Morgunblaðið - 26.08.1975, Síða 1

Morgunblaðið - 26.08.1975, Síða 1
36 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 192. Jbl. 62. árg. ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGUST 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Erfiðir fundir um Rhódesíu á Zambezi-brú Livingstone, Zambfu, 25. ágúst. Reuter. LEIÐTOGAR Suður-Afríku, Rhódesfu, Zambfu og afrfskra þjóðernis- sinna f Rhódesfu ræddust við langt fram á kvöld um framtfð Rhódesfu f járnbrautarvagni á Viktorfufossabrúnni á Iandamærunum yfir Zambezifljóti f dag. Allt benti til þess að viðræðurnar gengju crfið- lega og að Kenneth Kaunda forseti Zambfu og Johannes Vorster, forsætisráðherra Suður-Afrfku, reyndu að bjarga þeim. Ian Smith, forsætisráðherra Rhódesíu, sagði þegar hann fór úr „friðarvagninum“ til að fá sér að Hafnbann í Hollandi Amsterdam, 25. ágúst. AP. REIÐIR sjómenn lokuðu rúm- lega 20 fljótum og sýkjum og skurðum f HoIIandi með 800 prömmum f dag til að mót- mæfa áformum rfkisstjórnar- innar um að endurskipuleggja siglingar á þeim. Þúsundir skemmtibáta og prammar, sem taka ekki þátt f aðgerðunum, komast ekki leiðar sinnar. Hafnbannið nær ekki til Rotterdam og Amsterdam, stærstu hafnarborgá landsins. Það nær heldur ekki til sigl- ingaleiðarinnar til Vestur- Þýzkalands á Rín. Leo van Laak, einn af for- ystumönnum mótmælanna, sagði að prammarnir gætu haldið uppi hafnbanni í einn mánuð. Hann sagði að fyrst í stað væri ætlunin að halda uppi þessum aðgerðum þar til á föstudag þegar þingið á að ræða fyrirhugaða endurskipu- lagningu. Prammarnir, sem taka þátt í aðgerðunum, eru aðallega í eigu lítilla fyrirtækja sem mót- mæla því að áformað er að leggja niður núverandi tilhög- un á þvf hvernig farmur skipt- ist niður milli prammanna. Samkvæmt núverandi tilhög- un á farmurinn að skiptast sem jafnast niður. Stjórnin vill leggja niður þetta ríkiskerfi, sem var komið á 1933, þar sem hún telur að það hafi drepið niður alla sam- Framhald á bls. 34 borða: „Við eigum i erfiðleikum." Hann skellti skuldinni á samtök afriskra þjóðernissinna ANC, en kvaðst vona að áfram miðaði í viðræðunum að loknum kvöld- verði. Agreiningurinn mun snúast um „fretona-samkomulagið" frá 9. ágúst er varð til þess að ákveðið var að halda fáðstefnuna. Það mun enn vera krafa Smiths að Framhald á bls. 34 Símamynd AP FYRSTI FUNDURINN — Johannes Vorster, forsætisráðherra Suður-Afriku, og Kenneth Kaunda, forseti Zambíu, er þeir hittust í fyrsta skipti á fundinum á Viktoriufossbrúnni í gær. Fundurinn er haldinn í járnbrautarvagni á brúnni yfir Zambesi og fjallar um stjórnarskrá Rhódesiu. Goncalves hefur ekki stuðning Costa Gomes Lissabon, 25. ágúst. AP. FRANSISCO da Costa Gomes forseti hefur ákveðið að reka Vasco Goncalves forsætisráðherra samkvæmt áreiðanlegum heimildum f dag. Samkvæmt heimildunum hefur forsetinn sagt frá þessari fyrir- ætlun sinni f trúnaði og hann vonar að Goncalves samþykki að fara frá af fúsum vilja svo að hófsamir herforingjar láti ekki verða af hótunum um að vfkja honum með valdi. Talsmaður forsetans sagði seinna í kvöld að fréttir um að hann hefði ákveðið að vlkja for- sætisráðherranum væru rangar. Hann sagði að forsetinn hefði ákveðið að Vasco Goncalves skyldi áfram gegna embætti for- sætisráðherra. Seinna aflýsti Goncalves opin- berri ræðu sem hann ætlaði að halda og heimildir I hernum hermdu að hófsamir herforingjar væru að búa sig undir að láta til skarar skríða gegn honum. Goncalves kvaðst ekki geta haldið ræðuna þar sem hann þyrfti að sækja fund byltingarráðsins, en þar sem dregið hefur verið úr áhrifum þess þykir" sá fundur ekki mikilvægur. Yfirmaður landhersins, Carlos Fabiao hershöfðingi, mun hafa krafizt þess á sex tíma fundi þríeykisstjórnar Costa Gomes for- seta, Goncalves forsætisráðherra og Otelo Carvalho, yfirmanns öryggisþjónustunnar Copcon, og yfirmanna hinna þriggja greina heraflans að Goncalves legði nið- ur völd innan eins sólarhrings. Samkvæmt heimildunum lagði Fabiao hershöfðingi fram nýjan ráðherralista á fundinum. Kunnugir segja að Costa Gomes forseti eigi fullt I fangi með að ráða við ástandið sem geti leitt til algers borgarastriðs. En ekkert bendir til þess að Goncalves ætli að segja af sér þótt fréttir hermi að hann sé á báðum áttum. Á föstudaginn sagði hann ættingj- um að hann hefði fengið sig