Morgunblaðið - 15.08.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.08.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGUST 1975 19 22480 ríkti í ásjónu hennar sem umlukt var silfruðum hærum; úr augum hennar skein sérkennileg birta þegar hún brosti. Þannig þekkti ég hana. Okkur Helgu skildi rúm hálf öld. Ég kynntist henni ekki fyrr en á síðkvöldi ævi hennar, engu að síður urðum við góðir vinir. Bæði áttum við það sameiginlegt að vera innfæddir Reykvikingar og sú sameign varð kveikjan að mörgu spjalli okkar. Þó var þar nokkur munur á. Hún átti djúpar rætur hér í Reykjavík og hafði alið allan sinn aldur í hjarta þessa bæjar. Sjálfur var ég meir en að hálfu rótfastur í öðrum lands- fjórðungi og átti þangað að sækja allar mlnar ættir. Helga varð mér því eins konar sjóngler inn i for- tíð Reykjavíkur og miðlaði hún mér þeim rótarskotum sem mig vantaði. I frásögnum sínum dró hún upp fyrir mér myndir af horfnu mannlífi í vesturbænum og öðrum hlutum gamla bæjarins og sagði mér frá ferðum sirium um þetta svið sem nú er svo gjör- breytt frá því sem var. Þær mynd- ir voru lif andi eins og bezt gerist í munnlegri frásögn. Við erum í áfangastað. Hér kveðjum við einn af samfylgdar- mönnum okkar sem lokið hefur langri vegferð sinni og gengur nú til hvílu í faðmi fósturjarðar- innar. Lokið er annasömum starfsdegi. Öll verk hafa verið unnin af skyldurækni, sannri trú- mennsku og hógværð; nýjar kyn- slóðir studdar fyrstu skrefin á veginum. Eftir lifir ljúf minning um góða konu sem hlúði að ný- græðingnum og kom honum til þroska. Hlynurinn stóri og fagri, er hún ung sótti sem örlitinn sprota inn í Gróðrarstöð og bar í fanginu vestur á Brekkustíg og gróðursetti þar í garðinum, stendur til vitnis um það og syngur henni söng sinn þegar vindurinn andar um krónu hans. Sigurgeir Steingrfmsson. Margrét A. Guðbrands- dóttir — Minning Fimmtudaginn 7. ágúst lést f Borgarspítalanum Margrét A. Guðbrandsdóttir, ekkja Guðna Stígssonar löggildingamanns. Hún var fædd á Steinhóli í Vest- ur-Fljótum, dóttir Sveinsínu Sig- urðardóttur og Guðbrands Jóns- sonar er þar bjuggu. Sú minnirig er ég á um Margréti er á þann veg, að mikið þakklæti er mér i huga, þegar ég á kveðju- stund stend frammi fyrir þeirri staðreynd, að hún hefur lokið sinni göngu hér á jörðu. Lífsbaráttan var hörð hér fyrr á árum og því fékk Margrét að kynnast. Það var mikið átak að koma upp mörgum börnum, en vegna þess að hún var vel greind, dugleg og góð móðir, hlaut það að takast vel. Ég lít svo til að hún hafi átt það sem kallast barnalán. Þó er það svo að af átta börnum lifði eitt þeirra aðeins til þriggja ára aldurs, og 35 ára gamlan son missti Márgrét árið 1968. Það er rétt sem presturinn sagði þegar Margrét var kistu- lögð, ,,hún var lífsvitur“, og það er þess vegna sem hún skyldi svo vel þörf ungs fólks til að læra af reynslu þeirra eldri. Það er líka þess vegna sem hún var alltaf tilbúin að hjálpa öðrum. Við erum mörg, sem nutum þess fyrr á árum, að aldrei fannst henni hún hafa svo lítið húspláss, að hún gæti ekki hýst fólk, ef þess þurfti. Það sýndi vel tryggð Margrétar við mann sinn, að alltaf hafði hún sérstakt við á fæðingardegi hans, þótt hann væri látinn fyrir mörg- um árum. Þetta fannst mér skemmtileg venja hjá Margréti og skapaði einu tækifærinu fleira fyrir fjölskyldufólk hennar til að hittast og þiggja veitingar á hennar heimili. í ýmsu fleira kom það fram hve mjög mikið Margrét hugsaði um Guðna mann sinn, þótt löngu væri hann horfinn héð- an, og þvi vil ég vona að tilver- unni sé þannig háttað, að þau hafi þegar náð að hittast og þá um leið börnin tvö, sem á undan eru farin. Eins og fyrr segir var Margrét vel greind kona, hún var líka mjög sjálfstæð að eðlisfari. Henni likaði vel að búa ein í nábýli við elstu dóttur sfna á Veghúsastígn- um. Það var gott að nokkurt hlé varð á veiki þeirri er hana þjáði, þannig gat hún fyrir fáum vikum tekið á móti gestum á sínu eigin heimili þegar hún varð áttatíu ára. Ég minnist Margrétar með þökk í huga, megi hún i friði hvíla. Guðmundur J. Kristjánsson. þegar hann lítur niður á HEMPEEs þökin og sér