Morgunblaðið - 10.08.1975, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGUST 1975
„Fagnaðarerindi Jesú
Krists vekur athygli”
Þó stúdentar séu í meirihluta
á stúdentamótinu er þó ýmsa
aðra þar að finna. Þeir sátu
saman klerkarnir og stungu
saman nefjum. Glatt var á
hjalla alls staðar í kringum þá,
því þeir stu í kaffisalnum og
drukku kaffi ásamt öðrum þátt-
takendum að lokinni kvöldsam-
komu. Ekki var síður glatt
meðal Klerkanna og glensyrðin
klufu loftið: „Þetta er bara eins
og lítil prestastefna," sagði sr.
Tómas Sveinsson á Sauðárkróki
og hló. Hvernig líkar svo
prestunum á stúdentamótinu?
Sr. Gylfi Jónsson á Hornafirði
var fyrstur til: „Þetta hefur
verið mjög ánægjulegt, það sem
ég hef komizt 1 kynni við.“ Hin-
ir prestarnir tóku undir það.
Sammála voru prestarnir um,
að erfitt væri að segja til um
áhrif mótsins á Islenzkt kristni-
líf. Sr. Lárus Halldórsson í
Breiðholti pírði augun og leit
hugsandi út um gluggann: Ég
vonast til að mótið verði til and-
legrar vakningar í íslenzku
samfélagi. Það hefur líklega
tvíþætt áhrif; í fyrsta lagi fyrir
þá sem eru þátttakendur í mót-
inu og taka þátt 1 kvöldsam-
komum. 1 öðru lagi verða síðan
margir fyrir óbeinum áhrifum
á meðal fólksins, sem ekki
hefur tök að koma.“ Sr. Olafur
Oddur Jónsson í Keflavík sagði
að mótið mundi eflaust hafa
mikil jákvæð áhrif innan
íslenzkrar kristni og kirkjulífs.
„Þetta mót er vekjandi afl og
ég vonast til, að hin góðu áhrif
komi fram innan ramma hinnar
íslenzku kirkju," bætti hann
við. Það sem vakti ánægju
þeirra félaga var, hve mikillar
athygli mótið hefði notið. „Efni
mótsins er málefni fagnaðar-
erindisins um Jesúm Krist og
það eitt hlýtur að vekja athygli
manna," sló sr. Þórhallur
Höskuldsson á Möðruvöllum
föstu. Eitt var 1 viðbót, sem
vakti athygli Þórhalls og það
var, hve gífurleg stemmning og
gleði ríkti meðal þátttakenda.
Það hæfði vel kristnum stúd-
entum. Aðspurður um, hvaða
gildi mótið hefði, svaraði sr.
Valgeir Ástráðsson á Eyrar-
bakka: „Uppbyggingarþáttur-
inn er einn sá mikilvægasti. Við
sem tökum þátt í mótinu fáum
að sjá meira af fagnaðarerindi
Jesú Krists. Þannig erum við
hæfari til að flytja boðskapinn
til samferðamanna okkar.“
Tómas tók upp þráðinn og kvað
það nauðsyn fyrir presta að
taka við I stað þess sífellt að
gefa frá sér. Þess vegna væri
uppbyggingarþátturinn mjög
nauðsynlegur fyrir sig. Söngur-
inn og gleðin yfir hópnum væri
einnig svo eðlileg og ánægju-
Ieg. „Það er svo gaman, að hér
syngja menn af hjartans lyst,“
sagði hann að lokum. Ánægjan
og gleðin endurspeglaðist
einnig 1 þessum hóp kirkjunnar
manna. Hvernig var annað
hægt á stúdentamóti?
Uti-
samkoma
Þess má geta að n.k.
sunnudag verður haldin,
af veður leyfir útisam-
koma í Laugardals-
garðinum og hefst hún
kl. 16.00. Ræðumenn
verða Ástráður Sigur-
steindðrsson skðlastjðri
og George Johnsen prest-
ur frá Noregi. Þessi sam-
koma er opin öllum og
má búast við, að margir
leggi leið sfna inn í
Laugardalsgarðinn svo
framarlega sem vindur
og regn setja ekki strik í
reikninginn. Farin
verður mikil skrúðganga
frá Laugardalshöllinni
áður en útisamkoman
hefst.
Iþróttir —
þjálfun holdsins
Við höfðum uppi á fþrótta-
stjóranum Guðmundi Inga
Leifssyni, þar sem hann var á
harðahlaupum með burðarrúm
í fanginu. Við spurðum hann
hvort hann væri einn um að
trimma á þennan hátt? „Já með
burðarrúm í fanginu, en þar
fyrir utan stundum við ýmsar
íþróttir hér á mótinu. Þar má
nefna knáttspyrnu fyrir karl-
ménn og blak fyrir kvenmenn.
Þetta eru nokkurs konar mini-
norðurlandamót. Svo höfðum
við á fimmtudaginn heilmikla
sundkeppni, þar sem allar
norðurlandaþjóðirnar sendu
þátttakendur.“ Hverjir unnu?
„Vitanlega Islendingar. Þeir
unnu boðsundið og blöðru-
sundið og ennfremur kappsund
milli framkvæmdastjóra
norrænu félaganna. Það var nú
mest uppá grín, því að þeir eru
ekki allir jafn straumlínulaga“,
sagði Guðmundur og glotti. „Is-
lendingar unnu einnig þessa
keppni, en þó þannig, að
íslenzki framkvæmdastjórinn
fór upp úr lauginni og hljóp á
bakkanum og varð þannig
fyrstur. Það voru nefnilega öll
brögð leyfileg í þessari
keppni."
„Guð hefur alltaf
eitthvað að segja mér”
Stefán Holström heitir 22 ára
gamall svíi, sem við hittum.
