Morgunblaðið - 10.08.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.08.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. AGÚST 1975 Gr ænlen dingarnir létust báðir EINS OG sagt var frá í Morgun- blaðinu fyrir röskum 3 vikum, sótti flugvél Flugstöðvarinnar tvo fársjúka Græniendinga til Ang- magsalik. Annar var með garna- flækju, en hinn hafði hlotið alvar- leg skotsár. Sá síðarnefndi lézt nokkrum dögum eftir að hann kom á Sjúkrahúsið, en hinn lézt um miðja s.l. viku. Ludvig Storr ræðismaður sagði þegar Mbl. ræddi við hann í gær, að vél frá Flugstöðinni hefði flutt lík mannanna tveggja til Græn- lands á föstudaginn, en þar verða þeir jarðsettir. Ungir sjálfstæðismenn þinga í Grindavík STJÓRN Sambands ungra sjálf- stæðismanna hefur ákveðið að 23. þing sambandsins verði haldið I Grindavfk dagana 12.—14. september n.k. Fyrir þingið verða lagðar álits- gerðir um allmörg mál og að auki skýrslur stjórnarinnar og nefnda hennar. Meðal þeirra mála sem ljóst er að þingið muni fjalla um eru: menntamál, kjördæmamálið, jafnréttismál, húsnæðismál og sjávarútvegsmál, svo nokkuð sé nefnt. Einnig verður væntanlega lögð fyrir þingið álitsgerð um hugsanlegan samdrátt ríkiskerfis- ins og álitsgerð um einkarekstur Gengi ;ur illa að finna stóru loðnuna — OKKUR gengur illa að finna stóru loðnuna, en þar sem við erum núna NV af Sporðagrunni lóðar feiknin öll á stórar loðnutorfur. Við á Eldborgu og þeir á Árna Sigurði köstuðum í morgun, og fengum við 60—70 tonnn og Árni Sig- urður um 130 tonn, sagði Gunnar Hermannsson, skipstjóri á Eldborgu frá Hafnarfirði þegar Mbl. ræddi við hann í gær- morgun. Gunnar sagði, að enn væri ekkert verð komið á loðnuna og ekki væri vitað hvernig þetta endaði, en þeim tækist að fá góða og fallega loðnu myndu þeir örugglega halda áfram veiðunum, en annars hætta. Hann sagði, að þeir væru nú á leið til Siglufjarðar til að landa, en myndu síðan halda út á ný og þá reyna að komast lengra norður eftir en áður, enda hefði ísröndin færst norður á við að undanförnu. og nýiðnað. Þá verður aukaaðild SJJ.S. að COCDYC borin undir þingið og rætt almennt um sam- starf S.U.S. við innlenda og er- lenda aðila. Þingið verður sett föstudaginn 12. september kl. 16.00 í félags- heimilinu FESTI. Þann dag verður lögð fram og kynnt álykt- unardrög starfshópa og önnur þau mál er borist hafa stjórn sam- bandsins fyrir þingið. Laugar- dagurinn 13. september verður aðalstarfsdagur þingsins. Fyrri hluta dagsins munu nefndir starfa en kl. 16.30 hefjast al- mennar umræður. Kl. 19.00 hefst síðan kvöldverðarboð með for- manni flokksins. Að því loknu verður dansleikur f félagsheimil- inu Festi. Sunnudaginn 14. september hefst sameiginlegur fundur kl. 10.30 og er áætlað að hann standi til kl. 16.00. Nefndar- álit verða þar tekin til afgreiðslu og ný stjórn kosin. Kl. 16.00 mun nýkjörin stjórn og formenn aðildarfélaga þinga um starfs- áætlun S.U.S. 1975—1977. Aðildarfélög S.U.S. velja og fulltrúa til setu á þinginu og er við það miðað að félögin sendi 1 fulltrúa fyrir hverja 20 félags- menn sína. Ungir sjálfstæðis- menn búsettir utan félagssvæða F.U.S.