Morgunblaðið - 10.08.1975, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.08.1975, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 10. AGÚST 1975 47 — Sveitaböll Framhald af bls. 15 ið, urðu reiðir eða leiðinlegir, og aðrir þurftu að skreppa út úr húsinu til að losa sig við maga- innihaldið. En í heildina voru menn ekkert sérlega grátt leiknir. Tólfta lota: jafntefli. HITASTIG NU: Sæmilegur hiti va,. samkomuhúsinu, enda nýlögo hitaveita í Hrísey. ÞA: Engin hitaveita var í húsinu, en stór ofn hélt hita á mannskapnum, þ.e. þeim sem ekki gátu haldið hita á sér sjálf- ir. Kannski var hann kolakynt- ur, kannski olíukyntur ... Slag- síðan man það ekki, en man bara, að bjarma sló frá honum á viðstadda og fegraði hlutina. Þrettánda lota: ÞÁ vann. TÓMAR FLÖSKUR NU: Við lok dansleiksins voru heilu raðirnar af tómum, eða hálftómum gosflöskum á borðum í samkomuhúsinu í Hrísey. Þær voru fyrst fjar- lægðar að ballinu loknu. ÞA: Litlir strákar sóttust mjög eftir þeim heiðri að fá að safna saman tómu flöskunum á meðan á dansleiknum stóð og bera þær fram f gossöiuna. Var þá óhikað skriðið undir stóla og bekki f leit að flöskum, ball- gestum til undrunar! Fjórtánda lota: ÞÁ vann. HtJSIÐ SJALFT NÚ: Samkomuhúsið í Hrísey er gamalt, en þó í sæmilegu standi, og ágætlega hlýlegt fyr- ir dansleikjahald. Það hefur þó vakið andúð skyggnra manna, að þar reika löngum um sali fjölmargir dauðir norskir sjó- menn, svo og íslendingur, sem mun hafa hengt sig þar. Ekki mun sá draugagangur þó hrjá almenna ballgesti. ÞÁ: Samkomuhúsið í sveit- inni hefur nú verið lagt niður sem slfkt og annað stærra og fullkomnara tekið í notkun í staðinn. Gamla húsið þjónar nú hlutverki bílaverkstæðis og ekki er vitað til að neitt veru- lega draugalegt sé þar á ferð- inni. Fimmtánda lota: NÚ vann. — 0 — Lýkur þá samanburði á ný- legum dansleik f Hrfsey og gömlum sveitaböllum í sveit einni á Suðurlandi. Þegar litið er á stigatöfluna, sést, að jafn- tefli varð í fjórum lotum. ÞÁ vann níu lotur og NÚ tvær. Ef þetta er umreiknað í tölur, reynist Hríseyjarballið hafa tapað fyrir minningunum um gömlu sveitaböllin með fjórum stigum gegn ellefu. En það var svo sem ekki við öðru að búast. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og böllin betri, segir málsháttur- inn. Hríseyjarballið var í sjálfu sér ágætt og Hríseyingar ágæt- lega skemmtilegir, en það var bara svo miklu meira gaman hérna í gamla daga ... — sh. — Torstein Framhald af bls. 23 munur á þessum þjóðum en fslendingar vilja viðurkenna. Norðmenn hafa til að mynda allt annan húmor og þeir skemmta sér öðruvísi. Þeir eru t.d. ekki eins æstir undir áhrif- um áfengis og íslendingar. Norðmenn eru mjög nískir, fslendingar ekki, og þeir eru meiri áhugamenn um útilff og ferðalög. Kirkjulíf er lfka mun sterkara í Noregi en á Islandi. Mér líkar samt mjög vel á Is- Iandi — ég hef kynnst mörgum íslendingum og finnst ég vera sem einn af þeim. -— — Hvernig finnst þér svo mótið hafa gengið? — — Ég held að það hafi gengið betur en við eigum að verjjast frá fyrri mótum, þrátt fyrir allan fjöldann. Það hefur einnig verið gott tækifæri til að boða fagnaðarerindið um Krist og það er mér efst f huga. — Slagsíðan Framhald af bls. 14 þetta lfferni þeirra, og aðrir eru gjörsamlega heilsulausir, eftir áralöng átök við illmennin! En einn gamalreyndur held- ur