Morgunblaðið - 15.08.1975, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.08.1975, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. ÁGUST 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, slmi 10 100. Aðalstræti 6. simi 22 4 80. Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 40,00 kr. eintakið Lítil pjóð, með ein- hæfa útflutningsfram- leiðslu, sem háð er verð- sveiflum á erlendum mörk- uðum, býr við ótryggara at- vinnu- og efnahagslíf en þjóðir íjölþættari fram- leiðslubúskapar. Ekki bætir úr skák, ef þjóðin er jafnframt og ekki síður háð verulegum innflutningi hráefna og lífsnauðsynja, sem fylgja verðlagsþróun, er hún getur litil sem engin áhrif haft á. Á tímum alþjóðlegrar efna- hagskreppu og verðbólgu, geta slikar aðstæður sagt til sín með mjög alvar- legum hætti og hafa raunar oftsinnis gert. Þrátt fyrir mjög alvarlegar horfur í at- vinnu- og efnahagslífi Is- lendinga, m.a. vegna versn- andi viðskiptakjara út á við og afleitrar rekstrarstöðu helztu atvinnugreina þjóðarbúsins, hefur tekizt að tryggja næga atvinnu í landinu og vinnufriö um sinn. Þessu er því miður öfugt farið í flestum ná- grannaríkjum okkar, þar sem víðtækt atvinnuleysi er viðloðandi. Þjóðviljinn þakkar þetta atvinnuöryggi uppbygg- ingu skipastóls okkar, sem grundvöllur var raunar lagður að í tíð Viðreisnar- stjórnarinnar. En fram hjá hinu horfir blaðið sem er meginatriði málsins, að tryggja rekstrargrundvöll atvinnutækjanna og þar með atvinnúöryggi al- mennings og áframhald- andi verðmætasköpun í þjóðarbúinu. Það er þetta sem hefur tekizt, þrátt fyr- ir áhrif efnahagskreppu og arfleifð þá, sem ráðherrar Alþýðubandalagsins létu eftir sig í efnahagsmálum þjóðarinnar. Efnahagsvandi þjóðar- innar er þó ekki leystur til frambúðar. Við höfum aðeins unnið orrustu í stríði, sem ekki er séð fyrir endann á. Stéttaátök, sem Þjóðviljinn boðar nú, geta á skammri stund snúið dæminu við, svo þjóðar- skútan steyti á skeri efna- hagshruns og atvinnu- leysis, svo sem jaðrað hefur við í ýmsum ná- grannalöndum. Sá vandi er nú á höndum að tryggja forsendur bættra lífskjara þjóð- arinnar, sem eru aukin verðmætasköpun þjóðar- búsins og vaxandi þjóðar- tekjur á einstakling. Sam- hliða verður að horfast í augu við þá staðreynd, að vaxandi fjöldi landsmanna leitar á næstu árum út í atvinnulífið, sem þarf að vera undir það búið, að veita þessu viðbótarvinnu- afli viðunandi starfsað- stöðu og afkomu. Tækni- þróun í landbúnaði og sjávarútvegi, sem stuðlað hefur að aukinni fram- leiðni þessara atvinnu- greina, með minnkandi vinnuafli, veldur því, að iðnaður og iðja verða að taka á móti stærstum hluta þessa vinnuafls. Iðnaður- inn byggir að vísu áfram drjúgan hluta starfsemi sinnar á hráefnum frá landbúnaði og sjávarút- vegi, og þjónustu við þessar atvinnugreinar. Nýjar greinar iðnaðar og stóraukin nýting innlendra orkugjafa þurfa þó að koma til, til að mæta vax- andi atvinnuþörf þjóð- arinnar. Megináherzlu þarf því að leggja á það, að búa iðnað- inum þá aðstöðu, að hann geti mætt þessu þýðingar- mikla og óhjákvæmilega hlutverki sínu. í þessu sambandi er rétt að minna á orð Björns Bjarnasonar, formanns Landssambands iðnverkafólks: „Sá þröngi stakkur, sem iðnaðinum hefur frá öndverðu verið skorinn, hefur heft eðli- lega þróun hans, er þrátt fyrir alla þessa erfiðleika hefur hann með hverju ári orðið veigameiri þáttur í framleiðslu okkar — og það svo, að nú neitar þvi enginn, að hann sé einn af höfuðatvinnuvegum okkar. — Þaö væri því háskaleg blindni ef þröngsýn verð- lagsyfirvöld þrengdu svo kosti iðnaðarfyrirtækja, Iðnaður og orkunýting sem standa í harðri sam- keppni við erlenda auð- hringa, að þau yrðu neydd til að hætta starfsemi og loka. Værum við ekki með því að gerast sjálfboðnir trosberar erlendra stór- fyrirtækja?