Morgunblaðið - 10.08.1975, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.08.1975, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGtJST 1975 Lærdómsríkt og gagnlegt mót NORRÆNT knattspyrnumót fyrir unglinga, 16 ára og yngri var haldið í Finnlandi dagana 28. júlf til 3. ágúst s.l. með þátttöku liða frá öllum Norðurlöndunum, auk liðs frá Vestur-Þýskalandi. Það var finnska knattspyrnusam- bandið, sem sá um framkvæmd mótsins, sem tókst I alla staði mjög vel og var Finnum til hins mesta sóma. Þetta er í fyrsta skipti, sem slíkt mót er haldið og í byrjun s.l. viku fjölluðu forráðamenn knatt- spyrnusambanda Norðurlanda um framhald slíkra móta á ráð- stefnu sem haldin var á Laugar- vatni. Var mikill áhugi hjá full- trúum allra landanna á að halda slikt mót árlega, en endanleg ákvörðun var ekki tekin að þessu sinni. Gott skipulag Eins og áður er að vikið, var allt skipulag mótsins, eins og best varð á kosið. Þátttökuliðum var búinn staður á tveim íþrótta- stöðvum í nágrenni Lahti. Islend- ingar, Norðmenn og Danir dvöldu í Pahjulahden, en Finnar, Sviar og Vestur-Þjóðverjar voru þar skammt frá á stað sem heitir Vierumáki. Var aðbúnaður hinn besti i alla staði og ekki skemmdi það fyrir, að veður var hið besta allan timann, nema hvað hitinn var í mesta lagi fyrir Islending- ana, sem vanir eru kaldara veðri, sem kunnugt er. Tveir riðlar Þátttökuliðunum var skipt i tvo riðla og léku Islendingar, Finnar og Svíar I þeim fyrri, en Norð- menn, Danir og Vestur- Þjóðverjar í þeim síðari. Lítið var vitað um styrkleika liðanna fyrir- fram, því þetta er í fyrsta skipti, sem slíkt mót er haldið og hafa þjóðirnar, því ekki leikið lands- leiki áður fyrir þessa aldurs- flokka. Vestur-Þjóðverjar og jafn- vel Svíar voru taldir hvað sigur- stranglegastir fyrir keppnina, en oft fer öðruvísi en ætlað er og ekki hvað síst í knattspyrnu. Keppnin Ekki er ástæða til að rekja gang einstakra leikja hér, þar sem frá þeim hefur verið sagt í blaðinu áður. Keppnin var mjög jöfn og skemmtileg og margir leikjanna voru þannig, að 1. deildar leik- menn hefðu mátt vera fullsæmdir af því að sýna jafn góða knatt- spyrnu og drengirnir gerðu. Það skiptust á skin og skúrir hjá einstökum liðum, eins og gerist og gengur. Islendingar léku fyrsta leik sinn gegn Finnum og töpuðu 1—3 og verður ekki annað sagt en að ógæfan hafi elt þá leikinn á enda, því mörkin, sem þeir fengu á sig, voru ðdýr og litið sem ekkert heppnaðist hjá þeim við mark andstæðinganna. Það var Magnús Jónsson, sem skoraði mark Is- lendinganna. I siðári hálfleik mis- notuðu Islendingar vitaspyrnu. Þennan sama dag Iéku Danir og Norðmenn í hinum riðlinum og sigruðu Danir, 5—2. Sigur yfir Svíum Næsti leikur var milli Svía og Finna, sem lauk með jafntefli 1—1 og Vestur-Þýskalands og Noregs, þar sem hinir fyrrnefndu sigruðu með 5—1. Föstudaginn 1. ágúst léku Is- lendingar við Svía og er skemmst frá því að segja, að okkar drengir áttu leikinn frá upphafi