Morgunblaðið - 15.08.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGUST 1975
25
VELV/VKAIMOI
Velvakandi svarar I síma 10-100 I
kl. 14— 1 5, frá mánudegi til föstu- I
dags. -j
0 Um Galtalækjar-
mótið
Hilmar Jónsson i Keflavik
skrifar:
„Mig langar til að biðja Vel-
vakanda að birta örlitla athuga-
semd við mjög óheiðarlegan og
illkvittinn málflutning tveggja
starfsmanna Ríkisútvarpsins,
þeirra Páls Heiðars Jónssonar og
Ölafs Sigurðssonar. í þætti Páls
Heiðars s.l. laugardag lýsti Ólafur
Sigurðsson, fréttamaður, gæzlu-
mönnum á bindindismótinu í
Galtalæk um verzlunarmanna-
helgina með ófögrum orðum. Var
látið i það skina, að gæzlumenn-
irnir hefðu vísvitandi skemmt og
týnt farangri unglinga. Þetta stað-
festi Páll, að væri rétt. Ennfrem-
ur kom fram hjá þeim kumpán-
um, að á fullorðnum hefði engin
áfengisleit verið gerð á mótinu.
Þá dró Páll mjög í efa rétt gæzlu-
manna yfirleitt til áfengisleitar.
Svo mörg eru þau orð hinna
„hlutlausu“ fréttamanna Ríkisút-
varpsins.
í fyrsta lagi vil ég þakka Barða
Friðrikssyni viturlegar athuga-
semdir i áðurnefndum þætti Páls
Heiðars. 1 öðru lagi langar mig að
spyrja: Voru þeir félagar Ólafur
og Páll á mótinu, sem þeir lýsa
svo nákvæmlega? Mér vitanlega
ekki. Er það heiðarlegt að fella
þunga áfellisdóma um verk og
athafnir, sem maður bara fréttir
um af afspurn? Ég hefi verió
gestur í Galtalækjarmótum i flest
þau ár, sem þau hafa verið haldin
og tel mig því vel í stakk búinn til
að meta gildi þeirra. Og ég held að
allir sómakærir menn, sem
þangað hafa komið hafi undrazt
að hægt væri að halda eins fjöl-
mennar útisamkomur með eins
miklum menningarbrag, eins og
þar hefur orðið raunin á. Nú í ár
voru engin stórmót auglýst nema
Galtalækjarmótið. Það var þvi
augljóst, að um meiri aðsókn
þeirra, sem erfitt eiga að sætta sig
við áfengisbann, yrði að ræða.
Þegar ég kom á föstudagskveldi
með 3 rútur frá Keflavík, höfðu
hvorki meira né minna en 15
rútur komið á 2 tfmum. Segir sig
sjálft, að það hafi verið töluvert
verk að leita í öllum þeim
aragrúa. Þessi leit reyndist nauð-
synleg, þvi allmikið magn af
áfengi fannst. Að sjálfsögðu hafa
einhver mistök orðið f sambandi
við farangur, en þó sýndust mér
þau mjög smávægileg miðað við
aðstæður.
Á laugardagskvöld fór ég út i
aðalhlið og var þar i 2—3 tima til
að kynna mér aðstöðu og störf
áhugamál hennar var að hjálpa
munaóarlausum börnum og ég
held að hún hafi sent peninga til
f jölda fósturbarna sínna f ýmsum
löndum. Faðir hennar dó þegar
hún var nfu ára gömul og henni
samdi ekki við stjúpa sinn.
— Var Mary Hudgin hennar
rétta nafn?
— Já. Hún valdi listamanns-
nafnið Marietta vegna þess að það
var f ætt við hennar upprunalega
nafn og eftirnafnið Shaw vegna
þess að hún hafði leikið f leikriti
eftir G.B. Shaw þegar hún var f
skóla. Þá þegar hafði hún ákveðið
að leggja fyrir sig leiklist.
— Og nánar um samskipti yðar
við Mariettu Shaw. Af hvaða toga
voru þau spunnin, Hagen?
— Hún var vinur minn, heitt-
elskaður vinur minn. Ég hefði
gert allt fyrir hana. Auðvitað
deildum við á stundum, en ég veit
að hún hefði lagt allt f sölurnar
fyrir mig, ef svo hefði verið kom-
ið fyrir mér að ég hefði þurft á
hjálp og stuðningi að halda.
Ég skal skýra fyrir yður hvern-
ig þáttur minn f þessu hófst. Fjöl-
skylda mfn fékkst við viðskipti og
á fjölda stórverzlana. En ég hafði
ekki áhuga á verzlunarrekstri,
mig langaði til að bjarga mér á
gæzlufólksins. Þá var leitað i
hverjum einasta bíl og gilti það
jafnt um unga sem aldna. Þarna
varð ég vitni að þvi að fullorðinn
maður lagði tvívegis hendur á
ungt gæzlufólk, einungis vegna
þess, að það æskti leitar, en í bíl
þessa manns fannst áfengi! í
þessu tilviki var lögreglan kölluð
á vettvang. Þessa sömu nótt kl.
5—7 gekk ég ásamt Kristni Vil-
hjálmssyni yfir allt svæðið og
hitti lögregiumenn að máli. Var
það skoðun Reykjavíkurlögregl-
unnar, að hér væru furðu vel á
spilum haldið miðað við þann
fjölda, sem kominn var, en ég
gizka á að um 7—9 þúsund manns
hafi sött Galtalækjarmótið að
þessu sinni.
Að öllu samanlögðu held ég, að
allir heiðarlegir menn telji að það
beri að þakka þeim áhuga-
mönnum, sem þarna hafa að
unnið, sumir um flestar helgar
sumarsins, án þess að taka krónu
fyrir sitt erfiði. Hins vegar hlýtur
það að vera spurning hvort rikis-
rekinn fjölmiðill eins og Rikisút-
varpið hafi leyfi til að rægja slika
starfsemi, bara til að þjóna
skrýtnum skoðunum einstakra
fréttamanna. En ég dreg i efa að
hér eftir muni nokkur, sem
starfaði á Galtalækjarmótinu og
lagði sitt af mörkum til að allt
færi þar vel fram, taka mark á
„fréttum“ höfðum eftir Páli
Heiðari eða Ólafi Sigurðssyni.
Með þökk fyrir birtinguna.
Hilmar Jónsson.“
„Kumpánunum" er
velkomið að gera athuga-
semdir, sjái þeir ástæðu
til þess. Þess skal
einungis getið, að frétta-
menn þurfa iðulega að
byggja fréttaflutning
sinn á upplýsingum ann-
arra, en fréttamennskan
er þá m.a. í þvf fólkin að
ganga úr skugga um
áreiðanleika og sann-
leiksgildi heimildanna.
HOGNIIIREKKVISI
Hún elskar mig af öllu hjarta . . . ofurheitt, harla . . .
SIG&A V/óGA £
WLVum tKKI \)öMR|N[Y rfOWl
\\Ltm OKKUR ÚT E-F WG&túW
VÍQNUH ElHmXSKom /-OTOKP7
0 J. • • 1 ’
tokum
upp
nýjar
hljómplatur
idag
Laugavegi 17 0 27667
t
Vó HEINAR 40 W \WÍIQ 49
YA'bTA V0ÍSKW4USUM í 54KZ4U04
$0KG4K4? K6 SK4U S\V/?i4 V/4NN