“ Það er að vísu á fleiri sviðum en verðlagshafta, sem rétta þarf hlut iðnaðarins. Engu að síður eru þessi orð formanns Landssambands iðnverka- fólks eftirtektarverð. Og raunar væri það verðugt verkefni neytendasamtaka og launþegafélaga að stuðla að þeim viðskipta- háttum, er efla og treysta verðskyn almennings, og gera honum kleift að veita með viðskiptum sinum og valfrelsi það aðhald í verð- lagsmálum, sem farsælla er og heilbrigðara en kostn- aðarsamt og oft misheppn- að opinbert verðlagskerfi. Framtíðar öryggi á ís- lenzkum vinnumarkaði er ótvírætt háð þvi, að stigin verði á næstu misserum þau skref, bæði í iðnþróun og orkuöflun, er breikki verulega svið og undir- stöðu atvinnulífs okkar. Kyrrstöðu undanfarinna ára í þessum efnum þarf að vinna upp. Samhliða stærri fiskveiðilandhelgi, fisk- vernd og skynsamlegri nýt- ingu fiskstofna, er stór- aukin iðnvæðing þjóð- arinnar meginforsenda framtíðarvelmegunar og sambærilegra lífskjara hér og í nágrannalöndum. „íslenzku lögin l»yk.ia sérstæð” VICTORIA SPANS heitir hollen/k- fslenzk söngkona, sem getið hefur sér gott orð fyrir söng sinn vfða erlendis, þó að hennar hafi lftið verið gctið hér á landi. Nýlega dvaldi Viktoria hér og átti hlaðamaður Mbl. stutt samtal við hana. Eins og fyrr greinir er Viktoria ís- lenzk f aðra ættina. Móðir hennar, Aðal- heiður Hólm, er fslcnzk en faðir Vok- torfu er hollenzkur, Wugbold Spans. Viktoria er fædd í Reykjavfk en fjög- urra ára fluttist hún með foreldrum sfnum til Hollands. Þau scttust að f borginni Utrecht og hafa búið þar sfðan. Til Islands kom hún aftur þegar hún var 16 ára og dvaldi hér þrjú sumur. Vik- toria talar fslenzku, þó að heimsóknir hennar hingað hafi verið nokkuð stop- ular á seinni árum. Viktoria hefur sérhæft sig í mezzó- sópransu, ^ en mest kemur hún fram í Hollandi. Hún er ekki fastráðin við neina óperu, heldur tekur hún þátt í uppfærslum á einstökum verkum auk þess, sem hún kemur oft fram í hol- lenzka útvarpinu og sjónvarpinu. I Hol- landi hafa verið gafnar út 2 sólóplötur fyrir CBS og „His Masters Voice“ með henni. Viktoria hefur leitazt við að hafa sem oftast islenzk lög á söngskrá sinni. Húr. hefur með söng sínum kynnt ís- (," „ðra 'síenzka 1<inlisl víóa en auk þess að koma fram í Hol- landi hefur hún m.a. tvisvar komið fram í sjónvarpi og útvarpi í Kanada auk hljómleika, er hún hefur haldið þar. Útvarpsþættir, sem hún hefur tekið þátt í, hafa verið fluttir í vestur-þýzka út- varpinu, WDR, og brezka útvarpinu, BBC. iiiogdö kuiii Vicioría úr feróalagi til Baridarfkjanna, þar sem hún undirbjó hljómleika, sem hún ætlar að halda þar í haust á American-Scandinavian Festi- val. Við spurðum fyrst hjá hverjum hún hefði fyrst stundað söngnám? „Það var hér heima, þegar ég kom hingað aftur 16 ára. Þá fór ég í söngtima hjá Kristni Hallssyni óperusöngvara, og var hann minn fyrsti kennari. Ég gleymi seint þeim timum sem ég sótti hjá honum. Auk þess að vera góður kennari, minnist ég þess sérstaklega hversu tím- arnir voru líflegir og Kristinn sá alltaf það spaugilega við hlutina." Og til staðfestingar á þessum orðum sýndi Viktoria okkur þlötuumslag ann- arrar plötu sinnar, en á bakhlið þess eru upplýsingar um söngkonuna. Þar segir frá því að fyrsti kennari hennar hafi verið hinn islenzki óperusöngvari Krist- inn Hallsson. Viktoria heldur frásögn sinni áfram: „Þegar ég fór út um haustið fór ég í Musikkonservatorium í Utrecht í Hollandi og nam þar í fimm ár. Þaðan lauk ég prófi með píanóleik og tónfræði sem aukagreinar. Þá byrjaði ég að sækja tíma hjá vel þekktum tenór í Hollandi, Carl Bino, sem ég kvæntist síðar. Carl skóp rödd mína til frekari átaka og mót- aði hana mikið eftir hinni þekktu Bel- canto-aðferð, en upphafsmaður hennar var hinn frægi Tito Schipa.