Morgunblaðið - 15.08.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 14. AGUST 1975
11
BANKASTVATI
®'14275
vegi. Áður voru skiltin merkt
nafni vegarins, en nú bera skiltin
yfirleitt nafn eins bæjar við við-
komandi veg. Sumir telja þett nú
ekki framför og fremur villandi
en hitt. En sjálfsagt eru einhver
rök fyrir þessari breytingu.
Heldur munu byggingafram-
kvæmdir með minna móti í sum-
ar. Er hvorttveggja að slík-
ar framkvæmdir hafa verið
miklar á undanförnum árum og
svo hitt að mjög er nú orðið dýrt
að byggja. Talið er að girðingar
séu nú orðnar svo dýrar að á fárra
valdi sé að girða nokkuð að ráði,
ef hver km f sex-strengja girðingu
kostar nokkur hundruð þúsur.d.
Ekki virðist nú vera að ráði
meiri snjór í fjöllum en venjulega
á þessum árstíma.
Og svo er víst ekki annað að
gera en bíða eftir því að sólin taki
að skfna og þurrka þann forða,
sem þarf til þess að menn geti þó
haldið á einhvern hátt í horfinu.
M.G.
Helgi sýnir...
SO VILLA slæddist inn f frétt um
sölusýningu á „Loftinu", Skóla-
vörðustíg 4, f blaðinu í gær, að
sýningin yrði opin til áramóta.
Þetta er auðvitað ekki rétt, hann
Helgi Einarsson kaupmaður ætlar
aðeins að hafa sýninguna opna til
næstu mánaðamóta, og þá byrja
væntanlega stóriistamenn þjóð-
arinnar að sýna hjá honum eins
og í vetur.
Tjón bænda
þegar orðið
mjög mikið
Mykjunesi, 10. ágúst: — Þetta
er nú að verða eitt mesta rosa-
sumar á síðari árum, og er hey-
skapur að sjálfsögðu eftir því.
Víðasthvar er búið að slá allmikið
og flestir eru búnir að ná nokkru.
Hitt er þó meira, sem bíður bæði
slegirð og óslegið. Nú eru tún
víðast orðin úr sér sprottin, svo
ekki má á milli sjá, hvort er betra
að hafa slegið eða óslegið.
Hlýtt hefur verið i veðri núna í
seinni tíð svo hey eru fljót að
hrekjast. Má óhikað fullyrða, að
tjón bænda sé nú þegar orðið
mjög mikið og eykst með hverjum
deginum sem líður.
Á sfðastliðnu sumri var
heyskap yfirleitt lokið um þetta
leyti, enda var það eitt bezta
sumar, sem komið hefur um
langan aldur.
Jörð spratt öll seint að þessu
sinna Útjörð er þvf enn i fullri
grósku og ætti að geta haldizt svo
nokkuð, ef ekki koma næturfrost,
en á þvf er jafnan nokkur hætta
er líða tekur á ágúst mánuð.
Vonandi raknar nú úr með
heyskapinn bráðlega, en hvenær
sem það verður er víst, að tölu-
vert af heyjum verður hálfgerður
hálmur.
i
Vegir eru f sæmilegu ástandi
þrátt fyrir mikla umferð. Sú ný-
breytni hefur verið tekin upp að
setja hér vegaskilti við ýmsa aðal-
Vestfirðir:
Ágætur afli togara þeg-
ar hafísinn lónaði frá
S.U.S.
Reykjanes.
Umræðuhópur um Sjávarútvegsmál til undirbúnings S.U.S.
þings sem haldið verður í Grindavík 12. —14. sept. verður
starfandi umræðuhópur um Sjávarútvegsmál.
Fyrsti fundur hópsins verður haldinn i Sjálfstæðishúsinu í
Keflavík mánudaginn 18. ágúst n.k. kl. 20.30. Umræðum
stýrir Helgi Hólm formaður F.U.S. Heimis í Keflavik. Áhuga-
fólk um málefni Sjávarútvegsins er hvatt til að mæta.
1 BYRJUN júlfmánaðar kom
mikill haffs upp að Vestfjörð-
unum, og rak fs langt inn á Húna-
flóa. Þakti haffsinn stóran hluta
af fiskislóð togaranna mikinn
hluta mánaðarins, þ. á m. Hala-
miðin. Var afli togaranna þvf rýr
fyrri hluta mánaðarins, en eftir
20. júlf tðk fsinn heldur að ióna
frá landi, og fékkst þá ágætur
afli, stórufsi fyrstu dagana en
sfðan vænn þorskur. Afli togar-
anna er þvf verulega minni nú en
á sama tfma I fyrra.
