Morgunblaðið - 10.08.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.08.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. AGUST 1975 „ÞAÐ væri ekki gott fyrir Portúgal, ef kommúnistar næðu völdunum. Almenningur vill hafa það gott, meiri peninga, fri, bíla og þess háttar. Það fæst ekki, ef kommúnistar komast til valda." Það er Fernando de Sousa Correia, fyrsti stýrimaður á portúgalska togaranum David Melgueiro, sem þannig kemst að orði í samtali við fréttamann Mbl. Togarinn liggur í höfn í Reykjavík vegna vélarbilunar, sem hann varð fyrir úti fyrir Suðausturlandi fyrir rúmri viku síðan. Björgunarskipið Goðinn dró togarann þá til hafnar í Reykjavík, þar sem viðgerð var hafin. Kom 1 ljós, að stimpill hafði brotnað, en annar var fluttur til landsins með flugvél og er þess að vænta, að skipið geti haldið héðan á mánudags- kvöld áleiðistil Nýfundnalands. Fréttamaður Mbl. hélt um borð í togarann í gærmorgun og tók þrjá skipverja tali, spurði þá um viðhorf þeirra til þróunar stjórnmála I Portúgal og fleira. Allir tóku þeir fram að erfitt væri að ná fréttaútsendingum frá Portúgal og þess vegna gætu þeir ekki almennilega fylgzt með atburðum þar í landi. Togarinn hélt frá Lissabon í júlfbyrjun og fór fyrst til veiða í Barentshafi. Þar eru hlustunar- skilyrði afar slæm og sagði skip- stjórinn að heil vika gæti liðið án þess að skipið heyrði fregnir frá umheiminum. Hins vegar væri auðveldara að ná útvarps- sendingum þegar skipið væri á Nýfundanlandsmiðum. „Ég veit ekki nógu vel, hvað hefur verið að gerast f Portúgal undanfarnar vikur,“ sagði skip- stjórinn, Francisco Jorge Cardinali Ribeiro. „En skips- höfnin virðist ekki hafa neinar verulegar áhyggjur af þróun mála þar, enda eru skip- verjarnir yfirleitt ekki vel með- vitandi um það sem hefur verið að gerast þar. Þannig^, er um margt fólk í Portúgal: Það veit ekki mikið um stjórnmál, en það veit hvað það vill og hvað því líkar bezt. Ég var að spvrja kokkinn I* r okkar í gær, hvað fasismi væri. Fasismi? Það er þegar örfáir menn vilja eiga allt sjálfir, sagði hann. Skipverjarnir eru ánægðir með þá breytingu sem orðið hefur á lffskjörum í Portúgal eftir stjórnarbyltinguna í fyrra. Þeir fá hærra kaup, betri mat, meira frí og betri aðbúnað nú en áður. Áður fyrr urðu þeir sjálfir að leggja sér til sápu, hand- klæði, rúmfatnað og fleira slíkt, en nú leggur útgerðin þeim þetta til. Þess vegna eru þeir ánægðir með sinn hlut,“ sagði skipstjórinn. „En vandamálið er bara stærra en þetta“, sagði hann. „Hve lengi getur útgerðin staðið undir þessum aukna kostnaði, á meðan aflinn fer minnkandi? Skipverjarnir eru ánægðir af því að þeir hafa það betra en áður, en þeir skilja ekki afleið- ingarnar fyrir efnahag lands- ins. Landið var ekki undir það búið efnahagslega séð að breyta svo miklu og borga svo miklu meira en áður I laun. Ég er hræddur við afleiðingarnar, þvf að aflinn er ekki nægur til að standa undir þessu. Við fram- leiðum ekki eins mikið og við getum og framleiðslan hefur ekkert aukizt frá þvf sem áður var, þótt allur kostnaður hafi aukizt. Ég hef miklar áhyggjur af þróun efnahagsmálanna í Portú- gal. Utflutningur okkar hefur minnkað og ferðamanna- straumurinn er orðinn nánast enginn. Við höfum tekið mið í stjórnmálum okkar af Austur- Evrópuríkjunum, en við fáum því miður enga ferðamenn þaðan. Ferðamenn frá Banda- rfkjunum, Bretlandi og öðrum löndum þora ekki til Portúgal vegna ótryggs ástands þar.