Morgunblaðið - 26.08.1975, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 26.08.1975, Qupperneq 15
Bræðurnir Ólafur „Hamar“ og Gunnar Einarsson. Ólafur skoraði 10 mörk ÓLAFI Einarssyni hefur gengið mjög vel hjá slnu þýzka liði, Dohnsdorf, en með þvlhefur hann æft og leikið að undanförnu. í slðasta leik liðsins, sem var gegn sterku 1. deildarliði, skoraði Ólafur 10 mörk úr 12 skotum og vakti frammistaða hans mikla athygli. Eftir leikinn rigndi hamingjuóskunum yfir Ólaf og þjðlfari Göppingen sagðist harma það að Ólafur hefði ekki komið til hans félags. Almennt er búist við þvl að Dohnsdorf sigri I 2. deildinni I ár og leiki þvl I þeirri fyrstu á næsta keppnistlmabili. Göppingen er hins vegar I einhverjum öldudal, en með þvl félagi leikur Gunnar Einarsson og er hann einn sterkasti leikmaður liðsins. Lið þeirra bræðra eru frá sama stað og venjan hefur verið sú að Göppingen hefur dregið til sin mun fleiri áhorfendur. T.a.m. fylgdust 2500 manns með leiknum gegn 1. deildarliðinu, en búist hafði verið við 1000. Eftir leikinn hrósuðu blöðin Ólafi á hvert reipi og kalla hann „Hamarinn". Engin kæra 1 „kærumálinu” ALLT útlit er nú fyrir að „kæru- málið“, sem svo mikið var talað um f sfðustu viku, verði alls ekkert kærumál. Hafa bæði Vest- manneyingar og FH-ingar ákveð- ið að kæra Skagamennina ekki vegn Harðar Helgasonar, sem af ýmsum er talinn ólöglegur leik- maður með Akranesliðinu. Fram- arar hafa enn ekki tekið endan- lega ákvörðun um hvað þeir gera f málinu, en það var á Frömurum að heyra á sunnudaginn að þá fýsti ekki að kæra til að ná f stig. Hins vegar eru uppi raddir innan félagsins um að rétt sé að kæra vegna þess að Framarar hafi á sfðasta sumri verið kærðir vegna svipaðs máls, en þá höfðu stjórnarmenn úr KSl gefið grænt Ijós á að Elmar Geirsson léki með Fram og sagt að hann þyrfti ekki að útfylla eyðublöð um félaga- skipti. Þegar á reyndi kom þó I ljós að leikmaðurinn var dæmdur ólöglegur með Fram. Munu Framarar væntanlega taka um það ákvörðun f dag, hvað þeir gera f málinu. Knötturinn er á leið f net Vopnfirðinga og hvorki markverði né varnarmönnum Einherja tókst að koma við vörnum. Fylkismaðurinn á miðri myndinni er Ólafur Brynjólfsson fyrrum Þróttari, fjær má sjá Jón Sigurðsson, sem lék með KR hér á árum áður. Þrjú lið jöfn í úrslitakeppni þriðju deildar og enn eykst hausverkur Mótanefndar AÐ sjálfsögðu er ævinlega gaman að jafnri keppni og skemmtilegri baráttu, eins og var f úrslita- keppni þriðju deildar um sfðustu helgi. Sjálfsagt eru þó einhverjir óánægðir með að ekki skyldu fást hrein úrslit f a-riðli og þeirra á meðal eru án efa Mótanefndar- mennirnir, sem nú verða enn einu sinni að setjast niður og finna heppilega leikdaga fyrir Iiðin. KA frá Akureyri, Stjarnan úr Garðahreppi og Fylkir úr Arbæjarhverfi urðu öll jöfn f a- riðli og þar sem markatala gildir ekki verða liðin þrjú að leika sfn á milli um réttinn til að leika f úrslitunum gegn Þór frá Akur- eyri, sem vann B-riðiIinn. Vann Þórsliðið báða