagkvæm, sparar bæði tíma og vinnu. Afköst allt að 12 tonn á klst. Claas W 450 er dragtengd heyþyrla meB fjórum stjörnum, fimmarma. Undir hverri stjörnu er landhjól. Vinnslubreidd er 4,50 m. Afköst allt aB 5 ha á klst. Claas WSD er lyftutengd stjörnumúgavél og vinnslubreidd 2,80 m. Sérlega hagstæB fyrir heybindivélar og heyhleSsluvagna. MENTOR er tengd á vökvalyftu dráttarvélar. Ökuhraðinn hefur ekki áhrif á vinnugæðin. Við hraðann 8—12 km/klst. eru meðal- afköst vélarinnar allt að 2 ha á klst. Claas AR 4 múgavélin er lipur og traust- byggð. Allar þessar heyvinnuvelar eru fyrirliggjandi á lager og geta fengist afgreiddar strax. Bændur, kynnið ykkur kosti þeirra og leitið upplýsinga um verð og greiðsluskilmála hjá okkur. SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVÍK* SÍMI 86500 • SÍMNEFNI ICETRACTORS br.h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.