Morgunblaðið - 26.08.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.08.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1975 5 Hér skoða gestir finnskar glervörur. I hverri sýningar- deild er starfsmaður viðkomandi fyrirtækis, sem gefur þær upplýsingar sem óskað er eftir. Hressingarhæli í landi Skjaldarvíkur EINS OG kunnugt er hefur Nátt- úrulækningafélag Akureyrar nokkur undanfarin ár safnað fé til byggingar hressingarhælis í landi Skjaldarvíkur við Eyja- fjörð. öllum má 1 jóst vera að slíku Grettistaki verður ekki lyft af litl- um efnum og þó að almenningur hafi reynzt félaginu vel meðýmis- konar framlögum, er það eins og dropi I hafið varðandi byggingar- kostnað. Jón Geir Ágústsson byggingar- fulltrúi fór í vor á vegum Sjálfs bjargar til Noregs og Finnlands til að kynna sér uppbyggingu og starfrækslu rannsóknar- og end- urhæfingarstöðva/því að í ráði er að byggja slíka stöð hér á vegum þess félags á næstu árum. Jón hóf athuganir sínar I Noregi en hélt sfðan til Finnlands því þar mun vera starfrækt ein fullkomnasta endurhæfingarstöð í Evrópu. Er þar lögð sérstök áherzla á fyrir- byggjandi aðgerðir, auk endur- þjálfunar til starfa. Slagorð Finna í sambandi við stöð þessa er: .Jljúkrun sjúkra breytt I heilsu- rækt — byrjið nógu snemma að vinna að því.“ Með hliðsjón af athugunum Jóns Ágústssonar má ljóst vera, að margt er hægt að læra af Finn- um í þessum efnum t.d. þar sem rætt er um fyrirbyggjandi aðgerð- ir og koma í veg fyrir að fólk fái t.d. atvinnusjúkdóma. Virðist mjög skynsamlegt að sem flest félög gerðu sameiginlegt átak með byggingu slíkrar stöðvar. Má þar fyrst nefna Sjálfsbjörg sem hefur hug á að byggja I svipuðum stíl og N.L.F.A. og mörg fleiri félög mætti tilgreina, sem þyrftu á slíkri aðstöðu að halda. Vegna fjárhagserfiðleika þjóð- arbúsins virðist sjálfsagður hlut- ur að fleiri aðilar sameinuðust um eitt byggingarátak til að nýta sem bezt öll tæki og læknaþjónustu. Má einnig nefna að framlag opin- berra aðila til slfkrar stofnunar nýttist beur f einu lagi, heldur en ef skipta þyrfti f marga staði. Um þörf fyrir slíka stofnun sem þessa þarf ekki að fjölyrða, slíkt liggur f augum uppi. T.d. má þó benda á þann langa biðlista sem alltaf er að heilsuhælinu f Hvera- gerði. Veigamikill þáttur málsins er líka sá, hve fækka mætti legudög- um sjúklinga á sjúkrahúsum með þvf að hafa svona hæli til að taka við sjúklingum þaðan og oft á tiðum með fyrirbyggjandi aðgerð- um koma f veg fyrir þörf á sjúkra- húsvist, en daggjald sjúkrahúsa er margfalt hærra en á svona heilsuhæli. Frá þjóðhagslegu sjónarmiði mun þvi stöð þessi hvort sem er til lfkama eða sálar, er uppbygg- ing og í þeim anda vinnur N.L.F.A. Hvetur þá sem eru sama sinnis að koma til samstarfs. Akureyri 19.8.1975 Svanhildur Þorsteinsdóttir. E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGOTU 1—3, HAFNARFIRÐI. — SIMI 51919 PLÖTUJÁRN Höfum fyrirliggjandi plötujárn i þykktunum 3,4,5og6mm. Klippum nidur eftir máli ef óskad er. Sendum um allt land STÁLVER HF FUNHÖFÐA 17 REYKJAVÍK SÍMI 83444. Varanlegt slitlag á götur í Hólminum Stykkishólmi. 22. ágúst. NÚ ER unnið af krafti við að koma varanlegu slitlagi á göturn- ar f Stykkishólmi. Aðalgötuna á að steypa, og var hún steypt að hálfu fyrir nokkru, þ.e. miðja hennar, en nú er verið að skipta um jarðveg og eru í þvi stórvirkar vinnuvélar. Hefir þvi orðið mikið jarðrask þvi að djúpt þarf að Skortur á blóði NÚ ER skortur á blóði í Blóð- bankanum og erfitt fyrir bankann að ná í blóð vegna sumarleyfa margra þeirra, sem gefa blóð að staðaldri. Því eru það eindregin tilmæli bankans til allra sem tök eiga á þvi að koma nú í Blóðbank- ann og gefa blóð. Þar er opið kl. 9—16 daglega, og á miðvikudög- um frá kl. 9 til 20. grafa og vilja þvi jarðstrengir fara f sundur, bæði rafmagns og símastrengir. Hafa af þessu orðið mikil óþægindi. Símastrengir hafa oft slitnað og þurft að fá menn úr Borgarnesi og viðar til að koma þessu f lag aftur. Eins hefir orðið rafmagnslaust um skeið. Þá er ákveðið að leggja olfumöl á aðrar götur hér í kaup- túninu svo fljótt sem verða má og mikið rætt um samstarf sveitarfé- laganna á Nesinu í þeim efnum og mun það samstarf þegar hafið. Þá er unnið að hafnarbótum hér og að þvi að bæta hafnarað- stöðuna og miðar því verki nú áfram. Hinsvegar verður bryggju- hausinn látinn bíða betri tíma. Fyrir nokkru varð tjón á bryggj- unni þegar skip sigldi á hana og olli talsverðu tjóni. Hefir það enn ekki verið bætt. Fréttaritari. Lokað Vegna jarðarfarar Ólafs Þórðarsonar framkvæmdastjóra, verður skrifstofan lokuð þriðjudaginn 26. ágúst. Jöklar h. f. Nafnabrengl Undir mynd hér i blaðinu á föstudag var sagt að húsfreyjan f Stardal héti Margrét, en það er að sjálfsögðu rangt, hún heitir Þór- dfs Jóhannesdóttir. Biðst blaðið afsökunar á þessu nafnabrengli. Lokað Vegna jarðarfarar Ólafs Þórðarsonar framkvæmdastjóra, verða skrifstofur vorar lokaðar frá kl. 1 2.00 á hádegi þriðjudaginn 26. ágúst. Tryggingamidstöðin h. f. Líftryggingamiðstöðin h. f. Pennavinir... i næstum 40 ár hefur Penninn veriö helzta sérverzlunin með ritföng i Reykjavik. Á þessum tima höfum við eignazt ótal viðskiptavini. Suma þeirra sjáum við oftar en aðra. Þá köllum við Pennavini. Það er skólafólk, skrifstofustjórar, allt þar á milli. Við skrifum þeim sjaldan og fáum næstum aldrei bréf frá þeim. En við hittum þá oft, og í hVert sinn sem þeir koma, vitum við, að okkur hefur tekizt að hafa fjölbreytt úrval, gott verð og lipra þjónustu (þrjár verzlanir). Þeirra vegna reynum við að gera enn betur og við hlökkum til að sjá þá aftur. HAFNARSTRÆTI 18 LAUGAVEGI 84 LAUGAVEGI 178

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.