Morgunblaðið - 15.08.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGUST 1975
27
Minnisvarði reistur
í Mosfellssveit
Minningarsjóður Kristínar
Magnúsdóttur og Lárusar
Halldórssonar, skólastjóra, var
stofnaður við útför hans á s.l. ári í
því skyni að heiðra minningu
þeirra mætu hjóna á einhvern
viðeigandi hátt.
Frú Kristín lézt 8. nóv. 1970, en
Lárus skólastjóri þann 27. marz
1974 og fór útför hans fram frá
Lágafellskirkju, en jarðsett að
Mosfelli.
Þar voru samankomnir frænd-
ur og vinir þeirra hjónanna, en
einnig mikill fjöldi nemenda
Lárusar heitins af þrem kynslóð-
um.
Lárus hóf kennslu í Mosfells-
hreppi árið 1922 og kenndi sam-
— Skipting
Framhald af bls. 11
einróma samþykkt svofelld til-
laga:
„Byggingarsjóður Háskóla Is-
lands fær fé með tvennum hætti,
annars vegar tekjur af happ-
drættisrekstri og hins vegar árleg
framlög úr rikissjóði á fjárlögum.
Fé til bygginga á vegum Háskól-
ans ræðst af tvennu, annars vegar
af heildartekjum byggingarsjóðs-
ins og hins vegar af því, hve
miklu er varið til viðhalds húsa,
lóða og búnaðar, tækjakaupa,
skipulagsvinnu á háskólaióð og til
þarfa nýrra námsbrauta (breyt-
inga á húsnæði, húsgagna og ann-
ars búnaðar). Auk þessara þarfa
er nokkurt framkvæmdafé bund-
ið á næsta ári (og e.t.v. 1977) af
lúkningu þeirra húsa, sem þegar
eru í smíðum á háskólalóðinni.
Hér með er lagt til, að þvl fé, sem
eftir verður, þegar hefur verið
séð fyrir þessum þörfum, skv. ár-
legum áætlunum háskólans og
fjárveitingavaldsins, (nýbygging-
arfé) verði ráðstafað í meginat-
riðum sem hér segir á næstu
árum, eftir því sem féð fellur til:
Skipting hýbyggingarfjár Há-
skóla Islands 1976-1980.
Til bygginga Til bygginga
á háskóla- á Landspitala-
Ál lóðinni lóðinni
1976 20% 80%
1977 30% 70%
1978 60% 40%
1979 60% 40%
1980 60% 40%
Þessi skipting nýbyggingarfjár
háskólans yrði meginregla við
gerð ýtarlegra, árlegra fram-
kvæmdaáætlana, og skipting fjár-
ins ákveðin nánar með þeim.
Þessi megin regla kæmi síðan til
endurskoðunar fyrir árin 1981-
1985 við gerð framkvæmdaáætl-
unar 1981.“
Tillaga þessi hefur hlotið með-
mæli samstarfsnefndar Háskóia
Islands og ráðuneyta menntamála
og fjármála.
Á þessum sama fundi var jafn-
framt gengið frá endurskoðun
framkvæmdaáætlunar 1975 og
frumáætlun um það, hversu verja
skuli framkvæmdafé á árinu
1976.
Ákvörðun um næstu byggingar
á háskólalóð hefur ekki verið tek-
in en næsti vetur notaður til und-
irbúnings forgangsröðunar bygg-
inga innan þess fjárhagsramma,
sem fyrir liggur. Vitað er, að
framhald þarf að verða á fram-
kvæmdum I þágu verkfræði- og
raunvísindadeildar annars vegar,
og byggingu almenns kennsluhús-
næðis I þágu annarra deilda hins
vegar og fleira gæti komið til
álita, en Ijóst er þó, að ekki
verður hafin bygging á háskóla-
lóðinni á næsta ári.
Yfirstjórn mannvirkjagerðar á
Landspítalalóð sér um fram-
kvæmdir þar. Menntamálaráðu-
neytið og Háskóli Islands eiga að-
ild að þeirri stjórn annars vegar
og heilbrigðisráðuneytið hins
vegar, en sérstaklega skipaður
oddamaður er Jónas Harals
bankastjóri."
fleytt allt til ársins 1972, en af
þeim tima var hann skólastjóri
þar til skólunum var skipt haustið
1966, en var stundakennari eftir
það, meðan heilsan leyfði.
Þessi ferill Lárusar í 50 ár við
kennslustörf í sama sveitarfélagi
er vafalaust mjög fátíður og
nemendur hans skipta örugglega
hundruðum, en um fjölda þeirrá
eru ekki fyrir hendi nákvæmar
tölur.
Heimili þeirra hjóna stóð lengst
I þjóðbraut að Brúarlandi og á
tímabili var þar heimavist á
heimilinu. Nutu nemendur hans
þar i rikum mæli góðs atlætis
þeirra hjóna.
Sjóðurinn hefur nú eflzt það
mikið að ákveðið er að reisa þeim
hjónum minnisvarða á skólalóð-
inni að Varmá, en hugmynd að
varðanum hefur sonur þeirra,
Ragnar, gert mjög smekklega.
Þá hefur Reyni Vilhjálmssyni
arkitekt verið falið að velja
minnismerkinu stað, en hann
hefur %éð um skipulag skóla-
svæðisins.
Varðinn er 2ja metra stuðla-
bergssúla með mörgum minni
stuðlum umhverfis, og hefur efni
I þetta verið pantað og verður
væntanlega til afgreiðslu á þessu
ári.
Vitað er, að enn hefur ekki
náðst til allra þeirra, sem hug
hafa á þvi að vera með og er
þessari frétt þess vegna komið á
framfæri.
Störf þeirra hjóna í Mosfells-
sveit voru ekki eingöngu bundin
við skólann og heimavistina, held-
ur einnig og ekki Síður við félags-
málin, og var einkum Lárus þar
víða viðriðinn og sistarfandi að
menningar- og félagsmálum sveit-
ar sinnar alla tið.
Framlög i sjóðinn hafa borizt
hyaðanæva að af landinu og úr
öðrum heimsálfum, en nú er ráð-
gert að ljúka þessari söfnun og
stefnt að því, að ganga frá undir-
stöðum minnisvarðans í haust og
reisa hann á komandi vori.
Eftirtaldir aðilar munu taka við
framlögum i sjóðinn: Hjalti
Þórðarson, Æsustöðum, Jón M.
Guðmundsson, Reykjum,
Guðmundur Magnússon, Leir-
vogstungu, Haukur Nielsson,
Helgafelli, Jón V. Bjarnason,
Reykjum, Salome Þorkelsdóttir,
Reykjahlið, Tómas Sturlaugsson,
Markholti 4, og skrifstofa Mos-
fellshrepps, Hlégarði.
Utsölumarkaður
Barnaföt, buxur, peysur, bolir, jakkar og fleira
Ótrúlega lág verð