“ Áhyggjur skipstjórans af þróun ferðamála í Portúgal eru skiljanlegar þegar haft er í huga, að hann hefur fjárfest hluta af sparifé sínu í hótel- rekstri — og nú standa hótelin í Portúgal nánast auð. Hann nefnir einnig ótta sinn við aukið atvinnuleysi í Portú- gal. „Þegar við fórum frá Portú- Francisco Ribeiro skipstjðri. Virgilio loftskeytamaður. hræddur við stöðuna um ára- mótin, þegar við komum heim úr þessari veiðiferð. Þó get ég huggað mig við það, að þegar loksins kemur að mér að svelta, þá verður helmingur Portúgala fallinn á undan mér. Ég er milli- stéttarmaður og held þetta leng- ur út.“ Loftskeytamaðurinn Virgilio sér um að reyna að ná útvarps- sendingum fyrir skipið. „Við heyrum stundum í BBC,“ segir hann, „en það er erfitt að skilja þá stundum. Við náum líka stundum í útvarpið í Lissabon." Hann er spurður, hvort mikill munur sé á fréttaflutningi þess- ara stöðva og hvorri stöðinni hann trúi frekar: „Það er stundum dálítill mun- ur. Ég tel portúgalska útvarpið betra og flytja réttari fréttir." Hann er þá spurður, hvort hann teldi portúgalska útvarpið vera frjálst til að flytja þær fréttir sem því sýntist um stjórnmálin þar í landi: „Já, þeir segja það sem þeir vilja. Stundum tala þeir illa um stjórnina, stundum vel.“ Virgilio telur skipshöfnina ekki háfa neinar umtalsverðar áhyggjur af þróun mála í Portú- í Reykjavík. Þá báðum við um að pósturinn yrði sendur hingað frá Nýfundnalandi, en ég veit bara ekki hvort hann verður kominn áður en við förum af stað til Nýfundnalands," segir hann. Hann hefur þó sínar skoðanir á stjórnmálum í Portúgal: Það eru aðeins um 15% lands- manna, sem fylgja kommúnist- unum, en meirihluti Portúgala eru bara tækifærissinnar. Skoðanir þeirra fara eftir því hver kemst til valda. Þegar fasisminn rfkti í landinu var margt fólk ákafir fasistar til að græða á þvf. Ef kommúnistar komast til valda, þá gengur margt fólk f Kommúnistaflokk- inn til að geta grætt á því. Ég vona bara að kommúnistar náí ekki völdum. Það yrði ekki það bezta, sem gæti hent Portúgal.“ Hann er spurður um viðhorf skipshafnarinnar til þessara mála. „Ég held, að meirihlutinn sé ekki hlynntur kommúnistum, en sumir gætu verið það, “ segir hann. Það kemur fram í umræðun- um, að sumir, þeirra á meðal skipstjórinn, telja, að ekki komi „Meirihluti Portúgala er bara tækifærissinnar,, Rœtt við skipverja á portúgalska togaranum David Melgueiro gal. „Við vonum bara það til borgarastyrjaldar, jafnvel bezta," borgarstyrjöld? „Nei, þótt kommúnistar nái völdum. Portúgalar vilja ekki stríð.