-félaga geta orðið fulltrúar f gegnum kjördæmissamtök ungra sjálfstæðismanna í viðkom- andi kjördæmi. Reiknað er með nokkru fjöl- menni á þinginu og verða sér- stakar rútuferðir milli Grinda- vfkur og Reykjavíkur alla þing- dagana. Fulltrúar utan af landi fá 25% afslátt á öllum leiðum Flug- félags Islands 11.—15. september gegn framvísun kjörbréfa. Þing- fulltrúum verður séð fyrir gist- ingu í nýjum og fúilkomnum ver- búðum í Grindavík. Skráning þingfulltrúa fer fram á skrifstofu S.U.S. í Reykjavik. Fólkið streymir í land í Flatey þegar flóabáturinn Baldur leggst þar að bryggju. Myndin var tekin sl. laugardag. Verið er að gera við og mála flest gömlu húsin í Flatey, en þau eru nú orðin mjög vinsæl til sumardvalar. Flatey vinnsœll ferða- mannastaður FLATEY á Breiðafirði er orðin geysi- vinsæll sumardvalar- og ferða- mannastaður. Taka margir flóa- bátinn Baldur út í eyna og dveljast þar nokkra klukkutlma meðan hann fer áfram á Brjánslæk I Barða- strandasýslu. Þangað fara einnig margir með bátnum, sem getur tekið 12 bMa. Um verzlunarmannahelgina var mikill fjöldi farþega með Baldri I hverri ferð, allt frá fimmtudegi fram á mánudag. I laugardagsferðinni voru t.d. 160—170 farþegar og bflar í lest og á dekki. Margir tjölduðu I Flatey, en aðrir dvöldust þar I gömlu húsunum, sem nú er mikið verið að gera upp til sumardvalar. Tveir bændur eru I eynni allt árið en I flestum húsum er aðeins búið á sumrin. í einu húsinu er þó rekið veitingahús. Fyrir nokkr- um árum voru mörg þessara húsa föl fyrir gott verð, en nú er þarna ekki lengur gamalt hús að fá. Þokkalegur afli togaranna AFLI þeirra togara, sem landa í Reykjavfk, hefur verið þokka- legur að undanförnu en gæði afl- Sjópróf hafin SJÓPRÓF í kapalmálinu svo- nefnda hófust hjá bæjarfógeta- embættinu í Keflavík f gær- morgun og er það Guðmundur Kristjánsson fulltrúi sem annast það. Að sögn Guðmundar voru tveir af eigendum Þorketils Árna- sonar kallaðir fyrir fyrst og þvf næst matsveinn bátsins. Fram- burður þeirra var sá sami og áður hefur verið haft eftir þeim í blöð- um. Eftir helgi verða skipverjar af hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni kallaðir fyrir, en Bjarni Sæmundsson kom Þorkatli Árnasyni til aðstoðar, er báturinn hafði fengið kapal upp með humarvörpunni úti fyrir suður- ströndinni fyrir skömmu. ans hafa verið nokkuð misjöfn. Ingi L. Magnússon hjá Togaraaf- greiðslunni sagði Morgunblaðinu í gær að f s.I. viku hefðu 5 togarar landað og voru allir með vel yfir 100 lestir. Karlsefni landaði á föstudaginn 150—160 lestum, Ögri á fimmtu- Norðlenzkur blær eins og vera ber Samtal við sr. Áma Pálsson NC eru nokkrir þeirra tslendinga, sem fóru til Kanada til að vera viðstaddir hátfðarhöld- in f tilefni af 100 ára afmæli Islendingabyggðar þar, komnir heím. Er ekki annað að sjá af frásögnum Þorsteins Matthfas- sonar fréttaritara Morgunblaðs- ins á hátfðinni, en að fólkinu hafi Ifkað ferðin vel og sé mjög ánægt með þær móttökur, sem það fékk hjá „löndum“ sfnum vestan hafs. Þorsteinn var staddur á Winni- peg-flugvelli þegar fyrsti hópur- inn fór af stað heim og hitti þar nokkra að máli, þar á meðal séra Arna Pálsson á Blönduósi. „Ég verð að segja að þetta ferðalag hefur verið f alla staði mjög ánægjulegt og móttökur eins og bezt verður á kosið", sagði Arni. „Ég