Morgunblaðið - 26.08.1975, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. AGUST 1975
Um skóga á íslandi
I skóglendunum býr fjöldi fugla, —
sumir halda sér þar eingöngu eins og
auðnutittlingar og þrestir, — og endur
gera hreiður í skjóli greina. Auk þessa
sem upp er talið leitar urmull skordýra i
skógarlönd, fiðrildi, flugur og köngulær,
svo nokkuð sé nefnt.
Af öllu þessu sést að skógurinn gefur
náttúrunni miklu meira líf og yndi en
berangur og blásnir melar.
IV
öll tré vaxa upp af fræi. En hvað
gerist, þegar fræið er sett í jröðina?
■COSPER-
Vantar mjólk I dag?
Flestir hafa séð fræ platna. Venjulega
eru þau afar lítil. í einu grammi eru t.d.
700 birkifræ en upp af einu svona litlu
fræi getur vaxið 10—15 metra hátt tré á
Islandi. Fræ stærstu trjáa i heimi eru
litlu stærri en birkifræ, en geta orðið að
meira en 100 metra háum trjám og orðið
meira en 3000 ára gömul.
Þegar fræið er sett í mold, dregur það
til sín vatn úr loftinu og moldinni og
sendir ofurlitla rót beint niður í jarðveg-
inn. Þegar rótin hefur fest sig þar og
dregið til sín meira vatn, vex obbolitill
stöngull upp úr jörðinni með litlum ljós-
grænum blöðum. Þetta er byrjunin á
vexti trés. Rótin vex beint niður og grein-
ist þar í göng í moldinni og sýgur til sín
jarðvatnið. 1 jarðvatninu eru ýmiskonar
næringarefni, sem plantan þarf til vaxt-
ar, en stöngullinn vex þráðbeint upp í
loftið og myndar fleiri blöð.
Þá hefst eitt það undarlegasta fyrir-
bæri í náttúrunnar riki. Blöðin draga til
sin kolsýring úr loftinu og þegar sólin
skín á þau, breyta litlu grænu kornin í
blöðunum þessu lofti í sykur, mjölvi og
aðra næringu og sameina þessi efni nær-
ingarefnum úr jörðinni. Þannig vex
plantan og dafnar með hjálp sólarinnar.
Fyrir orku hennar verður til næring og
líf úr dauðum efnum. Þetta geta engar
lifandi verur gert nema grænar plöntur.
Nú vitið þið, hvernig tréð tekur til sín
næringu til vaxtar. Ef það vex á góðum
vaxtarstað eykur það við vöxt sinn á
hverju ári. En því er líkt farið um tréð
eins og börnin að þau eru viðkvæmust á
fyrstu árum ævi sinnar. En þegar þau
eru orðin 14—15 ára, teljast þau fullorð-
in eins og krakkarnir. Þó eiga þau fyrir
sér að vaxa miklu meira.
V
Hvað getum við gert til að vernda
skóglendi á íslandi og til hvers gerum við
það?
Fyrst af öllu verðum við að skilja þýð-
ingu skóganna fyrir annan gróður og lif
dýra og manna.
Trén senda rætur sínar djúpt í jörð,
Leiðrétting
ÞAU leiðu mistök uröu í sunnudagsblaöinu að
siðasti hluti framhaldssögunnar var ekki í beinu
framhaldi af þeim fyrri, þannig að ekki var unnt að
ná samhenginu. Eru lesendur blaðsins beðnir vel-
virðingar á þessu og birtum við i blaðinu i dag aftur
þennan kafla.
—
V1C9
MOR&dlv
kAFF/NO
Olíufurstarnir eru vanir að koma með farangurinn f úlfaldalest-
um.
ir...
SfctJlúND *«.»-»-»•
Kvikmyndahandrit aö moröi
Eftir Lillian
O Oonnell
Þýðandi Jóhanna
Kristjónsdóttir.
29
— Hvers vegna haldið þér að
hún hafi gert þetta íyrir yður?
— Tja, þá gerði ég ráð fyrir að
það laegi aðeins ein ástæóa þar til
grundvallar og ég viðurkenni að
ég varð montinn. Auðvitað — hún
gat fengið hvern þann karlmann
sem henni þðknaðist að benda á.
Nú, en hvað með það. ég fékk
hiutverkið aftnr, en ég heyrði
ekki múkk frá henni; hún virti
mig ekki einu sinni viðlits þá
þrjá mánuði sem eftir voru af
kvikmyndatökunni! Nú veit ég
auðvitað að hún vildi reyna mig
og sji hvort ég gaeti þagað.
— Og hvað gerðist svo?