“ Að hvaða tegundum söngs hefur þú helzt einbeitt þér? „Höfundar þeirra laga, sem ég flyt eru frá tímum Bach og Mozarts, önnur frá tfmum Brahms og þau nýjustu eru eftir Gershwin og önnur tuttugustu aldar tón- skáld. Að vísu má greina söng minn í þrennt, fyrst kemur söngur minn í óperum, þá í óratóríum og síóast ljóða- söngur. Við megum ekki heldur gleyma íslenzku lögunum." Syngur þú mikið af íslenzkum lögum? Segir hollenzk- íslenzka söngkonan Viktoria Spans „Já, ég reyni alltaf að hafa einhver íslenzk lög á söngskrá minni. Fyrst söng ég mikið eftir gömlu tónskáldin, Emil Thoroddsen og Pál Isólfsson, og Þá sér- staklega þjóðlög og vögguvísur. En nú f seinni tíð hef ég sungið mikið af lögum eftir yngri tónskáldin s.s. Gunnar Reyni Sveinsson. íslenzku lögin þykja sérstæð og fólk tekur eftir þeim. Þetta er eitt- hvað nýtt.“ Þú annaðist gerð þriggja útvarpsþátta fyrir hollenzka útvarpið í tilefni 1100 ára afmælis búsetu fólks á tslandi, sem fluttir voru þar á sl. sumri. Hvernig var gerð þessara þátta háttað? „Þessir þættir báru yfirskriftina „Is- lenzk tónlist í þúsund ár“ og voru í hinum tveimur fyrri flutt gömul íslenzk þjóðlög en í þeim þriðja var fluttur lagaflokkur eftir Gunnar Reyni Sveins- son, tónskáld, við kvæói Halldórs Lax- ness. t þeim þætti var einnig rætt við Gunnar Reyni Sveinsson. Lögin, sem flutt voru í þessum þremur þáttum, söng ég á íslenzku en móðir mín, Aðalheiður Hólm þýddi efni kvæðanna á hollenzku og ég skýrði efni þeirra á hollenzku. Lögin valdi ég sjálf en í hverjum þætti voru flutt 15 lög.“ Hvaða viðtökur fengu þessir þættir? „Ég verð að segja, að þær hafi verið mjög góðar. Töluvert var hringt til út- varpsstöðvarinnar. Skömmu fyrir síð- ustu áramót voru þessir þættir endur- fluttir, en ekki er algengt að efni sé endurflutt hjá hollenzka útvarpinu svo fljótt. Þá hafa þessir þættir verið fluttir í þýzka útvarpinu, WDR og brezka út- varpið, BBC, hefur áhuga á að flytja þá.“ Nú eru samskipti Hollands og tslands fremur lítil. Hver eru kynni Hollendinga af íslandi? „Hollenzka sjónvarpið hefur sýnt nokkrar myndir um náttúru landsins og stóratburðir s.s. heimsmeistaramótið í skák og gosið í Vestmannaeyjum gerðu það að verkum að íslands var getið ræki- lega í fjölmiðlum. Þá hafa nokkrar bækur Halldórs Laxness verið þýddar á hollenzku." Er á döfinni að kynna tsland eitthvað meira i Hollandi á næstunni? „Meðan ég hef dvalið hér núna hef ég haldið áfram undirbúningi sjónvarps- kvikmyndar um Island, sem hollenzka sjónvarpið ætlar að taka hér á landi næsta sumar. Efni myndarinnar, sem er 45 mín., verður fléttað saman með söng en texti myndarinnar verður gerður á fjórum tungumálum, hollenzku, þýzku, frönsku og ensku. Þegar hefur j.d. BBC sýnt áhuga á að sýna hana og eins franska sjónvarpið." Kemur það aldrei fyrir að í hópi gesta á tónleikum erlendis séu íslendingar? Hver eru viðbrögð þeirra, þegar þeir heyra þig syngja á íslenzku? „Þegar ég söng í Kanada kom einu sinni til mín kona, sem heilsaði mér á fslenzku, en í Kanada ríkir sú venja að þegar dagskránni er lokið hverfa söngvararnir ekki í burtu heldur fara -þeiT fram til fólksins og ræða við það. Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.