full- saddan, en daginn eftir kvaðst hann staðráðinn I að þrauka áfr- var borið til baka að hann hefði am, segja góðar heimildir. Flokkur kommúnista sendi frá sér óljósa hótun um „útkall stuðn- ingsmanna" Goncalves honum til varnar og nokkrar herdeildir holl- ar honum eru sagðar við öllu bún- ar. Það er til marks um rikjandi óvissu að skrifstofa Goncalves birti I dag yfirlýsingu þar sem það sagt af sér. Samkvæmt áformum andstæð- inga Goncalves á Fabiao hershöfð- ingi að verða forsætisráðherra og honum til ráðuneytis eiga að vera tveir varaforsætisráðherrar: Ern- esto Melo Antunes majór og Vitor Crespo sjóliðsforingi. Auk þess á Framhald á bls. 34 Kissinger f ær afhenta kröfu Jerúsalem, 25. ágúst. AP. ÍSARELSMENN hafa borið fram nýja kröfu þess efnis að hvers konar tilslakanir sem Egyptar kunni að gera f nýjum samningi um Sinai-skaga, bæði efnahags- legar og pólitfskar, verði birtai opinberlega að þvf er bandarísk Dauðadómunum í Grikklandi á að breyta í ævilangt fangelsi Aþenu, 25. ágúst. AP. Reuter. GRfSKA stjórnin mælti með því f dag, að dauðadómun- um yfir Georgi Papadopoulosi og tveimur nánustu sam- starfsmönnum hans yrði breytt í ævilangt fangelsi. Þessi afstaða hefur sætt harðri gagnrýni andstæðinga stjórn- arinnar. Giorgios Mangakis úr Mið- flokkasambandinu kallaði þetta „þjóðhættuleg mistök". Hreyfing sósíalista og flokkur kommúnista kröfðust þess að dauðadómunum yrði fullnægt. Stjórnarandstæð- ingar kröfðust þess ennfremur að stjórnin segði af sér og þjóðþingið yrði kallað saman til aukafundar til að ræða málið. I tilkynningu sem var gefin út að loknum stjórnarfundi sagði að samþykkt hefði verið einróma að „leggja til“ að dómarnir yrðu mildaðir. Dómsmálaráðherra mundi gera ráðstafanir til þess að dómarnir yfir Papadopoulosi, Stylianos Patakos og Niklaus Makarezos yrðu mildaðir. Sam- kvæmt stjórnarskránni getur að- eins forsetinn, Konstantín Tsats- os, mildað dómana en það var ekki tekið fram í tilkynningunni. Stjórnin vísaði gagnrýni and- stæðinga sinna á bug og tók fram að ákvörðunin hefði verið tekin án. utanaðkomandi þrýstings. Því var neitað að samkomulag hefði verið gert við sakborninga I rétt- arhöldunum sem lauk á laugar- dag áður en þau hófust. Fimmtán samstarfsmenn hinna þriggja dauðadæmdu voru dæmdir til langrar fangelsisvistar, átta þeirra i ævilangt fangelsi. Um 500 vinstrisinnar efndu til mótmælaaðgerða fyrir framan Aþenu-háskóla í dag og kröfðust þess að dauðadómunum yrði full- nægt. Yfirvöldin óttast fleiri mótmælaaðgerðir. öflugur vörður er við margar opinberar bygging- ar í höfuðborginni. Seinna sagði Konstantín Stefan- akis dómsmálaráðherra á blaða- mannafundi að dauðadómarnir gætu valdið alvarlegri óánægju t.d. meðal foringja I hernum. „Ákvörðunin var tekin af mann- úðarástæðum,“ sagði hann. Vitað er að stjórnin hefur óttazt upp- reisnaröfl í hernum. Lögmaður Papadopoulosar sagði að skjólstæðingur sinn mundi ekki fara fram á ný réttar- höld. Sautján sakborninganna sem voru dæmdir um leið og Papadopoulos segjast hins vegar munu fara fram á ný réttarhöld. ur embættismaður sagði f dag. Samt var Henry Kissinger utan- rfkisráðherra sagður vongóður um að geta rekið endahnútinn á samninginn eftir nokkra daga, þegar hann kom til Jerúsalcm f kvöld til þriðja fundar sfns með fsraelskum ráðamönnum frá Alexandrfu þar sem hann ræddi við Anwar Sadat forseta. Kissinger ræddi hina nýju kröfu Israelsmanna við Sadat og skýrði þeim sfðan frá viðbrögðum hans. Sadat sagði fréttamönnum f Alexandrfu: „Engu verður haldið leyndu." Aðspurður hvort hann ætti við tilslakanir og hernaðar- legar og aðrar hliðar samningsins sagði hann: „Það er rétt.“ Kunn- ugir telja að með þessu hafi Sadat almennt átt við að áherzla yrði lögð á hreinskilni en ekki endi- lega gefið f skyn að hann hefði slakað til gagnvart Israelsmönn- um í þessu máli. Þeir möguleikar á tilslökunum sem eru ræddir eru meðal annars á þá leið að bandarískum fyrir- tækjum sem skipta við Israel verði leyft að starfa f Egypta- landi, að dregið verði úr áróðri gegn Israelsmönnum og að flutn- ingar til Israels verði leyfðir um Súez-skurð. Hingað til hefur verið talið að þessum og öðrum íilslök- unum verði heitið í einkasam- komulagi milli Egypta og Banda- rfkjamanna. Framhald á bls. 34

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.