“ Portúgalar muni frekar- sætta gal voru um 300 þús. manns atvinnulausir og mér skilst, að fram til áramóta komi um 500 þús. manns bara frá Angóla til Portúgal. Ég veit ekki hvar þetta fólk á að fá vinnu. Ég býst við,“ segir hann, „að um áramót verði um ein milljón atvinnu- lausra í Portúgal. Og það er mikið, miðað við, að íbúafjöld- inn er rúmar nfu milljónir. Skipverjarnir hugsa flestir ekkert um þessa hluti. En örfáir hugsa þó um þessi mál og ég er einn þeirra. Eg er alvarlega Togarinn David Melgueiro við Grandagarð. Ljósm. Mbl. Br. H. Hann er spurður, hvort hann óttist að kommúnistar nái alger- , lega yfirhöndinni f Portúgal. „Eg er ekki mjög pólitískur, þannig að ég veit ekki hvað ég á að segja." — En hvað hugsa aðrir f skipshöfninni? „Ég veit það ekki. Hverjum er frjálst að hugsa það sem hann vill. Þeir tala ekki mikið um pólitfk og þegar þeir tala um hana, þá er ekki um deilur að ræða eða skoðanaskipti, heldur bara talað hlutlaust um málin.“ Fernando Correia, fyrsti stýri- maður, segist vart geta sagt mikið um stjórnmálaþróunina í Portúgal, þvf að svo litlar fréttir berist af henni. „Þegar við fórum á veiðar, þá fórum við fyrst til Noregs og konurnar okkar sendu bréfin þangað. En við fórum frá Noregi áður en pósturinn kom og ætluðum til Nýfundnalands og báðum um að pósturinn yrði sendur þangað. En svo bilaði vélin og við lentum sig við kommúnismann en fara að berjast. Að lokum eru skipverjar spurðir um hvernig þeim líki Islandsheimsóknin og þeir svara að hér sé ágætt að vera. Þó bera þeir fram tvö umkvörtunarefni: Lögreglan sé alltof hörð í að leita að kvenfólki um borð í skipinu, brjóti upp hurðir og gangi harkalega um. Skipverj- arnir hafi auðvitað gaman af því að hitta íslenzkar stúlkur, tala við þær og dansa við þær og kannski að bjóða þeim í mat. „En við erum ekki svo slæmir, að við eigum skilið þessa hörku af hálfu lögreglunnar," segja þeir. Og hitt atriðið: Einn skipverji týndi veskinu sínu í Þórskaffi, með 2.300 kr. íslenzkum, 140 kr. norskum og 60 kanadadollurum, eða um 15 þús. kr. verðmæti, auk ökuskírteinis og fleiri pappíra. Hefur einhver fundið það? Allir fara í ferð með ÚTSÝN London Ódýrar vikuferðir: ágúst: 17., 24 og 31 Verð með vikugistingu og morgunverði frá kr. 43.000 — Verðlækkun frá 7. sept. Verðfra kr. 38.000,- Sept. 7., 14., 21. oc- 28 Austurríki Zillertal — Tyrol 1 2 daga bilferð frá Kaupmannahöfn 3 nætur i Kaupmannahöfn Brottför: 14 ágúst Verðkr. 69.500 Dresden Gullna Costa ströndin Prag Del Sol Lignano Wien TORREMOLINOS Bezta baðströnd ítaliu Skemmtileg ferð á nýjai slóðir. Þrjár giæsilegar listaborgir, ekið frá Kaupmannahöfn og við- dvöl þar BENALMADENA Laus sæti 5. okt. Verð með 1. flokks gistingu 1 2 vikur Verðfrá kr. 32.500 - Fyrsta flöKvs aðbúnaðu. og fagurt, friðsælt um- hverfi. Einróma álit ta. þeganna frá i tyrra „PARADÍS Á JÖRÐ" Brottför 21. ágúst. Verð með fyrsta Fáein sæti laus. gistingu fra Verðfrá kr. 34.300. Aukaferð til Costa Brava Vegna gituriegrar eftirspurnar efnir Útsýn til aukaferð- artil Costa Brava/Lloret de Mar. Brottför 15. sept. 2 vikur. Sömu góðu gististaðirmr, sama ótrúlega hagstæða verðið. PANTIÐ TÍMANLEGA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.