hve fallegum Uæbrigðum má ná úr litum hans þess mun vistfólk Elliheimilisins á Isafirði fljótt hafa kynnst eftir að hún kom þangað, sérstaklega þeir sem einmána voru. Einmitt þetta gerir minningu okkar systkinanna og barna okkar ógleymanlega og þakklæti okkar innilegra. Þótt okkur fyndist lif hennar of stutt með okkur hér hefur hún verið okkur öllum, skyldum og vandalausum, er hún umgekkst, skóli og ógleymanleg áminning um að styðja þann sem veikastur er, varpa ljósi gleðinnar og glað- værðarinnar inn í skuggaskotin. Megi endurvarp þessa kærleiks- geisla frá okkur, þeim nánustu, og öðrum, sem nutu, fylgja henni á nýjum leiðum. Með þeim bænaróskum, biðjum við Guð, að styrkja mann hennar og dóttur, og vernda alla og allt sem hún unni. Jónína Björnsdóttir. Nú eru fyrirliggjandi 14 gullfallegir litir af HEMPEL'S þakmálningu. Um gæði HEMPEL’S þakmálningar þarf ekki að efast. HEMPEL’S er einn stærsti framleiðandi skipamálningar í heiminum. Seltan og umhleypingarriir hér eru þvl engin vandamál fyrir sérfræðinga HEMPEL'S MARINE PAINTS. HEMPEEs þakmálning Framleiðandi á Islandi Siippfélagið íReykjavík hf Málningarverksmidjan Dugguvogi—Símar 33433 og 33414 Systurkveðja: Sigríður Krist- björg Vigfúsdóttir Fædd 27. marz 1932. Dáin 7. ágúst 1975. „Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti signaður Jesú mæti." syni frá Bæjum á Snæfjalla- strönd, til Isafjarðar. Þá var litla dóttir þeirra, er bar ömmunafnið Guðný, aðeins 7 ára. Það var ánægjulegt að sitja við fermingu þessa einkabarns þeirra siðast- liðið vor, njóta yls heimilisins, þar sem kærleikurinn ríkti svo ljós- lega, og vita að það var ekki aðeins þann dag, heldur alla daga. Systir min var mjög sérstæður persónuleiki, en sótti lífsnautn sína í að gefa og hjálpa. Þetta þekktum við öll frá bernsku, og Mér lánaðist að fá að sitja hjá systur minni síðustu stundir hennar og geta á lokastundinni farið með þetta litla bænarljóð, sem faðir hennar hefur vafalaust kennt henni, eins og hann kenndi mér það, er ég var lítið barn. Systir min var fædd og uppalin I Reykjavík, dóttir hjónanna Vig- fúsar Jónssonar og Guðnýjar Þórðardóttur, er bjuggu að Völlum við Elliðaár, sem nú heitir Bústaðablettur 10. Arið 1968 fluttist hún með eftirlifandi manni sinum, Óskari Halldórs- — íslenzku lögin Framhald af bls. 14 Þegar ég ræddi við fólkið í Kanada rakst jóg oft á fólk af íslenzkum uppruna, þó ekki talaði það íslenzku. Eitt sinn þegar ég vann að uppfærslu á Bachtónleikum, sá ég að í söngskránni stóð að nafn eins söngvarans væri Garth Gíslason. Ég fór til hans og spurði hann hvort hann héti ekki Garðar Gíslason og væri ættaður frá Islandi. Hann svaraði því játandi en hann talaði enga íslenzku. Þeim íslend- ingum, sem ekki þekkja mig fyrir, finnst svolítið skrítið að heyra allt í einu sungið á íslenzku." Þú hefur aðeins einu sinni sungið hér á landi. Ætlar þú að halda tónleika hér á næstunni? „Ég vildi vona að mér gæfust fleiri tækifæri til að koma til íslands, því einhvern veginn leitar hugurinn alltaf hingað heim. Á meðan ég hef dvalið hérna að þessu sinni hefur islenzka út- varpið tekið upp þátt með mér og sjón- varpið hefur einnig tekið upp annan þátt. Þá fer ég til Bandaríkjanna í haust og syng á American-Seandinavian Festival. Ég hef mikinn hug á því að koma við hér á leiðinni og halda tónleika hér. Þó langar mig allra mest til að fá tækifæri til að koma fram með Sinfóniu- hljómsveit íslands eða á listahátið í Reykjavík.” Við kveðjum Viktoriu að þessu sinni. Okkur hefur orðið ljóst að hún hefur með söng sínum og starfi við útvarp og sjónvarp unnið ómetanlegt starf að kynningu á Islandi. Vonandi fær hún fleiri tækifæri til að heimsækja ættland sitt og gefa okkur tækifæri til að hlýða á söng sinn. Áfmælis- og minningar- greinar ATHVGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berasl blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðvikudagsbiaði, að beiast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstæU með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. ooginn af stolti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.