þó velli ennþá, heilsan í bezta lagi og óþrjótandi við- 'angsefni, enda hefur hann tila heimsálfu til afnota. Það Tarzan, apabróðirinn, sem ila sigrar f Afríku. Enn eru gefin út hasarblöð með Tarzan, þótt höfundur hans, Edgar Rice Burroughs, sé löngu kominn undir græna torfu. En aðrir halda merki hans á loft og þó að blaðafregnir hermi, að villidýr Afríku séu annaðhvort upp- stoppuð á söfnum eða f sérstök- um dýragörðum og að íbúarnir þar í álfu sitji öllum stundum við sjónvarpstækin sín eða stereógræjurnar þá á Tarzan í engum vandræðum með að finna sér mannætur, jafnt á tveimur fótum sem fjórum, og berst gegn þeim af öllum kröft- um 40 stundir á viku — og jafnvel stundum lfka í eftir- vinnu! Er vel, að í hraðfara heimi, þar sem nánast allt hið gamla og góða virðist horfið, glatað og gleymt, þá skuli þó enn mögu- leiki fyrir yngstu kynslóðina að komast í snertingu við þann menningararf sem Tarzan- blöðin eru! —sh. — Krossgötur Framhald af bls. 23 sem boðar lausn allra heims- vandamálanna, heldur á fagnaðarerindi sem getur hjálpað fólki til að leysa vandamál grundvallarandstöð- unnar við Guð, syndarinnar og getur hjálpað því til þess að horfast í augu við vandamál daglegs lffs með Jesú.“ „Getum við Islendingar eitt- hvað lært af frændþjóðum okkar á Norðurlöndum?" „Ef menn yfirgefa Guð og kirkju hans mun allt ganga á afturfótunum. Við erum slegin undrun yfir afbrotum og lög- leysi samtíðarinnar. Vald- hafarnir vita ekki hvað gera skal. Þegar grundvallarvirðing fyrir lífinu er horfin getur hvað sem er hent. Og lausn þess vanda, sem við eigum við að etja á Norðurlöndunum nú er einungis að finna hjá Jesú KristiV voru niðurlagsorð hans. _______» » »----- — Eyjar Framhald af bls. 48 sumar, en hins vegar kvað Sig- urður ekki ganga nógu vel með byggingaráætluh Vestmannaeyja og væru 30 íbúðir enn óseldar. Þá sagði Sigurður að ýmsar sög- ur væru á kreiki varðandi bæjar- stjóraskiptin og hinn nýja meiri- hluta. „Raunverulega skýringin á þvf,“ sagði Sigurður, „að sjálf- stæðismenn gátu ekki stutt fyrr- verandi bæjarstjóra eða myndað meirihlutastjórn með krötum, er sú að fjármálastjórn bæjarins var í molum, ekkert aðhald í rekstri og ýmsu varðandi fjármál og öðru hreinlega haldið leyndu fyrir bæjarfulltrúum. Starfið byggðist orðið á snakki og óstjórn og ýmsar samþykktir bæjarstjórnar bæði um framkvæmdir og annað, hunz- aðar. Vinstri bæjarstjórnarmeiri- hlutinn hafði mjög slakt samband við Viðlagasjóð og notaði sér ekki rétt til að sitja á fundum sjóðsins til þess að fylgjast náið með mál- um, gæta réttar Eyjamanna og hafa möguleika á frumkvæði f ýmsum málum. Það að sjóðurinn væri búinn að greiða Vestmanna- eyjabæ 600 millj. kr. kom jafn flatt upp á alla í bæjarstjórn þegar það upplýstist í vor. Það hafði ekki verið sinnt bráðnauð- synlegum málum eins og gatna- kerfinu fyrir og eftir gos og frá- rennsli úr höfninni og þannig var bænum stjórnað raunverulega án nokkurrar heildarskipulagningar eðayfirsýnar." llllllMji! i|| \ Bergstaöastræti 4a Sími 14350 mmnuinntii ► ,(l' li' J bÆ Fyrsta stórútsala r - i> ‘i.!H / haustsins aöeins ■ ■ * Aln 'V • í 4 daga utr Buxui 111699 li r agt verð: ... frá kr. 990.— Peysur ... frá kr. 890.— Bolir ... frá kr. 500,— Skyrtur ... frá kr. 900,— Blússur ... frá kr. 900.— Jakkar, skór o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.