Morgunblaðið - 15.08.1975, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 15.08.1975, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. AGOST 1975 Sjötugur: Gunnar Bjömsson y er slun ar f ulltr úi Kannastu ekki við hann Gunnar Björnsson? Hann er þriðji maður frá kónKÍ. Á þennan hátt heyrði ég Gunnars fyrst getið. Ummælin stöfuðu af því að hann gegndi ritarastörfum hjá Jóni Svein- björnssyni í konungsritaraskrif- stofunni í Amalíuhorgarhöll allar götur frá 1931—44. Ungur fór hann utan. 1 Kaup- mannahöfn hafa lífsþræðir hans legið. Þaðan hefur hann ekki átt afturkvæmt. Hann er sjötugur í dag og ævikvöld hans sem embættismanns í utanrfkisþjón- ustunni hefst við næstu áramót. Gunnar fæddist 15. ágúst 1905 á Skefilsstöðum á Skaga og voru foreldrar hans Björn Ölafsson bóndi og kona hans Guðrún Björnsdóttir. Hann fór mennta- veginn og lauk stúdentsprófi frá menntaskólanum á Akureyri árið 1929. Svo sigldi hann og hóf nám í Kaupmannahöfn. Þá voru tímar námsstyrkja og námslána eins og við þekkjum þá í dag ekki runnir upp og því erfitt fyrir ungan bóndason að brjóta sér braut. Hann varð því að vinna og nema samtímis. Þegar þvf lauk og hann orðinn eand. polit. frá Kaup- mannahafnarháskóla gifti hann sig fljótlega. Gegndi hann eftir það framkvæmdastjórastarfi hjá prentsmiðju, sem kona hans átti eignaraðild að, þar til hann varð ræðismaður íslands í Kaup- mannahöfn árið 1952. Hefur hann starfað í sendiráðinu frá þeim tíma og sem verslunarfulltrúi frá 1964. í þær fimm aldir, sem Kaup- mannahöfn var höfuðborg Ís- lands, lágu allar götur þangað. Þetta hefur loðað við landann furðu lengi. Mér fannst stundum þau ár, sem ég var í sendiráðinu, að ef íslenskur ferðamaður kom ekki til Hafnar á útleið, þá treysti hann sér ekki heim öðruvísi en að koma þar við í bakaleiðinni. Hvernig sem þessu annars er farið, er hitt staðreynd að ótrú- lega mikill fjöldi íslendinga hefur komið til Kaupmannahafnar ýmissa erinda, nú, eða þá ekki annarra erinda en að heimsækja staðinn. Þar eru einnig margir þeirra við nám, allskonar störf eða þá búsettir. Ekki fer hjá þvf að á slíkum stað komi fjölmargt upp og margan vandann þurfi að leysa. 1 nokkra áratugi hefur Gunnar verið boðinn og búinn til þess að leysa hvers þess manns vanda, sem að garði hefur borið. Ekki held ég að á nokkurn sé hallað þótt því sé haldið hér fram að enginn Islendingur á erlendri grund hafi leyst jafn mörg vanda- mál fyrir jafnmarga „að heiman“ og hann. t því efni á hann engan sinn líka. Kemur þar margt til annað en löng útivist og störf við sendiráðið. Honum er eðlilegra en mörgum manninum að láía engan synjandi frá sér fara. Mér liggur við að segja að hann geti það ekki. Greiðasemi í hvaða formi sem er kemur fram hjá honum í hinum ótrúlegustu myndum. Það er e.t.v. útúrdúr, og mætti segja það lítt koma þessu máli við, en er þó engu að síður grein af sama meiði: Engan hef ég séð greiða reikninga