til enda og sigruðu, 3—0. Það var Jón Einarsson úr Val, sem skoraði öll mörkin. Þennan sama dag sigruðu Danir Vestur-Þjóðverja mjög óvænt með 4—2. Það voru þvi Danir og Finnar, sem höfðu borið sigur úr býtum í riðlinum, Islend- ingar og Vestur-Þjóðverjar höfn- uðu í öðru sæti, en Norðmenn og Svíar urðu neðstir. tJrslitakeppnin Norðmenn sigruðu Svía I keppninni um 5. sætið með 1—0, en Vestur-Þjóðverjar sigruðu Is- lendinga með 2—1 og hlutu þar með brosnið. Leikurinn var ágæt- lega leikinn af okkar piltum og hefði ekki verið ósanngjarnt, að honum hefði lokið með jafntefli, þvi Þjóðverjarnir skoruðu sigur- markið á lokamínútu leiksins eftir aukaspyrnu. Jón Orri Guðmundsson úr Breiðabliki skoraði mark okkar i byrjun siðari hálfleiks, en í hálfleik höfðu Þjóðverjar forystu, 1—0. Úrslitaleikurinn var svo á milli Finna og Dana og er skemmst frá þvi að segja að hann var mjög vel leikinn af báðum aðilum, en Dan- ir sigruðu 2—1 og þótti sumum, að Finnar hefðu verið betri og því verðskuldað sigur. Vöktu athygli Ég get fullyrt, að íslensku piltarnir vöktu á sér athygli á mótinu fyrir góða frammistöðu. Einkum vakti sigurinn yfir Svíum athygli. Fararstjórar Svíanna höfðu margs að spyrja að þeim leik loknum, m.a. um undirbún- ing, val liðsins. og annað þess háttar. Þá var sigrinum mjög fagnað af Finnum, sem þar með tryggðu sér réttinn til að leika til úrslita. Erfitt er að gera upp á milli einstakra leikmanna, þar sem allir stóðu sig vel. Þó er ekki að neita því, að nokkrir sköruðu framúr og má þar sérstaklega nefna fyrirliðann Sigurð Björg- vinsson úr Keflavík, Sverri Einarsson og markvörðinn Rúnar Sverrisson úr Þrótti. Ömar Torfa- son KR stóð sig mjög vel og fram- línuleikmennirnir Jón Einarsson Val, og Einar Ásbjörn Ólafsson IBK og Magnús Jónsson KR. Gagnlegt mót Mót sem þetta tel ég mjög gagn- legt og vonast til þess, að fram- hald verði á þeim. Fyrir okkur var mótið mjög lærdómsrlkt og sýndi okkur svart á hvítu, að þjálfun okkar unglinga I knatt- spyrnu er ekki sem skyldi. Því er ekki að neita, að I sumum atriðum stóðum við hinum liðunum nokkuð að baki, sérstaklega I sam- bandi við knattmeðferð o.fl. En við höfðum eitt fram yfir öll hin liðin, en það var hin óþrjótandi barátta og leikgleði, sem liðið sýndi. Jón Einarsson, Val, skoraði ÖII mörkin gegn Svium. Þátttakendur Það voru alls 16 leikmenn, sem tóku þátt í þessari ferð, en þeir voru: Jón Hróbjartsson KR, Rúnar Sverrisson Þrótti, Einar Guðlaugsson UBK, Sigurður Björgvinsson IBK, Sverrir Einarsson Þrótti, Rafn Rafnsson Fram, Magnús Jónsson KR, Jón Orri Guðmundsson UBK, Jón Einarsson Val, Þórir Sigfússon IBK, Pálmi Jónsson FH, Ómar Torfason KR, Ottó Hreinsson Þrótti, Tómas Tómasson UBK, Einar Ásbjörn Ólafsson IBK og Hákon Gunnarsson UBK. Þjálfarar voru Guðmundur Þórðarson og Jón Hermannsson, en fararstjórar þeir Helgi Daníelsson og Vilberg Skarphéð- insson. Úrslit einstakra leikja: A riðill: Finnland — ísland 3—1 Finnland — Svíþjóð 1—1 Island — Sviþjóð 3—0 Finnland 2 110 4—2 3 stig Island 21014—3 2 stig Svíþjóð 2 0 11 1—4 1 stig B riðill: Danmörk — Noregur 5—2 V-Þýskal. — Noregur 5—1 Danmörk — V-Þýskal. 