Morgunblaðið - 15.08.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.08.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14, ÁGUST 1975 3 Birgir ísl, Gunnarsson borgarstjóri um Borgarleikhúsið: Ekki óeðlilegt, að mönnum vaxi í augum slík- ar tölur — en þetta er langtímaverkefni Á fundi borgarráðs í gær voru samþykktir uppdrættir að Borgar- leikhúsi, sem lagðir hafa verið fram, eins og kunn- ugt er af fréttum. Sam- þykktin var gerð með fjórum samhljóða at- kvæðum Markúsar Arnar Antonssonar, Magnúsar L. Sveinssonar, Alfreðs Þorsteinssonar og Sigur- jóns Péturssonar. Einn borgarráðsmaður, Albert Guðmundsson, sat hjá við atkvæðagreiðsluna og gerði grein fyrir atkvæði sínu með bókun, sem birt er í heild hér á eftir. I framhaldi af þessari sam- þykkt borgarráðs sneri Morg- unblaðið sér til Birgis Isl. Gunnarssonar borgarstjóra og spurði hann, hvort hann vildi segja eitthvað um málið. Borg- arstjóri stjórnaði að venju fyrr- nefndum borgarráðsfundi og lét þá einnig bóka afstöðu sína. Sagðist hann vilja vísa til henn- ar, en þar segir svo: „Um margra ára skeið hefur verið óformleg samvinna milli Reykjavíkurborgar og Leikfé- lags Reykjavíkur um byggingu Borgarleikhúss. Allmikil undir- búningsvinna hefur verið unn- in og hefur um þann undirbún- ing verið náið samráð milli borgaryfirvalda og Leikfélags Reykjavfkur, m.a. um ráðningu arkitekta. Samstarf þetta fékk á sig fast form á s.l. vori, er gerð var stofnskrá fyrir Borgar- leikhús, sem samþykkt var af borgarstjórn. Samkvæmt henni mun Reykjavíkurborg og Leik- félag Reykjavíkur annast rekst- ur leikhússins, eins og verið hefur um leikhúsið i Iðnó. Ég tel, að rekstur Borgarleikhúss sé bezt kominn i höndum Leik- félags Reykjavíkur, sem er ein elzta og rismesta menningar- sjofnun borgarinnar og nýtur í verki trausts borgarbúa. Bygging Borgarleikhúss er framtiðarverkefni, sem vafa- laust mun taka langan tima að fullgera. Um fjárveitingar til þess verkefnis verður farið eft- ir fjárhagsgetu borgarsjóðs á hverjum tíma. Á grundvelli þeirra teikninga, sem nú liggja fyrir, er ráðgert að gera fram- kvæmdaáætlun, sem lögð verð- ur fyrir borgarráð til sérstakrar samþykktar. Því Iiggur ekkert fyrir um það nú, að bygging Borgarleikhúss verði til að draga úr framkvæmdum við stofnanir í þágu aldraðra, og tel ég reyndar, að svo eigi ekki að verða. Hins vegar eiga tlma- bundnir fjárhagserfiðleikar ekki að verða til þess að stöðva þá undirbúningsvinnu, sem nú er f gangi. Borgarstjörn þarf að sinna margvíslegum þörfum borgar- búa. Ég tel, að á hverjum tima eigi borgarstjórn að hafa í gangi byggingu a.m.k. einnar menningarmiðstöðvar og stuðla þannig að fjölþættara og auð- ugra menningarlffi borgarbúa. Eftir Kjarvalsstaði er Borgar- leikhús verðugt verkefni." Mbl. spurði borgarstjóra um, hvort hann teldi ekki kostnað- aráætlun Borgarleikhússins, sem nemur 940 millj. króna, í hærra lagi, ekki sfzt með tilliti til fjárhags Reykjavíkurborgar. Birgir Isl. Gunnarsson borg- arstjóri sagði, að kostnaðar- áætlunin væri byggð á nýjustu upplýsingum um byggingar- kostnað, eins og hann kom fram í sfðasta útboði, sem fram fór á vegum borgarinnar fyrir nokkrum vikum. „Ekki er óeðli- legt, að mönnum vaxi f augum slíkar tölur,“ sagði borgarstjór- inn, „en þess ber þó að gæta, að byggingarkostnaður hefur stór- aukizt að undanförnu. Þannig má geta þess, að fjölbýlishús það, sem borgin er nú að hefja byggingu á, kostar samkvæmt verksamningi um 300 millj. króna.