hef að vísu aldrei komið til Kanada fyrr, hef bara haft nokkra vitneskju um Vestur- Islendinga. En að þeir væru í raun og veru svona miklir Islend- ingar hafði mér ekki dottið I hug. Við erum þess vegna afskaplega undrandi yfir því að fólk skuli tala íslenzku á jafnágætan hátt og það hefur gert hér. Fólk, sem fætt er hér fyrir vestan“. Aðspurður um hátíðarhöldin sjálf f Gimli sagði Árni að þau hefðu verið mjög ánægjuleg. „Það er ekki hægt að segja annað en að þau hafi tekizt afbragðsvel. Þarna var mikill mannfjöldi og ég held að það hafi notið þess að vera á staðnum og taka þátt í þessum mikla fagnaði.“ Sem sæmi um hve þjóðlegir Vestur-Islendingar voru, sagði Arni að það fyrsta sem húsbónd- inn, sem þau gistu hjá, gerði kvöldið, sem þau komu, hafi verið að gefa sér og konu sinni harð- fisk, sem hann hafði sjálfur verkað. „Ég held að þessi ferð okkar til Vesturheims eigi áreiðanlega eft- ir að efla tengsl Islendinga austan hafs og vestan. Og ég vil einnig láta það koma fram að allir, sem fóru vestur, eru reiðubúnir til að taka á móti Vestur-íslendingum þegar þeir koma heim til Islands. Þá vil ég að það komi fram að þáttur Norðlendinga var mjög stór á heimili Stephans G. Stephanssonar, þegar við tókum okkur saman og sungum „Skín við sólu Skagafjörður“. Að vfsu sungu allir, en það var norð- lenzkur blær yfir því eins og vera ber“, sagði séra Arni að lokum. Karl prins fór í gær KARL Bretaprins hélt heim til Englands í gærmorgun með áætlunarvél Flugleiða frá Keflavfkurflugvellí, eftir sex daga dvöl á tslandi. I fyrrakvöld sat hann veizlu forsætisráðherra í Ráðherra- bústaðnum og gisti í bústaðn- um um nóttina. — Ekki voru prinsinum færðar gjafir frá íslenzkum stjórnvöldum, þar sem ekki var um opinbera heimsókn að ræða, en hins vegar færði prinsinn Geir Hallgrímssyni forsætisráð- herra og fleiri aðilum lax að gjöf. Nimrod-flugvél frá brezka flughernum hélt frá Skotlandi árla í gærmorgun og sveimaði um hríð hér við land, þar til Flugleiðavélin var komin á loft, en þá fylgdi Nimrod-vélin henni eftir allt til Glasgow. Mun það venja hjá Bretum að senda slíkar fylgdarvélar, þegar einhverjir úr brezku konungsfjölskyldunni fara f flugferð. daginn 208 lestum, Þormóður goði á þriðjudaginn og á mánu- daginn landaði Snorri Sturluson 260 lestum. Afli Ögra samanstóð af þorski og ufsa, en hinir togararnir voru með mikið af karfa. ______ ________ Kvikmyndir Ósvalds sýndar út mánuðinn VILHJÁLMUR Knudsen kvik- myndagerðarmaður hefur nú f mánuð sýnt myndirnar „Eldur f Heimaey" og „Þjóðhátíð á Þing- völlum“ f vinnustofu föður sfns, Ósvalds heitins Knudsen, f Hellu- sundi 6A, við góða aðsókn, kl. 9 á hverju kvöldi. Sérstakar sýningar eru fyrir er- lenda ferðamenn kl. 3 á daginn. Eru þá sýndar með ensku tali kvikmyndirnar „Eldur í Heimaey", „Sveitin milli sanda“ og „Heyrið vella á heiðum hveri“. Sýningum átti að ljúka 9. ágúst, en Vilhjálmur hefur ákveðið að halda sýningum áfram út þennan mánuð. Orgeltónleik- ar í Skálholti Alla næstu viku verða orgeltón- leikar f Skálholtskirkju bæði f hádeginu og svo síðdegis Það er Guðmundur Gilsson, sem mun leika á orgelið sígild verk frá 17. og 18. öld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.