Morgunblaðið - 10.08.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.08.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1975 * Víí tiqixw. vííf; 60 U-Pa e-fti f tti- C(MpÖM«Q6nc- valdð Heill og sæll, Ragnar. Það var skemmtilegt að koma að býli ykkar, sem ber hið fagra nafn Hrafnabjörg, fjórbýli með ábúendum, auk þín, þeim Guðmundi Björnssyni, Rúnari Guðmundssyni, Jóni Friðriks- syni og Ara Jónassyni bróður þínum. Ekki vildir þú gera mikið úr stærð búsins, sem er 350 fjár og 6 kýr, minntist á að þið væruð fimm í heimili og allir sinntu búskapnum. „Maðui; lifir“, sagðir þú þegar ég spurði þig hvernig gengi, og bættir síðan við að auk bústofns hefðir þú svolitlar tekjur if vörubíl. Þegar ég veik mér að þér til að rabba við þig um búskapinn í Jökulsárhlíðinni, sagðist þú litið hafa að segja, en þannig er það svo oft, þar sem við blaða- menn förum um, heimamenn og gangandi telja sig ekki hafa neitt sérstakt að segja sem for- vitnilegt sé, en undantekninga- Ari Jónasson við slátt með gamla laginu, þar sem annað hentar ekki. laust leggur hver með sér atvik og vangaveltur, sem flestir landsmenn hafa ánægju af að kynnast. Því ætla ég hér að rita niður sjónarmið þitt eins og þú tjáðir mér það og sleppi ég þar spurningum minum. ,,Ég er fæddur hér, og hér hef ég alltaf búið, alltaf átt heima. Við höfum reynt að gera ýmis- legt hér fyrir jörðina jöfnum höndum, en siðustu árin hefur ekki verið mikil nýrækt. I þeim efnum hefur verið kyrrstaða, því að þegar hætt var að tvíslá eftir kalárin, kom helmingi minna út að sjálfsögðu og túnin eru ekkert of stór I dag. Við Sveitastemmning við Hrafnahjörg. þurfum að fjölga kúm hér, en erfiðleikarnir í þvi sambandi lúta að þvi hve erfitt er að koma mjólkinni í burtu á vetrum. Vegasambandið er svo lélegt. Þessi vegur til Egils- staða er meira og minna á kafi allan veturinn, strax og snjóar er hann orðinn ófær. Það kling- ir I eyrum okkar að við eigum ekkert að vera að framleiða mjólk hér, því að það sé svo erfitt að ryðja veginn. Við eigum víst að lifa eftir tilskip- unum stjórnvalda. Innan sveit- ar er vegurinn að verða nokkuð góður, en til Egilsstaða þarf að endurgera hann og ekki er þetta nú nema 30 km leið. Þá þarf að endurbyggja Laxár- brúna og Jökulsárbrúna, en þessi vegur gæti séð fyrir þörf- um tveggja hreppa. A Hrafnabjörgum eru 20 manns i heimili, alls 16 kýr og nokkur hundruð sauðfjár. Það er nauðsynlegt að hafa blandað- an búskap hér, skinandi af- réttarlönd, en andskoti veðra- samt, og hér höfum við orðið fyrir fjársköðum svo til árlega. Veginn yfir Smjörvatnsheiði þyrfti að endurnýja, það mætti gera hann jeppafæran á 3—4 dögum með jarðýtu, það er leið sem margir myndu kanna, gamla þjóðleiðin frá Vopnafirði til Héraðs“. Það var slæmt að heyra hvað heyskapur hefur gengið illa hjá ykkur eins og reyndar víðast hvar á landinu á þessu sumri búnir að slá. 10 hektara af 50 hektara túnum og aðeins búnir að hirða af 3 hekturum, þið Guðmundur. Þetta er reyndar ekki óeðlilegt úr því að gras- spretta byrjaði ekki fyrr en eftir 20. júni. Þú hafðir orð á því að Hlíðin væri svolítið út úr á nútímavísu þar sem þetta væri i þessum landshluta, en þið hafið nú líka ýmislegt sem margur þéttbýlis- maðurinn eltir upp um fjöll og firnindi. Laxá