með meiri ánægju en hann. Sama var hvaða rukkari kom í sendiráðið, það var eins og hver reikningur hefði einhvern fagnaðarboðskap að flytja. Alúð, samviskusemi og skyldu- rækni hafa alla tíð einkennt störf Gunnars Björnssonar, enda er hann maður einlægur og ólatur. Hann er af gamla skólanum og gerir fyrr kröfur til sjálfs sfn en annarra. Með slíkum mönnum er jafnan gott að vinna, og naut ég þess þau þrjú ár, sem ég starfaði með honum við sendiráðið. Þótt hann hafi ekki búið á íslandi í hálfa öld verður þess sjaldan vart að hann skorti þekkingu á mönnum og málefnum hér heima. Störf hans og hin margþættu sam- skipti hans við fólk hafa séð fyrir því. Auk þess hefur hann alla tíð lesið íslensk blöð og bækur, og á myndarlegt safn íslenskra heim- ildarrita. í rúm þrjátíu ár hefur frú Margrethe verið lífsförunautur Gunnars Björnssonar. Þeim hefur ekki orðið barna auðið, en frúin átti einn son frá fyrra hjóna- bandi. Þau eiga einstaklega fal- legt heimili við Tagesmindevej 1 í Gentofte, en það bæjarfélag er norðan Kaupmannahafnarborgar. Þar hefur margur maðurinn gengið í garð og átt ánægju- stundir, þvf gestrisni þeirra hjóna er viðbrugðið. Gréta, eins og hún er jafnan kölluð, tekur öllum opnum örmum og veit varla hvað hún á fyrir gesti sína að gera. Góðir vinir sleppa oft ekki fyrr en búið er að hlaða á þá allskonar gjöfum. Eins og að líkum lætur hefur slíkur öðlingsmaður, sem Gunnar er, eignast mikinn fjölda vina og kunningja um ævina. Margir þeirra eiga þess kost að heim- sækja hann á þessum merkisdegi og þakka honum fyrir allt gamalt og gott. Við, sem heima sitjum, verðum að láta okkur nægja að hugsa hlýlega til hans og senda honum kveðju á öldum ljós- vakans. Lifðu heill. Páll Asg. Tryggvason. Attræður í gær: Ólafur Ólafsson kristni- boði — Afmœliskveðja Tveir nýir í stjórn Sumargjafar Nú við þessi merku tímamót f lífi Ólafs Ólafssonar kristniboða, þegar átta tugir liggja að baki, vil ég senda honum, eiginkonu og börnum, mínar innilegustu ham- ingjuóskir með afmælið og þakka honum allt gamalt og gott. Þakkir mínar eru fyrst og fremst fyrir framlag þitt í akri kristninnar, bæði hér heima og í framandi löndum, þar sem þú Ölafur, hefir öllum íslendíngum fremur lagt lóð á vogarskálarnar til ómetanlegrar blessunar fyrir viðkomandi menn, sem morgun eilffðarinnar einn mun geta opin- berað. Ég var ekki kominn úr frum- bernsku, þegar lesið var fyrir mér um starf þitt úr Bjarma. Minnis- stæð er mér mynd af þér og fjöl- skyldu klædd kínverskum fötum. Starfandi 14 ár að kristniboðs- málum í Kína. Það var þjóðernis- leg kennd, sem hreif barnshjarta mitt, að þú, íslendíngurinn, skyldir vera þar og starfa þar sem útvörður islenskrar kristni. Síðar eftir að þú komst heim, minnist ég þess,að viðburður þótti er þú heimsóttir mína fæðingar- byggð. Vitanlega fór ég með móður minní til að hlusta á þig. Fólkið talaði um ræður þínar. Sumir fengu sting í