Hann sagðist hafa nýlokið her-
þjónustu og hygði nú á guð-
fræðinám. Stefán sagðist
stjórna einum af hópunum, sem
fara út á land eftir mótið til
funda- og samkomuhalds. Hann
kvaðst hafa starfað í einum
slíkum hópi úti Sviþjóð og enn-
fremur hafa starfað fyrir kristi-
lega stúdentafélagið í Uppsöl-
um. Við spurðum Stefán hvers
vegna hann væri kominn til Is-
lands nú. „Ég hef áður verið á
mörgum mótum sem þessu og
finnst það alltaf stórkostlegt að
vera innan um kristna bræður
og systur. Þó hefði ég liklega
ekki komið á mótið nú, ef það
hefði ekki verið hér á Islandi.
önnur ástæða fyrir komu
minni hingað var, að ég var
beðinn að stjórna þessum hópi
og það er verkefni sem ég
hlakka til að fást við.“ Hvað
finnst þér um yfirskrift móts-
ind og megin viðfangsefni
þess? „I hreinskilni sagt vekur
þessi yfirskrift „Orð Guðs til
þín“ nokkra baráttu i huga
mínum. Ég hef heyrt Orð Guðs
oft áður og finnst kannski ég
ekki þurfa að heyra það ennþá
einu sinni. Þó veit ég að Guð
hefur alltaf eitthvað nýtt að
segja mér, því dagurinn í dag
býður alltaf upp á nýjar kring-
umstæður og ný vandamál, sem
ég er ekki fullfær um að leysa,
nema hafa Guð með i ráðum.
„Seljum ekki Guðsríki á útsölu
Erill og ys var í aðalsal
Laugardalshallar. Sumir voru
á leið út, aðrir huguðu að bók-
um eða röbbuðu við náungann.
Bo Giertz biskup og rithöf-
undur, sat I makindum og virti
fjölskrúðugt mannlifið fyrir
sér. Ekki virtist það hrjá
þennan fræga framherja
sænsku þjóðkirkjunnar að
vera aðalræðumaður mótsins,
þvi að hann var hinn léttasti i
bragði og svaraði nokkrum
spurningum. „Meðan þú varst
biskup barstu mjög fyrir
brjósti málefni nýbyggðra út-
hverfa stórborgarinnar, Gauta-
borgar, og málefni unga fólks-
ins. Hvert er að þinu áliti við-
horf ungs fólks á Norður-
löndum og í Svíþjóð til
Krists?" „Mér virðist sem nú
sé um tvær aðskildar hreyf-
ingar að ræða. I fyrsta Iagi eru
þeir, sem snúið hafa baki við
Kristi og hverfa lengra og
lengra burtu frá honum. Marg-
ir Iifa nákvæmlega eins og
heiðingjar, já, sem á tíð Páls
postula. Þá eru það i öðru lagi
þeir sem verða ákveðnari og
ákveðnari í því að fylgja
Kristi. Það er einnig athyglis-
vert, hve mikil alvara býr að
baki hjá unga fólkinu varðandi
afstöðuna til Krists. Milli
þessara tveggja hreyfinga er
nú meira djúp en áður:
„Större kontraster," sagði
biskupinn. „Jesús er val-
kostur, sem unga fólkið á
Norðurlöndum velur eða
hafnar. Ég hef orðið var við
mikla alvöru varðandi spurn-
inguna um Krist og hver hann
sé. Ýmsir eru þó hræddir við
að taka hann á orðinu og gefast
honum.“
„Nú hefur þú ritað fjöl-
margar bækur og þar á meðal
metsölubækur í Svíþjóð. Ert
þú að skrifa einhverjar bækur
nú? „Já — ég er að skrifa nýja
bók. Ég hef haft góðan tima
síðan ég lét af biskupsstörfum
í Gautaborg. Þess vegna er nú
20. bókin I smlðum nú,“ sagði
hann brosandi og fór síðan að
segja frá tveim bókum sínum,
sem út höfðu komið á íslensku.
Hann bar fram nöfnin á góðri
útlendinga-íslensku „I grýtta
jörð“ og „Með eigin augum“.
„Eru stúdentamót nú I
annarri mynd en þau fyrstu
sem þú tókst þátt í?“ Bo Giertz
klóraði sér í kollinum, hugsaði
sig um og sagði siðan: „Ég hef
nú verið á stúdentamótum
öðru hverju frá 1930. Gleði
min er, að innihaldið á mótun-
um er hið sama allt frá upp-
hafi. Þau hafa verið „biblíu-
lega heilbrigð". Samtimis
hefur þátttakendafjöldinn
farið stórum vaxandi. Það sýn-
ir, að við seljum ekki guðsríki
á neinni útsölu".
„Hvaða tilfinning fylgir þvi
að koma á stúdentamót I
Reykjavik nú?“ „Ég hef nú
lært á langri ævi að reiða mig
ekki á tilfinningar," sagði
hann og hló mikið. I rauninni
má skipta gleðinni i tvennt: I
fyrsta lagi: að vera á evangel-
Isku stúdentamáti gefur mér
ætið mikið andlegt fóður, sem
ég get tekið heim með mér. I
öðru lagi: þykir mér gaman að
koma til tslands aftur, þvi
fyrir 11 árum var ég hér i 14
daga.“
„A orð Guðs eitthvert erindi
til manns á atómöld?"
„Já,“ sagði hann með mikilft
áherslu. „Astæðan fyrir þvi er
að við lifum I ómanneskjuleg-
um heimi. Ménn eru andlega
niðurbrotnir, krossfestir. Ein-
mitt þess vegna eru menn
reiðubúnir til að hlusta. Ég
trúi ekki á fagnaðarerindi,
Framhald á bls. 47.