hjá Fossvöllum er góður veiðistaður, sagðir þú mér, og það er ekki amalegt að hafa veiðiaðstöðuna við bæjar- dyrnar eins og þið hafið. Svo er líka vaxandi umferð þennan stutta tima, sem Hellisheiði er fær, en mér þótti merkilegt að heyra þig segja að þú kæmist betur í snertingu við sumarið og Hfið þegar þú yrðir var við umferðina og fólkið. Þú lagðir líka áherzlu á að það sem ykkur vantaði helzt væri betri vegir. „Aðallega okkur til dundurs á vetrum", sagóir þú, „fylgj- umst við með sjónvarpi og les- um bækur. Störfin taka allan timann á vetrum ekki síður en á sumrum. Kvenfélag er starf- andi hér og ungmennafélag sem hefur verið i nokkrum Ragnar Jónasson, bóndi Hrafnabjörgum Jökulsárhtíð öldudal, en úr því gæti rætzt á næstunni. Það breyttist margt hér í félagslifinu, fannst mér, þegar Valaskjálf var reist á Eg- ilsstöðum. Unga fólkið fer héð- an á skemmtanir þar, en áður kom fólkið saman hér I sveit- inni og dansaði þegar tóm gafst til. Það var lika þannig þegar ég var ungur að félagar úr ung- mennafélaginu komu saman og slógu útengi venjulega hjá ein- um bónda um miðjan ágúst. Piltar slógu og stúlkur rökuðu og síðan var dansað fram eftir nóttu. Þessar skemmtanir voru alltaf á sunnudögum og dansað var við harmonikkuspil. Nú er þetta niðurlagt, ég held Hka að ungir menn kunni varla að slá, en ef til vill kemur þetta aftur í einhverri nýrri mynd. Þó er hægt að segja að unga fólkið hér sé heimakært, en þessi skólaár eru orðin æði- mörg og þessi stutti tími heima á sumrin fer í að afla sér pen- inga og það er þá oftast utan heimilisins. Þetta skólakerfi sem byggt er á slítur sveitalifið mikið í sundur og skilar ekki miklu að mínu mati, ekki miðað við allan þann tíma sem þetta brölt stendur yfir, og unga fólk- ið er teymt á milli bása kerfis- ins, sem enginn skilur orðið hvaða tilgangi þjónar. Mér finnst að þegar unga fólkið kemur út úr skólunum sé það með ný viðhorf til lffsins, við- horf sem maður þekkir ekki, og virðast lika miðast við eitthvert sjónskakkt kerfi skólanna fremur en lifið f landinu. Mér finnst álagið einnig orðið allt of mikið á margan unglinginn, þeir ná sér ekki á strik vegna ofþreytu vegna þessa atgangs og ég held líka að þetta skóla- kerfi sem ekki er I takt við lff fólksins í landinu, kalli á léleg- ar einkunnir.“ Ég hef orðið var við það á mörgum ferðum minum vitt og breytt um landið að þú átt marga skoðanabræður, enda er það æðimargt sem við höfum flutt inn í okkar kerfi ótilreitt frá öðrum löndum, en þegar allt kemur til alls hentar það okkur ekki. Að sjálfsögðu er skynsamlegt að læra af öðrum þjóðum það sem kann að henta okkur til betra lífs, en illt er ef við göngum fram hjá okkar eig- in eðli, eigin sérstöðu og gleym- um að lifa okkar lífi. Þá fer illa og við verðum verri Islendingar um Ieið og við verðum meiri hópsálir í hundaþúfu þeirra rotnandi þjóða sem setja allt f kerfi, mannlif i kommóðuskúff- um. Við eigum þó góða von. Maður kastar sér ekki af hestí fyrr en í siðustu lög og enn tollum við sæmilega á baki, en aðgæzlu er þörf. Mv'úífl ^ _ vaotf Ragnar Jónasson bóndi. Hrafnabjörg I baksýn. Útsala hefst á morgun. 20% afsláttur af öllum vörum. Verslunin Karfan. HOFSVALLAGÖTU 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.