“ Þá benti borgarstjóri á, að Borgarleikhúsið væri lang- tfmaverkefni og yrði það ekki byggt hraðar en svo, að ekki þyrfti að draga úr nauðsynleg- um þjónustuframkvæmdum öðrum. Minnti borgarstjóri í þessu sambandi á, að bygging Kjarvalsstaða hefði tekið sjö ár. „Mörgum óx þá í augum sá mikli kostnaður, sem því mundi fylgja að byggja svo stórt og glæsilegt myndlistarhús, en nú er það orðið staðreynd og eng- inn sér eftir því fé sem varið var til þeirra framkvæmda. Ég spái þvf, að svo muni einnig verða um Borgarleikhús, þegar það rfs í fyllingu tfmans og set- ur svip sinn á menningarlff og umhverfi Reykvíkinga." Albert Guðmundsson gerði sérstaka bókun á borgarráðs- fundinum, eins og fyrr greinir, og er hún svohljóðandi: „1. Þrátt fyrir það að teikning- ar og lfkön þau af nýju borgar- leikhúsi, sem nú hafa verið kynnt í borgarráði, séu nýtízku- leg og tákn nýrra tfma, sem setja mun svip á Reykjavikur- borg, tel ég, að borgarstjórn hefði átt að efna til samkeppni meðal arkitekta um slíkt mann- virki. 2. Borgarstjórn á f talsverðum fjárhagserfiðleikum um þessar mundir og fáar stofnanir borg- arinnar reknar hallalausar. Af þeim orsökum hefur borgar- stjórn samþykkt niðurskurð fjárveitinga til ýmissa nauðsyn legra framkvæmda, frá sam- þykktri fjárhagsáætlun þessa árs, þar á meðal til mannvirkja- gerða vegna aldraðra og sjúkra, sem borgarfulltrúar allir eru sammála um að njóta eigi for- gangs f framkvæmdum borgar- innar. Treysti ég mér því ekki, að sinni, að standa að fjárstreymi til byggingar borgarleikhúss. 3. Þá vil ég vekja athygli á þvi, að þótt Leikfélag Reykjavíkur eigi viðurkenningu skilið fyrir framlag til menningarstarfsemi í borginni um langan aldur, þá er leikfélagið nú rekið á annan veg en áður var, og framlag vegna starfsemi þess, s.s. launa- greiðslur frá Reykjavíkurborg, fara síhækkandi og nema nú nokkrum tugum milljóna. Kostnaðaráætlun vegna rekstr- ar nýs borgarleikhúss liggur ekki fyrir, en gera má ráð fyrir, að hann verði ekki lægri en þegar er f Þjóðleikhúsinu, þar sem um svipaða stærð fyrir- tækja er að ræða, og myndi þá greiðast af útsvarstekjum borg- arinnar. 4. Það félagsform, sem Leikfé- lag Reykjavíkur byggist á, er mér óljóst, en skv. heimildum, sem ég tel áreiðanlegar, er fé- lagið eign um 100 útvalinna. Tel ég óeðlilegt, að borgar- stjórn Reykjavíkur byggi að verulegum hluta mannvirki, sem kosta mun milli 1.000.000.000—2.000,000,000 kr. fyrir utan rekstur síðar meir, og afhendi fámennum hópi áhuga- og atvinnufólks til ráð- stöfunar. Að byggingarfram- kvæmdum loknum mun „Leik- húsráð" fara með yfirstjórn mannvirkisins, en í það ráð skipar borgarstjórn einn mann, skv. upplýsingum borgarstjóra. 5: Ég tel eðlilegt, að rekstur Leikfélags Reykjavíkur haldist óbreyttur f framtfðinni, en rekstur mannvirkisins, borgar- leikhússins, verði í höndum borgarstjórnar, eins og önnur mannvirki Reykjavfkurborgar. ef byggt verður að sinni. 6. Ráðningu starfsfólks til eftir- lits og reksturs byggingarinnar tel ég að eigi að vera í höndum borgaryfirvalda, eins og um aðra starfsmenn stofnana borg- arinnar. 7. Þótt margir áhugamenn, inn- an og utan borgarstjórnar, telji byggingu borgarleikhúss að- kallandi, vil ég skora á borgar- fulltrúa, að verja ekki fé til byggingarframkvæmda borgar- leikhúss, fyrr en vandamál aldraðra og langlegusjúklinga eru leyst, en láta eitt stórt leik- hús duga höfuðborginni, þar til fjárhagsstaða borgarinnar leyf- ir slfka framkvæmd og rekstur. 