Morgunblaðið - 26.08.1975, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. AGÚST 1975
7
r
Kapituli í
sögu þjóða
Nú. þegar fyrir dyrum
standa viðræður við Breta
og Þjóðverja, sem og fleiri
þjóðir, varðandi fiskveiði-
landhelgi okkar, hlýtur
það að verða forsenda
hugsanlegra samninga við
þessar þjóðir, að löndun-
arbann á ferskfiski og um-
ræddir tollmúrar verði
þegar f stað felldir niður
eða samhliða tfmabundn-
um samningum. Fram-
koma Þjóðverja f okkar
garð hefur og verið sú, að
viðræður við þá ættu ekki
að fara fram meðan rán-
yrkjuskip þeirra eru að
veiðum innan 50 mílna
markanna. Mál er að linni
meðan viðræður standa
yfir.
Það er eftirtektarvert
að nú sitja að völdum
bæði f Þýzkalandi og Bret-
landi rfkisstjórnir jafnað
armanna. Þær hafa f engu
sýnt Iftilli bræðra- og sam-
starfsþjóð þann skilning f
hagsmunamáli, er varðar
tilveru hennar og efna-
hagslegt sjálfstæði, er
vænta mátti. islendingar
guldu f sfðari heimsstyrj-
öldinni hlutfallslega meira
manntjóni við að færa
Englendingum fiskmeti en
þeir sjálfir. Barátta okkar
fyrir eðlilegri fiskveiði-
landhelgi og verndun
fiskistofna á miðum okkar
er þó hliðstæð barátta fyr-
ir tilveru og sjálfstæði
þjóðarinnar og Bretar
háðu á sfnum tfma gegn
nasismanum. Þessar tvær
þjóðir, Bretar og Þjóðverj-
ar, færa senn f letur, f
viðræðum við islendinga,
athyglisverðan kapitula
sögu sinnar, sem varðar f
senn samskipti þeirra við
litla bræðraþjóð og varð-
veizlu fiskstofnanna á
Norður-Atlantshafi. Sá
kapituli verður lærdóms-
rfkur bæði okkur og öðr-
um, f bráð og lengd.
Lagmetis-
iðnaður
Frystiiðnaðurinn, þ.e.
vinnsla bolfisks ! ýmis
konar neytendaumbúðir,
hefur um flest gefið góða
raun, bæði hvað snertir
vinnslu og sölu afurð-
anna. Öðru máli gegnir
um framleiðslu og sölu á
fullunninni vöru úr ýmis
konar öðru hráefni, er
stjórnin gefur, og flutt
hefur verið út meira og
minna óunnið. Að flytja út
óunnið hráefni er f senn
að flytja út vinnu og verða
af þeirri margföldun sölu-
verðs, sem vinnslan gef-
ur. Þessi háttur hefur
einkum verið á hafður að
þvf er varðar hráefni til
svokallaðs lagmetisiðnað-
ar, sem ekki hefur fengið
að festa þær fætur f at-
vinnulffi okkar er verðugt
væri.
Framskrið lagmetisiðn-
aðar hefur f stöku tilfell-
um verið jákvætt. en á
heildina litið hefur Iftið
sem ekkert miðað f rátta
átt. Margar samverkandi
orsakir eiga hér hlut að
máli, en höfuðorsökin er,
að Ifklegust markaðs-
svæði þessarar fram-
leiðslu eru girt tollmúrum,
þ.e. EBE-löndin.
Islendingar ráða t.d.
góðum helmingi þeirra
grásleppuhrogna, sem á
heimsmarkaðinn koma,
og ættu. miðað við eðli-
lega verzlunarhætti, að
ráða ferðinni f framleiðslu
og sölu kavfars út þessu
hráefni. Þessi aðstaða
brotnar hinsvegar á toll-
múrum EBE-landanna.
Hækkandi innflutnings-
tollar á lausfrystri
rækju ! Bretlandi,
sem hefur takmarkað
geymsluþol, veldur sams-
konar og vaxandi söluerf-
iðleikum, sem eru óleyst
vandamál. Sjómenn, land-
n
verkafólk og fyrirtæki,
sem hagsmuna hafa að
gæta varðandi grásleppu-
hrogn og rækju, er mikið i
mun, að þau mistök end-
urtaki sig ekki, er samið
var við Breta og Belga
eftir 50 mflna útfærsluna,
að horfa fram hjá þessum
tollmúrum. Svipuðu máli
gegnir um margháttaða
aðra útflutningsfram-
leiðslu.