hjartað, sem vöktu þá til iðrunar og aftur- hvarfs. Þannig varstu verkfæri Drottins til að uppvekja suma beztu meðlimi Hvítasunnuhreyf- ingarinnar á íslandi til lifandi trúar, auk allra hinna, sem eng- inn veit tölu á nema Guð, innan kirkju og utan. Til að færa máli mínu stað víl ég geta skólasystur þinnar frá Hvítárbakka, merkis- konunnar Guðríöar Þórodds- dóttur, og eiginkonu minnar, Sigurlínu Jóhannsdóttur, sem vannst fyrir Krist vegna heim- sóknar þinnar aó kvennaskól- anum á Löngumýri i Skagafirði fyrir mörgum árum. Oflof og skjall er þér fjarri skapi, Ólafur minn. En mér finnst þú geta tekið undir orð Páls Postula við þessi tímamót: „Ég hefi barist góðu baráttunni, hefi fullnað skeiðið, hefi varð- veitt trúna. Og nú er mér geymd- ur sveigur réttlætisins, sem Drott- inn mun gefa mér á þeim degi. Hann hinn réttláti dómari." Þegar þú nú af áttræðum sjón- arhóli lítur yfir farinn veg, finnst mér þú hafa höndlað sigursveig- inn. Eða er hægt að ganga fram- hjá ávaxtasömu starfi þínu hér heima, innan kristilegu félag- anna, eða stórkostlegum árangri í Eþíópfu, þar sem drengirnir þín- ir halda uppi merki menningar og mannkærleika í nafni Jesú Krists, læknandi sjúka, kennandi fá- fróðum, studdir til dáða af góðum eiginkonum og barnabörnum þín- um og fjölda kristniboðsvina um land allt, sem gefa milljónir króna til styrktar og framgangs hugsjónum þínum, á hverju ári. Guð hefir gefið landi okkar góðar gjafir. Þú ert Guðs gjöf til íslenskrar kristni og kirkju. Það er bara náð. En náð Guðs í Jesú Kristi vil ég þakka. Þess vegna fyrirgefur þú mér þessa kveðju mína, sem skrifuð er í einlægni og virðingu til þín sem þjóns Drott- ins. Njóttu vel þessara tímamóta með þinni elskulegu Herborgu og börnum ykkar, stóra ættarbog anum og vinarhringnum. Davfðs- sálmur 92. 13-16. Einar J. Gfsfason. AÐALFUNDUR Barnavinafélagsins Sumargjafar var haldinn að Hótel Sögu föstudaginn 20 júni sl Fram fóru venjuleg aðalfundarstörf. Formaður félagsins, Bragi Kristjánsson forstjóri, flutti ftarlega skýrslu stjórnar, og framkvæmdastjórinn, Þorvarður Örnólfsson, las og skýrði reikninga félagsins. Þá voru kjörnir tveir meræ í stjórn skv lögum félagsins. Úr stjórn- inni áttu að þessu sinni að ganga sr. Bernharð Guðmundsson, sem nú er búsettur í Eþiópiu, og Stefán Matthíasson læknir, sem starfar nú á ísafirði I stað þeirra voru kjörnar Hulda Bjömsdóttir og Guðrún Guðjónsdóttir forstöðukona Auk þeirra eiga nú sæti I stjórn Sumargjafar Bragi Kristjánsson for- stjóri, formaður, Jón Freyr Þórarinsson skólastjóri, varaformaður, Þórunn Einarsdóttir umsjónafóstra, ritari, Helgi Eliasson fr. fræðslumálastjóri og Svava Stefánsdóttir félagsráðgjafi Varastjórn skipa Mar'a Finnsdóttir fóstra, Ragnheiður Blöndal fóstra og Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi Fasteignir í Kópavogi Höfum kaupendur að öllum stærðum íbúða, raðhúsa og einbýlishúsa. Sigurður Helgason hrt. Þinghólsbraut 53, sími 42390. Hafnarfjörður Fiskverkunarhús — Iðnaðarhúsnæði Höfum til sölu í Hafnar- firði 250 fm. húsnæði. Lofthæð hússins er um 4,5—6 m. 4 m há inn- keyrsla. Teikningar á skrifstofunni. IBÚDA- SALAN Gept Gamla Bíói sími 12180 Kvöld og helgarsímí 20193 Einbýlishús í Hveragerði, Þorlákshöfn og Selfossi. Til sölu nýtt fullgert, stórt og glæsilegt einbýlis- hús í Hveragerði. 