Þeir bátar, sem reru með línu,
fengu flestir sæmilegan afla og
sama er að segja um dragnótabát-
ana, enda er dragnótin eingöngu
stunduð á syðri Vestfjörðunum.
Afli handfærabátanna var aftur á
móti mjög misjafn. Sjávarhiti
hefir verið mjög Iágur úti af norð-
anverðum Vestfjörðum i allt
sumar og einnig hefir ísinn
hindrað veiðar stærri bátanna,
sem jafnaðarlega sækja á dýpri
mið.
I júlí voru gerðir út 156 (165)
bátar til fiskveiða frá Vestfjörð-
um. 117 (128) stunduðu hand-
færaveiðar, 18 (18) reru með
línu, 11 (10) með dragnót og 10
(9) með botnvörpu.
Heildaraflinn f mánuðinum var
nú 5.114 lestir, en var 5.743 lestir
í júlí í fyrra. Er heildaraflinn á
sumarvertíðinni þá orðinn 11.790
lestir, en var 9.931 lest á sama
tíma í fyrra.
Af heildaraflanum í júlf var afli
skuttogaranna 2.417 lestir. Er
heildarafli skuttogaranna á
sumarvertíðinni 6.287 lestir eða
rösk 53% af heildaraflanum, sem
borizt hefir á land.
Skipting framkvæmda-
fjár H.í. fyrir
næstu ár ákveðin
Morgunblaðinu hefur borizt
fréttatilkynning frá Háskóla Is-
lands, þar sem greint er frá sam-
þykkt sfðasta háskólaráðsfundar
um ráðstöfun framkvæmdafjár
Háskóla tslands á næstu árum og
er þar eftirfaratfdi tekið fram:
„Undanfarna mánuði hafa
stjórnendur Háskóla tslands
unnið að undirbúningi tillögu um
ráðstöfun framkvæmdafjár skól-
ans nokkur ár fram f tlmann til
þess að auðvelda áætlanagerð.
Eitt meginatriðið hefur verið það
að reyna að ná samstöðu um skipt-
ingu þessa fjár milli framkvæmda
á Landspftalalóð og framkvæmda
á háskólalóðinni.
A sfðasta fundi háskólaráðs var
Framhald á bls. 27
Héraðsmót Sjálfstæðisflokksins um þessa helgi
— á Siglufirði, Miðgarði og Skagaströnd
Um helgina verða haldin 3
héraðsmót Sjálfstæðisflokksins
sem hér segir:
Siglufirði
föstudaginn 15. ágúst kl. 21. Ávörp flytja Matt-
hías Á. Mathiesen, fjármálaráðherra, Pdlmi
Jónsson, alþm. og Björn Jónasson, bankamað-
ur.
Miðgarði,
Skagafirði,
laugardaginn 16. ágúst kl. 21. Ávörp flytja
Matthías Á. Mathiesen, fjármálaráðh., Ólafur
Óskarsson, bóndi og Vilhjálmur Egilsson, við-
skiptafræðinemi.
Skagaströnd
sunnudaginn 17. ágúst kl. 21. Ávörp flytja
Matthlas Á. Mathiesen, fjármálaráðherra og
Eyjólfur Konráð Jónsson, alþm.
Skemmtiatriði á héraðsmótunum annast hljóm-
sveit Ólafs Gauks ásamt Magnúsi Jónssyni,
óperusöngvara, Svanhildi, Jörundi og Hrafni
Pálssyni. Hljómsveitina skipa Ólafur Gaukur,
Svanhildur, Ágúst Atlason, Benedikt Pálsson og
Carl Möller.
Efnt verður til ókeypis happdrættis og eru vinn-
ingar tvær sólarferðir til Kanarieyja með Flpg-
leiðum. Verður dregið i happdrættinu að héraðs-
mótunum loknum, þ.e. 20. ágúst n.k.
Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn
dansleikur þar sem hljómsveit Ólafs Gauks leik-
ur fyrir dansi og söngvarar hljómsveitarinnar
koma fram.
Crtu buxnalcius ?
Ii
Þvegnar gallabuxur
(15 frábærsnic})
Bo|ir — rosalégt úrval
Mjó belti — rw sending
Nú bjóðum við
strásykur a 1 85 kr. kg.
og molasykur á 1 98 kr. kg.
Áskjör,
Ásgarði 22, sími 36960.