Niðurlögð síld
SlldveiOiDann, sem
vissulega var réttlæt-
anlegt, samhliða um-
ræddum tollmúrum,
hafa svo gott sem dæmt
fslenzka framleisðlu á
niðurlagðri sfld úr leik á
mörkuðum Evrópu. Þessi
framleiðsla hefur nær ein-
vörðungu verið háð mörk-
uðum i Sovétrfkjunum,
þar sem söluverð fram-
leiðslunnar hefur hvergi
hækkað ! samræmi við
framleiðslukostnað hér
heima fyrir. Ýmsar Norð-
ur-Evrópuþjóðir vóru og
eru helztu sfldarætur ver-
aldar og framtfð þessarar
matvælaiðju hérlendis
hlýtur að grundvallast á
sölumöguleikum þar,
samhliða sölu til Sovét-
rfkjanna og Norður-
Amerfku.
Vöxtur sfldarstofnsins
við ísland og heimildir til
takmarkaðrar veiði hans
opna möguleika á að efla
sfldariðnað f landinu á ný.
Það skiptir þvf miklu máli
að opna slfkri framleiðslu
leið á Evrópumarkað, sem
nú er girtur tollmúrum.
L
spurt &
-----------------------
Hringið í síma 1Ó100
milli kl. 10.30 og 11.30
frá mánudegi til
föstudags og spyrjið um
Lesendaþjónustu Morg-
unblaðsins.
_______________________
GANGBRAUT
VIÐ HJALLABRAUT
Sveinn Sigurðsson, Hjalla-
braut 23, Hafnarfirði, spyr:
„Er ekki fyrirhugað að gerð
verði gangbraut meðfram
Hjallabraut í Norðurbæ
Hafnarfjarðar?“
Björn Árnason, bæjarverk-
fræðingur f Hafnarfirði,
svarar:
„Ekki er fyrirhugað að gera
gangbraut meðfram Hjalla-
brautinni. Hjallabraut er
hugsuð sem akbraut án gang-
stétta en gangbrautir eru á
öðrum stöðum i hverfinu.
Umferðarkerfi þessa hverfis er
hugsað með þeim hætti að
greint verði á milli umferðai;
bíla og gangandi vegfarenda.“
SKEMMDAR
KARTÖLFUR
Þórir Þorsteinsson, Vestur-
bergi 103, Reykjavík, spyr:
„Um þessar mundir eru á
boðstólum í verzlunum nýjar
innfluttar kartöflur, sem æði
margir hafa keypt í þeirri góðu
trú, að hér væri um að ræða
óskemmda vöru. 1 síðustu viku
keypti ég kartöflur f verzlun
einni hér í borginni, en þegar
heim kom reyndust þær vera
skemmdar. Ég fór með þær til
kaupmannsins, sem seldi mér
þær, en hann sagðist ekki geta
tekið við þeim, því ef hann
kvartaði við Grænmetisverzlun-
ina yrði hann settur á „svartan
lista“ og fengi ekki kartöflur
nema einstöku sinnum. Ég spyr
þvf: Er það rétt, að Grænmetis-
verzlun landbúnaðarins veiti
þessum aðferðum við sölu á
kartöflum?"
Jóhann Jónasson, forstjóri
Grænmetisverslunar land-
búnaðarins svarar:
,tSvar mitt við þessari spurn-
ingu er neitandi. Kartöflum,
sem við seljum, er pakkað í
poka, sem eru dagsettir á þeim
degi, er þeir eru sendir frá
okkur, og er ætlun okkar að
fólk fylgist með þvi, að þeir
pokar, sem það kaupir í búðum,
séu ekki eldri en 4ra daga. Ef
hins vegar kemur í ljós að i
pokum, sem uppfylla þetta skil-
yrði, finnast skemmdar kartöfl-
ur, skal viðkomandi kaupandi
snúa sér til þess kaupmanns,
sem hann keypti þær hjá, og
biðja hann um að skipta. Græn-
metisverzlunin tekur þessar
skemmdu kartöflur aftur Iáti
kaupmaðurinn vita af þeim.