1 200 fm. lóð. Nýtt 130 fm. einbýlishús í Þorlákshöfn. Verð 6 millj. Laust fljótlega. Ennfremur nú fullgerð einbýlishús á Selfossi. Hagstætt verð og kjör ef samið er strax. m FASTEIGNIR S.F. Austurvegi 22, Selfossi sími 1 884 eftir hádegi. Sigurður Sveinsson lögfræðingur heimasimi 1 682. -avsaa* I Í UiAVtfaU FLÓKAGÖTU1 SÍMI24647 Einbýlishús VIÐ Nesveg nýstandsett. Húsið er dagstofa, svefnherbergi, eld- hús og baðherbergi. í kjallara í íbúðarherbergi og geymslurými. Stór vinnuskúr. Rúmgóð lóð. Laust fljótlega. Einbýlishús í Vesturbænum i Kópavogi 4ra—5 herb. í góðu standi. Bíl- skúrsréttur. Falleg ræktuð lóð. Sérhæð í Laugarneshverfi 4ra herb. Stór bilskúr með 3ja fasa raflögn. Við Skipasund 3ja herb. ibúð. Laus strax. Helgi Ólafsson löggiltur fasteignasali kvöldsimi 211 55. í skiptum 2ja herb. ibúð við Karfavog i mjög góðu standi. í skiptum fyrir 3ja—4ra herb. ibúð helst i Heimahverfi. Langabrekka 3ja herb. jarðhæð um 80 ferm. ásamt bílskúr i skiptum fyrir 3ja herb. i Reykjavik Vesturberg 3ja herb. ibúð að mestu fullfrá- gengin i lyftuhúsi. Útb. 3-—3,5 millj Vesturberg jarðhæð 4ra herb. ibúð i toppstandi. Útb. 4 millj. Skólagerði 130 ferm. sérhæð i tvibýlishúsi. Útb. 4,5 millj. Keflavík 1 30 ferm. sérhæð ásamt bílskúr. íbúðin er á 2. hæð i tvibýlishúsí. Útb. um 4 millj. Garðahreppur Raðhús um 250 ferm. ásamt bilskúr. Húsið selst tilbúið undir tréverk. Engjasel Raðhús i smíðum til sölu eða í skiptum fyrir 2ja—3ja herb. ibúð Óskast keypt Einbýlishús á Flötunum eða i Kópavogi verð um 11,5—12,5 millj. Bræðratunga raðhús um 112 fm. Bílskúrs- réttur. Útb. 5,5 til 6 millj. Unufell raðhús i skiptum fyrir 3ja til 4ra herb. ibúð i Reykjavik. Húsið er í smiðum. Freyjugata 2ja herb. risibúð 60—70 'fm. Útb. 1,5 millj. Sörlaskjól 3ja herb. kjallaraibúð um 90 fm. Útb. 2,5 millj. Hraunbær Mjög góð 2ja herb. ibúð á 2. hæð. Suðursvalir. Ásendi 4ra herb. sérhæð um 1 1 5 fm. Útb. 4,5 millj. Kópavogur Einbýlishús, raðhús og sérhæðir í austur og vesturbænum. Kópavogur Raðhús í smíðum. Afhendist tilbúið undir tréverk í október n.k. Borgarholtsbraut 3ja herb. ibúð. Bilskúrsréttur. (Allt sér). Nýbýlavegur 3ja herb. íbúð á 1. hæð ásamt einu herbergi i kjallara. (Bílskúr). Verslun Verslunar og skrifstofuhúsnæði i Miðborginni, Einnig i úthverfum borgarinnar. Upplýsingar á skrif- stofunni. Hafnarfjörður Iðnaðarhúsnæði um 1 80 fm á 1. hæð. Lofthæð um 4m. Selst fok- helt eða lengra komið. Upplýs- ingar á skrifstofunni. KyöJdsími 42618.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.