4—2 Danmörk 2 2 0 0 9—4 4 stig V-Þýskal. 21017—3 2 stig Noregur 2 0 0 2 3—10 0 stig Úrslitakeppnin sætið: 1—2 Danmörk — Finnland 2—1 3—4 V-Þýskaland — Island 2—1 5—6 Noregur — Sviþjóð 1—0 Unglingalandsiiðið. Aftari röð frá vinstri: Guðmundur Þórðarson, þjálfari, Jón Hróbjartsson, Sigurður Björgvinsson, Ottó Hreinsson, Jón Orri Guðmundsson, Omar Torfason, Rúnar Sverrisson og Jón Hermannsson, þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Jón Einarsson, Einar Ásbjörn Olafsson, Rafn Rafnsson, Einar Guðlaugsson, Þórir Sigfússon, Pálmi Jónsson, Tómas Tómasson, Hákon Gunnarsson og Sverrir Einarsson. Halda Framarar sér á toppnum? Til þess þarf sigur yfir KR í kvöld SÍÐASTI leikur 11. umferðar 1. deildar keppni Islandsmótsins í knattspyrnu fer fram á Laugar- dalsvellinum f kvöld og eigast þar við lið KR og Fram. Er þarna um mjög mikilvægan leik að ræða fyrir bæði liðin sem eru f baráttu, Fram á toppnum I deildinni og KR-ingar á botninum, og ef marka má úrslit leikja þessara liða fyrr í sumar má búast við mjög tvfsýnni baráttu. Þegar liðin mættust f fyrri umferð Is- landsmótsins sigruðu Framarar með tveimur mörkum gegn engu, cn KR-ingar sneru dæminu algjörlega við cr liðin mættust f bikarkeppni KSl og sigruðu 2—0. Þá fer fram í kvöld kl. 20.00 á Selfossi leikur í 2. deild milli heimamanna og Þróttar. Þarna er einnig um mjög mikilvægan leik að ræða, þar sem bæði þessi lið eru í baráttunni um sigur I deildinni. Staða Selfyssinga er reyndar orðin nokkuð erfið, en Þróttarar ógna hins vegar Breiða- bliki, sem hefur forystu í deild- inni, og sigur Þróttara I leiknum f kvöld, þýðir nánast að um hreinan úrslitaleik verður að ræða er UBK og Þróttur mætast á Kópavdgsvellinum 22. ágúst. Bikarkeppni FRÍ BIKARKEPPNI Frjálsfþróttasambands lslands heldur áfram á Laugardalsvellinnm kl. 14.00 f dag, en sem kunnugt er þá er þarna um að ræða eitt helzta frjálsfþróttamót sem haldið er hérlendis árlega. Bæði er þátttaka meiri en f flestum öðrum frjálsfþróttamót- um, og eins er baráttan harðari. Eins og fram hefur komið áður má búast við mjög harðri keppni um títilinn Bikarmeistari FRl 1975, og eins má ætla að baráttan á botninum verði hörð, en það lið sem fæst stig hlýtur fellur í 2. deild og keppir þar að ári. Valsmenn fagna, en FH vann VALSMENN fagna marki sfnu í leiknum við FH f fyrrakvöld. Hermann Gunnarsson og Hörður Hiimarsson hlaupa fagnandi f átt til Alberts Guðmundssonar sem átti allan heiðurinn af markinu, sem Hermann skoraði. Þeir eru hins vegar óhressir á myndinni FH-ingarnir Leifur Helgason, Úmar Karlsson og Jón Hinriksson, þeir áttu þó eftir að hressast er leið á leikinn og f lokin stóðu þeir uppi sem sigurvegarar. (Ljósm. Friðþjófur). , : ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.