8. Að lokum vil ég einnig benda á, að ég tel aðstoð við ungt fólk í húsnæðisvanda eiga að hafa forgang fyrir fjárfestingum i borgarleikhús.“ Þess má að lokum geta, að I stuttri bókun Sigurjóns Péturs- sonar getur hann þess, að borg- arstjórn hafi á liðnu vori tekið ákvörðun um stofnskrá Borgar- leikhúss, og því sé það mál ekki til ákvörðunar nú. Til viðbótar þessari bókun Sigurjóns má geta þess, að sam- kvæmt stofnskránni munu eignarhlutföll i hinu nýja Borg- arleikhúsi ákvörðuð að bygg- ingu lokinni, eftir fjárframlög- um hvors aðila um sig, Reykja- víkurborgar og Leikfélags Reykjavikur, en leikfélagið á talsverðar eignir í húsbygging- arsjóði, og munu þær nú nema um 40 millj. króna. Gert er ráð fyrir, að Leikfélag Reykjavikur annist rekstur Ieikhússins, en nánari samningar þar um verða gerðir, þegar starfsemi hússins getur hafizt. Borgarleikhúsið. Lfkanið gerði Guðiaugur Jörundsson módelsmiður. „Fólk verzli aðeins við viðurkennda myntsala” — segir Ragnar Borg formaður Myntsafnarafélagsins Sverrir Þóroddsson lengst til hægri, ásamt þremur flugmanna sinna við nýja farkostinn. Frá vinstri: Birgir Sumarliðason yfirflugmaður, Vilhjálmur Vilhjálmsson og Þórður Hafliðason. Hin vél féiagsins, Cessna 310, sézt t.v. á myndinni. Leiguflug Sverris Þóroddssonar fær nýja og fuUkomna Cessnu 3100 „ÉG ER þess fullviss að fleiri falsaðir peningar eiga eftir að koma á markaðinn frá Lfbanon og þvf vil ég hvetja fólk til að vera vel á verði og kaupa minnispen- ing Jóns Sigurðssonar aðeins hjá viðurkenndum myntsölum," sagði Ragnar Borg formaður Myntsafnarafélagsins er Mbl. ræddi stuttlega við hann f gær um fölsun minnispeninganna, sem Lfbanonmenn hafa orðið uppvfsir að. Ragnar sagði að minnispening- urinn hefði upphaflega verið sleg- inn I 10 þúsund eintökum hjá Royal Mint í London og væri vitað um fjögur afbrigði hans. Gullinni- hald fölsku peninganna væri svipað og í þeim ekta og hefði falskur peningur þannig nokkurt verðgildi en söfnunargildi hans væri að sjálfsögðu ekkert. Því væri afar mikilvægt að fólk væri vel á verði ef því byðist slíkur peningur erlendis og væri ekki ráðlegt að kaupa hann hjá öðrum en viðurkenndum myntsölum. Að öðrum kosti yrði fólk að spyrja mjög rækilega um uppruna pen- ingsins og sögu hans. Ragnar sagði að lokum, að þekktur danskur myntsali væri staddur hér um þessar mundir. Hefði hann haft þá sögu að segja; að fyrir tveimur árum hefðu hon- um boðizt tveir peningar Jóns Sig- urðssonar og hefði hann spurt um sögu þeirra, en sá sem bauð pen- ingana til kaups ekki viljað skýra frá þvf. Varð því ekkert af kaup- um. „Fólk á að taka þennan danska mann til fyrirmyndar og vera á varðbergi þegar slíkir pen- ingar bjóðast,“ sagði Ragnar. Þess má geta að lokum, að fyrst varð vart við þessa fölsun hér innan- lands fyrir einu ári. FYRIR nokkrum dögum bættist ný og fullkomin flugvél af gerð- inni Cessna 310 Q f flugflota Is- lendinga, er Leiguflug Sverris Þóroddssonar keypti 3ju vél sfna frá Bandaríkjuuum. Vélin, sem er af árgerð 1973, er búin full- komnustu siglinga- og afísunar- tækjum sem völ er á og hefur auk þess 9 klukkustunda flugþol, sem er óvenju mikið miðað við vél af þessari stærð, en hún ber 5 far- þega auk flugmanns og farangurs og getur flogið f einum áfanga frá Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.