Vert er að benda fólki á að skila
hinum skemmdu kartöflum
eins fljótt og auðið er.“
GANGSTÉTTIR í
BREIÐHOLTI III
Sigrún Haraldsdóttir, Fells-
múla 10, Reykjavík, spyr:
„Hvernig stendur á því að í
jafn fjölmennu hverfi og Breið-
holti III er ekki gert ráð fyrir
umferð gangandi vegfaranda
s.s. með gangstéttum?“
Geirharður Þorsteinsson,
arkitekt svarar:
„1 Breiðholti III, þar sem ég
hef haft afskipti af skipulagi er
gert ráð fyrir aðgreindu kerfi
fyrir bíla annars vegar og fót-
gangandi og reiðhjólaumferð
hins vegar. Beint svar við
spurningunni er í fyrsta lagi, að
okkur er umhugað að beina
allri umferð gangandi fólks frá
akbrautum t.d. vegna barna og
hins vegar væru gangstéttir
meðfram akbrautum viðbótar-
kostnaður fyrir Borgarsjóð en
kostnað við framkvæmdir þarf
einnig að hafa í huga.“
al ir li á s La 50% Fsláttur á itercolor tfilmum iyninqunni í
ugardal w ALÞJÖÐLEG VÖRUSYNING 22.ÁG.-ZSEPT
G w mvndiöjan Æ ÖASTbOR? I Æ Hafnarstræti 17, sími 22580
Landsins beztu kjör á framköllun
83000
Til sölu
Raðhús við Hraunbæ,
Raðhús í Fossvogi
Raðhús við Stórateig,
Mos,
Raðhús við Engjasel.
Raðhús við Þrastalund,
Garða hr.
Raðhús við Rjúpufell
Einbýlishús við
Digranesveg, Kóp.
Einbýlishús við Kópa-
vogsbraut.
Við Ljósheima
vönduð 4ra herb. ibúð um 1 10
fm á 3. hæð i blokk. Lyfta.
Við Langholtsveg
vönduð 4ra herb. ibúð á 1. hæð
um 118 fm, ásamt stórum bil-
skúr með góðri geymslu, og
góðum garði.
Við Álftamýri
vönduð 4ra herb. um 110 fm
ibúð á 3. hæð i blokk.
Við Asparfell
sem ný 3ja herb. ibúð á 4. hæð
um 1 06 fm i háhýsi. Lyfta.
Við Geitland, Fossvogi
vönduð 4ra herb. íbúð um 1 10
fm á 2. hæð i blokk.
Við Álfhólsveg, Kóp.
vönduð 6 herb. ibúð um 140 fm
á 2. hæð i þribýlishúsi með
sérinngangi sérhita. Stór bilskúr.
Við Ásbraut, Kóp.
vönduð 3ja herb. ibúð um 100
fm á 3. hæð i blokk. Allt
frágengið úti og inni.
Við Hraunbæ
vönduð 4ra herb. ibúð um 1 10
fm á 1. hæð. Allt frágengið úti
og inni.
Við Laufvang, Hafn.
falleg og vönduð 5 herb. ibúð
um 117 fm á 1. hæð i blokk.
Sérinngangur (4 svefnherbergi).
í Mosfellssveit, Lágafelli
4ra herb. ibúð um 120 fm i
járnvörðu timburhúsi. Hitaveita.
Hagstætt verð.
Við Irabakka
vönduð 2ja herb. ibúð um 65 fm
á 1. hæð i blokk.
Við Hringbraut,
(vestarlega)
vönduð 2ja herb. ibúð um 65 fm
á 1. hæð i blokk.
Við Grettisgötu
góð 2ja herb. ibúð um 50 fm í
steinhúsi á 1. hæð. Hagstætt
verð.
Við Njálsgötu
(austarlega)
vönduð 4ra herb. ibúð á 2. hæð
í sama húsi 2ja herb. risibúð
sem hægt væri að stækka með
kvisti. Laus.
Við Lindargötu
nýstandsett 3ja herb. ibúð á 1.
hæð með sérinngangi.
Við Nýbýlaveg, Kóp.
sem ný 3ja herb. íbúð á 1. hæð
með innbyggðum bilskúr.
Við Lundarbrekku, Kóp.
4ra—5 herb. ibúð á 3. hæð i
blokk. Hagstætt verð. Laus.
Við Kóngsbakka
vönduð 2ja herb. ibúð á 1. hæð í
blokk Allt frágengið úti og inni.
Við Herjólfsgötu, Hafn.
vönduð sérhæð i tvibýlishúsi á
hæðinni samlíggjandi stofur, 2
svefnherbergi, eldhús og baði. í
risi 2 barnaherbergi, sér-
inngangur. 50 fm bilskúr.
Við Efstaland, Fossvogi
vönduð einstaklingsíbúð á 1.
hæð.
í Keflavik
góð 5 herb. ibúð á jarðhæð 1 20
fm við Ásbraut i tvibýlishúsi.
Sérinngangur. Góður bilskúr.
Verð 5,5 milljónir. Útborgun 3
millj.
í smíðum, í Breiðholti III
ein 3ja herb. 90,6 fm og fimm
3ja herb. 106,5 fm afhendast i
júli 1976. Tilbúnar undir tréverk
og málningu.
Opið alla daga til kl. 1 0 e.h.
Geymið auglýsinguna.
Ifil
FASTEICN AU RVALIÐ
SÍMI83000
Sitfurteigil Sölustjórl
Auðunn Hermannsson