leiki sfna, en Isfirðingarnir urðu númer tvö í riðlinum. tJrslit leikjanna f úrslitakeppn- inni urðu þessi: A-riðill: KA — Fylkir 1:1 KA — Stjarnan KA — Einherji Fylkir — Stjarnan Fylkir — Einherji Stjarnan — Einherji B-riðilI: Þór — ÍBÍ Þór — Þróttur IBI — Þróttur Staðan í riðlunum varð því þessi: A-riðill: Fylkir 3 1 2 0 7:1 4 KA 3 1 2 0 6:2 4 1:1 Stjarnan 3 12 0 4:2 4 4:0 0:0 Einherji B-riðilI: 3 0 0 3 1:13 0 6:0 Þór 2 2 0 0 5:2 4 3:1 IBI 2 10 1 3:3 2 3:2 Þróttur 2 0 0 2 0:3 0 2:0 Eins og kunnugt er verður 1:0 fjölgað í 1. og 2. deild á næsta ári ISLENDINGARNIR KOMUST EKKI Á YERÐLAUNAPALL Á NM í SUNDI ÞRlR Islendingar voru meðal keppenda á Norðurlandamót- inu f sundi, sem fram fór f Abo f Finnlandi um helgina. Voru það þau Þórunn Alfreðsdóttir, sem keppti f flugsundi og löngu skriðsundunum, Guðmundur Ólafsson f bringusundi og Sig- urður Ólafsson, sem keppti í skriðsundi. tslendingarnir komust ekki á verðlaunapall f neinni af greinunum, en ekki er enn vitað um árangur þeirra, þannig að vel getur verið að þeim hafi tekizt að bæta gild- andi lslandsmet f einhverjum greinanna. Svíar voru hinir sterku á mót- inu og hfutu alls 22 gullverð- laun af þeim 30 sem um var keppt. Norðmenn urðu 5 sinnum f efsta sæti og Danir þrisvar sinnum. Bengt Gingsjö frá Svfþjóð var maður þessa móts. en hann setti tvö Norður- landamet á mótinu, synti 100 metra flugsund á 58,17 og 200 m skriðsund á 1:55,11. 1 200 m baksundi kvenna setti norska stúlkan Bente Eriksen Norður- landamet er hún synti á 2:26,29. Auk þessa voru svo sett mörg landsmet á mótinu, norsku metin urðu t.d. fimm og vonandi gctum við sagt frá Is- landsmeti eða metum f blaðinu á morgun. og eiga því þrjú lið úr 3. deild möguleika á að flytjast upp í 2. deild, en að minnsta kosti tvö lið úr „Kjallaranum" fara upp. Til að úrslit fáist í deild- inni þarf.fyrst að ljúka auka- keppninni i a-riðli og fer fyrsti leikurinn f aukakeppn- inni fram nú í vikunni á milli Fylkís og Stjörnunnar. Um næstu helgi er svo ætlunin að hinir tveir leikirnir fari fram, en enn hefur ckki verið ákveðið hvar eða hvenær þeir fara fram. Að þeim leikjum loknum fer fram úrslitaleikurinn i 3. deild, siðan leikur um þriðja og fjórða sætið og þá er Ioks komið að keppninni á milli liða númer 2 og 3 í þriðju deild, við botnliðið í 2. deild, Víking frá Ólafsvík. Fyrsta frjálsiþrótta- mót Skautafélagsins Skautafélag Reykjavfkur gengst fyrir sfnu fyrsta frjálsíþrótta- móti 27. ágúst, og þar sem eini frjálsfþróttamaðurinn f Skautafélag- inu er Erlendur Valdimarsson, verður aðeins keppt f kastgreinum. Keppnisgreinar þann 27. verða kúluvarp, spjótkast og kringlukast og til að keppnin gángi fljótt fyrir sig hefur SR sett lágmörk fyrir keppendur, 14 m í kúluvarpi, 55 m í spjótkasti og 42 m í kringlu- kasti. Keppnisstaður er kastvöllurinn f Laugardal og hefst keppnin klukkan 17.15. 