— Svo fékk hún umboðsmann
sinn til að hafa samband við mig
og hann tók mig á skrá og útveg-
aði mér ýms smáhlutverk og hitt
og annað að gera. Ég flýtti mér að
hringja til bennar og þakka henni
fyrir hjáipina og bauð benni með
niður á ströndina. Eg varð að taka
mið af stöðunni, þvf að það hefði
verið fáránlegt að bjóða henni á
veitingahús eða næturklúbba þar
sem hún var vön að koma. Hún
var einnig mjög hreinskilin, hún
sagði að hana vantaði fasta herra-
fylgd þegar hún kæmi fram opin-
berafega, við frumsýningar og
svoleiðis. Hún bauðst til að sjá
um öll útgjöld, fyrir leigubfla,
aðgöngumiða og allt sifkt og ég
myndi á þann hátt fá tækifæri til
að hitta rétta fólkið.
— En hvað um trúlofun ykkar.
Var hún innifalin f þessum samn-
ingi.
An þess að þeir hefðu tekið
eftir þvf hafði frú Dorf komið
aftur á vettvang. Hún hafði snyrt
sig og greitt sér. En hún Ifktist
feiminni og óásjálegri skóia-
steipu engu að sfður.
— Það var bara fyrir pressuna,
maður, og til að loka kjaftinum á
slúðurkellingunum sem voru
komnar vel á skrið. Þannig hiaut
þettv að fara, við vissum það
bæði. Marietta taldi að við gætum
með þessu kveðið niður ýmsar
sögur.
— Og þér slóguð til!
— Jí. það getið þér bölvað yður
upp á! Þetta var mér ofaslega ffn
auglýsing.
— Sem sagt samkomuiag sem
báðum kom til göða?
— Einmitt.
— Og engar tilfinningar f spil-
inu?
— Nei. Hún borgaði fyrir þá
aðstoð sem ég veitti henni.
David ieit snöggt á eiginkonu
Dorfs og veitti athygli beiskju-
dráttunum kringum munninn og
reiðilegum glampa f augunum.
— Það getur auðvitað verið að
þið hafið ekki iifað saman en
þetta hlýtur að hafa verið býsna
náið samband. var ekki svo? Þið
hljótið að bafa átt sérstaklega vel
saman, Dorf. Ungfrú Shaw hlýtur
að hafa fundið einbvcrja mjög
jákvæða eiginleika f fari yðar.
Hvers vegna hefði hún annars
iagt allt þetta á sig vegna yðar?
Tilfinningar hljóta að hafa verið
með i dæminu, að minnsta kosti
hvað hana varðar, hald‘ð þér það
ekki? Nema þvf aðeins að þér
hafið haft einhver tök á henni...
Höfðuð þér það, Dorf?
— Hvað meinið þér eiginlega?
Hvernig þá? Þetta var nákvæm-
lega einsog ég lýsti fyrir yður.
Dwf ýtti gremjulega frá sér
diskinum sfnum og horfði fýlu-
lega á konu sfna.
— Maturinn er fskaldur, ég vil
ekki sjá þetta.
Link lét ekki æsing hans hafa
áhrif á sig.
— Hvers vegna voruð þér ekki
með henni f veizlunni?
—■ Vegna þess að ég átti að
vinna snemma næsta morgun.
— Og þurftuð að sofa og hvfla
vður, botnaði David fyrir hann.
— Þér slepptuð einhverri eftir-
sóttustu veizlu ársins bara til að
vera nógu vel upplagður til að
segja örfá orð daginn eftir! Eins
og þér heyrið Dorf hef ég lært
betur heima — betur en þér hafið
vfst búist við.
— Eg tók starf mitt MJÖG al-
varlega.
— öidungis rétt. Þess vegna
hefðuð þér einnig átt að vera f
veizlunni, ekki satt?
— Heyrið mig nú, maður minn.
Hvort sem ég var þar eða ekki. þá
stendur það að minnsta kosti ekki
f neinu sambandi við slys sem
hún lendir f og enn sfður kemur
það við morðinu á henni.
— Vkkur hafði lent saman. yð-
ur og henni?
— Tillie, sæktu mér hreina
skyrtu. fjandakornið! urraði
hann f átt til konunnar.
— Þið höfðuð rifist um Tillie,
var það ekki rétt?
— Ég þekkti ekki Tillie þá!
sagði Dorf reiðilega.
— Eg verð ekki lengi að ganga
úr skugga um hvort það er satt
hjá yður, benti David honum á.
— Það var ekki mér að kenna
að svona fér fyrir henni! öskraði
Dorf tryilingslega. — Ég er vita-
saklaus af öilu. Jú. reyndar höf-
um við verið að rffast. ég skal
viðurkenna það. en henni var
skítsama um það og hún hefur
ekki eytt á mig einni hugsun eftir
að við skildum...
— Viijið þér að ég trúi þessu?
— Þér þekktuð hana alls ekki!
t kvikmyndunum var hún voða
hiý og undursamleg en f einkalffi