29. ágúst verður keppt f kringlukasti og spjótkasti á sama stað og hefst keppnin þann dag klukkan 18.10. Laugardaginn 30. ágúst verður svo keppt á Melavellinum og hefst keppnin þá klukkan 11.30. Keppt verður f kúluvarpi og lóðkasti. Dregið í Evrópumótin í handknattleik: Víkingur og Valur sitja yfir HSÍ gleymdi að tilkynna FH HANDKNATTLEIKSSAMBANDI Islands hafa orðið á Ijót mistök er tilkynnt var um þátttöku fslenzkra liða f Evrópumótunum f handknatt- Ieik næsta vetur. Er dregið var um hvaða lið leika saman í 1. umferð fannst nafn FH-inganna ekki meðal þeirra félaga sem tilkynnt höfðu þátttöku, en FH ingar ætluðu sér að vera með f Evrópukeppni bikarhafa, en þann rétt ávann félagið sér sfðasta vetur. Islandsmeistarar Víkings sitja yfir f 1. um- ferðinni og sömu sögu er að segja um Valsstúlk- Alls eru það tíu lið sem sitja yfir f 1. umferðinni og auk Vík- inganna fengu bæði fulltrúar Sví- þjóðar og Danmerkur yfirsetu í 1. umferðinni. Norsku meistararnir Fredrikstad eiga hins vegar að leika gegn Færeyingum í 1. um- ferðinni. Aðspurður um mótherja FH- inga í bikarkeppninni sagði fram- kvæmdastjórinn, að það lið hefði ekki tilkynnt þátttöku i Evrópu- keppni bikarhafa, en sú keppni er ný af nálinni. Sagði hann að f dreifibréfi, sem sent hefði verið öllum handknattleikssamböndum í Evrópu hefði verið skýrt kveðið á um að fresturinn til að tilkynna þátttöku rynni út 15. ágúst. Morgunblaðið hafði í gær sam- urnar, en þessi Iið eru með f Evrópubikar- keppni meistaraliða. AIls taka 22 lið þátt f Evrópukeppni karla að þessu sinni og sitja Vfkingarnir yfir f fyrstu umferðinni þar sem FH-liðið komst f átta-liða úrslitin f fyrra og sagði framkvæmdastjóri Alþjóða handknatt- leikssambandsins f viðtali við Morgunblaðið f gær, að venjan væri sú að kæmust meistarar einhvers lands f 8-Iiða úrslit, þá sæti fulltrúi landsins næsta ár yfir f 1. umferð keppninnar. band við Geir Hallsteinsson og Ingvar Viktorsson formann Hand- knattleiksdeildar FH og voru þeir að vonum óhressir er þeir heyrðu fréttirnar. Sögðust þeir hafa hald- ið að mál þetta væri frágengið og að HSl myndi sjá um formsatriði í sambandi við þátttökutilkynn- ingu liðsins, eins og venja væn. Sögðu þeir félagar að FH hefði þegar verið farið að undirbúa þátttöku sfna í mótinu, búið væri að fá auglýsingu á búninga, farið að safna auglýsingum í leikskrá og ýmis önnur undirbúnings- vinna hefði verið skipulögð. Fóru þeir ekki fögrum orðum um þátt HSl I þessu máli. Seinni partinn í gær hafði HSl samband við Erik Larsen, sem á sæti I stjórn Alþjóða handknatt- leikssambandsins. Sagðist hann mundu gera það sem I hans valdi stæði til að FH-ingarnir gætu orð- ið meðal þátttökuliða, þó svo að tilkynningarfrestur væri útrunn- inn. Væru Iiðin, sem tilkynnt hefðu þátttöku 15 taisins og það gerði skipulag keppninnar auð- veldara að bæta 16. liðinu við. Vonandi tekst að koma FH- ingum inn f keppnina þó svo að seint sé, en þó það takist þá afsak- ar það ekki Handknattleikssam- band Islands á nokkurn hátt. Vinnúbrögð HSl eru fyrir neðan allar hellur f máli þessu. — áij.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.